Morgunblaðið - 22.03.2010, Síða 23

Morgunblaðið - 22.03.2010, Síða 23
Menning 23FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2010 RAGNAR Bjarnason mun syngja á tvennum tónleikum með Stórsveit Suðurlands, 24. og 25 mars nk. Á fyrri hluta tónleikanna mun sveit- in leika ein og óstudd nokk- ur lög, m.a. hefðbundin swing-lög, samba og fönk. Eftir hlé stígur Raggi á stokk og tekur lagið með sveitinni, slagara á borð við „New York, New York“, „My way“ og „All of Me“ og einnig lög sem þjóðin þekkir vel í hans flutningi. Fyrri tón- leikarnir verða haldnir í Hótel Selfossi og hefj- ast kl. 20.30. Aðgangseyrir er kr. 1.500. Þeir seinni, 25. mars, verða haldnir í Iðnó kl. 20.30. Tónleikar Raggi Bjarna með stórsveit Ragnar Bjarnason BEBOPFÉLAG Reykjavík- ur stendur fyrir bebop- kvöldum í kjallara Kaffi Kúlt- úra alla mánudaga. Í kvöld verður tónlist hljómsveit- arstjórans og píanóleikarans Duke Ellington könnuð í tríó- formi. Tríóið skipa Daníel Friðrik Böðvarsson, gít- arleikari, Þórður Högnason kontrabassaleikari og Óskar Kjartansson trommuleikari. Tónleikarnir hefjast um kl. 21 og um klukku- stund síðar verður öllum velkomið að spreyta sig með tríóinu. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en kr. 500 fyrir námsmenn. Þeir sem taka þátt í tón- listarflutningnum fá miðann endurgreiddan. Tónleikar Tónlist Ellington á Kaffi Kúltúra Duke Ellington NÆSTKOMANDI mið- vikudagskvöld, 24. mars, hefst kammertónleikaröð Félags íslenskra tónlistar- manna í samvinnu við Nor- ræna húsið. Flytjendur á fyrstu tónleikum starfsárs- ins eru ítalskir, Natalia Benedetti klarínettuleikari og Sebastiano Brusco píanó- leikari. Þau munu flytja efn- isskrá með vinsælum verk- um fyrir klarínett og píanó eftir evrópsk og bandarísk tónskáld. Brusco og Benedetti hafa starfað saman um nokkurt skeið á alþjóðlegum vettvangi. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1.500 en ókeypis fyrir alla undir 21 árs aldri. Tónleikar Gestir frá Ítalíu í Norræna húsinu Sebastiano Brusco Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is SÍÐASTLIÐIÐ fimmtudagskvöld var óperan Parsifal eftir Wagner frumsýnd í Grand Theatre í Genf. Meðal söngvara í sýningunni er Þóra Einarsdóttir sem fer með hlutverk blómastúlku. Þóra segir að frumsýningin hafi gengið vel og verkinu verið mjög vel tekið. Ánægðir áhorfendur „Það var verulega mikil ánægja hjá áhorf- endum í lokin og einstaklega gaman fyrir mig að fá að taka þátt í svona miklu stórvirki eins og þessi ópera er,“ segir Þóra. Hún hefur áður sungið í öllum fjórum óperum Niflungahrings Wagners, Rínargullinu, Siegfried, Valkyrj- unum og Götterdämmerung. Nú bætist Parsi- fal við. „Þetta er frábær leið og mikil upplifun fyrir mig til að kynnast meistaralegri tónlist Wag- ners. Í byrjun ferilsins átti ég aldrei von á því að eiga eftir að syngja í óperum Wagners því ég taldi mig ekki vera með rödd í það. Ég er þeim mun glaðari að uppgötva að það eru hlut- verk í Wagner-óperum sem henta rödd minni. Þótt það séu ekki aðalhlutverkin þá fæ ég að vera með og kynnast tónlistinni.“ Skemmtileg klassatónlist Í Parsifal er fjallað um leitina að hinum heil- aga gral. Sýningin tekur um fimm og hálfan tíma í flutningi, sem reynir bæði á flytjendur og ekki síður áhorfendur. „Þetta er langur tími en verkið er gríðarlega magnað og flott,“ segir Þóra. „Þegar kemur að Wagner verður að sjá verkin í óperuhúsi og upplifa listformið. Þá er nauðsynlegt að sleppa taki á tímanum, og leyfa honum að líða hægt.“ Vart er hægt að ímynda sér ólíkari tónskáld en Offenbach og Wagner, en Þóra þekkir tón- list þeirra vel. Í Bretlandi er kominn út geisla- diskur með óperunni Vert-Vert eftir Offenbach en þetta er í fyrsta sinn sem heildarútgáfa af þeirri óperu kemur út á diski. Þar syngur Þóra hlutverk Mimiar, sem er aðalkvenhetja óperunnar. Hún er saklaus stúlka sem fylgir ástinni. „Þetta er mjög létt og skemmtileg tón- list en það er mikill klassi yfir henni,“ segir Þóra. „Offenbach var mikill snillingur. Ég get vitnað í Atla Heimi um það að hann er einn af mestu tónsnillingunum.“ Þóra mun syngja í sex sýningum á Parsifal í Genf en kemur síðan hingað til lands á laug- ardaginn fyrir páska og syngur daginn eftir í páskamessu í Grafarvogskirkju. Þetta er mikil upplifun  Þóra Einarsdóttir syngur í Parsifal í Genf  Frumsýningargestir voru hæstánægðir  Syngur á geisladiski í óperu eftir Offenbach Þóra Einarsdóttir Svona lítur hún út í hlutverki sínu í Parsifal eftir Wagner. Þóra Einarsdóttir stund- aði söngnám við Söng- skólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harð- ardóttur og við Guildhall School of Music and Drama hjá Prof. Lauru Sarti. Þóra þreytti frumraun sína að námi loknu við Glyndebourne Festival Opera árið 1995. Hún steig þó fyrst á svið Íslensku óp- erunnar aðeins átján ára gömul í litlum hlutverkum í Rigoletto og í Töfraflaut- unni. Þóra hefur sungið víða um heim við af- ar góðar undirtektir og hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar fyrir söng sinn. Söngkonan Síðustu tónleikar Kamm-ermúsíkklúbbsins á þessumvetri fóru fram á laugardag.Óvænt flýtingin frá sunnu- degi til laugardags dró að vísu úr að- sókn yngri hlustenda eins og við mátti búast; laugardagskvöld eru jafnan erfið til tónleikahalds. Má að auki rifja upp ummæli Sigurðar Steinþórssonar tónskrárritara í sjón- varpi fyrr um daginn að fjölgun spil- ara virðist meira áberandi en verð- andi hlustenda – sem undirritaður vakti raunar einu sinni máls á í Af listum. Neyzluvíma „góðærisins“ var harla ólíkleg til að örva leit að tor- fengnari en varanlegri lífsgæðum, og þurfa grunnstoðir tónleikalífsins á við KMK og SÍ því að huga grannt að ný- liðun framtíðaráheyrenda, líkt og gerist víða erlendis. Langt er síðan blásarasveit hefur fyllt heila kvölddagskrá innan vé- banda KMK. Tilbreytingin var því kærkomin og yfirbragðið almennt hið hressilegasta. Enda hefur skemmti- gildið viljað loða við listmúsík fyrir tréblásara allt frá fyrstu tíð þegar hún var oftast tengd utandyra veizlu- haldi. Þótt ekki væru slík dæmi bein- línis á dagskrá að þessu sinni skein vínarklassískur skemmtiarfurinn engu að síður í gegn í mörgum til- vikum. Hvergi var dauft augnablik, m.a. þökk sé fjölbreytni heilla sex verka, allt frá 1783 til 1992, eftir jafn- marga höfunda – og ekkert þeirra úr hófi langt. Nýklassísk (raunar nýbar- okkleg) „Kleine Kammermusik für Bläser“ Hindemiths op. 24,2 frá 1922 var innblásin perla með aukakeim af Stravinskíj í líflegum flutningi hóps- ins. Verkið spriklaði af kerskni og myndaði nærri götustrákslega and- stæðu við kliðmjúkan Kvintett Danzis (1763-1821) í g op. 56,2 frá 1822; sam- tímamanns og vinar Beethovens er var meðal frumkvöðla hinnar þá splunkunýju áhafnargreinar fyrir flautu, óbó, klarínett, horn og fagott. Húmorinn seytlaði örlátt um Gö- vertimento Þorkels Sigurbjörnssonar fyrir félaga úr Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar (frumfl. 1992) í kitlandi viðsnúningi á m.a. Pastoralsinfóníu Beethovens – og pilsasviptandi Can Can-þættinum(!) úr Orfeifi í undir- heimum Offenbachs. Eftir hlé kom hið allkunna stutta Trois pieces brè- ves (1930) eftir Jaques Ibert. Ekta franskt – og andagiftin samsvarandi „yfirborðsleg, litrík og fyndin“ er Oscar Wilde kvað hafa sagt að „hversdagsfólk misskilji gjarnan sem léttúð“ í óborganlegri tilvitnun tón- leikaskrár. Í kjölfarið fylgdi Adagio í B K411 (1783) Mozarts fyrir frímúrarastúku hans í Vín; upphaflega fyrir tvö klar- ínett og þrjú bassetthorn. Því miður láðist að nefna umritarann fyrir blás- arakvintett, en það spillti í engu fyrir eðalfagurri túlkun þessa úrvals- stykkis. Loks kom að seinni götustrák kvöldsins, Francis Poulenc, með krassandi litríkri túlkun á Sextetti hans fyrir píanó og blásara frá 1939. Afbragðsverk þetta gat stundum minnt á Prokofjev að angurværð og reimleika, en spannaði annars geysi- vítt tjábrigðasvið í eldsnarpri og sam- stilltri túlkun Vovku og blásarahóps- ins. Hér fór smitandi spilagleði og árangurinn var eftir því. Í einu orði sagt: hörkugaman! Bústaðakirkja Kammertónleikarbbbbn Verk eftir Hindemith, Danzi, Þorkel Sig- urbjörnsson, Ibert, Mozart og Poulenc. Blásarakvintett Reykjavíkur (Hallfríður Ólafsdóttir flauta, Daði Kolbeinsson óbó, Einar Jóhannesson klarínett, Jósef Ognibene horn og Hafsteinn Guð- mundsson fagott) ásamt Vovku Ashke- nazy píanó. Laugardaginn 20. mars kl. 20. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Hörkugaman! Morgunblaðið/Golli Smitandi spilagleði Blásarakvintett Reykjavíkur ásamt Vovka Ashkenazy. FJÖRUVERÐLAUNIN – bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt í fjórða skipti í gær, fyrir bækur sem komu út í fyrra. Verð- launahafi í flokki fag- urbókmennta var Ingunn Snædal fyrir ljóðabókina Komin til að vera, nóttin; verðlaun í flokki fræðirita hlaut Þórdís Elva Þorvalds- dóttir fyrir bókina Á mannamáli. Tvær bækur hlutu verðlaun í flokki barna- og unglingabóka: Arngrímur apaskott og fiðlan eftir Kristínu Arngríms- dóttur og Aþena (ekki höfuðborgin í Grikk- landi;) eftir Margréti Örnólfsdóttur. Bókmenntir Fjórar hlutu Fjöruverðlaun Margrét Örnólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.