Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010 ✝ Ingileif Thorla-cius myndlist- armaður fæddist á Blönduósi 5. ágúst 1961. Hún lést 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ásdís Krist- insdóttir, fyrrver- andi kennari við Skóla Ísaks Jóns- sonar (f. 1939), og Kristján Thorlacius, áfangastjóri við Fjöl- brautaskólann við Ármúla (f. 1941). Ás- dís er dóttir Kristins Magn- ússonar verslunarmanns og bónda á Kleifum við Blönduós (1897- 1979) og Ingileifar Sæmunds- dóttur húsfreyju (1902-1992). Kristján er sonur Sigurðar Thorlacius skólastjóra Austurbæj- arskólans (1900-1945) og Áslaug- ar Thorlacius fyrrverandi ritara á Þjóðskjalasafni (f. 1911) sem lifir sonardóttur sína. Dóttir Ingileifar, Ásdís Thorlac- ius Óladóttir, menntaskólanemi, fæddist 21. október 1993. Faðir hennar er Óli Jón Jónsson, upp- hún við framhaldsnám í Jan van Eyck Academie, Maastricht, Hol- landi. Hún lauk kennslurétt- indanámi við Listaháskóla Íslands 2004 og stundaði eftir það nám í menningar- og menntastjórnun við Háskólann á Bifröst. Eftir heimkomuna frá Hollandi vann hún á vinnustofu sinni. Hún hlaut hálfs árs listamannalaun árið 1989 en sá sér að öðru leyti far- borða með öðrum störfum. Hún var stundakennari við Myndlista- og handíðaskólann 1991-1999. Hún vann í menntamálaráðuneyt- inu 1991-3 og við fræðsludeild Listasafns Reykjavíkur 1997-2003. Haustið 2004 fór hún sem kennari að Ljósafossskóla. Árið 2005-6 var hún framkvæmdastjóri nýstofnaðs Textílseturs á Blönduósi. Hún sat um skeið í stjórnum Nýlistasafns- ins í Reykjavík og Félags um Listaháskóla og var í fulltrúaráði Sambands íslenskra myndlist- armanna. Hún söng með Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórnum í fjöldamörg ár og starfaði af krafti með Stúd- entaleikhúsinu snemma á 9. ára- tugnum. Hún hélt fimm einkasýn- ingar og tók þátt í tíu sam- sýningum, heima og erlendis. Ingileif verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, 30. mars 2010, og hefst athöfnin kl. 15. lýsingafulltrúi Rík- isendurskoðunar (f. 1969). Systur Ingi- leifar eru Áslaug, myndlistarmaður og kennari (f. 1963), Sigrún, líffræðingur (f. 1968), Solveig, mannfræðingur (f. 1971), og Sigríður, tónlistarmaður (f. 1982). Áslaug er gift Finni Arnari Arn- arsyni myndlist- armanni, (f. 1965). Þeirra börn eru Sal- vör (f. 1989), í sambúð með Hen- rik Linnet (f. 1978), Kristján (f. 1996), Hallgerður (f. 1998) og Helga (f. 2000). Maður Sigrúnar er Pálmi Jónasson, fréttamaður (f. 1968). Börn þeirra eru Hera (f. 1989), Auður (f. 1997), Kristín (f. 2002) og Áslaug (f. 2006). Ingileif gekk í Ísaksskóla og Æfingaskólann og varð stúdent frá MH 1981. Eftir árs nám í bók- menntafræði við HÍ hóf hún nám við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands og útskrifaðist úr mál- aradeild vorið 1986. 1986-8 var „Ef einhver getur lifað af kjarn- orkustríð er það Ingileif,“ sagði ágætur kennari við MH á balli ný- stúdenta vorið 1981. Ingileif var að ljúka menntaskóla og ég man að ég var hjartanlega sammála mannin- um. Hún systir mín var klettur – svo yfirveguð og skynsöm, góð, jákvæð og einstaklega nægjusöm. Ingileif var öðlingur og fagurkeri, greind og skemmtileg. Hún var frábær mynd- listarmaður, svo sjálfstæð, frumleg, djúphugul, smekkvís og næm. Hún var góður námsmaður og vann öll störf sín af vandvirkni og áhuga. Ef hún hefði notið góðrar heilsu er ég ekki í vafa um að hún ætti nú að baki farsælan feril sem myndlistar- maður og langt og gott líf fyrir höndum. En það verður ekki á allt kosið. Fyrir 13 árum fékk Ingileif heilablóðfall og greindist þá með æxli í framheila. Það hafði lúrt undir ennisblaðinu um óskilgreindan tíma og var farið að skemma fyrir henni löngu áður en nokkur vissi um tilvist þess. Með því fyrsta sem æxlið eyði- lagði var myndlistarferillinn. Hún hélt samt ótrauð áfram lífinu og tókst af miklum dugnaði á við krefj- andi störf og nám. Hún flutti út á land með Ásdísi sína og í heilt ár bjó hún alein á ættaróðalinu á Blönduósi þótt veikindin væru þá farin að há henni mjög mikið. Ingileif var ein- stök systir. Hún gætti okkar hinna af þolinmæði og elskusemi og studdi okkur skilyrðislaust, sama hvað við tókum okkur fyrir hendur. Ég er næst henni í röðinni og við tvær höf- um verið meira og minna samferða gegnum lífið. Við deildum herbergi í foreldrahúsum, áttum flesta hluti saman og gengum í sömu fötunum. Við vorum saman í sveitinni, geng- um í sömu skóla, vorum saman í kórnum og í Stúdentaleikhúsinu, leigðum saman, unnum á sömu vinnustöðum og vorum um skeið báðar í Hollandi. Alltaf var hún mér svo endalaust góð og aldrei rak hún mig frá sér þótt ég væri tveimur ár- um yngri, ekki einu sinni á unglings- árunum. Síðast vorum við saman í kennaranámi. Það var skemmtileg- ur vetur. Ekkert varð af kjarnorku- stríðinu og vissulega varð Ingileif ekki langlíf. En hún lifði samt heilu ósköpin af, svo mikið mótlæti og svo mikla erfiðleika að það hálfa væri nóg. Allt til síðasta andvarps var hún samt sterk og jákvæð. Hún kvartaði ekki og aldrei heyrði ég hana hallmæla æxlinu eða illum ör- lögum. Það var reyndar ekki á dag- skrá hjá henni að deyja heldur ætl- aði hún að ná heilsu og fara heim til Ásdísar. Hún fór síðast út á meðal fólks í febrúar þegar opnuð var sýn- ing á vatnslitamyndum á Kjarvals- stöðum þar sem hún á þrjár myndir. Það var ógleymanlegur dagur og hún naut þess í botn að eiga gleði- stund innan um kunningja og vini. En hún er dáin, það er hin sárs- aukafulla staðreynd. Nú verða minningar að nægja. Í mínum leið- umst við systur ýmist um á spari- kjólum og sportsokkum eða baukum saman í sólskini norður í Húna- vatnssýslu. Það er bjart og hlýtt. Ég er heppin að hafa átt hana að. Fyrir hönd fjölskyldunnar þakka ég öllu því góða fólki sem hjúkraði henni síðasta árið, sérstaklega starfsfólkinu á Grund sem hugsaði svo fallega um hana undir lokin. Áslaug Thorlacius. Við kvöddum Ingileifu systur á fallegum eftirmiðdegi við jafndægur á vori, þegar náttúran fer að fara í gang, farfuglarnir koma til landsins, blómin springa út og sól hækkar á lofti fyrir alvöru. Eldgos og brjálæði úti fyrir borgarmörkum en í litlu herbergi á dvalarheimilinu Grund voru sungnir sálmar og sönglög frá því á Hamrahlíðarkórsárunum og upp úr Fjárlögunum hennar ömmu. Það var magnþrungin stund og í anda hennar, sem bíaði mig oft í svefn hér áður fyrr. Ingileif var náttúrusinni, stundaði jóga og hugleiðslu, drakk og borðaði lífrænt ræktað og pældi í blóð- flokkamataræði. Hún lagði ætíð mikla hugsun í það sem hún setti fram hvort sem það var í formi myndlistar, matargerðar eða ann- ars. Allt sem hún tók sér fyrir hend- ur var gert af mikilli gæsku og virð- ingu. Nú að henni genginni sakna ég mest elskunnar og hlýjunnar sem hana einkenndi þegar hún var frísk og framtíðin blasti við. Það var sárt að horfa á nákominn hverfa smám saman inn í óhuggulegan heim heila- meins sem nútíma læknavísindi náðu ekki að lækna. Öllum þeim sem sinntu henni í veikindum sínum kann ég bestu þakkir. Við sem eftir erum gætum Ásdísar dóttur hennar og hlúum hvert að öðru. Solveig Thorlacius. Við vorum lítil, við Kristján bróðir minn, þegar við misstum föður okk- ar og ein af mínum fyrstu minn- ingum er um okkur tvö þar sem við stöndum hlið við hlið við stofuglugg- ann og bíðum í ofvæni eftir að mamma komi heim úr mjólkurbúð- inni sem var í næsta húsi. Við vorum aldrei alveg viss um að hún kæmi aftur. Nú stendur hann bróðir minn aft- ur við gluggann og í þetta sinn veit hann að hún kemur ekki aftur – fyrsta barnið hans – hún Ingileif. Við hlið hans stendur nú stór og samhent fjölskylda – Ásdís og dæt- urnar fjórar – Áslaug, Sigrún, Sol- veig, Sigríður, tengdasynirnir Finn- ur og Pálmi, Ásdís yngri og öll hin barnabörnin. Þetta er búið að vera langt stríð við erfiðan sjúkdóm þar sem vonin um sigur var ekki björt. Eini sig- urinn sem í boði var fólst í því að fjölskyldan gerði Ingu lífið eins létt- bært og í hennar valdi stóð. Þar var ekkert sparað. Það vita allir sem til þekktu. Þau gáfu henni allan sinn tíma og alla sína krafta og fylgdu henni eins langt áleiðis og hægt var. Síðustu stundirnar voru þau öll hjá henni og systurnar fjórar sungu fyr- ir hana. Þau voru öll að syngja lagið um Dagnýju þegar Inga sofnaði í síðasta sinn. Lengra var ekki hægt að fylgja henni og nú standa þau við gluggann og kveðja. Það er líka svo margt að þakka fyrir á þessari kveðjustund. Hún Ingileif var einstök manneskja og sönn í öllu sem hún gerði. Það sést vel í myndunum hennar. Fyrir ofan rúmið mitt hangir vatnslitamynd eftir Ingu, sem mér þykir afar vænt um – vangamynd af barni sem er að blása á ljósaperu. Þessi mynd segir mér svo mikið um Ingu sjálfa og það sem hún trúði á: Einfaldleikann og galdurinn í listinni og kraftinn sem er fólginn í barninu í okkur sjálfum. Hugheilar samúðarkveðjur frá mér og Ragnari, Guðrúnu og Helgu til fjölskyldu Ingileifar, til Ásdísar dóttur hennar, foreldra, systra og mága. Hallveig Thorlacius. Ég man þegar ég sem barn var einhversstaðar með móður minni og hún var að tala við kunningjakonu sína um það hve sameiginleg vin- kona þeirra hefði reynst aldraðri og blindri móður sinni vel. Og mér fannst kunningjakonan tala um það sem sjálfsagðan hlut og ekkert aðdáunarvert því að, eins og hún sagði um þessa blindu gömlu konu: Hún hefur verið henni góð móðir. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég á sl. menningarnótt í Reykjavík rakst á þær frænkur mínar Ásdísi yngri og Ingileif þar sem dóttirin ók móður sinni í hjólastól og annaðist hana af ástúð eins og móðir litla dóttur. Hún hefur verið henni góð móðir. Ég veit að Inga var Ásdísi dóttur sinni góð móðir meðan heilsa og kraftar leyfðu. Sjálf átti hún líka móður sem reyndist henni aðdáan- lega vel og það gerði hann Kristján bróðir minn svo sannarlega líka. Nú er erfiðri þrautagöngu lokið og sorg- in ein eftir í hjörtunum. Ég á stórt olíumálverk eftir Ingileif frænku mína af háum hól þar sem stendur lítill rauður kofi. Utan í hólnum er bíll á ferð og af bílnum sjálfum verð- ur ekki séð hvort hann er á leið upp brekkuna eða niður. Ég hef alltaf haldið að hann væri á leiðinni upp og meira að segja stundum staðið mig að því að gá hvort hann hefði ekki mjakast aðeins áleiðis. Ég sendi yndislega samhentri fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur og henni Ingu frænku minni óska ég velfarnaðar á ókunum leiðum. Kristín R. Thorlacius. Fyrir þrjátíu árum stóðum við á sviði í Háskólabíói með vinum okkar úr kór Menntaskólans við Hamra- hlíð og fluttum Dafnis og Klói eftir Maurice Ravel með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Stuttu seinna var Hamrahlíðarkórinn stofnaður og báðar vorum við stofnfélagar. Nú flytur kórinn verkið aftur á sama stað með nýju ungu fólki og börnum sumra okkar. Þar stendur Ásdís þín, tignarleg eins og móðirin. Tíminn hefur liðið. Fimm systur og allar fóru í kórinn. Thorlaciussystur vor- uð þið kallaðar og á tímabili „frotte- systurnar“ þegar þið fóruð að mæta í velúrdressunum sem þið mæðgur skiptust á að ganga í. Ásdís eldri var nefnilega eins og ein af ykkur. Í kórnum mynduðust vinabönd sem aldrei hafa slitnað þótt landfræði- legar fjarlægðir og amstur af ýms- um toga hafi stundum orsakað að langt gat orðið á milli vinkvenna- funda. Tíminn var algerlega afstæð- ur í því samhengi. Við sitjum á gólf- inu í „ekta“ japönsku hóteli, klæddar í sloppa í kímónóstíl, dreypum á sake og finnst við gasa- lega miklir heimsborgarar. Erum á leið til Nagano til að taka þátt í Asía Cantat-kóramóti. Öndum að okkur framandi andrúmsloftinu og ræðum allar þær merkilegu andstæður sem birtast okkur á ferðalaginu um Jap- an. Augað er glöggt og síðar áttir þú eftir að leggja fyrir þig myndlist. Innra augað ekki síður skarpt og þú gast alltaf nálgast menn og málefni frá einstökum sjónarhóli og sett í frumlegt samhengi sem víkkaði sjóndeildarhring þeirra sem á hlustuðu. Elsku Ingileif. Takk fyrir allar stundirnar. Guð blessi Ásdísi, foreldra þína, systur og fjölskyldur þeirra. Sigurlaug Lövdahl (Silla). Blessa, Guð, mín æviár, unað, gleði, sorg og tár, lát þau helgast helgum þér himnadýrð svo veitist mér, þegar loks mitt líf á enda, liðið er. (Sigurbjörn Einarsson) Allt liðið, seytlað burt, eins og sandur í tímaglasi sem taldi vinkonu mína frá lífinu eins og hún átti það áður. Söknuðurinn samofinn þakklæti fyrir að hafa átt Ingileifu að vin- konu. Blessun að hafa fengið að sjá fegurð í þjáningunni. Myndin sem ég geymi í hjarta af dánarbeði vin- konu minnar er fagur vitnisburður um einstaka fjölskyldu, sem bar ávallt erfiðleikana með henni af styrk. Umvöfðu Ingu með ást. Móð- ur hennar sem annaðist Ingu af nærgætni og ósérhlífni mánuðum saman, föður, systur og dótturina Ásdísi, augasteininn hennar mömmu sinnar. Ég kynntist Ingileifu seint á loka- árinu í MHÍ og það hafði allt að gera með hvaða leið ég fór í myndlistinni. Inga hlustaði, skoðaði teikningarn- ar, las það sem ég hafði verið að skrifa, kom með uppbyggilega gagn- rýni, skóf ekkert utan af göllum á stirðlegum málverkunum og í stór- skemmtilegum samtölum opnaðist ný vídd. Hún var vel lesin, gædd næmu fegurðarskyni, hæglát, af- dráttarlaus í skoðunum, ákveðin, yf- irlætislaus, gædd miklum gáfum sem framkallaði yfirmáta feimni hjá mér, en áreynslulaus kímni hennar strauk þá feimni burt, hárfín blæ- brigðin í húmornum og lágvær hlát- urinn. Ég hugsa til þessa tíma með mikilli hlýju. Hún var kennari af guðs náð. Þegar prófessorinn minn í Listaháskólanum Valand í Gauta- borg bað mig um að benda á kenn- ara sem hefði skipt sköpum í nám- inu á Íslandi til þess að kenna við skólann var valið auðvelt, Ingileif kom og við áttum stórskemmtilegan tíma með Sigurði Guðmundssyni sem kenndi einnig við skólann. Nokkrum árum seinna kom Inga aftur út til að taka þátt í sýningunni „Drawing Iceland“ nýstaðin upp úr erfiðum veikindum. Teikningarn- ar hennar voru fallegar, einlitar vatnslitateikningar á pappír. Að Inga vann í vatnslit átti eflaust stóran þátt í því að ég fór að nota vatnslit. Í samtölum okkar var hagur Ás- dísar, stoltsins hennar, henni ávallt efst í huga. Fegurðin í þjáningunni, áþreifan- leg, eins og sagan af perlunni og sárinu, þar sem perlan verður til af sandkorni í skelinni, mótast í sárs- auka. Eins er mein mannsins sem breytist í innri fegurð. Þessi dæmi- saga hefur komið í hugann þegar ég hef fundið til með vinkonu minni og dáðst að lífsviljanum og því hvernig hún gladdist yfir litlu, sá hið já- kvæða í erfiðum aðstæðum, höndlaði tilveruna, möglunarlaust, gaf af sér með uppörvun, kímni, sínum sér- staka vinkli á tilveruna, skondnum tilsvörum og ótrúlegu minni. Að hafa átt áralanga vináttu hennar er ómetanlegt. Vináttu sem fól í sér trygglyndi, hlýju, stuðning í gleði og sorg. Vinur sem hvarf ekki við erf- iðleika og ásvinamissi í mínu lífi. Það bar hún með mér. Þá gat ég talað, grátið eða þagað og hún var hjá mér. Ég kveð vinkonu mína með djúp- um söknuði og þakklæti og bið Guð að styrkja Ásdísi dóttur hennar, for- eldra, systur og fjölskyldur þeirra í sorginni. Blessuð sé minning Ingileifar Thorlacius. Harpa Árnadóttir. Þín augu mild mér brosa á myrkri stund og minning þín rís hægt úr tímans djúpi sem hönd er strýkur mjúk um föla kinn þín minning björt. (Ingibjörg Haraldsdóttir) Vorið nálgast en án þín. Þú hefur kvatt eftir harðindavetur lífs þíns. Hin sitjum hér eftir með óskammtaðan óræðan tíma – en líka minningar um þig sem ylja. Við kynntumst fyrir um 20 árum í myndlistarheiminum. Myndlist þín situr á sjónhimnunni – afmörkuð, sterk og sérkennileg. Upp í hugann kemur málverkasýning sem þú hélst í Nýlistasafninu fyrir mörgum ár- um. Hér voru málverk engum öðr- um lík. Hvítir flekar á hvítum hrjúf- um veggjum salarins með litsterkum einföldum formum, sem voru þanin að ystu brún flatarins. Þetta voru skrýtin verk og maður velti fyrir sér hvaða ferðalag væri hér í gangi. Kannski voru hér verk á þeirri ferð sem aldrei tekur enda, verk sem vekja spurn, prenta sig inn í hugann og halda áfram að fram- kallast. Önnur hliðin á þér eru síðan vatnslitaverkin. Hér náði leit þín að endimörkum tærleikans, stundum eins og ekki neitt, bara flæði, engin fyrirstaða, stundum með fígúratívu ívafi hversdagslegra hluta, eins og t.d. vatnskrana, þar sem nánast er hægt að heyra vatnið fossa úr kran- anum. Verk þín eru framúrstefnu- leg, þú forðaðist klisjur og braust hefðir. Þau eru eins og þú sjálf, af- dráttarlaus og dularfull í senn. Fyrrum þegar Vatnsstígurinn var og hét, sem við báðar tengdumst sterkum böndum, leist þú oft inn eins og fleiri félagar, svona uppúr þurru, þáðir kaffi og hafðir nægan tíma til að spjalla. Úr fjarlægð hef ég fylgst með þegar þú hefur brotið blað í lífi þínu, tekið að þér ný verk- efni við kennslu á Ljósafossi og framkvæmdastjórastörf við Kvennaskólann á Blönduósi samtím- is námi á Bifröst. Mér fannst þetta brölt ólíkt þér en nauðsyn brýtur lög. Síðast og aðeins of seint sá ég þig þar sem þú hvíldir í sólríkri stofu, umvafin fallegri umgjörð verka og ljósmynda af ástvinum og augasteininum þínum Ásdísi, sem greinilega er þín eftirmynd, björt og sterk. Megi fagurfræðilegur styrkur þinn verða hennar leiðarljós. Hugg- un harmi gegn er vitundin um að þú varst vafin hlýju og alúð þinnar stór- brotnu fjölskyldu á þrautagöngunni. Megi sorgir hennar sefast og blessuð sólin, sem elskar allt, sigra. Ragnheiður Ragnarsdóttir. Ingileif Thorlacius

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.