Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 1
GOSÓRÓI við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi fór vaxandi í
gær eftir að hafa dalað í fyrrinótt og fram undir gærmorgun.
dal í Þórsmörk. Hér sjást ferðamenn skoða hraunfossinn í
Hrungili sem myndað hefur eftirminnilegt sjónarspil. »6
Upp úr klukkan 18 í gærkvöldi kom hrina nokkurra jarð-
skjálfta sem voru 2-2,5 stig. Þeir fundust meðal annars í Húsa-
ÓRÓINN Í GOSINU FÓR VAXANDI EFTIR AÐ HAFA DALAÐ
Morgunblaðið/RAX
Þ R I Ð J U D A G U R 3 0. M A R S 2 0 1 0
STOFNAÐ 1913
74. tölublað
98. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ er með um 15 mál til
meðferðar sem varða yfirtöku banka á fyrirtækjum.
Áhöld eru um hvort afkoma allra þessara fyrirtækja sé
jákvæð, og er þá miðað við sjóðsstreymi, en verklags-
reglur bankanna setja slíkt sem skilyrði fyrir fjárhags-
legri endurskipulagningu. Páll Gunnar Pálsson, for-
stjóri Samkeppniseftirlitsins, segir þess ekki langt að
bíða að niðurstaða fáist í þessum málum.
Samkeppniseftirlitið afgreiddi í vetur yfirtöku Ís-
landsbanka á Icelandair og setti skilyrði fyrir samrun-
anum. Sömuleiðis afgreiddi eftirlitið yfirtöku Lands-
bankans á Teymi. Málinu var vísað til áfrýjunarnefndar
sem taldi að Samkeppniseftirlitið hefði víðtækari heim-
ildir til að setja skilyrði en stofnunin sjálf hafði talið.
Hætta á óæskilegum hagsmunaárekstrum
Páll Gunnar sagði að í þessum samrunamálum væri
fjallað um þá fresti sem bankarnir hafa til að selja fyr-
irtæki sem þeir hafa yfirtekið og einnig um aðskilnað
hagsmuna. „Þessir hagsmunir geta blandast saman
með mjög óæskilegum hætti þegar bankar fara að reka
fyrirtæki samhliða hefðbundinni bankaþjónustu.“
Fram hafa komið áhyggjur af því að bankarnir reki
þessi fyrirtæki of lengi. „Nálgun okkar er sú að því
styttri tími sem líður, þar sem atvinnufyrirtæki á sam-
keppnismarkaði eru í eigu banka, því betra. Það er
keppikefli að reyna að flýta þessu ferli eins og kostur
er, þó verður að taka tillit til eðlilegra viðskiptahags-
muna.“
Viðskiptanefnd Alþingis hefur rætt þessi mál.
Áhyggjur eru innan nefndarinnar vegna starfa nefndar
sem hefur eftirlit með afskriftum bankanna. Sam-
kvæmt lögum má nefndin aðeins lýsa því með almenn-
um orðum ef grunur leikur á um að ekki sé farið eftir
verklagsreglum bankanna. Hún má ekki upplýsa ná-
kvæmlega í hverju brotið felst.
Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður ætlar á
næstunni að leggja fram frumvarp á Alþingi sem kveð-
ur á um að fyrirtæki í eigu bankanna verði að skila
sömu upplýsingum og fyrirtæki sem skráð eru í Kaup-
höllinni, en það þýðir m.a. að þau skili uppgjöri árs-
fjórðungslega.
Fyrirtæki í fangi banka | 12
Skoðar yfirtöku
á 15 fyrirtækjum
Samkeppniseftirlitið hefur fengið 15 mál til skoðunar sem
fela í sér yfirtöku banka á fyrirtækjum í samkeppnisrekstri
STAÐREYNDIR
»Meðal fyrirtækja sem bankarnir hafa yfirtekiðeru Teymi, Hagar, Icelandair, Ingvar Helga-
son og Bifreiðar & landbúnaðarvélar, Húsasmiðj-
an, Plastprent, bílaleigan Alp ehf. og ýmis fast-
eignafélög.
RÍKISENDURSKOÐUN telur
Fangelsismálastofnunar hafa fært
sannfærandi rök fyrir því að reisa
skuli nýtt fangelsi á höfuðborg-
arsvæðinu, í nýrri úttekt um stöðu
fangelsismála á Íslandi.
Óttast er að fyrning dóma aukist
vegna skorts á fangaklefum en 15
fangar hafa nú beðið lengur en í þrjú
ár eftir því að hefja afplánun.
Þá er vikið að öryggismálum á
Litla-Hrauni með þeim orðum að nú-
verandi öryggisgirðingu umhverfis
fangelsið sé ábótavant. Girðinguna
skorti rafstraum og komast skýrslu-
höfundar svo að orði að „menn hafi
brotið sér leið í gegnum hana, bæði
inn og út, með lítilli fyrirhöfn“. | 13
Morgunblaðið/Þorkell
Verður lokað Hegningarhúsið.
Reisi nýtt
fangelsi
Ríkisendurskoðun
kallar á úrbætur
DAGLEGT LÍF»10-11
DANSAÐ AF LÍFI OG
KRAFTI Í SPORTHÚSINU
FÓLK»28
ÁNÆGÐ AÐ SIGRA
MÚSÍKTILRAUNIR
6
Slitastjórn Kaupþings hefur
hafnað öllum skaðabótakröfum
Tchenguiz-bræðra í þrotabú Kaup-
þings. Mjög líklegt er að þeir reyni
að sækja málið fyrir íslenskum
dómstólum en kröfur þeirra nema
440 milljörðum.
Skilanefnd bankans hefur þegar
gjaldfellt 640 milljóna punda yfir-
drátt Roberts hjá Kaupþingi. »14
Öllum kröfum
bræðranna hafnað
Robert Tchenguiz
Engar líkur virðast vera á því að
samstarfi stjórnarflokkanna verði
slitið, þrátt fyrir harða gagnrýni
Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis-
ráðherra á VG um helgina. Þar líkti
hún þingmönnum VG við ketti sem
of mikill tími og orka færi í að
smala saman í meirihluta. Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra sagði eftir þingflokksfund
VG í gær að núverandi ríkisstjórn
væri sterkasta og samhentasta aflið
sem fyrir hendi væri til að leiða
þjóðina í gegnum erfiðleikana sem
að því steðja. »4
VG vill halda áfram
ríkisstjórnarsamstarfi
Vincent Tchenguiz