Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010
Unnið í miðbænum Framkvæmdir eru í fullum gangi á brunareitnum á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Gott er fyrir verkamennina að vita að salerni eru skammt undan ef náttúran kallar.
Kristinn
NÚ ER hafin
samkeppni um
hönnun nýs
Landspítala. Á
íslenskan mæli-
kvarða verður
mannvirkið
risavaxið og á
það eftir að
setja mikinn
svip á borgina.
Mikið er því í
húfi að vel takist til með
hönnun byggingarinnar og
að mörgu er þar að hyggja.
Mig langar að velta upp
nýju sjónarhorni, áður en
lengra er liðið á hönn-
unarferlið.
Meðal annars vegna for-
gengileika torfs og timburs
eru mjög fá gömul hús
ennþá uppistandandi hér-
lendis og aðeins hluti þeirra
getur talist reisulegur.
Glæsileg gömul hús eru enn
færri og því er þeim mun
meiri ástæða til að varðveita
þau menningarverðmæti.
Gamla Landspítalahúsið
er eitt þessara fáu, virkilega
glæsilegu húsa frá fyrri tíð,
sem okkur ber að varðveita
fyrir komandi kynslóðir. Þar
sem Landspítalinn stendur
við eina mestu umferðaræð
Reykjavíkur og er auk þess
fallega upplýstur, er það
sannfæring mín að þessi
bygging veiti hundruðum, ef
ekki þúsundum Íslendinga
ánægju á hverjum degi.
Hins vegar er eitt, sem oft
vill gleymast í
sambandi við
varðveislu
menning-
arverðmæta, að
varðveislan ein
og sér kemur
að litlu gagni,
ef enginn eða
einungis fáir
geta notið þess-
ara verðmæta.
Ég efast ekki
um að hönnuðir
hins nýja Landspítala muni
leggja sig fram við hönnun
þessa verðandi minn-
ismerkis og vonandi tekst
þeim að sameina þar bæði
notagildi og augnayndi. Ég
vil samt skora á þá að
tryggja að gamla Landspít-
alahúsið verði áfram vel
sýnilegt, en samkvæmt
fyrstu hugmyndum yrði
framhlið þess falin öllum
nema sjúklingum og starfs-
fólki hins nýja Landspítala.
Verið nú vænir og gerið
okkur mögulegt að dást
áfram að þessu listilega
hannaða mannvirki.
Eftir Konráð
Þórisson
»Ég vil skora á
hönnuði hins
nýja Landspítala
að tryggja að
gamla Landspít-
alahúsið verði
áfram vel sýnilegt
Konráð Þórisson
Höfundur er fiskifræðingur.
Vegna
hönnunar nýs
Landspítala
ÁSTÆÐA þessarar
greinar er að undirritaður
er í áhöfn togarans Björg-
úlfs EA 312 frá Dalvík sem
búið er að segja upp vegna
kvótaleysis sem rekja má
til strandveiða. Í fyrirsögn
greinarinnar eru stór orð
og sjálfsagt verða margir
brjálaðir og úthrópa mig
fyrir að ganga erinda stór-
útgerða. En ég hlýt að hafa
fullan rétt til að verja afkomu mína og
fjölskyldu minnar.
Horfum um öxl. Hver voru markmið
strandveiða þegar lög um þau voru sett
fyrir tæpu ári? Að ýta undir nýliðun í
greininni og auðvelda fólki að afla sér
reynslu og þekkingar. Hvernig tókst til?
Nýliðar voru 20%. Falleinkunn. Að
styrkja byggð og örva atvinnu í sjáv-
arbyggðum landsins. Hvernig tókst til?
80% voru send á fiskmarkað. Fall-
einkunn.
En hverjir voru það þá sem fóru á
strandveiðar? Jú, það voru menn sem
meðal annars voru búnir að leigja eða
selja frá sér veiðiheimildir. Hin frábæra
strandveiðitilraun var notuð til að verð-
launa menn fyrir að braska með veiði-
heimildir! Þeim var gert kleift að laum-
ast enn einu sinni bakdyramegin inn í
kerfið. Allt í nafni réttlætis – í boði
stjórnvalda.
Uppsagnir á Dalvík
Vegna uppsagnanna á áhöfninni á
Björgúlfi verða 150 manns í fisk-
iðjuverinu á Dalvík atvinnulaus. Allt
þetta fólk þarf svo vikum skiptir að
standa atvinnulaust á meðan trillukarlar
fá nýtt kerfi upp í hendurnar þegar kvót-
anum sleppir. Við á Björgúlfi fáum engin
tækifæri upp í hendurnar til að skipta
um kerfi þegar við þurfum á að halda
heldur verðum við að líða fyrir strand-
veiðitilraun sem mistókst.
Byggðakvótinn var líka
tilraun sem mistókst. Samt
eru stjórnvöld staðráðin í að
festa bæði kerfin í sessi –
þvert á það sem boðað var í
frumvarpi um strandveiðar.
Þá sagði Steingrímur J. Sig-
fússon: „Sjávarútvegs-
ráðherra áformar að koma á
nýjum flokki veiða, strand-
veiðum … Gert er ráð fyrir
að nýja kerfið komi í stað
svonefnds byggðakvóta.“
Nú á ég þessum sama sveit-
unga mínum það að þakka að ætla að
taka af mér sjómannaafsláttinn til við-
bótar þeirri tekjuskerðingu til fram-
færslu fjölskyldu minnar sem strand-
veiðarnar valda. Hann fær væntanlega
atkvæði annars staðar fyrir þessa fram-
komu.
Samúð með „smábátum“
En hvernig stendur á samúðinni sem
trillukallar fá? Er það vegna þess að upp
í huga fólks kemur mynd af manni með
skegg, klæddum gamalli Hekluúlpu, í
grænum stígvélum, troðandi í pípuna
sína og á trillu duggandi inn fjörðinn?
Þetta er glansmynd fyrri ára og sú mynd
sem ég ólst upp við á Raufarhöfn fyrir 35
árum þegar ég var að fara með föður
mínum á trillunni hans sem var þrjú
tonn með 21 hestafls vél.
Í dag er reyndin önnur og þetta er
hörku „bisness.“ Smábátur getur í dag
verið útbúinn vél allt að 800 hestöflum.
Til samanburðar er skuttogarinn Frosti
á Grenivík með 1.000 hestafla vél og 17
menn í áhöfn. Sá togari fiskar minna af
þorski en aflahæstu trillurnar, en meira
af öðrum tegundum. Togurunum er hins
vegar gert erfitt fyrir þar sem alltaf er
verið að færa þorskheimildir af þeim og
til þessara svonefndu smábáta, sem hafa
frá árinu 1984 fiskað 290 þúsund tonn
umfram úthlutaðar veiðiheimildir. Samt
er enn verið að verðlauna þá á kostnað
okkar sem eru á aflamarksskipunum. Á
árinu 1984 höfðu smábátar heimild til að
veiða 8.3000 tonn en fiskuðu 16.000 tonn
af 242.000 tonna heildarafla í þorski eða
um 6,6%. Á síðasta ári var veiðin komin
upp í 27.600 tonn af 160.000 tonna heild-
arafla í þorski eða rúm 17,25 %. Þessu til
viðbótar er þeim boðið upp á ca 3.000
tonna byggðakvóta og um 5.000 tonn í
strandveiðikerfinu. Þetta kalla ég órétt-
læti – í boði stjórnvalda.
Hjá fyrirtækjum eins og Samherja
starfar fólk sem á fjölskyldur og þarf að
framfleyta sér en það er talað til okkar
eins og við séum glæpamenn. Við hljót-
um að eiga sama rétt og aðrir til að
starfa innan þessarar atvinnugreinar og
eigum ekki að þurfa að verja þá ákvörð-
un hjá hverjum við vinnum eða að sætta
okkur við að við séum gerð atvinnulaus í
nafni byggðasjónarmiða því það er fyrir
löngu búið að afnema vistarböndin.
Kvótinn safnast til þeirra sem geta rekið
sín fyrirtæki með hagnaði. Eitt af grund-
vallarmarkmiðum kvótakerfisins er ein-
mitt að auka hagkvæmni. Þeirri
framþróun á ekki að handstýra af stjórn-
völdum.
Látið í ykkur heyra!
Ég skora á ykkur, gott fólk, hvort sem
þið eruð landverkafólk eða sjómenn sem
starfið hjá þessum stórfyrirtækjum eða
innan þessarar atvinnugreinar að láta í
ykkur heyra. Þið eigið sama rétt til at-
vinnuöryggis og aðrir.
Eftir Pál
Steingrímsson »Hin frábæra strand-
veiðitilraun var notuð
til að verðlauna menn fyrir
að braska með veiðiheim-
ildir! Allt í nafni réttlætis –
í boði stjórnvalda.
Páll Steingrímsson
Höfundur er afleysingamaður
á Björgúlfi EA 312.
Strandveiðar –
tilraun sem mistókst