Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010
STJÓRN Sorpu hefur ákveðið að
fresta gjaldtöku á garðaúrgangi á
þessu ári. Eru íbúar hvattir til að
draga sem mest úr umfangi úr-
gangs, svo sem með því að búta nið-
ur greinar eða kurla.
Stjórnin er með þessu að bregð-
ast við ábendingum frá garðeig-
endum vegna gjaldtökunnar.
„Sorpu er annt um að veita íbúum
höfuðborgarsvæðisins sem besta
þjónustu og því verður leitað ann-
arra leiða til að lækka kostnað við
rekstur endurvinnslustöðvanna,“
segir í tilkynningu. Áætlaðar tekjur
endurvinnslustöðvanna vegna mót-
töku garðaúrgangs voru 28 millj-
ónir 2010.
Upplýsingar um takmörkun úr-
gangs má nálgast á sorpa.is.
Morgunblaðið/Ernir
Garðaúrgangur er enn gjaldfrjáls.
Gjaldtöku á garða-
úrgangi frestað
LYFJAKOSTNAÐUR Sjúkratrygg-
inga Íslands nam 10.743 milljónum
króna árið 2009 og hefur aukist um
1.456 milljónir króna frá fyrra ári
eða um 16%. Fall krónunnar er
helsta ástæða aukins kostnaðar.
Dregið var þó úr lyfjakostnaði með
ýmsum sparnaðaraðgerðum, s.s.
breytingum á smásöluálagningu,
breytingu á greiðsluþátttöku í sum-
um lyfjum og verðlækkanir vegna
verðendurskoðunar Lyfjagreiðslu-
nefndar. Hafa ber í huga að ef
gengi krónunnar hefði haldist stöð-
ugt hefði lyfjakostnaður lækkað.
Gert er ráð fyrir að lyfjakostnaður
lækki á þessu ári vegna áframhald-
andi sparnaðaraðgerða.
Sparnaðaraðgerðir
lækka lyfjakostnað
FÉLAGS- og tryggingamálaráðu-
neytið hefur samið við Ekron – at-
vinnutengda endurhæfingu, um
áframhaldandi rekstur úrræða á
sviði atvinnutengdrar endurhæf-
ingar en fyrri samningur rann úr
gildi um síðustu áramót. Samning-
urinn gildir út júní á þessu ári, en
samkvæmt honum munu 28 ein-
staklingar njóta starfsendurhæf-
ingar á vegum Ekron. Ráðuneytið
er með samninga við fimmtán aðila
um atvinnutengda endurhæfingu.
Markmið þessara samninga er að
koma í veg fyrir ótímabært brott-
hvarf af vinnumarkaði og skapa
aukin atvinnutækifæri fyrir þá sem
vilja vera virkir á vinnumarkaði.
Starfsendurhæfing
BOÐIÐ verður
upp á sumarpróf
í Háskóla Íslands
og námsmenn
geta fengið
námslán út á þau
að því að fram
kemur í frétta-
tilkynningu frá
Stúdentaráði.
Þetta var staðfest á fundi í mennta-
málaráðuneytinu í síðustu viku. Há-
skólayfirvöld eru að vinna að nán-
ari útfærslum á prófunum en gert
er ráð fyrir að nemendur stundi
sjálfsnám í sumar og taki síðan próf
í ágúst. Rætt hafi verið um að í boði
verði próf í 100-200 fögum. Einnig
hafi verið skýrt frá því á fundinum
að framlög til Nýsköpunarsjóðs
námsmanna verði aukin úr 20 millj-
ónum í 90 milljónir.
Sumarpróf í
Háskóla Íslands
STUTT
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
VERKLAGSREGLUR bankanna
um fjárhagslega endurskipulagningu
fyrirtækja kveða á um að fyrirtæki
sem fá sérstaka fyrirgreiðslu bank-
anna verði að sýna jákvætt sjóðs-
streymi. Húsasmiðjan, sem er í eigu
Landsbankans, var rekin með 814
milljóna króna tapi í fyrra.
Lilja Mósesdóttir, formaður við-
skiptanefndar, sagði að sér kæmi á
óvart að heyra að Húsasmiðjan væri
rekin með tapi, enda væri slíkt ekki í
samræmi við verklagsreglur bank-
anna sem gerðu ráð fyrir að skilyrði
fyrir fjárhagslegri endurskipulagn-
ingu fyrirtækja væri að þau væru
með jákvætt sjóðsstreymi.
Viðskiptaráðherra hefur tilkynnt
að hann ætli að leggja fram frumvarp
sem veitir Samkeppniseftirlitinu
auknar heimildir til að skipta upp fyr-
irtækjum. Lilja sagði að frumvarpið
ætti að ýta á bankana að huga að
samkeppnissjónarmiðum þegar þau
væru að taka ákvarðanir um fjár-
hagslega endurskipulagningu fyr-
irtækja.
Lilja sagði að eftirlitsnefndin með
afskriftum bankanna ætti að fylgjast
með því að farið væri eftir verklags-
reglunum. Hún sagðist vita að nefnd-
in hefði lagt mikla vinnu í að fylgjast
með þessu og sagðist bera fullt traust
til nefndarinnar. „Vandamál eftirlits-
nefndarinnar er að hún getur ekki
ákært. Hún hefur bara leyfi til að
koma upplýsingum á framfæri við
ráðherra og þá án þess að tala um
ákveðin fyrirtæki.“ Lilja sagði þetta
sýna að lögin sem samþykkt voru í
október væru gölluð. Það mætti velta
fyrir sér til hvaða aðgerða ráðherra
gæti gripið til þegar hann fengi ekki
nákvæmar upplýsingar um á hvern
hátt bankarnir væru að brjóta regl-
urnar.
Lilja sagði mikilvægt að bankarnir
gæfu upplýsingar um stöðu fyr-
irtækjanna sem þeir rækju. Það væri
ekki víst að bönkunum tækist alltaf
að fylgja áætlunum um rekstur fyr-
irtækjanna. Ef bankarnir hefðu rekið
fyrirtæki í tvö ár með tapi væri aug-
ljóst að þau væru að gera mistök í
rekstrinum og endurmeta þyrfti stöð-
una.
Eiga að selja sem fyrst
„Mér finnst þetta vera vandamál
hvað bankarnir ætla að bíða lengi
með að selja fyrirtæki sem þeir hafa
yfirtekið,“ sagði Magnús Orri
Schram, varaformaður viðskipta-
nefndar. Hann sagði að nefndin hefði
margoft fjallað um yfirtöku bankanna
á fyrirtækjum.
Magnús Orri sagðist ekki sjá fyrir
sér að hægt væri að þrýsta á bankana
með sértækum aðgerðum. Það hlyti
að gerast með almennum aðgerðum.
Magnús Orri sagði að frá sam-
keppnissjónarmiði væri óæskilegt að
bankarnir stæðu lengi í því að reka
fyrirtæki. Kröfuhafar hefðu haldið
því sjónarmiði á lofti að þeir væru
búnir að tapa miklum peningum á
þessum fyrirtækjum og vildu reyna
að stuðla að því að endurheimturnar
yrðu sem allra mestar. Rök bankanna
væru að ekki mætti selja fyrirtækin á
brunaútsölu.
Magnús Orri sagði að það þyrfti
hins vegar að fylgjast með því að
bankarnir væru ekki að dæla pen-
ingum inn í fyrirtæki, sem þeir ættu,
og væru rekin með tapi. Í þessu sam-
bandi hefði verið rætt um mikilvægi
þess að bankarnir gæfu upplýsingar
um rekstur fyrirtækja sem þeir hefðu
yfirtekið, t.d. með því þau birtu ekki
aðeins ársreikninga heldur líka milli-
uppgjör.
Áhyggjur af eftirlitsnefndinni
Eygló Harðardóttir, þingmaður
Framsóknarflokks, sagði óæskilegt
að bankarnir rækju fyrirtæki á sam-
keppnismarkaði. Það gæti hins vegar
verið nauðsynlegt tímabundið meðan
unnið væri að fjárhagslegri end-
urskipulagningu.
Eygló sagðist hafa heyrt að bank-
arnir hefðu í nokkrum tilvikum farið
þá leið að biðja fyrrverandi eigendur
fyrirtækja að koma að rekstri þeirra
að nýju. Þetta væru aðilar sem hefðu
selt sig út og nýir aðilar keypt með
skuldsettri yfirtöku. Gömlu eigend-
urnir hefðu fjárhagslega burði til að
reka fyrirtæki og þekktu þau.
„Við höfum haft miklar áhyggjur af
þessum samkeppnissjónarmiðum. Ég
veit að fyrirtæki í samkeppnisrekstri
upplifa að þau séu í reynd að keppa
við bankana en ekki fyrirtækin sjálf.
Því fyrr sem bankarnir fara að losa
um þessar eignir því betra.“
Eygló sagðist ekki hafa áhyggjur
af því að enginn vildi kaupa þessi fyr-
irtæki. Seðlabankinn hefði einmitt
sagt að það væru aðilar sem biðu eftir
því að fyrirtækin færu í sölu. Mik-
ilvægt væri hins vegar að söluferlið
væri opið. „Það hafa komið upp tilvik
þar sem menn hafa ekki getað út-
skýrt af hverju þessir hafa fengið að
kaupa en ekki aðrir.“
Eygló sagðist hafa áhyggjur af eft-
irlitsnefnd sem fylgdist með hvort af-
skriftir bankanna væru í samræmi
við verklagsreglur. Hún sagðist ótt-
ast að nefndin hefði ekki burði eða
getu til að sinna þessu stóra verkefni.
Fara japönsku leiðina
Guðlaugur Þór Þórðarson alþing-
ismaður sagðist ekki telja að staðið
hefði verið við fyrirheit sem gefin
voru eftir hrun um gagnsæi og jafn-
ræði við fjárhagslega endur-
skipulagningu fyrirtækja. Hann sagði
að samkeppnisyfirvöld hefðu verið
með réttmætar áhyggjur af því að við
værum að fara japönsku leiðina sem í
meginatriðum gengur út á að fresta
vandanum. Hann sagði að bankarnir
hefðu fylgt þeirri meginreglu að
halda nær öllum fyrirtækjum á floti.
Sú hætta fylgdi þessari leið að það
kæmi önnur holskefla síðar. Fyr-
irtæki sem sýnt hefðu ráðdeild og far-
ið varlega í rekstri þyrftu núna að
keppa við fyrirtæki sem væru rekin
af bönkunum. Staðan á bygginga-
vörumarkaðinum væri gott dæmi um
þetta. Bankinn hefði afskrifað miklar
skuldir hjá Húsasmiðjunni og héldi
síðan áfram rekstri fyrirtækisins með
óbreyttu sniði. Þetta gæti haft áhrif á
stöðu annarra á markaðinum. „Manni
finnst þetta vera lýsing á japönsku
leiðinni sem talið er að hafi framlengt
kreppuna í Japan um áratug eða jafn-
vel áratugi.“
Fyrirtæki í fangi banka skulu
vera réttu megin við strikið
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Byggingavörur Mikill samdráttur hefur orðið á umsvifum á byggingavörumarkaði. Landsbankinn hefur yfirtekið
Húsasmiðjuna sem var rekin með 814 milljón kr. tapi í fyrra. Á sama tíma dróst velta fyrirtækisins saman um þriðjung.
Rætt um að setja þá kröfu á fyrirtæki í eigu bankanna að þau skili milliuppgjöri
Lilja
Mósesdóttir
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Eygló
Harðardóttir
Magnús Orri
Schram
ÚR BÆJARLÍFINU
Gunnar Kristjánsson
Bocciamót hjá eldri borgurum á
Vesturlandi eru orðin árviss við-
burður í Grundarfirði. Mótið sem
haldið var sl. laugardag þótti takast
vel og ekki skemmdi fyrir að Grund-
firðingar voru þar sigursælir. Kepp-
endur komu frá nágrannabæjar-
félögunum í Snæfellsbæ og
Stykkishólmi en einnig frá Borg-
arnesi, samtals 14 lið með 42 kepp-
endum
Blúndubrók og brilljantín –
„Those were the days“ er nafn á
söng- og gamanleik sem þessa dag-
ana er verið að æfa af fullum krafti í
Samkomuhúsinu. Verkið er frum-
samið í samvinnu Tónlistarskólans,
Grunnskólans og Fjölbrautaskóla
Snæfellinga og er byggt í kringum
upprifjun á tónlistarsmellum frá
fyrstu dögum rokksins fram á okkar
daga. Fjöldinn allur af nemendum
stígur á svið í söng, leik eða dans-
atriðum en kennarar Tónlistarskól-
ans ásamt nemendum leika síðan
undir. Áformað er að frumsýna
verkið 14. apríl nk.
Vaxandi áhugi er á göngu og útivist
hvers konar á Snæfellsnesi og á síð-
asta sumri var stofnað Ferðafélag
Snæfellsness. Á komandi sumri
verða skipulagðar ferðir á vegum
þessa félags víðsvegar um Snæfells-
nesið. Ferðafélagið hefur komið sér
upp heimasíðu og er slóðin á hana
www.ffsn.is.
Meira um ferðamenn Þó enn sé
mars eru fyrstu ferðamennirnir farn-
ir að sjást hér í bæ töluvert á undan
lóunni og að sögn ferðaþjónustuaðila
virðist fjörugt ferðamannasumar í
vændum. Hafnaryfirvöld í Grund-
arfirði búa sig einnig undir komu
ferðamanna á skemmtiferðaskip-
unum sem í sumar verða 13 talsins,
búið er að setja niður flotbryggju og
uppgöngubrú milli Suður- og Norð-
urgarðs og vinna við lokafrágang á
plani ofan við landganginn stendur
yfir og verður þar allt fágað og fínt
þegar fyrsta skemmtiferðaskipið
kemur í fjörðinn 22. maí nk.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Bið Flotbryggjan bíður farþega
skemmtiferðaskipanna.
Blúndubrók og brilljantín
GRUNDARFJÖRÐUR