Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÞETTA er vandamál sem aðilar
vinnumarkaðarins eru að glíma við,
þessi hverfuli meirihluti á Alþingi.
Afleiðingin af þessari kattasmölun
kemur fram í því að það er ekki
hægt að ljúka ákvörðunum sem snúa
að atvinnumálum,“ segir Gylfi Arn-
björnsson, forseti Alþýðusambands
Íslands, og vísar til þeirrar myndlík-
ingar Jóhönnu Sigurðardóttur for-
sætisráðherra og formanns Sam-
fylkingar að samstarf við Vinstri
græna sé eins og að „smala köttum“.
Aðildarfélögin ósátt
Gylfi fundaði með aðildarfélögum
Alþýðusambandsins á hitafundi í
gær þar sem fram kom veruleg
óánægja með frammistöðu ríkis-
stjórnarinnar í atvinnumálum.
Gylfi telur stöðuna óviðunandi.
„Forsætisráðherra er að lýsa því
hvernig hún þurfi að vinna til að ná
meirihluta. Þetta er auðvitað með
öllu óviðunandi vegna þess að við
sömdum við ríkisstjórnina um
ákveðna þætti stöðugleikasáttmál-
ans í atvinnumálum sem ekki er ver-
ið að hrinda í framkvæmd,“ segir
Gylfi og bætir því við að fundarmenn
hafi gagnrýnt Samtök atvinnulífsins
fyrir að hlaupa frá samstarfinu á
grundvelli skötuselsmálsins. Eðli-
legt sé að samtökin efni nú launa-
hækkanir sem frestað var á grund-
velli stöðugleikasáttmálans. Hann
átelur aðgerðaleysi stjórnarinnar.
„Það hefur ekkert verið gert í
fyrirhuguðum einkaframkvæmdum
sem átti að fjármagna utan ríkis-
reiknings. Lífeyrissjóðirnir leggja
fram 100 milljarða á næstu fjórum
árum. Það er auðvitað mjög há upp-
hæð og hlutfallslega hærri en menn
hafa verið að velta fyrir sér í mót-
vægisaðgerðum hjá ESB. Það yrði
mikil innspýting fyrir hagkerfið að
fá þetta fé til framkvæmda. Við
krefjumst þess að það verði gert.“
Fleiri flokkar komi að málum
Fundarmenn hafi gert kröfu um
samstöðu atvinnulífsins og Alþingis.
„Ef það dugar ekki að eiga sam-
ræður við ríkisstjórnina af því að
hún er alltaf að leita að köttunum –
það er ekki mjög gott að smala kött-
um – þá verður þessi samræða að
eiga sér stað við fleiri aðila inni á Al-
þingi, fleiri flokkar þurfa þá að koma
að málum. Það gengur ekki að þessi
pólitíska kreppa sem við erum
greinilega í hamli endurreisninni.“
Dýrkeypt kattasmölun á þingi
Forseti ASÍ segir sundrungu innan
stjórnarinnar hamla endurreisninni
Morgunblaðið/Ernir
Óþreyja „Það gengur ekki að þessi pólitíska kreppa sem við erum greini-
lega í hamli endurreisninni,“ sagið Gylfi Arnbjörnsson eftir fundinn í gær.
FRAM komu á fjölmennum fundi í
Ólafsvík í gær kröfur um að þorsk-
veiðikvótinn yrði aukinn þar sem
ella blasti við mánaða atvinnuleysi
sjómanna og landverkafólks.
„Við bendum á að það rúmast
innan ráðgjafar fiskifræðinga að
auka heimildirnar um 40 þúsund
tonn,“ segir Kristinn Jónasson, bæj-
arstjóri í Snæfellsbæ. „Þrátt fyrir
það myndi þorskstofninn stækka,
hann færi úr 702 þúsund tonnum í
716 þúsund tonn. Eins og verka-
lýðsfélagið hér sagði þá á að láta
fólkið njóta vafans.“
Morgunblaðið/Alfons
Frá fundinum Þórunn Kristins-
dóttir ber upp fyrirspurn.
Fólkið fái
að „njóta
vafans“
Vilja auka þorsk-
veiðikvótann
NÚ þegar vorið nálgast óðfluga glittir víða í
brum. Grasið er byrjað að spretta og greinarnar
að laufgast en margir hafa velt fyrir sér áhrifum
kulda síðustu daga á gróðurinn. Þórólfur Jóns-
son, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur
litlar áhyggjur. „Gróðurinn var ekki farinn að
spretta að ráði þannig að það eru litlar líkur á að
kuldinn hafi mikil áhrif. Líklega er enginn skaði
skeður,“ segir hann.
Gróðurinn lætur kulda síðustu daga ekki á sig fá
Morgunblaðið/Ómar
Kuldinn hefur lítil áhrif á sprettuna
STARFSMENN Norðuráls fjölmenntu á fund sem
Verkalýðsfélag Akraness og samninganefnd stétt-
arfélaga er koma að málum Norðuráls boðuðu til í
gærkvöldi til að ræða kjaradeiluna við fyrirtækið.
Að sögn Vilhjálms Birgissonar, formanns verka-
lýðsfélagsins, voru það eindregin tilmæli fundarins
að efnt yrði til atkvæðagreiðslu um verkfallsheim-
ild. Hann taldi þó ólíklegt að það næðist fyrir páska.
Alls er um að ræða kjör 450 starfsmanna í um-
ræddum fimm stéttarfélögum hjá Norðuráli og
hafa viðræður um kjaramálin staðið án árangurs í
fimm mánuði. Vilhjálmur taldi að um 200 manns úr
starfsliði álverksmiðjunnar hefðu verið á fundinum
en margir starfsmenn hefðu ekki getað mætt þar
sem unnið væri á vöktum á Grundartanga.
„Þetta var mikill hitafundur, alveg kjaftfullt hús,“
sagði Vilhjálmur. „Skilaboðin voru ótvíræð, starfs-
menn vilja að kosið verði um verkfallsheimild. En
það krefst undirbúnings, við þurfum að fara eftir
lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og munum nú
ræða við Alþýðusamband Íslands.“
Starfsmenn krefjast þess að laun á hverja vinnu-
einingu verði jafn há launum í álverksmiðju Alcan í
Straumsvík. Munurinn sé nú um 20%, Alcan-mönn-
um í vil. Heildarlaunin eru að vísu hærri hjá Norð-
uráli, segir Vilhjálmur. En skýringin sé að hjá
Norðuráli sé skilað 26 föstum yfirvinnutímum í
mánuði en ekki í Straumsvík. kjon@mbl.is
Starfsmenn Norðuráls vilja
kjósa um verkfallsheimild
Krefjast sömu launa á vinnueiningu og greidd eru hjá Alcan í Straumsvík
Fjölmenni Af fundi starfsmanna Norðuráls í gær.
GUNNAR I.
Birgisson verður
í 3. sæti fram-
boðslista sjálf-
stæðismanna í
Kópavogi sam-
kvæmt tillögu
kjörnefndar. Ár-
mann Kr. Ólafs-
son leiðir listann.
Tillaga kjör-
nefndar að 22
manna framboðslista fyrir sveit-
arstjórnarkosningarnar 29. maí var
samþykkt einróma með öllum
greiddum atkvæðum á fundi full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Kópavogi í gær en Hildur Dungal
lögfræðingur skipar annað sætið.
Listinn er í samræmi við úrslit
prófkjörs í febrúar og er Margrét
Björnsdóttir í fjórða sæti.
Gunnar í þriðja
sæti í Kópavogi
Gunnar I.
Birgisson