Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010 Sveiflur í óróa  Krafturinn í eldgosinu virðist hafa minnkað snarlega í fyrrinótt  Jókst síðan aftur um hádegið í gær GOSÓRÓI við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi fór vaxandi eftir há- degi í gær en hann datt niður um hríð í fyrrinótt og framundir morgun. Upp úr klukkan 18 í gær kom hrina nokk- urra jarðskjálfta upp á 2-2,5 stig, þeir fundust m.a. í Húsadal í Þórsmörk. Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðl- isfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir mælingar á óróa gefa vísbend- ingu um kraftinn í gosinu, sem hafi smám saman minnkað. Þá segir hann GPS-tæki sem mæla jarðskorpu- hreyfingar sýna að skorpan hefur hætt að þenjast út, og jafnvel gengið birtist með kortinu á vefnum, segir að gossprungan hafi opnast á sléttri hæð þar sem gil eru beggja vegna. „Samkvæmt útreikningum hraun- flæðilíkansins voru meiri líkur í upp- hafi gossins að hraunið rynni í Hvann- gil en Hrunagil. Um nóttina þegar gosið hófst var mjög stíf austanátt sem átti þátt í því að hlaða upp gos- efnum vestan við sprunguna. Það dugði til þess að hraunið rann í Hrunagil. Nokkrum dögum síðar tók hraunið þó að renna í Hvannárgil,“ segir í grein Estherar. hlynurorri@mbl.is örlítið til baka. En alls ekki megi slá því föstu að gosinu fari að ljúka. Gróflega áætlað gætu 15-20 millj- ónir rúmmetra af föstum gosefnum hafa komið úr iðrum jarðar frá því gosið hófst, segir Magnús Tumi Guð- mundsson prófessor. Meðfylgjandi mynd byggist á korti sem birt er á vef Veðurstofu Íslands, en um er að ræða spálíkan sem sýnir mögulegt hraun- flæði yfir Fimmvörðuháls, miðað við hvernig landið liggur og veður við upphaf gossins. Í grein Estherar Hlíðar Jensen, sérfræðings hjá Veðurstofunni, sem ����������� ������ ������ � ��� � ������� Mögulegt hraunflæði frá Fimmvörðuhálsi Fimmvörðuháls Skáli Útivistar Básar Langidalur Húsadalur Útigöngu- höfði Gönguleið Eyjafjallajökull Sprungan oghraunflæði 28 . mars Tindfjöll StóristandurGathillur Brúnir Merkurtungur Hvannárgil H ru na gi l Stakkholtsgjá Steinholtsdalur Strákagil Öskufall Miklar líkur á hraunflæði Heimild: Veðurstofa Íslands, Jarðvísindastofnun HÍ og Landhelgisgæslan Litaskali einfaldaður frá upprunalegu líkani. Litlar líkur á hraunflæði Suðurgil HeljarkamburBratta- fönn „ÞAÐ þarf að tryggja að hvalveiðar og hvalaskoðun geti lifað áfram í sátt og samlyndi og skilgreina verður betur hvar hvalaskoðunarsvæði eru. Almennt má þó segja að hvalveiðar séu þjóðhagslega hagkvæmar,“ segir Sveinn Agnarsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Kynnt var í gær skýrsla sem stofnunin vann fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, þar sem lögð var mælistika á þjóðhagsleg áhrif hvalveiða við landið. Í skýrslunni er miðað við þær forsendur að langreyð- arstofninn við Íslandsstrendur sé um 22.100 dýr og hrefnu- stofninn 53 þúsund dýr. Miðað við að veidd yrðu 150 dýr úr hvorum stofni myndi jafnvægi haldast en veiðar umfram 330 langreyðar og 800 hrefnur myndi leiða til hruns. Hagfræðistofnun áætlar að launagreiðslur vegna veiða og vinnslu á 150 langreyðum nemi minnst 750 millj. kr. Óljóst sé hins vegar hver hagnaður af veiðunum geti orðið. Þá megi gera ráð fyrir að virðisauki hvalaskoðunarfyr- irtæka nálgist hálfan milljarð kr. Þá er ekki tekið tillit til margfeldisáhrifa af veiðunum, enda töldu hagfræðingar sem skýrsluna unnu forsendur of óljósar til að hægt væri að leggja mat á slíkt. sbs@mbl.is Hvalveiðar taldar vera þjóðhagslega hagkvæmar Langreyðarstofninn 22.100 dýr og hrefnurnar 53 þúsund HERMANN Jón Tómasson, bæj- arstjóri á Akureyri, tók í gær á móti undirskriftalistum sem 3.785 höfðu ritað nafn sitt á og með því mótmælt þeim miklu breytingum sem fyr- irhugaðar eru í miðbæ Akureyrar, aðallega síki og fjölda háhýsa. „Við höfum safnað undirskriftum í rúmar þrjár vikur og mér sýnist þetta vera hátt í 30% kosningabærra Akureyringa sem hafa skrifað á listana,“ segir Jón Hjaltason, einn þeirra sem að söfnuninni stóðu. Jón segir að í raun og veru séu þeir, sem undirskriftunum söfnuðu, „hjartanlega sammála markmið- unum sem eru sett fram í skipulag- inu en þegar þau eru borin saman við framkvæmdina kemur í ljós að markmiðin eru gleymd.“ Jón segir að farið sé fram á að hætt verði við framkvæmdir, ellegar kosið sérstaklega um málið. Á móti síki og háum byggingum Kosið um miðbæinn? Ljósmynd/Kristján Listar afhentir Pétur Bolli skipu- lagsstjóri, Hermann Jón Tómasson og Knútur Karlsson. „AÐ MINNSTA kosti 1.500 manns hafa skuld- undið sig til þess að taka þátt í þessu átaki okk- ar. Meðal þeirra eru bílstjórafélög, leigubíl- stjórar, sendibílstjórar, vörubílstjórar sem og almennir bílstjórar,“ segir Bjarni Bergmann Vil- hjálmsson, talsmaður Samstöðu. Til að mótmæla háu eldsneytisverði og reyna að þrýsta á olíufé- lögin að lækka verðið boðaði Samstaða til blaða- mannafundar á BSÍ í gær þar sem nöfn olíufé- laganna voru sett í pott og eitt þeirra dregið út. Upp úr pottinum kom N1 og hvetur Samstaða bifreiðaeigendur til þess að eiga aðeins viðskipti við það félag næstu átta daga og sniðganga hin félögin. Að þeim tíma liðnum verður leikurinn endurtekinn og svo koll af kolli í von um að það skapi þrýsting á olíufélögin. Nánari upp- lýsingar um átakið má lesa á vefnum: www.samstada.com. Samstaða hvetur bifreiðaeigendur til að skipta aðeins við N1 í eina viku Berjast fyrir lægra eldsneytisverði Morgunblaðið/Ernir „Skýrslan er gott innlegg í um- ræðuna. Í hvalveiðum og hvala- skoðun eru ákveðnir hagsmunir sem stangast á og að öðru leyti vinnur þetta saman. Þetta þurf- um við að skoða,“ segir Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjáv- arútvegsráðherra. Með veiðum á 150 langreyðum og jafn mörgum hrefnum mætti, skv. skýrslunni, veiða 2.200 tonnum meira af þorski á ári hverju en nú er gert; 4.900 tonnum meira af ýsu og 13.800 tonnum meira af loðnu. Hagnaður af þessu gæti verið um 12,1 millj- arður króna. Ráðherra vill ekki kveða upp úr um hvort í ljósi þessa og þeirrar staðhæfingar hagfræð- inga að hvalveiðar séu hagkvæmar sé einboðið að halda þeim áfram. Veiðar verði stundaðar að minnsta kosti til ársins 2013, það er skv. ákvörðun Einars Kr. Guðfinnssonar, fv. ráðherra. Gott innlegg í umræðuna Langreyður verk- uð í Hvalfirði. www.noatun.is Nóttin er nýjung í Nóatúni Hringbraut Austurver Grafarholt Nú er opið 24 tíma, 7 daga vikunnar í þremur verslunum Nóatúns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.