Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 8
8 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010
Sjónvarpsstöðvarnar sýndumyndir frá flokksstjórnarfundi
Samfylkingarinnar. Það var nið-
urdregið fólk. Ekki gleðiviprur í
neinu andliti. Minnti helst á fund í
fyrrverandi útrásarfyrirtæki, þar
sem gerð var grein fyrir því að
helsta eign þess hefði verið við-
skiptavild og nú væri hún horfin.
Eitthvað hefði verið til af hlutabréf-
um, en þau höfðu verið fjármögnuð
með veðum í gömlum kosningalof-
orðum, sem nú væru einskis virði.
Þess vegna varenginn með
gleðibragði.
Formaðurinnreyndi að
létta mönnum
leiðann með
gamanmálum.
Hún talaði umstjórnarmeirihlutann sinn eins
og hoppandi hóp á trampólíni og
virtist skjaldborgin hafa breyst í
hoppkastala fyrir ólátabörn. En
enginn brosti eða hló.
Hún reyndi aftur. Hún hugsaði tilIcesave og fór með valin atriði
úr söngleiknum „CATS“, en allt
kom fyrir ekki. Hennar tími virtist
bæði kominn og farinn.
Eftir þessa uppákomu varð fjar-rænum fundarmönnum hugsað
til VG og hins nýja málgagns þeirra
DVG. Hvernig myndi Reynir bregð-
ast við? En þó fyrst og fremst
hvernig myndu VG-liðar sjálfir
taka þessu? Myndu þeir sýna klærn-
ar? Yrði þetta verra kattafár en
svínaflensuafbrigðið sem fólst í
synjun Icesave-laganna?
Einn þingmaður Samfylkingarorðaði þetta svo, að formað-
urinn yrði að gæta sín. Það væru
kettir í fleiri flokkum sem kynnu
ekki á kassana sína.
Jóhanna
Sigurðardóttir
Af flokksráðsfundi
Veður víða um heim 29.3., kl. 18.00
Reykjavík 1 heiðskírt
Bolungarvík -5 skýjað
Akureyri -4 skýjað
Egilsstaðir -5 skýjað
Kirkjubæjarkl. 1 skýjað
Nuuk 2 skýjað
Þórshöfn 3 skýjað
Ósló 2 skýjað
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Stokkhólmur 4 súld
Helsinki 2 skúrir
Lúxemborg 13 léttskýjað
Brussel 14 léttskýjað
Dublin 8 skýjað
Glasgow 5 skýjað
London 12 skúrir
París 18 skýjað
Amsterdam 12 skýjað
Hamborg 10 skýjað
Berlín 10 skýjað
Vín 18 skýjað
Moskva 7 skýjað
Algarve 18 skýjað
Madríd 12 léttskýjað
Barcelona 14 léttskýjað
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 16 léttskýjað
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg 8 skýjað
Montreal 4 skúrir
New York 11 skúrir
Chicago 4 skýjað
Orlando 19 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
30. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:53 20:13
ÍSAFJÖRÐUR 6:54 20:21
SIGLUFJÖRÐUR 6:37 20:04
DJÚPIVOGUR 6:21 19:43
Eftir Nönnu Árnadóttur
KANADÍSKA undrabarnið Donny Ouyang, 16
ára, heimsótti Ísland í síðustu viku í tilefni af al-
þjóðlegri frumkvöðlaráðstefnu sem haldin var á
vegum Háskólans í Reykjavík. Donny er frægur
fyrir að hafa stofnað sitt eigið netfyrirtæki,
Kinkarso Tech, þegar hann var aðeins 14 ára.
„Ráðstefnan snýst um að yfirvinna alþjóðlegu
kreppuna með frumkvöðlastarfi og endurnýt-
anlegri orku og ég er virkilega spenntur að koma
til Íslands til að vera með. Ég hef aldrei séð
svona landslag áður, það er alveg stórkostlegt.“
Donny vill vekja athygli á ungum nýsköp-
unarmönnum og hvetur þá til að „vera þrjóskir
og vinna á þeim vettvangi sem ykkur líst best á.“
Donny neitar þeim orðrómi að hann þéni 6.500
bandaríkjadali á mánuði. „Þetta er frekar gömul
tala,“ segir hann feimnislega „og eiginlega þéna
ég miklu meira en það, en ég vil ekki segja hve
mikið það er“.
Rekinn áfram af forvitni
Upphafið að stofnun fyrirtækisins má rekja til
forvitni Donnys.
„Ég var þrettán ára og var að fletta í gegnum
bókasafnið hans pabba. Þar fann ég bók sem
fjallaði um forritun fyrir byrjendur og ég ákvað
að reyna að búa til mína eigin vefsíðu. Þetta tók
frekar langan tíma en þegar ég var búinn þá
tókst mér að selja hugmyndina mína og ég ákvað
að halda áfram að hanna vefsíður og svo stofnaði
ég fyrirtækið.“ Þegar Donny er spurður að því
hvernig það sé að vera sextán ára og reka sitt eig-
ið fyrirtæki sem gangi vel, segir hann að hann
hafi aldrei viljað vera eins og aðrir unglingar og
að hann sé ekki spenntur fyrir „venjulegri“
vinnu.
„Ég hef aldrei haft yfirmann og aldrei verið í
vinnu sem ég hef ekki sjálfur stýrt. Ég get ekki
ímyndað mér annað, ég vil vera minn eigin yf-
irmaður allan minn starfsferil.“
Aldrei haft yfirmann
Stofnaði sitt eigið fyrirtæki fjórtán ára Hvetur unga frumkvöðla til að hafa
trú á sjálfum sér og gefast ekki upp Hefur aldrei viljað vera eins og aðrir
Morgunblaðið/Ómar
Á framabraut Hinn sextán ára Donny Ouyang á
örugglega framtíðina fyrir sér.
VERÐMUNUR á lyfjum milli apó-
teka er allt að 50% samkvæmt
könnun Neytendastofu. Könnunin
var gerð á tímabilinu 26. febrúar til
10. mars.
Algengur verðmunur á vörunum,
þar sem þær voru ódýrastar og þar
sem þær voru dýrastar, var um 30%
en mestur var hann tæp 50%. Flest-
ar vörur voru ódýrastar í Garðs-
apóteki en flestar voru þær dýr-
astar í Laugarnesapóteki. Einungis
níu apótek af 31 höfðu lausasölulyf
verðmerkt.
Ekki var tekið tillit til afsláttar
eða sérkjara í könnuninni.
Könnun Neytendastofu á verði lausasölulyfja
Lægsta verð Hæsta verð Mism.
Panodil töflur, 30 stk. 340kr. í Garðsap. 535kr. í Laugarnesap. 36,45%
Paratabs töflur, 30 stk. 290kr. í Garðsap. 399kr. í Árbæjarap. 27,32%
Íbúfen, 400mg, 30 stk. 470kr. í Lyfjaveri 670kr. í Laugarnesap. 29,85%
Nicorett fruit mint, 2mg, 30 stk. 749kr. í Árbæjarap. 1.381 kr. í Laugarnesap. 45,76%
Nicotinell fruit, 2mg, 24 stk. 628kr. í Árbæjarap. 1.241 kr. í Laugarnesap. 49,40%
Strepsils, sítrónu, 24 stk. 790kr. í Garðsap. 1.080kr. í Lyfjavali 26,85%
Asýran, 150mg, 30 stk. 1.290kr. í Garðsap. 1.846kr. í Árbæjarap. 30,12%
Pinex, 125mg, 10 stk. 390kr. í Garðsap. 550kr. í Laugarnesap. 29,09%
Pektólín 445kr. í Garðsap. 599kr. í Laugarnesap. 25,71%
Otrivin, venjulegt, f/fullorðna 594kr. í Garðsap. 815 kr. í Lyfjavali 27,12%
Mikill verðmunur á lyfjum