Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010
ÁKVEÐIÐ var á
fundi í heilbrigð-
isráðuneytinu í
gærmorgun að
heimila að ráðist
yrði í útboð á
dreypilyfjum til
framleiðslu hér á
landi. Eins og
fram kom í
Morgunblaðinu í
gær hefur Ný-
sköpunarmiðstöð haft útboðið á
prjónunum en beðið var ákvörð-
unar ráðuneytisins. Að sögn Þor-
steins Inga Sigfússonar, forstjóra
Nýsköpunarmiðstöðvar, varð ljóst á
fundinum í gær að Álfheiður Inga-
dóttir heilbrigðisráðherra hefði
ákveðið að ganga fram fyrir
skjöldu og ákveðið að ráðast skyldi
í útboðið. Hann segir að nú verði
hafist handa af fullum krafti við
undirbúning að útboði dreypilyfja-
framleiðslunnar, en öll dreypilyf
sem notuð eru á sjúkrahúsum eru
innflutt. Gerir hann ráð fyrir að ís-
lenskum fyrirtækjum ætti að gefast
kostur á að bjóða í framleiðsluna
fyrir lok ársins. omfr@mbl.is
Ráðist
verður í
útboðið
Þorsteinn Ingi
Sigfússon
AÐSÓKNARMET var slegið á
fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, í
liðinni viku þegar rúmlega 413 þús-
und not-
endur
heimsóttu
síðuna.
Gamla
metið hafði ekki fengið að standa
lengi því það var frá þarsíðustu
viku þegar notendurnir voru tæp-
lega 384 þúsund talsins. Fram að
því tróndi „hrunvikan“ í október
2008 efst þegar tæplega 380 þús-
und notendur heimsóttu mbl.is.
Aðsóknar-
met á mbl.is
Eftir Kristján Jónsson
og Andra Karl
STJÓRNARSAMSTARFIÐ er ekki
í hættu, ef marka má orð Stein-
gríms J. Sigfússonar, formanns
Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs. Hann segist enn sann-
færður um að núverandi ríkisstjórn
sé sterkasta og samhentasta aflið
sem sé til staðar til að leiða landið í
gegnum erfiðleikana sem að því
steðja.
Umræður um stjórnarslit vökn-
uðu enn á ný eftir flokksstjórnar-
fundi Samfylkingarinnar um liðna
helgi. Helst kom tvennt til: ummæli
Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætis-
ráðherra, um breytingar í stjórnar-
ráðinu og sameiningu opinberra
stofnana en ekki síður skot Jóhönnu
á samstarfsflokkinn, þ.e. þegar hún
líkti þingmönnum VG við ketti og
sagði að of mikil orka og tími færi í
að smala þeim saman í meirihluta.
Ummæli Jóhönnu voru til um-
ræðu bæði á þingflokksfundi VG í
gær en einnig Samfylkingarinnar.
Skúli Helgason, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, sagði eftir fundinn,
að almennt hefðu þingmenn talið
ræðuna mikilvæga og að þar hefði
komið fram sterk pólitísk sýn sem
skipti máli á þessum tíma. Hann
sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af
því að ræða Jóhönnu dragi dilk á
eftir sér.
Að setja hælana niður
„Í pólitík eru eðlilega skiptar
skoðanir og þingmenn vilja standa
vörð um að þeir geti tjáð sig í öllum
málum eins og þeim sýnist. En í
þeirri stöðu sem við erum þurfa
menn líka að tryggja, að mikilvæg-
ustu málin hafi góðan framgang.
Þannig getum við staðið skil á okkar
málum gagnvart þjóðinni.“
Skúli tók jafnframt fram, að alltaf
séu sjónarmið sem þurfi að vega og
meta og stundum sé ekki annað
hægt en setja hælana niður sam-
visku sinnar vegna. „En það er ekki
hægt að gera það að reglu í sínu
pólitíska starfi.“
Umræðan á þingflokksfundi
Vinstri grænna var með ágætum, að
sögn Steingríms. Þar hafi m.a. verið
rætt almennt um ræðu forsætisráð-
herra. Hann vildi ekki tjá sig sér-
staklega um einstök ummæli Jó-
hönnu og sagðist ekki sjá ástæðu til
að vera með mikið uppnám, frekar
en endranær. „Ef einhverjir eru
þeirrar skoðunar að [ummæli Jó-
hönnu] hafi ekki verið hjálpleg þá
skilja þeir hinir sömu af hverju ég
tjái mig ekki of mikið um þau.“
Steingrímur sagðist ekki telja
meiri kurr í þingflokki VG en við sé
að búast. Málin séu hins vegar rædd
og reynt að finna sameiginlegar
leiðir. „Það er svo miklu meira sem
sameinar okkur, þá meina ég bæði
okkur sem flokk og einnig rík-
isstjórnarflokkana, sem samstillta
hreyfingu á bak við þessa rík-
isstjórn heldur en sundrar. Nún-
ingur um einstök mál eða ummæli
eru smámál í því samhengi.“
Að auki sagðist Steingrímur vera
sannfærður um, að núverandi rík-
isstjórn væri sterkasta og sam-
hentasta aflið sem væri til staðar til
að leiða landið í gegnum erfiðleik-
ana. „Þeir flokkar sem báru höfuð-
ábyrgð á hruninu eru ekki vænlegir
til þess.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Málin rædd Vel virtist fara á með Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG, og þingmönnunum Atla Gíslasyni og Lilju Mósesdóttur á þingflokksfundinum.
Uppnám ástæðulaust
Formaður Vinstri grænna vill ekki tjá sig um einstök ummæli forsætisráðherra
Fleira sameini stjórnarflokkana en skilji þá að en núningur sé um einstök mál
Ljóst er að andstaða er við það í þingliði VG að stofn-
að verði atvinnumálaráðuneyti. Bændur í VG telja
tryggara að hafa áfram sérstakt landbúnaðarráðu-
neyti sem beiti sér gegn ESB-aðild en að greinin sé
undir ráðherra sem ef til vill styðji aðild.
En hvað segir Ögmundur Jónasson um ræðu for-
sætisráðherra?
„Ég veit það ekki, kannski tekur hún sauði fram yf-
ir ketti,“ segir hann hlæjandi. „Annars hef ég alltaf
verið hlynntur því að fólk segi hug sinn umbúðalaust
og það gerir ráðherrann. En hvað sem mönnum finnst
um líkingamálið lít ég svo á að þarna komi fram
ákveðið sjónarmið um stjórnmál, um það hvernig taka skuli ákvarðanir.
Og ég er mjög ósammála þeirri aðferð sem þarna er mælt með.“
Ögmundur segir aðspurður að þetta hafi verið góður fundur og allir
hafi verið einhuga um að halda stjórnarsamstarfinu áfram.
Sauðir betri en kettir?
Ögmundur
Jónasson
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
ÖSSUR Skarphéðinsson utanríkisráðherra er ósáttur
við að gerðar skuli vera bandarískar leyniskýrslur um
hann sjálfan og fleiri íslenska áhrifamenn en skýrslunum
var lekið á vefsíðuna Wikileaks. Ráðherrann hefur falið
íslenska sendiherranum í Washington að fá útskýringar
hjá viðeigandi aðilum.
„Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem trún-
aðarskýrslur sem gerðar eru einhliða og einungis skrif-
aðar af bandarískum stjórnarerindrekum leka með þess-
um hætti. Við þurfum að fá skýringar á því að svona
skýrslur liggja á glámbekk,“ segir Össur.
Í skýrslunum sem birtar hafa verið er fjallað um Jó-
hönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Albert Jónsson
sendiherra og Össur. Sagt er um Jóhönnu að hún sé afar
vinsæl og hafi ávallt stutt varnarsamstarfið við Banda-
ríkin. Aðrir íslenskir stjórnmálamenn segi að hún sé
„ákveðin og stöku sinnum óþolinmóð, hafi hneigð til ein-
leiks“. Um Össur segir að honum sé „hlýtt til Bandaríkj-
anna og hann hefur haft náið samband við bandaríska
sendiráðið í mörg ár“. En stundum sé afstaða hans mjög
í andstöðu við stefnu Bandaríkjanna.
Um Albert, sem var um hríð sendiherra í Washington,
segir að hann geti verið hörundsár þegar honum finnist
að Íslendingar séu ekki meðhöndlaðir eins og jafn-
réttháir samstarfsaðilar, eins þegar hann álíti að grund-
vallarhagsmunir þjóðarinnar séu í húfi. „Hann mótmælti
t.d. í einkasamtölum þegar skýringar á meintri notkun
flugvéla á vegum CIA í íslenskri lofthelgi bárust ekki
fyrr en eftir þrjár vikur og voru, að hans mati, ófullnægj-
andi en vann með bandarískum diplómötum að því að
draga úr mikilvægi málsins út á við,“ segir í skýrslunni.
Rýnt í ráðamennina
Leyniskýrslur bandaríska utanríkisráðuneytisins
um íslenska áhrifamenn birtar á vefsíðunni Wikileaks
Jóhanna
Sigurðardóttir
Össur
Skarphéðinsson
Albert
Jónsson
HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hef-
ur dæmt 19 ára pilt í fjögurra mán-
aða skilorðsbundið fangelsi fyrir
rán. Hann var sakfelldur fyrir að
hafa í félagi við annan mann veist
að ungum pilti og þvingað hann of-
an í ruslatunnu. Þeir spörkuðu síð-
an í drenginn og neyddu hann til að
afhenda sér 1.000 kr. Atburðurinn
átti sér stað í ágúst 2008.
1.000 kr. rán
ódýrt & gott
Móa veislu
fugl m/fyll
ingu1198kr.kg