Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010 Kynni okkar Ás- geirs hófust þegar ég settist í stjórn Kirkju- garða Reykjavík- urprófastdæma árið 1987 en Ásgeir átti sæti í þeirri stjórn óslitið frá árinu 1985 til árs- ins 2002 en þá var heilsan byrjuð að gefa sig. Við Ásgeir sátum einnig saman í stjórn Útfararstofu kirkju- garðanna ehf frá árinu 1994. Ásgeir var mikill kirkjunnar maður og helgaði stórum hluta lífs síns kirkjumálum í einhverri mynd. Ásgeir var góðum gáfum gæddur, léttur í skapi, réttsýnn, háttvís og hógvær. Hann hafði afar fallega og góða söngrödd sem hann notaði óspart í mörgum kórum. Ásgeir tók virkan þátt í stofnun Útfararstofu kirkjugarðanna ehf. sem tók til starfa 1. janúar 1994 eftir að Sam- keppnisstofnun kvað upp sinn dóm um að aðskilja bæri algjörlega út- fararþjónustuna og kirkjugarða- reksturinn og sat sem varaformað- ur stjórnar til ársins 2002. Við hjónin áttum saman í gegn- um þessi ár margar ánægjulegar samverustundir með Ásgeiri og Dóru og oft var glatt á hjalla og góður og traustur vinskapur mynd- aðist sem við minnumst oft. Ásgeir Hallsson ✝ Ásgeir Hallssonfæddist í Reykja- vík 8. nóvember 1927. Hann lést á Droplaug- arstöðum 21. mars síðastliðinn. Útför Ásgeirs var gerð frá Grens- áskirkju 29. mars 2010. Við sendum Dóru og hennar fjölskyldu allri okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ás- geirs Hallssonar. Arnór L. Pálsson framkvæmda- stjóri Útfar- arstofu kirkju- garðanna ehf. Genginn er góður drengur, Ásgeir Hallsson. Ásgeiri kynntist ég árið 1989 þegar ég hóf að syngja með kirkjukór Grensás- kirkju. Þar söng meðal annarra góðra söngvara þessi fallegi bassi Ásgeir Hallsson. Með okkur urðu strax góð kynni. Ásgeir hætti að syngja með okkur sökum heilsu- brests fyrir örfáum árum, og við söknum hans mikið, hann hafði svo hljómfagra og góða bassarödd, svo hreinn og tær. Söng helst aldrei feilnótu. Söngur hans var öruggur. Ásgeir var formaður sóknar- nefndar Grensássafnaðar í líklega ein 40 ár og árið 1994 fékk hann mig til að gefa kost á mér í sókn- arnefnd, og til að taka virkan þátt í störfum kirkjunnar. Þegar heilsu hans fór að hraka bað hann mig oft að vera sér innan handar með hin ýmsu verkefni fyrir kirkjuna okkar. Gerði ég það með mikilli ánægju fyrir Ásgeir. Ásgeir var aðaldrif- krafturinn og lyfti grettistaki þegar kirkjuskipið sjálft að Grensáskirkju var reist. Hugur hans var allur við þetta stóra verkefni að reisa kirkju við gamla safnaðarheimilið. Hann hélt utan það stóra verkefni af miklum skörungsskap og festu. Ásgeir var einstaklega hugljúfur maður sem vildi veg kirkjunnar sinnar sem allra bestan. Hann var öllum stundum sem hann gat við hin ýmsu störf í kirkjunni, hvort sem var við skrifboðið að sinna rekstrinum eða að pússa hurðar- húnana. Allt vildi hann hafa í góðu lagi. Ásgeir var mikið snyrtimenni og bar öll umgengni hans vott um það. Hann hugsaði líka vel um fólk- ið sem starfaði í kirkjunni. Ef hægt var að gera aðeins betur fyrir fólkið í kirkjunni gerði hann það. Mér er það sérstaklega minnis- stætt að á konudaginn og á páska- dagsmorgun sá hann til þess að all- ar konur fengju blóm með sér heim. Og oft þegar líða tók á aðventuna var hann búinn að verða sér úti um jólakökur, alltaf til í að gefa okkur konunum. Hann og eiginkona hans Margrét Halldóra eiga yndislega fallegt heimili við Hvassaleiti og bar heim- ili þeirra vott um hlýju og notaleg- heit þar sem ljúfmennska er höfð í fyrirrúmi. Þau ræktuðu garðinn sinn vel og var allt jafn snyrtilegt bæði úti og inni, enda samheldin hjón sem voru við ræktunarstörfin. Grensássöfnuður á Ásgeiri Halls- syni mikið að þakka. Öll hans störf og alla hans trúmennsku við Grens- áskirkju í yfir 40 ár. Grensássöfn- uður sendir frú Margréti Halldóru og börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur við fráfall elskulegs eigin- manns, föður, tengdaföður og afa. Megi blessun Guðs varðveita og vaka yfir öllum góðu minningunum sem lifa. Kæri vinur Ásgeir Hallsson, far þú í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. F.h. Grensássafnaðar og kirkju- kórs Grensáskirkju. Kristín Hraundal formaður. Enn berst okkur fregn um andlát eins kórfélaga Fóstbræðra – Ásgeir Hallsson er látinn. 1947 tvítugur að aldri hóf Ásgeir að syngja með Fóstbræðrum. Hann söng samfellt með kórnum næstu 2-3 áratugi, en svo urðu komur á söngpall nokkuð strjálli, eins og gengur. Ásgeir söng með kórnum, af og til, alveg fram á síðasta áratug, bæði á konsertum, sem og við önnur tækifæri, og var alla tíð í nánum tengslum við Fóst- bræður. Ásgeir söng einsöng með kórnum 1953. Sá sem þetta ritar var þá á sínu fyrsta söngári. Ásgeir söng m.a. einsöng í laginu „Per svinaherde“. Ég man að ég fylltist undrun og aðdáun að heyra þessa mjúku og hljómfögru bassarödd hins unga söngvara. Þá – í fyrsta og eina skiptið, óskaði ég mér þess að vera bassi. Ég mun aldrei gleyma þessum söng. Ásgeir sinnti mörgum trúnaðar- störfum fyrir Fóstbræður, var m.a. gjaldkeri og ritari um árabil. Rétt er að geta þess að Ásgeir Hallsson hafði mjög sérstaka stöðu í kórnum. Venjulegast ganga menn í raðir kórsins eftir umsókn og strangt próf. Ásgeir hins vegar fæddist inn í kórinn eða svo mætti segja. – Hann var sonur Halls Þorleifssonar og Guðrúnar Ágústsdóttur, hjóna sem bæði voru annáluð söng- og tónlistarfólk á sínum tíma. Hallur var einn af stofnendum karlakórs KFUM – síðar Fóstbræðra, og söng með þeim 2. bassa í áratugi. Það var eftirminnilegt að sjá og heyra þá feðga Hall, Ásgeir og Kristin (óperusöngvara), standa hlið við hlið, syngjandi saman drynjandi bassa, og kannski líka ásamt Ágústi Bjarnasyni frænda þeirra. – Þá var lag á læk. – Og enn eru tengslin óslitin, því Sigurður, sonur Kristins hefur sungið með Fóstbræðrum í áratugi. Ásgeir hafði sannarlega erft, í ríkum mæli, tónlistarhæfileika úr báðum ættum. Hann gat nánast undirbúningslaust farið og sungið með hvaða sönghópi sem var, hve- nær sem var. Þess nutu Fóstbræð- ur og fleiri alla tíð. Hann var glaður í góðra vina hópi og kunni vel að skemmta sér og öðr- um. Var þó alltaf hófstilltur. Ásgeir og Magnús Guðmundsson frá Hvít- árbakka sungu saman og gáfu út á plötu „Glunta“. Hafa „Gluntasöng“ varla verið gerð betri skil, a.m.k. hér á landi. Ásgeir kom einnig mjög við sögu Gamalla Fóstbræðra. Þá söng hann einnig með 14 Fóst- bræðrum og lagði þeim til bæði af- bragðsrödd og ráð. Undirritaður vill fyrir hönd 14 Fóstbræðra votta Margréti og fjöl- skyldu, innilega hluttekningu. Ás- geir átti við veikindi að stríða síð- ustu árin. Hann lést á Droplaugarstöðum 21. þessa mán- aðar. Fóstbræður þakka Ásgeiri samfylgd og liðveislu liðinna ára- tuga og senda eiginkonu og að- standendum dýpstu samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd Fóstbræðra, Garðar Jökulsson. Við fráfall Ásgeirs Hallssonar koma upp í hugann minningar um góðan og traustan samferðarmann. Það var mikið lán og styrkur fyrir Kirkjukór Grensáskirkju að hafa mann eins og Ásgeir Hallsson innan sinna raða. Ásgeir var einn af frum- kvöðlum kórs Grensáskirkju og burðarstólpi um árabil. Leitun var að bassarödd slíkri sem Ásgeir hafði, rödd sem var í senn mjúk og fögur en þó hljómmikil og hrein. Ásgeir var mikill tónlistarunnandi og aðdáandi góðrar tónlistar. Hann var drifkraftur í tónlistarmálum Grensássafnaðar og hvatamaður að kaupum á góðum hljóðfærum fyrir söfnuðinn. Hann setti jafnvel hljóð- færakaupin í fyrirrúm meðan starf- semi safnaðarins var enn í safn- aðarheimilinu til að hafa þau til staðar, þegar kirkjan yrði tilbúin og vígsla hennar færi fram árið 1996. Það var hátíðarstund í safnaðar- heimili Grensáskirkju, þegar nýtt pípuorgel var vígt árið 1988. Ásgeir átti hugmyndina og var upphafs- maður að smíði þess. Einnig var honum umhugað um að kirkjan eignaðist góðan flygil, sem var tek- inn í notkun nokkru síðar. Ásgeir var nákvæmur og vand- virkur í allri umgengni. Þær eru minnisstæðar stundirnar á páska- dagsmorgun. Kórinn söng lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar „Páskadagsmorgun̈ með textanum „Hann upp er risinn̈. Ásgeir naut sín vel í bassahlutverkinu. Eftir messuna áður en haldið var heim færði Ásgeir hverjum kórfélaga páskaliljur að gjöf sem tákn um vin- áttu og þakklæti frá kirkjunni, og sem minnti okkur á gildi páskadags- morguns, að lífið sigraði dauðann og að Kristur lifir. Þannig starfaði Ásgeir með okk- ur, nákvæmur og hlýr og lét sér umhugað um þá, sem hann starfaði með. Ég þakka fyrir gott samstarf og samfylgd. Guð styrki eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu. Árni Arinbjarnarson. Fallinn er frá góður vinur okkar hjóna, Ásgeir Hallsson. Það eru lið- in ein 50 ár síðan fundum okkar bar saman, það var í gegnum heildsölu og þjónustu sem hann veitti bök- urum til margra ára af kostgæfni og ósérhlífni. Ófáar ferðirnar skipu- lagði hann fyrir bakara á sýningar erlendis, meðal annars til Þýska- lands, Hollands og Danmerkur. Ás- geir var vel kunnur þessum löndum og sá um pantanir á tækjum og vél- um til brauðgerðar. Stóð allt eins og stafur á bók sem um var samið. Margar ferðir fórum við með Ás- geiri til útlanda og var ratvísin ein- stök í hvaða borg sem var. Á heimili þeirra Ásgeirs og Dóru er snyrti- mennska og fágun og voru þau höfðingjar heim að sækja. Síðustu árin hafa verið erfið, en nú er þeirri baráttu lokið. Margar minningar fara í gegnum hugann þegar góður vinur er kvaddur. Dóru, börnum og öðrum aðstand- endum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Megi hann hvíla í friði. Jón Víglundsson og Steinunn Jónsdóttir. Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, ÁSLAUG HAFBERG fyrrv. kaupmaður, Vesturgötu 7, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 17. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 31. mars kl. 13.00. Elías Árnason, Jette Svava Jakobsdóttir, Gunnar Viðar Árnason, Bjarnveig Valdimarsdóttir, Bjarney Anna Árnadóttir, Friðfinnur Halldórsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS GUÐJÓNS TRYGGVASONAR bónda, Raufarfelli, Austur-Eyjafjöllum. Þórunn Ólafsdóttir, Jón Sigurðsson, Tryggvi Ólafsson, Sigrún J. Heiðmundsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Sigurður Kjartansson, Ingi Ólafsson, Anna Kristín Birgisdóttir, Anna Björk Ólafsdóttir, Kristinn Stefánsson, Jón Pálmi Ólafsson, Hildur Hjaltadóttir, Rósa Íris Ólafsdóttir, Katrín Jóna Ólafsdóttir, Einar Þór Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Minningarathöfn um elsku son okkar, bróður og mág, RÍKHARÐ RÓBERTSSON, sem lést í Gautaborg föstudaginn 19. febrúar, verður í Áskirkju á morgun, miðvikudaginn 31. mars kl. 12.00. Vigdís Hansdóttir, Lars-Peter Sörensen, Robert A. H. Downey, Ingigerður Hjaltadóttir, Tómas Róbertsson, Nickila Robertsson, Árni Hreiðar Róbertsson, Sigríður Hermannsdóttir, Róbert Róbertsson, Ingigerður Jónasdóttir, Vilhjálmur Róbertsson. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs föður míns, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR ÓLAFSSONAR, áður Hólagötu 17, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnar- firði fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót. Rut Sigurðardóttir, Bjarni Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.