Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 10
10 Daglegt lífHREYFING OG ÚTIVIST
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010
Fjölbreytni Djassdans, söngleikjadansar og nútímadans eru meðal þeirra danstegunda sem konurnar læra.
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Tvisvar í viku hittist í Sport-húsinu stór hópur kvennafrá tvítugu og upp úr ogdansar af bæði krafti og
innlifun. Hér ekki verið að æfa fyrir
nýja sýningu sem er á leið á fjal-
irnar, heldur er einfaldlega dansað
ánægjunnar vegna. Á æfingum eru
enda stigin djassdansspor og æfðir
söngleikjadansar og nútímadans í
bland.
„Stelpur hætta oft að æfa dans á
unglingsaldri og svo kviknar áhug-
inn á ný upp úr tvítugu. Þá finna
þær hvað þetta er góð hreyfing og
hvað það er gaman að dansa og fá
útrás,“ segir Guðfinna Björnsdóttir
sem kennir við Dansskóla Birnu
Björns þar sem um árabil hefur ver-
ið boðið upp á danstíma fyrir konur
sem komnar eru af unglingsaldri.
Að sögn Guðfinnu er alltaf stór
hópur kvenna sem leitar aftur í
dansinn. „Þær hafa oft mun meira
gaman af þessu en hefðbundinni
leikfimi og finnst dansinn gefa lífinu
lit. Fyrir þeim er þetta besta leik-
fimin og þær vilja helst mæta sem
oftast í viku.“
Skyldumæting í dansinn
Góður andi myndast í dansinum
og mæta sumar kvennanna mæta í
tímana ár eftir ár.
Eva Björk Kolbeinsdóttir er í hópi
þeirra. „Það er svo ofsalega gaman
að dansa,“ segir hún. „Ég er búin að
vera að dansa síðan ég var fjögurra
ára gömul, með stuttum pásum til
barneigna inn á milli.“
Eva Björk er í dag þriggja barna
móðir og segir að hvað sig varði þá
sé skyldumæting í dansinn. „Þetta
er eina fríið mitt frá börnunum
þannig að ég reyni að mæta. Þetta er
líka svo skemmtilegt og fé-
lagsskapurinn góður.
Á sínum yngri árum æfði Eva
Björk djassdans, sem og ballet í
Listsdansskólanum. „Ég tók síðan
smá pásu í menntaskóla en byrjaði
að dansa aftur upp úr tvítugu og hef
Dansinn gefur lífinu lit
Dans getur verið góð
líkamsrækt, enda góð
leið til að fá útrás. Hjá
Evu Björk Kolbeins-
dóttur er skyldumæting
í dansinn en hún hefur
dansað frjá fjögurra
ára aldri.
Dansinn stiginn Jafnvægið þarf að vera í góðu lagi hjá dönsurum.
Dymbilvikan hefur verið vinsæl til
skíðaiðkunar, enda páskafrí hafin í
skólum og margir taka sér frí frá
vinnu til að lengja páskahelgina. Oft
er líka ágætisveður um þetta leyti –
rétt farið að vora og bjart framundir
kvöld. Þótt enn fari lítið fyrir snjó hér
sunnanheiða eru skíðasvæði opin
víða annars staðar.
Akureyri Nógur snjór er í Hlíðarfjalli
og er skíðasvæðið opið 10-19
þriðjud.-miðvikud. og frá kl. 9-16
fimmtud-mánud.
Dalvík Í Böggvisstaðafjalli verður op-
ið kl. 10-17 þriðjud.-sunnud. Annan í
páskum verður skíðasvæðið opið 10-
16. Þá verða lyftur opnar 20-22 fyrir
konukvöld á skírdag og á laugardags-
kvöld verður „after ski“-stemning í
fjallinu á sama tíma.
Húsavík Óvíst er með opnun vegna
snjóleysis. Gönguskíðasvæðið á
Reykjaheiði er þó opið.
Ísafjörður Verið er að flytja snjó í
Tungudal og framleiða og er ljóst að
efstu og neðstu brekkur verða opnar.
Barnabrekkan verður opin og göngu-
skíðabrautirnar í Seljalandsdal.
Oddsskarð Nóg er af snjó og verður
opið ef veður leyfir. Þriðjud-
miðvikud. er opið 13-20, fimmtud.-
mánud. 10-17. Þá verður opið 20-23 á
skírdag og laugardag, en seinna
kvöldið kemur týrólahljómsveit fram
ásamt jóðlurum.
Ólafsfjörður Óvíst er með opnun
vegna snjóleysis.
Sauðárkrókur Nægur snjór og gott
færi. Opið þriðjud.-miðvikud. 12-19
og fimmtud.-mánud. 10-16.
Siglufjörður Opið í Skarðsdal,
þriðjud.-miðvikud. 13-19 og 10-16
fimmtud.-mánud.
Stafdalur Nægur snjór. Opið þriðjud.-
miðvikud. 15-19, en hina dagana frá
kl. 11-17.
Skíðasvæðin
Morgunblaðið/Kristján
Í loftköstum Snjóbrettaiðkun nýtur mikilla vinsælda hjá unga fólkinu.
Brunað niður hvítar brekkur
Fimm Íslendingar, fjórir piltar og ein
stúlka, fóru til Kanada í byrjun janúar
og hafa síðan gengið þar á skíðum,
rennt sér niður brekkur og klifrað
upp ísfossa, svo það helsta sé nefnt.
Þau dvöldu að mestu í bænum Gol-
den í Bresku-Kólumbíu sem er við
skíðasvæðið Sparkandi hestur.
Fimmmenningarnir skrifa um ferð-
ina á vefinn (á ensku) og hafa einnig
birt þar fjölda mynda og myndbanda
sem eru bæði skemmtileg og fag-
mannlega gerð.
Hópurinn er nú kominn yfir til
Bandaríkjanna, í þjóðgarðinn Joshua
Tree í Kaliforníu. Þar ætla þau að
klífa kletta af miklum móð á næst-
unni. runarp@mbl.is
Vefsíðan www.icecommunity.wordpress.com
Úr ísklifrinu í eyðimörkina
Við vökum yfir
fjármunum þínum 13,1%
ávöxtun
EIGNASAFN 2
*