Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010
✝ Ragnhildur Guð-rún Finnbjörns-
dóttir Ellis fæddist á
Ísafirði 10. nóvember
1926. Hún lést í Flór-
ída 15. mars 2010.
Hún var dóttir
hjónanna Finnbjörns
Finnbjörnssonar mál-
arameistara frá Að-
alvík á Ströndum og
Sigríðar Þórð-
ardóttur frá Flateyri,
húsfreyju á Hrann-
argötu 1, Ísafirði.
Árið 1946 giftist
hún Gísla Guðmundi Ísleifssyni,
sem þá stundaði lögfræðinám, f.
18. maí 1926, d. 13. mars 2009. Þau
Gísli eignuðust þrjú börn saman:
Ísleif Gíslason flugvirkja, f. 14.
ágúst 1946. Búsettur í Reykjavík,
kvæntur Arndísi Borgþórsdóttur
og eiga þau saman þrjár dætur,
Halldóru, Ragnhildi og Ástu Ruth,
urflugvelli um árabil. Þau fluttu
búferlum til Maryland, BNA 1962.
Þeirra börn eru: Kristín Ellis,
hjúkrunarfræðingur, f. 10. júlí
1957. Búsett í Clearwater, Flórida,
BNA, ógift og barnlaus. Ruth Dora
Ellis Schwartz, læknir, f. 4. júní
1961. Búsett í Arlington, Virginia,
BNA, gift David Schwartz og eiga
þau saman Daniel Ellis og Rachel
Ellis. Marta Ann Ellis Kellam, upp-
eldisfræðingur, f. 28. desember
1964. Búsett í Dunedin, Florida,
BNA, gift Ben Kellam. Marta á
synina James Ellis Hardin, Finn
Kellam og Ara Kellam. Jenny Lynn
Ellis Mudge, fíkniefnaráðgjafi, f.
22. febrúar 1966. Búsett í Denver,
Colorado, BNA, gift Bradford
Keyes Mudge og eiga þau saman
þrjá drengi, Maxwell, Weston og
Thomas.
Ragna eins og hún var jafnan
kölluð bjó með fjölskyldu sinni í
Maryland til 1980 þegar Jim fór á
eftirlaun frá ríkinu en þá fluttu
þau til Dunedin, Flórída þar sem
Ragna bjó þar til Guð kallaði hana
til sín.
Ragnhildar verður minnst í Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 30.
mars 2010, og hefst athöfnin kl. 15.
og sjö barnabörn.
Finnbjörn Gíslason
kerfisfræðing, f. 1.
október 1947. Búsett-
ur í Búðardal, kvænt-
ur Margréti Jóhanns-
dóttur. Börn
Finnbjörns eru Finn-
björn Ragnar, Pétur
Gísli, Helga María og
Ragnhildur Guðrún
og sjö barnabörn.
Sigríði Gísladóttur
Robinson, banka-
starfsmaður í Mary-
land, BNA, f. 23.
október 1950, ekkja. Börn Sigríðar
eru Karl Omar Gibson og Daníel
Thomas og fjögur barnabörn.
Ragnhildur og Gísli skildu.
10. september 1960 giftist Ragn-
hildur eftirlifandi eiginmanni sín-
um, James (Jim) Daniel Ellis veð-
urfræðingi, f. 20. febrúar 1923,
sem hafði þá starfað á Keflavík-
Það er svo skýrt í mínum huga
þegar hún mamma mín var að
kenna mér, yngstu dóttur sinni og
því amerískasta af okkur öllum
systkinunum, hvernig ég átti að
segja nafnið hennar skýrt og
greinilega, hvert atkvæði með ís-
lenskum framburði. Það var auð-
velt að segja Ragna Ellis, en hún
vildi að ég kynni að segja hver hún
raunverulega væri og þá þurftu öll
r-in að vera mjög skýr í Ragnhildur
Guðrún Finnbjörnsdóttir. Ég sé
ennþá fyrir mér andlit hennar mjög
ákveðið en þolinmótt þegar hún
kenndi mér. Ég vildi læra að
þekkja hana betur og gera hana
stolta af mér. Hún kenndi mér svo
margt og á margvíslegan hátt, með
því að horfa á hana í eldhúsinu að
búa til hvíta sósu á dularfullu fisk-
bollurnar sem voru alls ekkert líkar
fiski, með því að vera viðstödd fæð-
ingu allra sona minna, með ást
hennar á blómum og öllum falleg-
um hlutum; þar sem hún gaf af
sjálfri sér án hvíldar og hún lét
engan í mílu fjarlægð frá eldhúsi
sínu vera svangan. Hún vigtaði
varla nokkuð í eldhúsinu, en hún
sagði mér hvernig það ætti að líta
út, lykta, bragðast og passa saman.
Það var alveg það sama með músík-
ina. Fallegi gítarinn hennar og
mjúk röddin sögðu mér að halda
tóninum og að muna að vera með
vinum og fagna lífinu. Ég sakna
hennar jafnvel þó að ég viti að allt
sem hún kenndi, allt sem hún sýndi
með fordæmi færist áfram, aug-
ljósast með því að horfa á barna-
börn hennar og barnabarnabörnin.
Ég er þakklát fyrir að vita að
þessi orð mín munu verða lesin af
þeim sem þekktu hana á Íslandi.
Leitum öll huggunar í þeirri stað-
reynd að mamma mín lifir áfram í
hjörtum allra þeirra sem unnu
henni. Elskum hvert annað í dreifð-
um fjölskyldum afkomenda hennar
og líka í stórfjölskyldu mannkyns
sem við tilheyrum öll.
Jenny Lynn Ellis.
Ekki vera sorgmædd, verið glöð.
Mamma mín sveif héðan fyrir
viku. Hún sýndi okkur hvernig
hægt er að lifa á engu nema kær-
leik og nokkrum mjólkursopum á
dag í fjóra og hálfan mánuð áður en
hún skildi við. Hún var svo örlát og
hlý að jafnvel daginn áður en hún
dó vildi hún næra mig þegar hún
krafðist þess að ég tæki sopa af
mjólkinni hennar, og gerði stranga
kröfu um faðmlag og kossa þegar
við komum til hennar þá um kvöld-
ið og eins þegar við fórum. Það var
hennar háttur.
Hún sá um að halda klukkum
okkar í húsinu gangandi en var
sjálf klukkan sem gaf okkur takt-
inn í árstíðum okkar lífs, varðveitti
sífellt hefðirnar og gildin sem hún
hafði lært af foreldrum sínum og
eldri ættingjum og vinum í heimi
fyrir svo löngu og svo langt í burtu,
handan hafsins og inn til hjarta
fjarðanna, samt svo nálægum
vegna hjarta, sterks vilja mömmu.
Hún var framar öllu móðir, eig-
inkona, frábærlega næm og smekk-
leg kona, örlát og glaðvær gest-
gjafi, tónlistarmaður, vinnufús,
heimilishaldari, saumaklúbbsvinur,
tengiliður kynslóða sem tók eins
marga og mögulegt að sínum borð-
um.
Daginn sem hún og ég horfðum á
Richard Nixon segja af sér fyrir
framan allan heiminn skrifaði hún
honum strax þakkar- og samúðar-
bréf, vitandi að samhygð skipti
máli varðandi bæði fjölskylduna og
ríkið. Hún tók mig sem krakka með
í veislur í íslenska sendiráðinu, síð-
an þegar ég var fullorðin keyrðum
við til Orlando til að taka í hönd
Vigdísar Finnbogadóttur. Meðan
við keyrðum töluðum við og hún
fræddi mig um Sigríði Þórðardótt-
ur, ömmu. Ég kynntist ömmu aldr-
ei en ég spurði mömmu hvort hún
vildi kyssa hana frá mér og hún
kinkaði kolli.
Mörg okkar eyða lífi sínu í von
um einlægari samskipti við aðra.
Mamma mín auðgaði hjarta mitt og
hjarta svo margra annarra með ör-
læti sínu. Þakka þér mamma fyrir
að kenna mér af kostgæfni hvernig
ætti að bera fram orðin í íslensku
lögunum. Ég er og mun alltaf vera
heppin að hafa átt svo mikinn tíma
með þér. Þú auðgaðir líf allra
þriggja sona minna gríðarlega,
jafnvel þegar þú þarfnaðist okkar
meira. Við elskum þig og munum
alltaf gera það. Hvenær sem ég
brosi og sest niður til heimaeld-
aðrar máltíðar hugsa ég til þín.
Þegar ég spái í hvernig ég eigi að
klæðast, þá ert þú komin, þegar ég
heyri fólk syngja saman elska ég
þig öllu meira. Þú ert sterkasta
konan sem ég hef nokkurn tímann
þekkt og þú, eins og systkini þín,
eruð sem styrkar súlur sem báru
Ísland inn í nýja öld. Þú hafðir
kjarkinn til að takast á við nýtt líf
nokkrum sinnum eins og sannri
víkingakonu sæmir, sem þú vissu-
lega varst, en gleymdir aldrei upp-
runa þínum. Þú munt ætíð gefa
okkur von og styrk með fyrirmynd-
inni sem þú sýndir með eftirfylgni
og gleði svo við getum haldið áfram
að „halda merkinu hátt“. Ég nýt
þess að ímynda mér þig njóta fé-
lagsskapar með fjölskyldunni og
vinum í lautarferðum uppi í fjalli,
eins og þú gerðir á táningsárunum,
með söngbók við hönd og háa raust.
Lífið er gott, „Lífsgleði njóttu.“ Ég
þakka Guði alla tíð fyrir líf þitt og
fyrir minningu þína.
Marta Ann Ellis Kellam.
Mamma okkar var fjallakona,
sterk og dugleg. Heimili hennar
var alltaf eins og sýnishorn úr
bestu veröld. Hún hugsaði um okk-
ur eins og við værum fjársjóður.
Hún saumaði föt upp úr fötum af
sér og pabba svo við værum alltaf
fín og fór með okkur í heimsóknir
til frændfólksins. Þegar hún og
pabbi skildu var það hvorki létt fyr-
ir hana né okkur systkinin. Þá var
Sigríður amma á Ísafirði nýdáin.
Mamma hélt fjölskyldunni okkar
saman og áður en langt um leið tók
hún saman við Jim Ellis, veður-
fræðing. Okkur börnunum líkaði
vel við Jim og þau giftu sig fljót-
lega, allt var svo indælt þá.
Eftir giftingu fluttu þau með
okkur til Ameríku en Ruth var þá
bara 10 mánaða. Það var róman-
tískt, en ekki eins auðvelt og það
sýndist. Mamma var ein með fimm
börn á meðan Jim var í vinnu. Hún
var ein og einmana og þurfti styrk.
Hún leitaði fljótt til Íslendinga-
félagsins og kynntist einnig fjöl-
skyldu Jim. Hún annaðist garðinn
sinn af stakri prýði, en hann var
ávallt eins og skrúðgarður. Mat-
reiðsla, og hlýlegheit við börnin, ís-
lenska ferðalanga og skiptinema
frá ýmsum löndum var hennar að-
alsmerki í Ameríku.
Hún var eins góð við barnabörn-
in, en þó ákveðin en alltaf gjafmild.
Hún hélt alltaf afmælisveislur og
líka sérstaklega góðar matarveisl-
ur. Hún las og lærði; hætti aldrei
að betrumbæta fjölskylduna sína
og sjálfa sig. Hún var hetja, hún
mamma mín. Ég heyrði hana gráta
mörg kvöld, þar sem hún saknaði
sárlega mömmu sinnar, fjölskyld-
unnar og Íslands. Kannski var það
þess vegna að ég var svo háð henni
og vildi alltaf vera henni til stuðn-
ings. Ég vissi hvers hún þarfnaðist
þegar hún missti móður sína og
fjölskyldu. Líklega hét ég því sem
tólf ára dóttir hennar aldrei að
sleppa eða missa séns á að vera ná-
lægt henni og þeim sem mér þykir
vænt um, rétt eins og hún hafði
reynt að gera.
Mamma var mjög veik um 1980.
Það var miskunn að eftir tvo upp-
skurði og þrjá mánuði á sjúkrahúsi
þá náði hún heilsu smátt og smátt.
Þá flutti fjölskyldan til Flórída og
enn einu sinni reyndi á mömmu að
„ná rótum“. Hún, fastur liður eins
og venjulega, fór að bjóða í partí,
gróðursetja blóm og styrkja nýja
heimilið þeirra. Árin liðu, börnin
fóru í skóla, barnabörn komu í
heimsókn og allir fengu góðan mat,
gæfu og umhyggju eins og bara
Ragna amma gat gefið. Allir voru
ávallt velkomnir og glaðir og
ánægðir þegar þeir fóru.
Mamma barðist við dauðann, því
hún var ekki til í að sleppa okkur
sem hún elskaði út af lífinu. Við fór-
um og lögðum okkur hjá henni, og
synir hennar líka. Við hvöttum
hana öll til að hvíla sig, pössuðum
hana og reyndum að gleðja. Hún
sleppti ekki fyrr en hún gat ekki
meira – 30 kíló og eins og lítil
dúkka. Hún var okkar hetja allt til
enda – sterk, þrjósk, en mest af
öllu dugleg, gjafmild og góð. Við
söknum hennar meira en orð fá
lýst, ég, Kalli og Daníel, Marta og
hennar börn, við öll upp til hópa og
ekki síst Jim. Hann sem var hennar
kærasti maður í heimi þar til hún
lokaði augunum. Mamma þú lifir að
eilífu ljósi og dýrð – mín og okkar
hetja.
Þín dóttir,
Sigríður G. Robinson.
Í nótt dreymdi mig að hún amma
mín, Ragnhildur Finnbjörnsdóttir
Ellis, kæmi gangandi inn ganginn,
stórkostleg og glaðvær alveg eins
og ég man eftir henni milli 1970 og
1980. Hún var svo falleg og það
skipti engu hvaða áratugur væri,
en þessi sýn í draumnum gaf full-
komlega raunverulega mynd af
henni.
Í minningunni er amma staðföst
gagnvart fjölskyldu sinni, vinum og
íslenskum hefðum sem eru tíma-
lausar og sígildar, þannig var hún.
Að alast upp svo nálægt ömmu í
Washington D.C. og í Flórída var
til að njóta hefðanna sem henni
voru kærar. Það var ekki margt
sem hún gat ekki. Húsin voru ávallt
full af íslenskum fjölskyldum,
frændfólki og vinum sem flugu til
Bandaríkjanna til að hitta hana og
þá fylltist húsið af meiri söng,
hlátri, sögum og stundum smá-
prettum. Hún var engum lík sem
gestgjafi og hún sameinaði fólk í
kringum sig.
Ég man eftir henni syngjandi
söngvana sem hún unni á íslensku
og ensku. Hún gat spilað á harm-
onikku og gítar. Hún eldaði eins og
gæðakokkur og máltíðin hófst er
hún sagði: „Gjörið svo vel að koma
að borða,“ sungin borðbæn og um-
ræður voru ávallt við matborðið.
Hún klæddist fallega og hún elsk-
aði íslenska þjóðbúninginn. Hún
saumaði út myndir þar sem sögu-
sviðið var frá ástkæru æskuheimil-
inu á Íslandi svo ekki sé minnst á
yndislegu teppin og sokkana sem
hún prjónaði fyrir okkur. Hún
missti aldrei íslenska hreiminn, sitt
sanna alúðlega hjarta né löngun
sína um að fjölskylda hennar, börn
og fjölskyldur þeirra héldu kærleik
sínum og nánd. Hún sagði mér
margoft hversu rík við værum af
ást og ástvinum. Hún trúði því og
ef ég segði henni að ég hefði séð
hana í nótt, glæsilega og síunga, þá
myndi hún trúa því líka. Það er
enginn henni líkur. Ég vil þakka
henni fyrir móður mína, Sigríði, og
fjölskyldu mína. Í hennar eigin orð-
um: „Þakka skal Guði, sem gefur
okkur brauð og hvert annað.“
Amma mín við elskum þig öll.
Karl Gibson.
Nú hefur Ragna amma okkar
kvatt þennan heim. Það var á
haustmánuðum síðasta árs sem við
fengum þær fregnir að heilsu henn-
ar hefði hrakað mjög og að stutt
yrði þar til hún færi. Það er til
marks um það hversu sterk kona
hún amma okkar var, að það var
ekki fyrr en nú, 15. mars, að hún
kvaddi. Við trúum því líka að það
hafi verið hin sterka ást milli henn-
ar og Jim afa sem gaf henni líf. Ást-
in milli þeirra leyndi sér aldrei.
Hún skein einna skærast í um-
hyggjunni sem þau báru hvort til
annars. Amma hugsaði alltaf svo
vel um Jim sinn t.d. með því að
sjóða alltaf sætar kartöflur sér-
staklega handa honum og ekki
mátti gleyma að setja teskeið við
diskinn hjá honum fyrir „greiví-ið“.
Við vorum þeirrar gæfu aðnjót-
andi að eyða tveimur heilum sumr-
um hjá ömmu í Flórída. Við vorum
aldrei sendar í sveit hér á landi,
heldur var sveitin okkar í sólinni
hjá ömmu. Það eru sælar minning-
arnar sem við eigum frá þeim tíma
hjá henni. Heima hjá ömmu og afa
á St. Anne Dr. var alltaf svo fallegt
og amma átti svo marga fallega
muni. Það má líka segja um hana
sjálfa. Amma var alltaf svo vel til-
höfð og með fallega skartgripi. Hún
lagði mikið upp úr því að við syst-
urnar værum líka vel tilhafðar og
voru þær ófáar verslunarferðirnar
sem við fórum í með henni í leit að
fallegum fötum. Við minnumst þess
einnig að tyggjó hæfði ekki falleg-
um stúlkum, okkur stundum til
mikillar óánægju. Við áttum það þó
til að stelast í sjoppuna að kaupa
tyggjó og gættum þess vel að ekki
kæmist upp um okkur.
Þær voru ófáar garðveislurnar
við sundlaugarbakkann og eigum
við minningar um þær alveg frá því
við vorum með bleyju. Ógleyman-
legur er BBQ-kjúklingurinn hennar
ömmu með kornstönglum. Í uppá-
haldi voru þó krabbaveislurnar í
garðinum, eftir að hafa farið með
afa að veiða krabbana. Þegar þær
voru haldnar þýddi þó enginn pem-
píuskapur og þar var bara notast
við hamra, tangir og fingur. Eftir á
var svo góður sundsprettur í laug-
inni þar sem við lærðum að synda.
Við eigum stóra fjölskyldu sem
býr í Bandaríkjunum og amma
lagði alltaf mikið upp úr því að
barnabörnin lærðu íslenskuna og
að þau þekktu rætur sínar hingað
heim.
Amma mun alltaf eiga góðan stað
í hjarta okkar og minnumst við
hennar alltaf þegar við syngjum
vísuna fyrir börnin okkar sem hún
söng fyrir okkur fyrir svefninn, Ó
Jesús bróðir besti. Það er fastur
liður fyrir nætursvefninn sem við
ræktum á heimilum okkar.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
Ragnhildur Guðrún
Finnbjörnsdóttir Ellis
✝
Ástkær móðir okkar,
INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR
frá Auðunarstöðum,
lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga laugardaginn
27. mars.
Kristín Jóhannesdóttir,
Margrét Jóhannesdóttir,
Guðmundur Jóhannesson,
Ólöf Jóhannesdóttir.
✝
Eiginmaður minn,
EIRÍKUR SIGURJÓNSSON
frá Sogni í Kjós,
síðast til heimilis
Sólvangsvegi 1,
Hafnarfirði,
andaðist á St. Jósefsspítala fimmtudaginn
25. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðný Gísladóttir.