Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Indriði G. Þor-steinsson ortium torrækar
rollur á
Eyvindarstaða-
heiði. Ríðandi
menn með rakka
áttu nóg með þær. Indriði var
ekki aðeins snjall rithöfundur,
gjörkunnugur landsháttum og
siðum fólksins, hann var einnig
með góða innsýn í stjórnmálin.
Enginn þessara kosta hefði
dugað honum til að sjá fyrir sér
valhoppandi vinstrimenn í líki
villtra katta sem grundvöll
stjórnar og festu í landinu.
Forsætisráðherra sem þannig
lýsir sínum eigin stjórn-
armeirihluta getur naumast
verið sjálfrátt. Hugsanlegt
væri að ráðherra á barmi ör-
væntingar, bugaður og ófær
um að ráða málum til lykta
styndi slíku upp úr sér við nán-
asta trúnaðarmann og sæi
strax eftir orðum sínum og
bæði hann að segja engum frá.
Hitt tilvikið væri lýsing á
stjórnlausri upplausn sem
skýring við flokkssystkini eftir
að ráðherrann hefði beðist
lausnar fyrir sig og ráðuneyti
sitt.
Svo er það samstarfsflokk-
urinn. Hvernig dettur nokkr-
um manni í hug að hann muni
sitja undir þessu? En það er
verkurinn. Við því búast ekki
bara einhverjir, heldur allir.
Flokkur, sem sveik sitt helsta
og heitasta stefnu- og kosn-
ingamál, hann gerir engar
kröfur, hvorki til sín né sam-
starfsflokksins.
Hann mun skipta
litum yfir skens-
inu. Hann mun
bölva í hljóði og
muldra jafnvel
eitthvað svo aðrir
heyri. En svo mun hann leggja
niður skottið, hringa sig niður,
sleikja sig og sár sín og vonast
til að eitthvað verði að honum
rétt.
Samfylkingarmenn segja að
þótt orð Jóhönnu Sigurðar-
dóttur hafi verið klaufaleg og
heldur til ógagns, sé lýsing
hennar óþægilega sönn. VG sé
á mörkum þess að vera stjórn-
tækur flokkur, eins og þeir
orða það. Þar er kastað stein-
um úr glerhúsi. Samfylkingin
felur stjórnmálamanni forystu
sem aldrei hefur rekist vel,
hvorki í flokki né ríkisstjórn.
Ósmekklegt væri að líkja for-
sætisráðherranum við rollu og
verður það ekki gert, en tor-
ræk er hún, stygg og heldur sig
illa í hóp. Hún hefur margoft
hótað brotthlaupi sinnar eigin
ríkisstjórnar. Slíkar hótanir
hafa þó smám saman fengið
nýjan og ótrúverðugan hljóm,
og eru hættar að skipta máli.
En verra er að með þeim hefur
trúverðugleiki hennar farið út í
veður og vind. Það finna sig
færri og færri í að lúta leiðsögn
hennar í nokkru máli. Það þarf
ekki villiketti til. Hreysikett-
irnir í hennar eigin flokki eru
teknir að ókyrrast og ýlfra
ámátlega. Hreysikettir eru af
marðarætt.
Dapurlegt var að
fylgjast með ræðu
forsætisráðherra
landsins}
Torrækir kettir
Í sinni sér-kennilegu ræðu
talaði Jóhanna Sig-
urðardóttir um
„hrunflokkana“.
Þar þóttist hún
eiga við Sjálfstæð-
isflokk og Fram-
sóknarflokk. Sjálfstæðisflokk-
urinn sat í 16 ár í ríkisstjórn án
Samfylkingar. Þá varð eitt
mesta framfaraskeið í landinu.
Stórkostleg atvinnusköpun átti
sér stað, kaupmáttur óx ár frá
ári, svo ekkert tímabil annað
finnst sambærilegt. Skattar
lækkuðu og svigrúm fólks til að
sjá málum sínum borgið var
aukið. Svo kom Samfylkingin í
stjórn. Einu og hálfu ári síðar
hrundi bankakerfið og efna-
hagslífið að nokkru með. Ráð-
herrar Samfylkingar höfðu
ekki séð nein merki þess í
valdastólum sínum að illa horfði
og vísuðu öllum aðvörunum
með hroka á bug. Hvers vegna?
Þeir höfðu lengi verið helstu og
gagnrýnislausustu klapp-
liðsmenn hinna einu sönnu
stórleikara hrunsins. Og Sam-
fylkingin gerði það
ekki í felum. Það
var stefna hennar.
Þegar hún settist í
ríkisstjórn fékk
hún athyglisverða
yfirlýsingu setta í
stjórnarsáttmál-
ann. Þar er rætt um alþjóðlega
þjónustustarfsemi, þar á meðal
fjármálaþjónustu og síðan seg-
ir: „Ríkisstjórnin stefnir að því
að tryggja að slík starfsemi geti
áfram vaxið hér á landi og sótt
inn á ný svið í samkeppni við
önnur markaðssvæði og að út-
rásarfyrirtæki sjái sér áfram
hag í að hafa höfuðstöðvar á Ís-
landi“. Að kröfu Samfylkingar
var sett inn í sjálfan stjórn-
arsáttmála ríkisstjórnarinnar
að henni bæri að greiða götu
„útrásarfyrirtækja“ svo þau
færu ekki með sitt hafurtask
annað. Hvernig átti ríkisstjórn
með þess háttar markmið að
koma í veg fyrir að svo færi sem
fór? Samfylkingin er hinn sanni
hrunflokkur ef einhver einn er.
Hún ætti ekki að iðka grjótkast
úr sínu glerhúsi.
Samfylkingin sat
í hálft annað ár
í ríkisstjórn fyrir
hrun og taldi allt í
himnalagi}
Steinar úr glerhúsi
F
jölmiðlaþjónustuveitendur sem
miðla myndefni í línulegri dag-
skrá skulu kosta kapps um að
meiri hluta útsendingartíma sé
varið í dagskrárefni frá Evrópu.
Þessi klausa er ekki í stefnuskrá samtak-
anna „Áhugafólk um yfirburði samevrópskrar
menningararfleifðar yfir öðrum menningar-
heimum“. Og nei, því miður er hún ekki upp-
spuni. Hún er fyrsta málsgrein 33. greinar
frumvarps menntamálaráðherra til nýrra fjöl-
miðlalaga.
Í sama frumvarpi eru settar alls kyns kvað-
ir á fjölmiðla sem of langt mál er að rekja í
smáatriðum. Þó skal hér minnst á eitt súrreal-
ískt ákvæði frumvarpsins, um að „í hljóð- og
myndsendingum í viðskiptaskyni skal ekki
beita tækni til að hafa áhrif á fólk neðan
marka meðvitaðrar skynjunar“. Það er ekkert annað.
Alfabylgjur og osmósa í fjölmiðlun loksins harðbönnuð.
Alþingi hefur bannað nektardans. Eins og nafnið gef-
ur til kynna er nektardans sú athöfn þegar ein mann-
eskja dansar nakin fyrir framan aðra. Hvernig getur það
skaðað nokkurn mann? Þetta bann er dæmi um það þeg-
ar hópur valdhafa þröngvar gildismati sínu og siðferði á
annað fólk. Ef hægt er að tala um fórnarlamb í málinu,
hvort er það sá sem dansar nakinn eða sá sem borgar
fúlgu fjár fyrir að sjá aðra manneskju dansa án fata?
Við hneykslumst á öðrum þjóðum, sem setja siðferð-
isreglur í lög. Okkur finnst fáránlegt, að konum sé bann-
að að sýna andlitið, eða nakinn framhandlegg.
Samt mótmælum við ekki, þegar lög af svip-
uðum toga eru sett hér á landi. Hversu langt
þurfa stjórnvöld að ganga í því að skerða at-
hafnafrelsi, áður en við látum í okkur heyra?
Sannleikurinn er nefnilega sá, að við erum
lafhrædd. Hér tröllríður þjóðfélaginu hávær
hópur, sem ræðst samstundis með persónu-
legum árásum á hvern þann, sem býður póli-
tískri rétthugsun birginn. Þannig verð ég ef-
laust stimplaður sem fylgismaður mansals
hjá þessum hópi, þótt ég hafi einungis mælt á
móti boðum og bönnum um algjörlega skað-
lausar athafnir fullveðja einstaklinga. Mansal
er og verður bannað á Íslandi, enda brýtur
það í bága við allar lagareglur um frelsi ein-
staklingsins og vernd gegn ofbeldi.
Við svona aðstæður er líka auðveldast að
þegja. Við ritskoðum sjálf okkur og hugsum okkur tvisv-
ar um, áður en við bjóðum rétthugsunarfólkinu birginn.
Eðlilega, kannski. Spurningin sem við þurfum hins vegar
að spyrja okkur er þessi:
Hversu langt þurfa siðferðispostularnir að ganga í
lagasetningu, áður en við sýnum viðbrögð? Er ekki
skylda okkar, gagnvart okkur sjálfum og börnunum okk-
ar, að reyna að standa vörð um persónulegt frelsi og
gera okkar ýtrasta til að koma í veg fyrir þessa þróun?
Viljum við búa í þjóðfélagi, þar sem lög eru sett um alla
hegðun og einstaklingurinn hefur ekki lengur val í einu
eða neinu? Svari nú hver fyrir sig. ivarpall@mbl.is
Ívar Páll
Jónsson
Pistill
Og enginn þorir að segja neitt
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynurorri@mbl.is
F
yrir helgi stóð heilbrigð-
isráðuneytið fyrir opn-
um fundi um stað-
göngumæðrun þar sem
átta framsögumenn
ræddu þetta umdeilda mál frá ýms-
um hliðum.
Reynir Tómas Geirsson, prófessor
og yfirlæknir á kvennasviði Land-
spítalans, sagðist í erindi sínu telja
rétt að heimila staðgöngumæðrun
þröngt – þ.e. þannig að það yrði leyft
fyrir afmarkaðan hóp kvenna – en
mögulega útvíkka heimildina síðar út
ef úrræðið mæltist vel fyrir.
Undir það tók Ragnheiður Elín
Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæð-
isflokks, sem lengi hefur barist fyrir
að taka málið til umræðu. Bestu rök-
in fyrir því að leyfa staðgöngumæðr-
un eru að úrræðið sé leyfilegt víða
annars staðar, sagði hún. Stjórnvöld
gætu ekki spornað við því að Íslend-
ingar nýttu sér úrræðið erlendis, og
því væri betra að leiða úrræðið í lög
og setja því ramma sem tæki mið af
viðhorfum okkar og samfélagi.
Bæði nefndu þau að áður hefði tek-
ist að leiða umræðu um viðkvæm mál
til lykta. Benti Ragnheiður auk þess
á að viðhorfsbreyting fylgdi of í kjöl-
far vandaðrar lagabreytingar.
Framsögumenn voru allir sam-
mála um að ef leyfa ætti stað-
göngumæðrun á annað borð væri
mikilvægt að takmarka heimildina
við staðgöngumæðrun sem velgjörð.
Enda geri staðgöngumæðrun í hagn-
aðarskyni líkama kvenna og börn að
markaðsvöru.
Staðgöngumæðrun sem velgjörð
væri þó síður en svo vandalaus. Sal-
vör Nordal, forstöðumaður Sið-
fræðistofnunar Háskóla Íslands,
benti í fyrirlestri sínum á að hér áður
fyrr voru dæmi um að fátækar konur
létu barnlausum systrum sínum eftir
börn sín – jafnvel að kröfu hinna
barnlausu. Sambærilegur þrýstingur
væri vel þekktur varðandi líf-
færagjafir, benti Salvör á, og velti
upp þeirri spurningu hvort hætta
væri á að lögleiðing staðgöngu sem
velgjörðar gæti orðið til að skapa
óeðlilegan þrýsting á nána ættingja
þeirra sem vildu nýta sér úrræðið.
Gæta þarf velferðar barna
Umræðan um málefni á borð við
staðgöngumæðrun hefur hingað til
fyrst og fremst snúist um réttindi og
frelsi verðandi foreldra, oft á kostn-
að umræðu um velferð barna, sagði
Salvör. Benti hún á að stað-
göngumæðrun vekti spurningar um
hver bæri frumskyldu gagnvart því
barni sem þannig fæddist í heiminn.
Slíkar spurningar yrðu sérstaklega
áleitnar ef verðandi foreldrar dæju
fyrir fæðingu barnsins, og eins ef
barnið reyndist ekki heilbrigt og
hvorugur aðili teldi ákvæðum samn-
ingsins fullnægt.
Guðný Gústafsdóttir, kynjafræð-
ingur og talskona Femínistafélags
Íslands, tók undir með Salvöru, og
spurði hvort því fé sem varið væri til
staðgöngumæðrunar, tæknifrjóvg-
ana o.s.frv. væri í ljósi velferðar
barna í alþjóðlegu samhengi ekki
betur varið til ættleiðinga.
Þá benti Sólveig Anna Bóasdóttir,
dósent í guðfræðilegri siðfræði, á að
hugsanlega væri hægt að útfæra
önnur úrræði en staðgöngumæðrun
til að bregðast við vanda þess litla
hóps sem um ræddi.
Staðgöngumæðrun
áfram til umræðu
Morgunblaðið/Arnaldur
Þörf umræða Umræðan um staðgöngumæðrun hefur hingað til fyrst og
fremst snúist um réttindi verðandi foreldra en minna um velferð barna.
Andstæðingar staðgöngumæðr-
unar segja vegið að rótum móður-
hlutverksins. Fylgjendur telja að
setja eigi umgjörð um úrræðið hér
á landi frekar en að Íslendingar
sæki þjónustuna til útlanda.
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðis-
ráðherra sagðist í ávarpi sínu
ekki hafa myndað sér skoðun á
því hvort breyta ætti lögum um
tæknifrjóvgun á þá leið að bann
við staðgöngumæðrun yrði fellt
út. Eins og aðrir sem á fundinum
tóku til máls sagði ráðherra mik-
ilvægt að ekki gera neinar breyt-
ingar í þá veru nema að und-
angenginni vandaðri
þjóðfélagsumræðu. Sagðist Álf-
heiðir mundu hlusta á skoðanir
og rök sérfræðinga og hags-
munaaðila áður en hún tæki end-
anlega afstöðu.
Enn er að störfum vinnuhópur
um staðgöngumæðrun, sem
skipaður var í janúar 2009 af þá-
verandi heilbrigðisráðherra,
Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Í síð-
asta mánuði skilaði hópurinn
áfangaskýrslu eins og sagt hefur
verið frá í Morgunblaðinu. Fram
kom í máli Guðríðar Þorsteins-
dóttur, sem er sviðsstjóri laga-
sviðs heilbrigðisráðuneytisins
og formaður vinnuhóps um stað-
göngumæðrun, að stefnt væri að
því að vinnuhópurinn skilaði inn-
an skamms niðurstöðu í málinu.
Niðurstöðu
að vænta