Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 18
18 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010
MARGIR líta núna
til ferðaþjónustunnar
eftir sóknarfærum í
þrengingum þjóð-
arinnar. Víst eru
tækifærin mörg en
það er líka mikilvægt
að skammtímasjón-
armið ráði ekki för.
Þar er ábyrgð stjórn-
valda töluverð að
skapa heilbrigt sam-
keppnisumhverfi.
Oft freistast menn til að stökkva
í sama bátinn, þegar bjarga á hlut-
unum. Þar má nefna fiskeldið og
loðdýraræktina sem áttu að redda
dreifbýlinu á árum áður. Þúsundir
tómra íbúða í þéttbýlinu eftir
byggingarbrjálæðið vitna nú um
skort á heildaryfirsýn hjá skipu-
lagsyfirvöldum. Getum við lært af
reynslunni? Ekki þarf prófgráður
eða sérstaka menntun til að byrja
rekstur í ferðaþjónustu, og frum-
kvöðlakrafturinn nýt-
ur sín vel í þeirri
grein. Sumir reyna að
fleyta rjómann stuttan
tíma og ef illa fer er
bara skipt um kenni-
tölu og byrjað upp á
nýtt. Þetta er þekkt
úr öllum atvinnugrein-
um og þarna þarf lög-
gjafinn að endurskoða
leikreglur. Það dugar
ekki að kaupa kýr og
hefja sumarfram-
leiðslu á mjólk án þess
að fá mjólkurkvóta og sama gildir
um sjávarútveg, þar er takmörkuð
auðlind.
Í ferðaþjónustu er enginn kvóti
og mörg sóknarfæri sem betur fer.
En þar eru líka miklar árs-
tíðasveiflur og nýting á gistirým-
um er æði döpur á veturna víðast
hvar. Íbúðalánasjóður tók yfir
íbúðir á Austurlandi nýlega og
rætt er um að þær megi e.t.v. nýta
í ferðaþjónustu. Vissulega er lík-
legt að þörf sé fyrir slíkt á sumrin,
en gæta þarf vel að því hvernig
verður staðið að rekstrarforminu.
Verða sömu ströngu kröfur í þessu
húsnæði og í hótelum t.d. varðandi
brunavarnir? Hverjir eiga kost á
því að leigja þessa aðstöðu?
Gistihúsaeigendur hafa margir
þraukað þorrann og góuna, með
hálftóm hótel yfir vetrartímann.
Þeir hafa bókunarkerfi, við-
skiptasögu, sambönd við ferða-
skrifstofur og glíma oft við yf-
irbókanir á álagstímum. Eiga þeir
að keppa við fjársterka nýliða sem
bjóða í þessa aðstöðu og ætla
kannski að maka krókinn yfir
sumarið og hverfa svo á braut að
hausti?
Stjórnvöld, hvort sem er ríki
eða sveitarfélög eiga að gæta þess
að hygla ekki einum á annars
kostnað. Eru leigusamningar
ferðaþjónustunnar á svæði hersins
á Keflavíkurflugvelli í takt við hús-
næðiskostnað sem aðrir rekstr-
araðilar í Reykjanesbæ greiða?
Hvað um ókeypis kaffiveitingar til
hópa sem skoða Hellisheið-
arvirkjun? Er það hlutverk Orku-
veitunnar? Í vetur hefur með
áberandi hætti verið auglýst lúx-
usgisting, fundaraðstaða og veit-
ingar í veiðihúsi á landsbyggðinni.
Leigutakar árinnar fá topp-
aðstöðu, kostaða af veiðifélaginu, á
hagstæðum kjörum. Sú leiga er al-
veg úr takti við stofnkostnað ann-
arra ferðaþjónustuaðila í héraðinu.
Er þetta æskileg þróun? Veiði-
félög hafa hingað til ekki staðið í
fasteignarekstri utan veiðitímans,
enda ekki þeirra hlutverk og hinar
fáu gistinætur á landsbyggðinni
yfir veturinn eru ekki til skipt-
anna.
Öll þekkjum við umræðuna um
flugeldasölu og björgunarsveit-
irnar og hina sem stinga sér inn á
þann vettvang í eiginhags-
munaskyni. Veitingamenn hafa um
árabil mátt upplifa þessa skyndi-
hugsun þegar íþróttahús og reið-
hallir fá tímabundin leyfi til sam-
komuhalds og veitingasölu sem
tengist ekki alltaf reglulegri fé-
lagsstarfsemi þeirra. Þá er slegið
af þeim kröfum sem veitingamenn
þurfa að uppfylla t.d. um fjölda
handlauga, brunavarnir, skuldleysi
við lífeyrissjóði og allt hitt.
Ferðaþjónustan hefur alla burði
til að verða sú atvinnugrein sem
hjálpar okkur út úr kreppunni,
hún er gjaldeyrisskapandi og
mannfrek og margt hægt að gera
til að byggja upp og sækja fram.
Við þurfum hins vegar að vanda
okkur, vinna saman innan grein-
arinnar og með stjórnvöldum að
stefnumarkandi framtíðarsýn þar
sem heilbrigð samkeppni ríkir.
Heilbrigð samkeppni, já takk
Eftir Unni
Halldórsdóttur
Unnur Halldórsdóttir
» Skammatímasjón-
armið mega ekki
ráða för í ferðaþjónust-
unni. Ábyrgð stjórn-
valda felst í að skapa
heilbrigt rekstrarum-
hverfi svo greinin dafni
og þróist.
Höfundur er formaður Ferðamála-
samtaka Íslands og hóteleigandi í
Borgarfirði.
ÞAÐ MÁ ekki
minna vera en að
vekja athygli á útgáfu
pappírskilju þar sem
tólf skákir Sverris
Norðfjörð eru birtar
með ágætum skýr-
ingum ýmissa skák-
meistara. Þessi hæg-
láti og hógværi
arkitekt hafði valið ell-
efu þeirra áður en
hann féll frá aðeins 67
ára gamall en þá tólftu lét hann
öðrum eftir að velja og kom það í
hlut sonar hans Óttars M. Norð-
fjörð. Þetta er mjög í stíl Sverris og
lýsir vel frelsinu sem mér fannst
alltaf einkenna þennan ágæta koll-
ega minn.
Og raunar er þetta stílbragð í
anda Íslendingasagna þar sem ein
persónan er óráðin eða ónefnd og
þrungin dulúð. En um leið leikur að
tölum því bæði 11 og 12 eru gagn-
merkar tölur í fræðunum. Snjall
leikur í síðustu skákinni! Í þessu
kveri sem Óttar M. Norðfjörð hafði
veg og vanda af má meðal annars
sjá skákir þar sem Sverrir leggur
meistara eins og Bobby Fischer og
Bent Larsen að velli í fjöltefli og
gerir jafntefli við Mihael Tal! Þetta
er ótrúlegur árangur
hjá manni sem ekki
lifði af skákinni, held-
ur hafði húsateikn-
ingar að atvinnu. Því
miður kynntist ég ekki
skákhliðinni á þessum
hógværa manni en
þeim mun meiri er
ánægjan af því að fá
nú að skoða þessar
fallegu skákir í bók-
inni þar sem listrænn
stíll Sverris kemur
glöggt í ljós ásamt
frelsinu og sköpunargleðinni. Og
síðasta flétta Sverris er falleg: Bók-
in skyldi gefin en ekki seld! Svona
leikir eru sjaldséðir á taflborði
mannlífsins og lýsa vel þessum öð-
lingsmanni sem lést hinn 17. júní, á
afmælisdegi sínum, fyrir tveimur
árum.
„Teflt fyrir augað“ ber Sverri
Norðfjörð fagurt vitni.
Teflt fyrir augað
Eftir Óla Hilmar
Briem Jónsson
Óli Hilmar Briem
Jónsson
» Svona leikir eru
sjaldséðir á taflborði
mannlífsins og lýsa
vel þessum
öðlingsmanni …
Höfundur er arkitekt.
Í MORGUN-
BLAÐINU birtist hinn
19. mars sl. fréttapistill
undir fyrirsögninni
„Segir forsetinn alla
söguna?“. Þar er vikið
að heimsókn forseta
Maldíveyja, Mohameds
Nasheeds, til Íslands nú
nýlega. Haft er eftir
Árna Finnssyni, for-
manni Náttúruvernd-
arsamtaka Íslands (NSÍ), að „forseti
Íslands hlýtur að hafa brugðið upp
einhverri glansmynd um að hér væri
nánast kolefnisfrítt samfélag“. Tilefni
ummæla Árna er fyrirlestur Nas-
heeds forseta í Reykjavík meðan á
heimsókninni stóð. Í undirfyrirsögn
blaðsins segir: „Formaður NSÍ gagn-
rýnir þá mynd sem forseti Íslands
bregður upp af stefnu landsins í lofts-
lagsmálum fyrir erlendum gestum.“
Þarna skjátlast Árna. Forsetinn
hefur rétt fyrir sér. Árni gleymir því
að fyrir gróðurhúsaáhrifin, og þar
með fyrir þróun lofts-
lagsins á jörðinni, er
það heimslosunin í heild
af gróðurhúsaloftteg-
undum sem ein skiptir
máli en ekki hvernig
hún skiptist á einstök
lönd.
Auðvitað er heims-
losun gróðurhúsa-
lofttegunda summan af
losun þeirra í ein-
stökum löndum að við-
bættri losun í milli-
landasamgöngum á sjó
og í lofti. Það skiptir hins vegar ekki
máli hvernig þessi heildarlosun skipt-
ist á einstök lönd. Þótt ótrúlegt sé vill
þessi staðreynd oft gleymast í um-
ræðunni.
Heppilegt er að greina losun ein-
stakra landa í tvennt:
1. Losun sem ekki hefur nein áhrif
á samskonar losun í öðrum löndum og
2. Losun sem hefur áhrif á sams-
konar losun í öðrum löndum.
Sem dæmi um losun af fyrra taginu
má nefna losun frá hitun húsa með
eldsneyti (nánast engin á Íslandi); og
losun frá vinnslu á raforku sem notuð
er í landinu (sem er heldur engin á Ís-
landi) o.fl. Annað dæmi er losun frá
bílum og fiskiskipum á Íslandi.
Gott dæmi um hið síðarnefnda er
losunin frá nýja álverinu á Reyð-
arfirði. Færa má gild rök að því að
hefði það álver ekki risið á Íslandi
hefði það verið reist í landi þar sem
raforkan til þess hefði verið unnin úr
kolum. Meðal þeirra raka er sú stað-
reynd að álvinnsla í heiminum með
raforku úr eldsneyti hefur farið jafnt
og þétt vaxandi síðan 1994, um 3,2% á
ári til jafnaðar. Um fjórðungur mann-
kynsins hefur enn ekki raforku til
heimilisnota, sem ekki getur gengið
til frambúðar. Það fólk býr allt í þró-
unarlöndunum. Það verður því ekki
mikil vatnsorka eftir til álframleiðslu
í þessum löndum þegar bætt hefur
verið úr því ástandi.
Álverið á Reyðarfirði sparar heim-
inum meiri losun á koltvísýringi en
sem nemur allri losun á honum á Ís-
landi 2006! Sú staðreynd kemur
hvergi fram í losunarbókhaldi Íslands
á CO2.
Það er því óhætt að slá því föstu að
með engu öðru móti geta Íslendingar
lagt stærri skerf af mörkum til bar-
áttu gegn gróðurhúsavandanum en
með því að hýsa hér á landi allan þann
áliðnað sem við getum. Það er svo
mál fyrir sig hversu langt við viljum
ganga í því.
Árni segir ennfremur: „Okkur hef-
ur tekist að þróa húshitun og raf-
magnsnotkun (ætti að vera raf-
magnsvinnslu) með þeim hætti (þ.e. á
kolefnisfrían hátt – innskot JB). Sam-
göngugeirinn hefur hins vegar ekki
þróast á þann veg. Fiskveiðarnar eru
mjög orkufrekar og áliðnaðurinn los-
ar mjög mikið af gróðurhúsaloftteg-
undum.“ Þetta er rétt hjá Árna. Um
áliðnaðinn er þegar rætt. Það er
óhætt að slá því föstu að dýrt og erfitt
verður að draga verulega úr elds-
neytisnotkun bíla og skipa enda þótt
vissulega megi eitt og annað gera á
því sviði. Við framleiðum hvorki vélar
í skip né bíla. Sú framþróun á þessu
sviði sem líklegust virðist í heiminum
til að ráða hér bót á er notkun vetnis í
stað olíu til að knýja bíla, skip og flug-
vélar. Að því er unnið í Bandaríkj-
unum þótt hægt miði. Sjálfsagt er að
fylgjast vel með á því sviði.
Hér er aftur ástæða til að minna á
að það sem skiptir máli er ekki minni
losun gróðurhúsalofttegunda á Ís-
landi heldur í heiminum. Hún ein
skiptir máli. Fyrir þá peninga sem við
á Íslandi gætum varið í að endurbæta
bíl- og skipavélar getum við náð
margfalt meiri árangri með því að
verja peningunum til að hjálpa fólki í
þróunarlöndunum til að draga úr los-
un gróðurhúslofttegunda við hitun
húsa og matseld. Ekki síst þar sem
völ ér á jarðhita til húshitunar. Að því
ættum við að einbeita okkur fremur
en að reyna að endurbæta bílvélar og
skipavélar. Með því náum við miklu
meiri árangri á hverja krónu sem var-
ið er í þessu skyni.
Hugsum hnattrænt í gróðurhúsa-
málum! Því þau eru hnattræn í eðli
sínu.
Heimslosunin ein skiptir máli
Eftir Jakob
Björnsson » Auðvitað er heims-
losun gróðurhúsa-
lofttegunda summan af
losun þeirra í einstökum
löndum ...
Jakob Björnsson
Höfundur er fyrrverandi
orkumálastjóri.
EFTIR markvisst
niðurbrot sparisjóða
landsins undanfarin ár
þar sem margir þeirra
hafa orðið græðgi-
svæðingunni að bráð
virðist sem nú sé að
hilla undir að þeir öðl-
ist tilverurétt á ný,
a.m.k þeir sem lifðu af
þá stjórnarhætti er
viðgengust liðinn ára-
tug í boði þriggja
stjórnmálaflokka
landsins.
Víða um land fór fram heiftug
barátta fólks, sem bar hagsmuni
sinna sparisjóða fyrir brjósti gegn
fjársterkum aðilum, sem í krafti
fjármagns sóttu mjög í að hirða
upp þessa sjóði og fjármuni þeirra.
Í mörgum þessara sjóða var tölu-
verður varasjóður í eigu viðskipta-
manna, sem safnast hafði upp á
áratugum og freistaði þessara fjár-
glæframanna. Orð komst á að þetta
væri „fé án hirðis“.
Félagslegt eignarform sparisjóð-
anna og sú hugsun að þeir væru
einkum reknir á héraðslegum for-
sendum þar sem hagnaðarkröfunni
var í hóf stillt vegna samfélagslegra
verkefna var ráðandi öflum þyrnir í
augum. Allt var rekið undir merkj-
um óhefts kapítalisma,
gömul og gróin fyr-
irtæki voru mergsog-
in, hlaðin skuldum og
keyrð í þrot.
Allir stóru spari-
sjóðirnir eru liðnir
undir lok og almenn-
ingur í landinu þarf að
blæða fyrir. Helst
voru það litlu sjóð-
irnir, sem stóðu þess-
ar hamfarir af sér.
Gott dæmi er Spari-
sjóður Suður-
Þingeyinga. Engu
mátti muna fyrir Sparisjóð Þórs-
hafnar og nágrennis og var það
ekki sjóðsstjóra eða stjórn sjóðsins
að þakka að ekki fór illa þar.
Sparisjóður Skagafjarðar var illu
heilli yfirtekinn af Sparisjóði Mýra-
sýslu, með dyggum stuðningi
stjórnenda Kaupfélags Skagfirð-
inga skömmu áður en SPM var
keyrður í þrot af stjórnendum sín-
um og yfirtekinn af Kaupþingi.
Kaupþing, nú Arion banki, er kom-
inn í meirihlutaeigu erlendra aðla
og þar með þeir hlutir í SPM og
fleiri sparisjóðum, sem lentu í
höndum bankans.
Eftirlitsstofnanir landsins voru
liðónýtar eins og berlega er komið í
ljós og meðvirkar ef eitthvað var.
Fjármálaeftirlitið lét sig engu varða
málamyndagerninga ósvífinna fjár-
glæframanna gegn almennum hlut-
höfum og Samkeppniseftirlitið ein-
blíndi á samþykktir
Bændasamtakanna á meðan fjár-
málakerfi landsins var lagt í rúst.
En allt á sér endi og upphaf, von-
ir standa til þess að grædd verði að
einhverju leyti þau svöðusár, sem
þessu kerfi var veitt. Meira að
segja er Kaupfélag Skagfirðinga að
leysa aftur til sín þá hluti, er skiptu
um hendur í aðdraganda síðasta að-
alfundar Sparisjóðs Skagsfjarðar
sumarið 2007.
Fólk um land allt stóð í harðvít-
ugri baráttu til varnar sparisjóðs-
hugsjóninni ásamt flestum for-
ystumönnum Vinstri grænna. Hann
kemur því skemmtilega á óvart
hinn síðbúni stuðningur Árna Þórs
Sigurðssonar við samfélagslegt
eignarform sparisjóðanna.
Að frumkvæði fjármálaráðherra,
Steingríms J. Sigfússonar, er allt
útlit fyrir að ríkissjóður leysi til sín
hluti hinna föllnu banka í sparisjóð-
unum, þannig að aftur verði hægt
að byggja upp fjármálakerfi, sem
setur manngildið ofar auðgildi.
Nýtt fjármálakerfi
Eftir Gísla Árnason
» Allir stóru sparisjóð-
irnir eru liðnir undir
lok og almenningur í
landinu þarf að blæða
fyrir.
Gísli
Árnason
Höfundur er framhaldsskólakennari.