Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „VIÐ getum engan veginn brugðist við yfirvofandi fækkun fangaklefa ef af henni verður. Við erum nýlega bú- in að fá undanþágu frá heilbrigðiseftirlitinu til þess að reka Hegningarhúsið í eitt ár í viðbót. Í mínum huga er ekkert annað í stöð- unni en að byggja nýtt fangelsi. Það þarf að gerast strax,“ segir Páll Win- kel, forstjóri Fangelsismálastofn- unar, aðspurður hvernig brugðist yrði við lokun 26 fangarýma í Hegn- ingarhúsinu og í fangelsinu í Kópa- vogi. Vikið er að bágborinni stöðu fang- elsismála í nýrri úttekt Ríkisendur- skoðunar, Skipulag og úrræði í fang- elsismálum, en þar kemur fram að Fangelsismálastofnun hafi fært rök fyrir því að reisa þurfi nýtt fangelsi fyrir gæsluvarðhalds- og skamm- tímavistun á höfuðborgarsvæðinu, niðurstaða sem Páll tekur undir. Áratugagömul umræða „Menn hafa rætt um að byggja nýtt fangelsi í áratugi. Það segir sig sjálft að einhvern tímann gefur eitt- hvað eftir,“ segir Páll og bendir á þá staðreynd að nýting fangaklefa sé komin upp fyrir öryggismörk. Samkvæmt úttektinni miðast ör- yggismörkin við 95% nýtingu fanga- klefa en til samanburðar fór hún upp í 108% árið 2008 og 111% 2009. Páll telur þessa ofnýtingu graf- alvarlega, enda muni þolmörk fang- elsanna fljótlega bresta ef ekki verði gripið til nauðsynlegra ráðstafana. Brugðist hafi verið við álaginu með vistun gæsluvarðhalds- og afplán- unarfanga á lögreglustöðvum, úrræði sem Páll segir aðeins gripið til í neyð- artilvikum í nágrannalöndum. Þá valdi ofnýtingin því að ekki sé hægt að bregðast við agabrotum með eðli- legum hætti, enda sé ómögulegt að koma föngum fyrir í sérklefum þegar þeir séu allir fráteknir og jafnvel fleiri en einn fangi í sumum. Þeim hættulegu fjölgar Við þetta bætist að hættulegir af- brotamenn eru teknir fram yfir aðra dómþola sem aftur hafi leitt til fjölg- unar þeirra innan fangelsa. Skorturinn á fangaklefum hefur víðtækari áhrif því fram kemur í út- tekt Ríkisendurskoðunar að verði ekkert að gert muni „dómar, sér- staklega vægari dómar og dómar yfir dómþolum sem flýja land, fyrnast í vaxandi mæli“, þróun sem Páll segir skortinn þegar hafa ýtt undir. Þá vekur sú niðurstaða Ríkisend- urskoðunar athygli að skorturinn hafi leitt til þess að ekki sé hægt að fram- fylgja vararefsingum gagnvart ein- staklingum sem standa ekki skil á fé- sektum sem þeir hafa verið dæmdir til að greiða, staða sem álitin er leiða til lakara innheimtu en ella. Að lokum kemur fram að örygg- isgirðing í kringum Litla-Hraun upp- fylli ekki kröfur, enda sé hún til dæm- is án rafstraums. Nýtt fangelsi þolir ekki bið  Ríkisendurskoðun telur stöðu fangelsismála bágborna í nýrri úttekt  Skortur á fangaklefum yfir- vofandi  Leiðir til fyrningar refsinga  Öryggisgirðing um Litla-Hraun uppfyllir ekki öryggiskröfur Morgunblaðið/Brynjar Gauti Frá Litla-Hrauni Óhætt er að fullyrða að staða fangelsismála fái falleinkunn í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Dómar Ár sem dómstólar dæma afbrotamenn í fangelsi 2000 2009 330 ár 140 ár Aukningin nemur 235% Á sama tíma fjölgaði fangarýmum um 8 Fangarými Fangarými í dag Aukning um 36 fangarými miðast við að nýtt fangelsi verði reist á höfuðborgar- svæðinu með 40 rýmum, að 16 rými á Bitru verði enn í notkun og að 6 rými fáist með rafrænu eftirliti, rýmkun samfélagsþjónustu og breytingum á reynslulausn. Samtals gera þetta 62 rými og standa 36 eftir ef 26 rými verða dregin frá. Eftir fækkun Þörf 133 107 169 Nauðsynlegt að loka 26 fangarýmum út frá mannúðar- og öryggissjónarmiðum (Hegningarhúsið og fangelsið í Kópavogi) Verði rýmum lokað verða fangarými 107 en þörfin 169 fangarými og verður eftirspurnin þá 58%meiri en framboðið. airgreenland.com Fetaðu í fótspor Eiríks rauða á Grænlandi Uppgötvaðu Grænland. Skelltu þér í rannsóknarleiðangur um rústir Hvalseyjarkirkju, Bröttuhlíðar og Garða á hinu stórbrotna og fallega Suður Grænlandi. Þú getur siglt milli bæja um fagra firði þar sem ísjakar fljóta um. Þú hefur val um að búa á hóteli í bænum eða feta fjallastíga og gista í heimagistingu fjárhirða. FLUG FRÁ KEFLAVÍK TIL NARSARSUAQ, ÖNNUR LEIÐIN FRÁ AÐEINS22.844,- ISK* Skattar og gjöld innifalin. *955 DKK. Miðað við VISA kortagengi 16.03.10: 23.92 ISK = 1 DKK, með fyrirvara um breytingar á gengi ISK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.