Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
(Páll Jónsson)
Hvíl í friði elsku amma.
Helga María og
Ragnhildur Guðrún.
Lífið er eitt andartak. Fyrir
augnabliki var ég lítil stelpa að
drullumalla fyrir utan húsið heima í
Kópavogi, leit upp og sá rykský á
Kópavogsbrautinni færast nær og
nær. Mig grunaði hver væri á ferð
og fylgdist með og brátt beygði
ljósblá Volkswagenbjalla upp
Gunnarsbrautina og nam staðar
rétt hjá mér. Út steig lítil og grönn
kona með dökka lokka og rauðan
varalit, kyssti mig á kinnina og
hljóp inn að tala við mömmu, systur
sína. Þetta var Ragna frænka. Hún
var tíður gestur heima hjá okkur
og krakkarnir hennar, Ísleifur,
Finnbjörn og Sirrý, líka. Pabbi
þeirra var Gísli Ísleifsson lögfræð-
ingur. Þau Ragna skildu.
Ragna eignaðist seinna annan
mann, ljúflinginn hann Jimma
frænda, sem var veðurfræðingur á
Keflavíkurflugvelli. Þau fluttu svo
til Bandaríkjanna og bjuggu í höf-
uðborginni, Washington D.C. Þá
upphófust tímar hinna miklu bréfa-
skrifta heima hjá mér. Það var dýrt
og flókið að hringja til útlanda á
þessum árum en þær systur urðu
að halda sambandinu og sendibréf-
in voru eina leiðin, það komu mörg
kærkomin bréf á viku, oftast þykk
og með ljósmyndum í.
Þegar ég var 13 ára fór ég til
Rögnu frænku og var hjá henni í
fjóra mánuði. Það lýsir Rögnu vel
að henni tókst að telja mér trú um
að ég væri að hjálpa henni. En það
segir sig líklega sjálft hver var að
hjálpa hverjum, þar sem fyrir voru
þá fimm dætur á heimilinu, þar af
þrjár undir fimm ára aldri. Þetta
sumar var mikið ævintýri fyrir ný-
fermda stelpu, við ferðuðumst mik-
ið, fórum m.a. í sumarbústað ætt-
arinnar við Michiganvatnið og alls
staðar var dekrað við mig.
Það var mikill gestagangur á
heimilinu, ég held t.d. að það geti
ekki hafa verið margir Íslendingar
sem áttu leið um Washington á
þessum árum sem ekki komu við
hjá Rögnu og nutu gestrisni hennar
og Jims. M.a. man ég eftir stórum
hópi hljóðfæraleikara úr Sinfóníu-
hljómsveit Íslands sem heimsótti
þau þetta sumar. Og alltaf var
Ragna lífið og sálin í hverju sam-
kvæmi, hláturmild, falleg og
heillandi manneskja.
Ragna og Jim fluttu til Flórída
þegar Jim komst á eftirlaun,
bjuggu þar í fallegu húsi með
stórum garði og sundlaug. Þar voru
líka alltaf gestir, börn, barnabörn
og ýmsir ættingjar, bæði náskyldir
og fjarskyldir, dvöldu þar í lengri
og skemmri tíma, allir í góðu yf-
irlæti hjá Rögnu. Hún var einstak-
lega frændrækin kona og tryggur
og góður vinur vina sinna og lagði
mikið upp úr því að rækta sam-
bandið við vini og ættingja á Ís-
landi.
Ragna greip gjarnan í gítar á
góðri stund og söng af hjartans
lyst. Eitt af þeim lögum sem hún
hafði mætur á heitir Lífsgleði
njóttu. Ég hef aldrei heyrt þetta
lag nema í hennar flutningi en mér
finnst það ákaflega fallegt og text-
inn einkennandi fyrir hana:
Lífsgleði njóttu
svo lengi kostur er.
Blíða les blómrós
fyrr en hún þverr.
Menn oft sér skapa þraut og þrá
að þyrnum leita og finna þá
En hýrri fjólu gefa ei gaum
sem grær á þeirra leið
(Steingr. Th.)
Andartak er liðið. Ragna er farin
en minningin um lífsglaða og góða
konu lifir. Ég sendi fjölskyldu
hennar innilegar samúðarkveðjur.
Herdís Magnea Huebner.
✝ Guðjón Her-manníusson fædd-
ist 19. maí 1924 í
Reykjavík. Hann lést
á Hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi
hinn 19. mars 2010.
Foreldrar hans voru
Hermanníus Marinó
Jónsson, f. í Reykjavík
12. júní 1900, d. 10.
des. 1972, og Sigríður
Jónsdóttir Steph-
ensen, f. á Krossabæ í
Hornafirði 22. feb.
1904, d. 22. sept. 1926.
Systkini hans, samfeðra, Jón Gunn-
ar, f. 1922, Áslaug, f. 1926, og Guð-
mundur, f. 1928, Baldur, f. 1930, d.
2000, Oddgeir Kristinn, f. 1932, d
1974, Róbert, f. 1930, Ástráður, f.
1937, d 1963, Jóhanna Sóley, f. 1940,
ríður Herbertsdóttir. Faðir hennar
var Herbert A. Jónsson, f. 2. mars
1922 á Sauðarkróki, d. 24. júlí 2000.
Hún var gift Sigurjóni Bjarnasyni, f.
22.4. 1947, þau skildu. Þeirra börn
eru Guðjón Bjarni, f. 16. apríl 1968,
hans sonur er Rúnar Geir, f. 20. feb.
1995, og Íris Hrönn, f. 4. des 1970,
maki Guðmundur Kjerulf, f. 5. apríl
1968, þeirra börn eru Kamilla, f. 25.
ágúst 1995, Andri, f. 1. des. 2000, og
Fannar, f. 15. mars 2007. Foreldrar
Ólafíu voru Jón Ísfeld, Kaupstað í
Neskaupstað, f. 4. júlí 1885 í Mjóa-
firði, d. 15. janúar 1935, og Ásgerð-
ur E. Guðmundsdóttir kona hans, f.
á Ósi í Borgarfirði eystri 20. nóv.
1908, d. 1. janúar 1986. Seinni mað-
ur Ásgerðar var Jón T. Sigurðsson
klæðskeri frá Pétursborg í Vest-
mannaeyjum, f. 9. des. 1900, d. 5.
ágúst 1959. Systkini Ólafíu eru Þór-
ir Ísfeld, f. 11. feb. 1933, og sam-
mæðra Jóna S. Jónsdóttir, f. 29. maí
1939, og Guðmundur Jónsson, f. 12.
okt. 1941, d. 13. maí 1992.
Útför Guðjóns fer fram frá
Hjallakirkju í Kópavogi í dag, 30.
mars 2010, og hefst athöfnin kl. 13.
Sævar Hermann, f.
1945, Gunnar Haf-
steinn, f. 1948, d.
2006. Móðir Guðjóns
lést þegar hann var á
öðru ári, eftir það elst
hann upp hjá móð-
urömmu sinni, Guð-
rúnu Eiríksdóttur, í
Keflavík þar til hún
lést 1935. Þá fór hann
11 ára gamall til
frændfólks síns, systk-
inanna Margrétar
Maríu og Guðjóns
Bjarnasonar í Bjarn-
arbæ í Garði, og var hjá þeim næstu
árin.
Guðjón kvæntist hinn 21. janúar
1959 Ólafíu S. Ísfeld, f. 19.3. 1928 í
Neskaupstað. Dóttir hennar og fóst-
urdóttir Guðjóns er Tryggvina Sig-
Elsku Guðjón minn. Nú ert þú
kominn til æðri heima en hugsunin
um að við fáum að hittast þegar
minni jarðvist lýkur er mér hugg-
un í sorg minni og allar góðu
minningarnar um þig og okkar
ástkæru samvist sem varaði í 52 ár
munu ylja mér þangað til við hitt-
umst á ný. Eftir að þú komst úr
siglingum um fjarlæg lönd og
hafðir verið á Íslandi í nokkur ár
lágu leiðir okkar saman. Var það
mér og dóttur minni mikið gæfu-
spor. Þú undir þér við lax- og sil-
ungsveiðar á sumrin. Skemmtileg
voru öll ferðalögin sem við fórum
saman í um Ísland og erlendis. Bíl-
túrarnir sem við fórum í garðinn
með Siggu okkar í heimsókn til
þeirra sómasystkina í Brautar-
holti, Möggu, Guðjóns, Sigurðar
og Ingu konu hans og dætra
þeirra. Þangað var alltaf gott að
koma og alltaf hlaðið borð af tert-
um, kökum, mat og öðru góðgæti.
Einnig áttir þú góðar stundir við
taflborðið og sóttu vinir og vanda-
menn í að tefla við þig því þú varst
sterkur skákmaður. Blessuð sé
minning þín kæri vinur og við
sjáumst síðar.
Þín eiginkona,
Ólafía Ísfeld.
Guðjón fósturfaðir minn starfaði
lengst af til sjós. Hann sigldi á sín-
um yngri árum á erlendum skipum
til fjarlægra landa. Eftir að hann
kom til Íslands vann hann á ís-
lenskum fiskiskipum. Hann slas-
aðist illa til sjós árið 1966 og eftir
það hætti hann sjómennsku. Eftir
að hann fór að vinna í landi og þar
til hann lét af störfum starfaði
hann lengst af hjá Eiríki Jónssyni
múrarameistara. Hann var líka
mjög laginn við rafmagn og raf-
eindavirkjun og þegar bilaði hjá
mér rafmagnstæki, hvort sem voru
gömul útvörp, brauðristar eða
hvað sem var, þá fóru tækin í hans
hendur og urðu í fínu lagi á eftir.
Mig langar að minnast á uppeld-
isbróður fósturföður míns frá 11
ára aldri, son Margrétar Maríu,
sem hét Þórður og voru þeir á
svipuðum aldri og var mikil og
kær vinátta á milli þeirra. Þórður
drukknaði ungur að árum til sjós
og fósturfaðir minn minntist hans
alla sína ævi með söknuði. Síðasta
árið sem hann lifði hafði heilsu
hans hrakað mjög mikið en hann
naut góðrar umönnunar mömmu
og hún vék aldrei frá honum eftir
að hann missti heilsuna og ég kom
þeim til stuðnings eins og ég gat.
Ég þakka þér fósturpabbi minn
alla þína góðvild og hjálpsemi í
minn garð, barna minna og barna-
barna. Við söknum þín öll. Hvíl þú
í friði.
Tryggvina Sigríður.
Nú er komið að leiðarlokum hjá
ástkærum afa mínum. Afi var mað-
ur með stórt hjarta og breiðan
faðm. Alltaf var pláss fyrir barna-
börnin tvö í fangi hans og lang-
afabörnin þegar þau fóru að bæt-
ast við eitt af öðru.
Um afa á ég bara góðar minn-
ingar. Alltaf var hann tilbúinn til
að gera eitthvað gaman með okk-
ur á meðan heilsa hans leyfði.
Farnar voru ófáar veiðiferðir,
tjaldferðir og svo kenndi hann
okkur að tefla. Alltaf var hann
þolinmóður og útskýrði hlutina af
yfirvegun. Ég gæti endalaust tal-
ið upp allt það sem við gerðum
saman og rifjað upp góðar minn-
ingar en þær ætla ég að varðveita
í hjarta mínu. Elsku afi ég vona
að þér líði vel þar sem þú ert
núna og ég vil trúa því að við
hittumst öll að lokum og þá verða
fagnaðarfundir. Hvíl í friði.
Íris.
Elsku afi, nú ert þú farinn og
eftir situr söknuður og tómleiki í
hjörtum okkar. Ótal góðar minn-
ingar um blíðan mann með risa-
hjarta verma þó hugann.
Í bernsku var ég mikið hjá þér
og ömmu og minnist þess þegar
þú komst heim eftir langa vinnu-
daga, þvoðir þér og rakaðir og
komst svo með stóra faðminn og
brosið og faðmaðir alla, alltaf svo
hlýr og skiptir aldrei skapi.
Ég minnist þess þegar ég var
með þér á veiðum sumardaga
langa við Elliðavatn og við sátum
saman í kvöldstillunni og ræddum
um heima og geima. Eitt sinn
man ég að kría stakk sér á eftir
önglinum hjá þér og festi sig, þú
dróst hana varlega að, leystir
mjúklega úr goggnum, klappaðir
henni um stund og lyftir henni
svo til flugs, já afi minn hún gat
ekki verið í betri höndum. Nú ert
þú líkt og krían horfinn á braut í
ferðalagið langa og ég veit að þín
bíður góður staður. Við Rúnar
Geir munum sakna þín mikið en
minningin um gull af manni mun
lifa.
Guðjón B. Sigurjónsson.
Kæri Guðjón.
Við þökkum samverustundir
sem við áttum og við geymum í
hjarta okkar. Blessuð sé minning
þín.
Og hvað er að hætta að draga
andann annað en að frelsa hann
frá friðlausum öldum lífsins, svo
að hann geti risið upp í mætti sín-
um og ófjötraður leitað á fund
guðs síns?
Aðeins sá, sem drekkur af vatni
þagnarinnar, mun þekkja hinn vold-
uga söng.
Og þegar þú hefur náð ævitind-
inum, þá fyrst munt þú hefja fjall-
gönguna.
Og þegar jörðin krefst líkama þíns
muntu dansa í fyrsta sinn.
(Kahlil Gibran)
Olla, Sigga, Guðjón, Íris og fjöl-
skyldur, vottum ykkur okkar
dýpstu samúð. Minningin lifir um
góðan dreng.
Guð blessi ykkur og veiti ykkur
styrk.
F.h. fjölskyldunnar Selbrekku,
Jóna og Vilborg.
Guðjón
Hermanníusson
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir,
systir og frænka,
HELGA BOLLADÓTTIR,
Tindaseli 1F,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi aðfaranótt
laugardagsins 27. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Daníel Hjaltason, Tinna Vibeka Ómarsdóttir,
Símon Hjaltason, Vánia Cristina Lopes,
Jóel Hjaltason, Snædís Högnadóttir,
Daníela Díana Símonardóttir.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
FJÓLA GÍSLADÓTTIR,
Sléttuvegi 13,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 21. mars.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju miðvikudaginn
31. mars kl. 13.00.
Gunnlaugur Lárusson,
Stefanía Erla Gunnlaugsdóttir,
Lárus Gunnlaugsson, Kristín Jóna Jónsdóttir,
Jónína Gunnlaugsdóttir,
Margrét Gunnlaugsdóttir, Jón Rafn Gunnarsson,
Ólöf Kristín Magnúsdóttir, Carl Möller,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
FRIÐRIKKA ÞORBJÖRNSDÓTTIR,
Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum,
lést laugardaginn 27. mars.
Útförin fer fram frá Landakirkju, Vestmannaeyjum,
laugardaginn 3. apríl kl. 14.00.
Þeir sem vilja minnast hennar, vinsamlegast láti Hraunbúðir, dvalar-
heimili aldraðra Vestmannaeyjum, njóta þess.
Fyrir hönd aðstandenda,
Einar, Guðmundur og Friðrik Guðlaugssynir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
BIRNA R. ÞORBJÖRNSDÓTTIR
frá Sporði,
Hvammstangabraut 20,
Hvammstanga,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga
fimmtudaginn 25. mars.
Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju föstudaginn 9. apríl kl. 15.00.
Ágúst Jóhannsson,
Þorbjörn Ágústsson, Oddný Jósefsdóttir,
Jóhanna Sigurða Ágústsdóttir, Guðmundur Vilhelmsson,
barnabörn og barnabarnabörn.