Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 15
Fréttir 15FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
ÓTTAST er að mannskæð sprengju-
tilræði í miðborg Moskvu í gær séu
upphaf að nýrri hrinu hryðjuverka og
liður í „jíhad“, eða heilögu stríði, ísl-
amskra uppreisnarhreyfinga í
Norður-Kákasushéruðunum.
Að minnsta kosti 38 manns létu líf-
ið og 65 særðust í sprengjutilræðum í
tveimur jarðlestastöðvum í miðborg
Moskvu. Yfirmaður rússnesku ör-
yggislögreglunnar, Alexander
Bortníkov, sagði að talið væri að tvær
konur, sem gerðu sprengjuárásirnar,
tengdust uppreisnarhreyfingum sem
hafa barist gegn rússneskum yfir-
völdum í Norður-Kákasus-
héruðunum.
Alexej Malashenko, sérfræðingur í
málefnum Tsjetsjeníu við Carnegie-
miðstöðina í Moskvu, sagði að
sprengjutilræðin kynnu að vera upp-
haf að „heilögu stríði í hjarta Rúss-
lands“. „Ég tel ekki útilokað að þau
hafi hafið heilaga stríðið sem þau
hafa boðað reglulega frá lokum des-
embermánaðar,“ sagði Malashenko.
Boðar íslamskt emírsdæmi
Bandaríska stofnunin IntelCenter,
sem fylgist með yfirlýsingum her-
skárra hreyfinga, telur líklegast að
hreyfing leiðtoga íslamista frá
Tsjetsjeníu, Doku Úmarov, hafi stað-
ið fyrir hryðjuverkunum.
Úmarov hafði varað við hrinu
sprengjutilræða í Moskvu og fleiri
borgum Rússlands í yfirlýsingum og
viðtölum sem vefsetur uppreisnar-
mannanna hafa birt síðustu vikur.
„Blóði verður ekki aðeins úthellt í
bæjum okkar og þorpum. Stríðið
færist yfir í borgirnar þeirra,“ sagði
Úmarov í viðtali sem birt var 14.
febrúar.
Úmarov hefur tekið sér nafn-
bótina „emír“ Norður-Kákasuss og
hreyfing hans nefnist „Emírsdæmi
Kákasuss“. Hann segir markmið sitt
vera að koma á íslömskum lögum,
sharia, í öllum Norður-Kákasus-
héruðunum. Hann lýsir uppreisninni
í Tsjetsjeníu og fleiri héruðum í
Norður-Kákasus sem þætti í baráttu
íslamista úti um allan heim gegn
Vesturlöndum og bandamönnum
þeirra.
Úmarov var bandamaður upp-
reisnarleiðtoga Tsjetsjena, Shamíls
Basajevs, sem beið bana í árás rúss-
neskra öryggissveita árið 2005. Bas-
ajev var alræmdur fyrir grimmd og
hreykti sér meðal annars af því að
hafa skipulagt mannskæða gíslatöku
í leikhúsi í Moskvu árið 2002 og einn-
ig í barnaskóla í Beslan tveimur ár-
um síðar þegar að minnsta kosti 334
gíslar biðu bana, þeirra á meðal 186
börn.
„Stefna Pútíns hefur mistekist“
Uppreisnarmennirnir hafa oft
gert skot- eða sprengjuárásir á lög-
reglustöðvar og embættismenn í
Kákasushéruðunum á síðustu árum
en lítið hefur verið fjallað um þær í
rússneskum ríkisfjölmiðlum.
Þegar Vladímír Pútín, nú for-
sætisráðherra, komst til valda árið
1999 hét hann því að uppræta
hryðjuverkahreyfinguna í Tsjetsj-
eníu. Sprengjutilræðin í gær sýna að
hann hefur ekki náð því markmiði
sínu þótt stjórnvöld í Kreml hafi lýst
því yfir fyrir tæpu ári að hernaðar-
aðgerðunum í héraðinu væri lokið.
„Þetta sýnir að stefna Pútíns í
málefnum Norður-Kákasuss hefur
mistekist,“ hafði fréttastofan AFP
eftir Alexander Golts, sérfræðingi í
rússneskum öryggismálum.
Ráðamennirnir í Kreml reyndu að
herða tök sín á héruðunum í janúar
með því að skipa nýjan sendimann,
Alexander Khloponín, sem á að hafa
víðtæk völd í Norður-Kákasus.
Khloponín var einnig skipaður að-
stoðarforsætisráðherra og Dmítrí
Medvedev, forseti Rússlands, sagði
honum að einbeita sér að því að bæta
efnahag Kákasushéraðanna. Hér-
uðin hafa verið gróðrarstía fyrir ísl-
amskar öfgahreyfingar vegna mik-
illar fátæktar og avinnuleysis.
Margir telja að hryðjuverkin í
gær hafi verið framin til að hefna
árásar rússneskra öryggissveita í
Ingúsétíu í febrúar þegar um tutt-
ugu uppreisnarmenn biðu bana.
Önnur sprengjuárásanna í gær
var gerð á jarðlestastöðina Lú-
bjanka og talið er að sú stöð hafi ver-
ið valin vegna þess að margir starfs-
menn rússnesku öryggis-
lögreglunnar nota hana.
Öryggislögreglan er með höfuð-
stöðvar á Lúbjanka-torgi.
Heilagt stríð í
hjarta Rússlands
Talið er að íslamskir uppreisnarmenn í Norður-Kákasushér-
uðum hafi staðið fyrir tilræðum sem kostuðu tugi manna lífið
P
P
P
P
P
PP
50 km
NORÐUR-KÁKASUS
Stjórnvöld í Rússlandi telja að sprengjutilræðin, sem kostuðu tugi
manna lífið í miðborg Moskvu í gær, tengist uppreisnarhreyfingum sem
hafa barist gegn rússneskum yfirvöldum í Norður-Kákasushéruðum.
DAGESTAN
2,5 milljónir
INGUSETÍA
475.000
N-OSSETÍA
700.000
ADYGEA
450.000
TÉTSNÍA
1,1 milljón
Aðskilnaðarsinnar hafa
háð tvö stríð frá 1994
KABARDINO-
BALKARÍA
900.000
KARATSJAJ-
TSJERKESSÍA
450.000
Maykop
Grosní
Makatsjkala
Svar tahaf
Kaspíahaf
Olíu- og gasleiðslur
Magas
Nazran
Vladíkavkaz
Naltsjík
Tsjerkessk
Moskva
R Ú S S L A N D
GEORGÍA
Abkasía
Suður-
Ossetía
TYRKLAND ARMENÍA ASERBAÍDSJAN
Íbúafjöldi Kristnir í meirihluta Muslímar í meirihluta
SPRENGJUTILRÆÐI Í MOSKVU
Sprengjuárásir sem gerðar hafa verið í Moskvu frá árinu 1999:
31. ágúst 1999: 20 manns
særðust í sprengingu í
verslunarmiðstöð
9. september 1999: Fjölbýlishús
eyðilögðust í sprengjuárásum í
Moskvu og tveimur öðrum
borgum – yfir 200 biðu bana
8. ágúst 2000: A.m.k. 13 manns
létu lífið og tugir særðust í
sprengjutilræði í undirgöngum
M O S K V A
10 km
Kreml
1
2
3
4
5
6
7
4
1
2
3
5
6
7
8
8
9
9
10
10
19. okt. 2002: Einn beið bana og
sjö særðust í sprengjuárás á
mannmörgu svæði
5. júlí 2003: Tvær konur urðu 15
manns að bana og særðu 60 á
rokktónleikum sem haldnir voru
utandyra
9. des. 2003: A.m.k. sex manns
létu lífið í sjálfsmorðsárás kvenna
fyrir utan hótel
6. febr. 2004: Allt að 40 manns
biðu bana og 30 særðust í
sprengingu í lest á
aðalumferðartíma
31. ágúst 2004: Sjálfsmorðsárás í
miðborginni kostaði 10 manns lífið
21. ágúst 2006: 10 manns biðu
bana í árás á útimarkað
13. ágúst 2007: 60 særðust
þegar sprengjuárás varð til þess
að hraðlest fór út af sporinu milli
Moskvu og Pétursborgar
29. mars 2010: Tugir manna létu
lífið í tveimur sprengjutilræðum í
jarðlestastöðvum í miðborginni
Reuters
Sorg Kona brestur í grát við Lúbjanka-lestastöðina í miðborg Moskvu eftir sprengjutilræðin í gær. Vladímír Pútín,
forsætisráðherra Rússlands, hét því að yfirvöld myndu hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu tilræðin.
Fregnir herma að tvær konur hafi
gert sprengjuárásirnar í Moskvu í
gær með því að sprengja öflugar
sprengjur sem þær hafi falið
innanklæða. Þetta er ekki í fyrsta
skipti sem konur úr röðum upp-
reisnarmanna í NorðurKákasus-
héruðunum fremja hryðjuverk því
slíkar sjálfsvígsárásir kvenna voru
algengar í Rússlandi í byrjun aldar-
innar þótt þeim hafi fækkað síð-
ustu fimm árin.
Þessar konur hafa verið kallaðar
„Svörtu ekkjurnar“ vegna þess að
margar þeirra misstu eiginmann
eða nána ættingja í hernaðar-
aðgerðum Rússa í Tsjetsjeníu.
Sprengjuárásir „Svörtu ekkn-
anna“ hafa kostað alls um 185
manns lífið í Rússlandi, m.a.
sprengjuárásir á bækistöðvar sér-
sveitarmanna árið 2002 og rokk-
tónleika í Moskvu 2003.
Nítján konur, með sprengjuefni
innanklæða, tóku einnig þátt í
gíslatökunni í Dubrovka-leikhúsinu
í Moskvu árið 2002 þegar 850
manns var haldið í gíslingu. Um
130 manns létu lífið er rússneskir
sérsveitarmenn réðust inn í húsið.
„Svörtu ekkjurnar“ snúnar aftur
Róm. AFP. | Stærsta neðansjávareld-
fjall Evrópu gæti sundrast „hvenær
sem væri“ og hleypt af stað flóð-
bylgju sem myndi sökkva strönd
suðurhéraða Ítalíu, að sögn eld-
fjallafræðingsins Enzo Boschi.
Hann segir að Marsili-eldfjallið sé
nú þegar útþanið af kviku, auk þess
sem veggir þess séu viðkvæmir og
geti fallið saman.
„Þetta gæti þess vegna gerst á
morgun,“ sagði Boschi, sem er for-
seti Jarðeðlis- og eldfjalla-
fræðistofnunarinnar (INGV) á
Ítalíu. „Eldfjallið gæti gosið hve-
nær sem væri,“ hafði dagblaðið
Corriere della Sera eftir honum.
Marsili-eldfjallið er um 3.000
metra hátt og á sjávarbotni um 150
kílómetra suðvestur af Napólí. Það
hefur aldrei gosið á sögulegum
tíma.
Gæti gosið hvenær sem væri
Ingibjorg Hanna Bjarnadottir, hönnuður
Skólavörðustíg 12
Sími 578 6090
www.minja.is
„Það er mikilvægt fyrir mig að hlutirnir sem ég
hanna hafi mikið notagildi og að þeir
snerti streng og veki barnið í okkur“
KRUMMI / HERÐATRÉ