Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 11
Daglegt líf 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010 Íhuga margra kann CrossFit og Boot Camp aðvirðast vera einn og sami hluturinn. Í báðum til-fellum er um að ræða líkamsrækt sem byggist ákraftmiklum æfingum er auka úthald og vissulega eiga þessi æfingakerfi sitthvað sameiginlegt, en margt skilur þau líka að. CrossFit Lóð, stangir og ketilbjöllur eru mikið notaðar. En æfing- ar ná m.a. yfir kraftlyftingar og ólympískar lyftingar.  Mikið er lagt upp úr líkamsbeitingu og tækniæfingum og áhersla lögð á að æfingar séu gerðar rétt.  WOD (Workout of the day) er fastur hluti CrossFit. Sú æfing, sem tekin er fyrir hverju sinni getur tekið allt frá tveimur mínútum upp í hálftíma. Á venjulegri Cross- Fit-æfingu er afgangur tímans þá nýttur í upphitun og tækniæfingar.  CrossFit byggist bæði á hóflegum æfingahraða sem gert er ráð fyrir að fólk geti haldið lengi og eins stuttum sprengisprettum. „Það geta oft verið erfiðustu æfing- arnar þegar líkaminn er keyrður á fullu í 3-7 mínútur, segir Leifur Geir Hafsteinsson, eigandi Atgerviseflingar  Áhersla er lögð á fjölbreyttar æfingar sem eiga að halda þátttakandanum áhugasömum lengi.  Allar æfingar eru settar upp sem keppni, t.d. hvað nærðu mörgum armbeygjum á tveimur mínútum? „Þú kemst aldrei hjá því að keppa við sjálfan þig, en þú ræð- ur hvort þú keppir líka við náungann,“ segir Leifur Geir. Boot Camp Náttúran er nýtt mikið undir æfingarnar sem fara fram utandyra eftir því sem hægt er og lítið gert af því að nota tæki og tól. „Það á að vera hægt að stunda æfingarnar hvar sem er, óháð aðstöðu,“ segir Birgir Konráðsson, framkvæmdastjóri Boot Camp.  Líkamsþyngdaræfingar eru stór þáttur í Boot Camp, t.a.m. armbeygjur, uppsetur og upphífingar.  Hver tími er klukkutími að lengd og er hann nýttur til fulls og mikið gert af því að hlaupa og bæta þol og þrek.  Mikið er lagt upp úr fjölbreytni, þótt æfingarnar kunni í grunninn að virðast þær sömu. Er það m.a. gert með því að æfa á jöfnum hraða og taka sprengispretti. „Það er reynt að ögra líkamanum eins og hægt er,“ segir Birgir.  Tæknin er kennd í upphafi hvers námskeiðs, enda álagið annað en flestir eru vanir.  Mikil áhersla er lögð á samheldni. Þátttakendur fá verkefni sem þeir þurfa að leysa í sameiningu. „Þess er gætt að allir fái það sem þeir þurfa út úr æfingunni og að enginn upplifi sig sem hálfdrætting,“ segir Birgir. Ólíkar æfinga- áherslur Morgunblaðið/G.Rúnar Boot Camp Heraga haldið á hópnum á æfingu. Það var ekkert gefið eftir á Íslands- og Grænlandsleikunum í CrossFit sem haldnir voru í Sporthúsinu um helgina og ljóst að keppendur reyndu margir á sig til hins ýtrasta. Á tveimur dögum var tekist á við sjö erfiðar þrautir (WOD) m.a. kraftlyftingar, ólympískar lyftingar, hlaup, róður, líkamsæfingar, sipp, hopp og ketilbjöllusveiflur. Þraut- irnar reyna m.a. á styrk, úthald, þrek, liðleika, snerpu. Um fjörutíu manns tóku þátt að þessu sinni. Leikarnir voru úrtöku- mót fyrir Evrópuleika CrossFit 2010 og unnu fimm efstu í flokki karla og kvenna sér rétt til þátttöku í mótinu sem fram fer í Halmstad í Svíþjóð dagana 7.-8. maí nk. Evr- ópuleikar CrossFitt eru svo aftur úrtökumót fyrir Heimsleika Cross- Fit. Úrslit helgarinnar eru eftirfar- andi: Elvar Þór Karlsson sigraði karla- flokkinn, næstur kom James Goulden, þriðji var Evert Viglunds- son, fjórði Davíð Arnar Sverrisson og fimmti Ómar Ágústsson. Í kvennaflokki sigraði Jenný Magnúsdóttir, önnur varð Ingunn Lúðvíksdóttir, þriðja Erla Guð- mundsdóttir, Helga Torfadóttir varð fjórða og Þuríður Guðmundsdóttir fimmta. Munu þau öll taka þátt í Evrópu- leikunum í CrossFitt sem fara fram í Svíþjóð í maí eins og áður segir. annaei@mbl.is Jenný og Elvar Þór unnu á Íslands- og Grænlandsleikunum í CrossFit um helgina Tíu komust áfram í Crossfit Morgunblaðið/Ómar Crossfit-leikar Keppendur urðu að gera ferlega erfiðar æfingar. Morgunblaðið/Ómar eiginlega dansað síðan, fyrir utan barnseignarfríin náttúrulega .“ Nú tekur hún þátt í nemendasýn- ingum með elstu dóttur sinni Mar- gréti Lilju, sem er tíu ára. „Við erum saman í þessum danskóla og henni finnst bara eðlilegt að mamma sé í dansi líka,“ segir Eva Björk og hlær. Sjálfri finnst henni erfitt að gera upp á milli danstegunda. „Í grunn- inn kem ég úr djassdansinum og hef alltaf gaman af honum. En annars finnst mér raunar allt sem nefnist dans og tónlist skemmtilegt. Það er líka gaman að kynnast einhverju nýju og því ég hef ekkert síður gaman af að dansa nýja dansa, til dæmis fönk,“ segir Eva Björk og kveður dansinn góða æfingu sem veiti mikla útrás. Vissulega sé alltaf einhver hreyfing á hópnum enda fjölmargt sem krefist at- hygli fólks á þessum aldri eins og nám, vinna og fjöl- skylda. „En ef við höfum virkilegan áhuga þá mætum við, bæði fyrir dansinn sjálfan og líka félagsskap- inn.“ Tilþrif Að vera ófeiminn við að tjá sig er góður eiginleiki í dansi. „Ég tók síðan smá pásu í menntaskóla en byrjaði að dansa aftur upp úr tvítugu og hef eiginlega dansað síðan.“ Íslensk verðbréf: · Traust og ábyrgt fjármálafyrirtæki · 23 ára reynsla í ávöxtun fjármuna · Eignastýring á 95 milljörðum fyrir viðskiptavini EIGNASAFN 2 hefur skilað 13.1% ávöxtun síðustu 12 mánuði.* EIGNASAFN 2 er góð ávöxtunarleið fyrir þá sem vilja stöðuga ávöxtun og litla áhættu. Eignasamsetning EIGNASAFNS 2 (28. febrúar 2010): Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is Íslensk verðbréf bjóða upp á fjögur önnur eignasöfn með mismunandi fjárfestingarstefnur sem henta bæði einstaklingum sem og öðrum fjárfestum. 46% RÍKISSKULDABRÉF 54% INNLÁN Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 Reykjavík Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is*Miðað við 28. febrúar 2010. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.