Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 22
22 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand BORGARMYNDUNIN ER BYRJUÐ ÞEGAR ÞÚ KEMUR MÁTTU ALLS EKKI GLEYMA ÞÍNUM HELSTA AÐDÁANDA. ÉG BÍÐ EFTIR AÐ SJÁ ÞIG. GÓÐA FERÐ, OG MUNDU AÐ KAUPA ÞÉR FERÐATRYGGINGUKÆRA PÁSKAKANÍNA,ÞETTA VERÐUR SÍÐASTA BRÉFIÐ SEM ÉG SENDI ÞÉR FYRIR PÁSKA. KOMSTU MEÐ GULL OG SILFUR HANDA MÉR FRÁ ENGLANDI? NEI, ÉG KOM MEÐ SVOLÍTIÐ SEM ER VERÐMÆTARA Í DAG HVAÐ ? TÍU BRAUÐ- HLEIFA OG SEXTÍU EGG SÉRÐU RÖRIÐ? HUNDURINN ER AÐ FELA SIG Í FUGLABAÐINU ENN EINA FERÐINA! ÉG ÆTLA AÐ SEKTA ÞIG FYRIR OF HRAÐAN AKSTUR. ÞÚ FÆRÐ FJÓRA PUNKTA OG SEKT UPP Á 20.000 kr. FJÓRA PUNKTA! HAFÐU ÞAÐ GOTT ÉG ÆTLA AÐ HJÁLPA LÖGREGLUNNI AÐ NÁ GLÆPA- MANNINUM SEM ÞYKIST VERA ÉG STRÁKAR, ÉG ER KOMINN... ÞETTA ER HANN! VERTU ALVEG KYRR! Skór tapaðist SVARTUR, háhæl- aður, támjór rúskinns- skór með gráum leð- urböndum tapaðist við Hljómskálann, í Vest- urbænum eða við Efstaland í Fossvogi í byrjun mars og er sárt saknað. Það var sá vinstri sem týndist en þann hægri má sjá hér á meðfylgjandi mynd. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 698-9045. Bíllyklar töpuðust ÉG varð fyrir því óláni að tapa bíl- lyklunum mínum í Kringlunni þegar ég skaust í tvær búðir kl. 13 sl. þriðjudag. Þetta er venjuleg Toyota- fjarstýring með tveimur tökkum og lykill. Mig bráðvantar kippuna en hún gagnast engum nema eiganda bílsins. Ef einhver hef- ur rekist á hana vin- samlega hafðu sam- band við Auði í síma 861-4149. Með fyr- irfram þökk. Dýr þurrkublöð ÞAÐ er ekki ofsögum sagt að dýr yrði Hafliði allur. Í stuttu máli þá þurfti að endurnýja þurrkublöð á bílnum mínum. Ég fór í N1 á Bíldshöfða og hugðist kaupa ný blöð en verðið stóð í mér, 2.540 kr. stykkið. Þá fór ég að- eins ofar í sömu götu, í Bílasmiðinn, og viti menn; þar kostar stykkið 795 kr.! Hvað réttlætir þessa okurálagningu hjá N1, blöðin gera alveg sama gagn. Ég skora á fólk að versla í Bílasmiðnum. Gott væri að fá svör frá forsvarsmönnum N1 því að fróður maður sagði mér að N1 borg- aði í mesta lagi 500 kr. í innkaupum á stykkinu af þurrkublöðum. Þorleifur Helgi Óskarsson. Ást er… … á góðu róli. Velvakandi Svona skór töpuðust Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, út- skurður kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Árskógar 4 | Handav./smíði/útskurður kl. 9, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handavinna og sögustund kl. 13.30, dagblöð. Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín kl. 9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13. Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8, bæna- stund og umræða kl. 9.30, leikfimi kl. 11, upplestur kl. 14. Listam. mánaðarins. Eftirlaunadeild símamanna | Sum- arferð 28. júlí, 5 daga ferð um Mýrar, Snæfellsnes og Flatey. M.a. farið í öku- ferð á Snæfellsjökli og siglt til Flateyjar. Gist í Ólafsvík og Stykkishólmi. Skráning í síma 551-1137/ 898-4437 (Ragnhildur). Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, spjall kl. 13.30, línudans kl. 17.30, samkvæmisdans byrjendur kl. 18.30, kennari er Sigvaldi. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30, gler- og postulín kl. 9.30, leiðbein- andi við, lomber kl. 13, kanasta kl. 13.15, kóræfing kl. 16.45, tréskurður kl. 18, skapandi skrif kl. 20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu- línsmálun kl. 9, ganga kl. 10, handavinna og brids kl. 13, félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi, kvennaleikfimi, bókband og gönguhópur - fastir tímar. Fullbókað er í vorfagnað 25. mars. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, leikfimi kl. 10.30, spilasalur opinn frá hádegi, kóræfing kl. 15. Háteigskirkja | Félagsvist kl. 13. Verð- laun verða veitt. Hraunbær 105 | Handav. og útskurður kl. 9, bænastund kl. 10, myndlist kl. 13. Hraunsel | Rabb kl. 9, ganga kl. 10, G- kórinn kl. 10.30, trésk. og glerbræðsla kl. 13, boccia og vist kl. 13.30. Frítt fyrir 67+ í tækjasal í Hress í Ásvallalaug, Kristinn Magnússon sjúkraþj. stjórnar. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30, vinnustofa kl. 9, brids kl. 13. Hæðargarður 31 | Hringborðið kl. 8.50, Stefánsganga kl. 9. listasmiðja; útsaum- ur/handverk o.fl. Félagsvist 13.30, gáfu- mannakaffi kl. 15, skapandi skrif kl. 16. Ókeypis tölvuleiðbeiningar kl. 13-14.30. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár- anum kl. 11.30. Uppl. 554-2780/ glod.is. Korpúlfar Grafarvogi | Ganga kl. 10 í Egilshöll. Á morgun kl. 9.30 er sund- leikfimi í Grafarvogssundlaug. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Spjall- hópur kvenna kl. 10.30, handverks- og bókast. opin kl. 11.30, prjónakl. o.fl. kl. 13, boccia kl. 13.30, söngstund kl 15. Norðurbrún 1 | Boccia kl. 10, handa- vinna kl. 9-15.30, samvera með djákna kl. 14, útskurður eftir hádegi. Vesturgata 7 | Handav., boccia, leikfimi kl. 9.15, kóræfing og tölvukennsla kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band, postulínsmálun kl. 9, morgun- stund kl. 9.30, boccia kl. 10, framh.saga kl. 12.30, handavinnustofa opin frá kl. 13, spilað og stóladans kl. 13.15. Jón Arnljótsson heyrði í hádeg-isútvarpi RÚV viðtal við mann að nafni Friðrik, sem var að vitja um net í Mývatni. Hann þóttist kannast við kauða af póstlista hagyrðinga og orti að bragði: Eina bröndu Friðrik fann í fjórum netalögnum. Af fiski ekki fitnar hann né flytja þarf í vögnum. Mývetningurinn Friðrik Stein- grímsson var fljótur til svars: Nú er ég á grænni grein, get mig stutt við sögur kunnar. Mývatns branda mettar ein meira en fiskar biblíunnar. Jóhannes í Syðra-Langholti lét ekki sitt eftir liggja og orti undir yfirskriftinni „Fiskurinn eini“: Friðrik lagði fjögur net, fljótt svo í þau gáði. Ekki setti’ann aflamet, einni bröndu náði. Þó aumur væri aflinn hans, ekki varð hann kvíðinn. Fylgir dæmi frelsarans, fús að metta lýðinn. Friðrik sat ekki þegjandi undir því: Þó vigti lítið veiði manns verð ég litlu feginn, og í fótspor frelsarans feta gæfu veginn. Og hann lét ekki þar við sitja, heldur bætti við: Mývatnssveit á allskyns auð sem allra fyllir maga. Í hverum má þar baka brauð og bröndu úr vatni draga. Vísnahorn pebl@mbl.is Af bröndu og Mývatni Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.