Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 26
26 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG VEIT,
ODDI...
ÉG LYKTA EINS
OG HUNDANAMMI
ÁTTIR ÞÚ
TEPPI ÞEGAR
ÞÚ VARST
LÍTILL?
NEI, ÉG ÞURFTI ALDREI
Á ÞVÍ AÐ HALDA. ÉG VAR
MJÖG HEILSTEYPT BARN
ÉG ÁTTI EKKI VIÐ
NEIN SÁLFRÆÐILEG
VANDAMÁL AÐ STRÍÐA
HRÓLFUR, VAR EKKI
ALVEG ÖRUGGLEGA
FIMMTUDAGUR
Í GÆR?
JÚ EIGUM VIÐ ÞÁ EKKI AÐ FAGNA
ÞVÍ AÐ HELGIN SÉ AÐ KOMA,
EINS OG Í GAMLA DAGA?
HEYRÐU, BADA
BING, HVAÐ VARÐ
UM HUNDINN SEM
ÉG SÁ ÞIG TALA
VIÐ Í GÆR?
ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA
ÓÞÆGILEGT AÐ SOFA
OFAN Á LITLUM
DÓTAKASTALA
HANN
SEFUR
HJÁ
FISKUNUM
HVERNIG KEMST
HANN OFAN Í SVONA
LÍTIÐ FISKABÚR
ÞAÐ ER SKRÍTIÐ AÐ MÆTA
FYRIR RÉTT, ÞÓ ÞAÐ SÉ
BARA ÚT AF HRAÐASEKT
FORMLEGA ER ÉG
LÖGBRJÓTUR. ÉG
ER GLÆPAMAÐUR
HEH! ÆTLI
ÞAÐ SÉ EKKI
RÉTT HJÁ ÞÉR
LALLI,
AF HVERJU
HORFIR ÞÚ
SVONA Á MIG?
ÉG ER MJÖG
HRIFINN AF
„ÓÞÆGUM
STELPUM“
NÚNA HALDA
ALLIR AÐ ÉG SÉ
KÓNGULÓAR-
MAÐURINN
ALVEG EINS
OG BIG-TIME
SAGÐI
ÉG KOM
EINS
FLJÓTT OG
ÉG GAT
EKKI VERA
REIÐUR,
BIG-TIME
SKÓSVEINAR MÍNIR
VERÐA AÐ VERA
STUNDVÍSIR
ÞÚ ERT FIMM
MÍNÚTUM OF
SEINN
Mæli með Kosti
MIG langar til að koma
því á framfæri að Kost-
ur er verslun sem hægt
er að mæla með. Þar er
gott vöruúrval og öðru-
vísi að hluta en annars
staðar. Mér sýnist
verðið vera mjög
áþekkt og í Bónus eða
Krónunni, en þjón-
ustan miklu betri, mað-
ur nær alltaf í vin-
gjarnlegt afgreiðslu-
fólk á öllum aldri sem
er reiðubúið að hjálpa
manni að finna það sem
leitað er að.
Maður fær í hendur blað með til-
boðum dagsins þegar inn er komið
og manni eru þökkuð kurteislega
viðskiptin við kassann. Allt er
snyrtilegt innandyra og sérstaklega
er þrifalegt utanhúss en það á ekk-
ert endilega við aðrar matvöruversl-
anir.
Eg óska Kosti til hamingju með
góða byrjun og að hafa
íslenska fánann uppi á
áberandi stað.
Viðskiptavinur.
Hreinsið upp eftir
hundana
ÉG fer oft í gönguferð-
ir hér í nágrenninu og
mér blöskrar að sjá all-
an þennan hundaskít
sem varðar göngugöt-
urnar í hverfinu. Það
er ógeðslegt að eiga á
hættu að stíga ofan í
skítinn, sem ég sé að
mörgum hefur orðið á. Vonandi tek-
ur fólk sig á og hreinsar upp eftir
dýrin sín svo fólk geti notið göngu-
ferðanna í þessu notalega umhverfi.
Elsa Guðsteins.
Ást er…
… allt sem þú þarft til að
vaxa og dafna.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9,
vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl.
10.50, postulín kl. 13, leshópur kl. 14.
Árskógar 4 | Bað kl. 8.15, smíði/
útskurður/leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.45,
handavinna 12.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Myndvefnaður kl. 9,
línudans kl. 13.30, dagblöð/kaffi.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofa kl. 9,
framsögn og félagsvist kl. 14.
Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8, bæna-
stund/umræða kl. 9.30, leikfimi kl. 11,
lestur kl. 14. Listamaður mánaðarins.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl 11.
Félag eldri borgara, Rvk. | Skák kl. 13.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl.
9.05 og 9.55, gler- og postulín kl. 9.30,
leiðbeinandi í handavinnu kl. 10-17, jóga
kl. 10.50, alkort kl. 13.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Jóga og
myndlist kl. 9.30, ganga kl. 10, jóga kl.
18. Skemmtun vegna vorjafndægra hef-
ur verið færð til 7. apríl nk.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Trésmíði, línudans, vatnsleikfimi, les-
hringur, opið hús í kirkjunni, bútasaum-
ur, karlaleikfimi, boccia og Bónusrúta,
fastir tímar.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
opnar kl. 9-16.30, m.a. glerskurður og
perlusaumur, stafganga kl. 10.30. Á
morgun kl. 10 er leikfimi, söngur og
dans. Uppl. á staðnum og í s. 575-
7720.
Grafarvogskirkja | Opið hús kl. 13.30,
helgistund, handavinna, spilað og spjall-
að. Veitingar.
Hraunbær 105 | Handavinna og postu-
lín kl. 9, leikfimi kl. 10, boccia kl. 11,
matur, Bónusbíllinn kl. 12.15, ganga
með Begga kl. 14, kaffi.
Hraunsel | Rabb kl. 9, myndmennt og
qi-gong kl. 10, leikfimi kl. 11.30, bolta-
leikfimi kl. 12, brids kl. 12.30, mynd-
mennt kl. 13, vatnsleikfimi kl. 14.10.
Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl. 9,
leikfimi kl. 9 og 10, myndlist kl. 13.
helgistund kl. 14, sr. Ólafur Jóhannsson.
Hæðargarður 31 | Hringborð kl. 8.50,
Stefánsganga, listasmiðja og thaichi kl.
9, leikfimi kl. 10, framhaldssaga kl.
10.50. Bónus kl. 12.40, brids kl. 13 í
baðstofu, bókabíll kl. 14.15, gáfumanna-
kaffi kl. 15, perlufestin kl. 16. S. 411-
2790.
Íþróttafélagið Glóð | Línudans í Kópa-
vogsskóla framh.hópur II kl. 14.30,
framh.hópur I kl. 16 og byrjendur kl. 17.
Uppl. í síma 554-2780 og á glod.is.
Korpúlfar Grafarvogi | Félagsfundur á
Korpúlfsstöðum á morgun kl. 13.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Vísna-
klúbbur kl. 9.15, leikfimi og handverks-
stofa kl. 11, opið verkstæði, postulíns-
málun o.fl. kl. 13, kaffi.
Norðurbrún 1 | Myndlist, útskurður og
opin vinnustofa kl. 9, leikfimi, handa-
vinna og postulínsnámskeið kl. 13,
hljóðbók kl. 14. Sími 411-2760.
Seljakirkja | Menningarvaka kl. 18.
Ræðumaður Þór Vigfússon, fyrrverandi
skólameistari, eldri félagar karlakórsins
Fóstbræðra syngja og kvöldverður að
lokinni dagskrá. Þátttaka tilkynnist í
síma 567-0110.
Vesturgata 7 | Handavinna og
spænska kl. 9.15, spurt og spjallað, les-
hópur, bútasaumur og spilað kl. 13,
veitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja,
bútasaumur og glerbræðsla kl. 9,
morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10,
framh.saga kl. 12.30, handavinnustofa
opin kl. 13, félagsvist kl. 14.
Vídalínskirkja Garðasókn | Opið hús
kl. 13, akstur frá Jónshúsi. Bíósýning kl.
13.30, spil og handavinna, kyrrðarstund
í hádeginu, veitingar.
Sigurður Jónasson orti limru umbrúðkaup Jónínu Benedikts-
dóttur og Gunnars í Krossinum og
var það bragur dagsins í sundlaug-
inni í gærmorgun.
Hvað var Gunnar með Jónínu að gera?
Jú, það gekk hér um álfuna þvera
að þau föstuðu saman
og fannst það svo gaman
að á föstu vilja þau vera.
Árni Reynisson leggur út af
kveðskap Æra-Tobba:
Þambara vambara þeysisprettir.
Því eru hér svo margir kettir?
Vagara gagara vinstri grænum:
Vont er að hafa þá marga á bænum.
Davíð Hjálmar Haraldsson sér
aðra hlið á málinu:
Myndu gráta út í eitt
íhaldsbörnin smáu
gætu kettir vonda veitt
vargfuglana bláu?
Ingólfur Ómar Ármannsson orti
á föstudag þegar söfnunarátakið
var enn í gangi:
Átak þetta endar senn,
við okkur náði að hreyfa,
punginn áfram ættu menn
öðru hvoru að þreifa.
Pétur Stefánsson orti oddhendu í
dásamlegu veðri:
Vorið kallar. Vetri hallar.
Vísur snjallar yrkja menn.
Gróa stallar. Grænka hjallar.
Grundin falleg verður senn.
Og Jón Gissurarson kastar fram
víxlhendu:
Brátt mun væna vorið græna
verma gráa mosató
Sérhver læna og lækjarspræna
líða þá um hvannamó.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af köttum og Æra-Tobba