Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010
EGGERT Þór Bernharðsson,
prófessor í hagnýtri menning-
armiðlun við Háskóla Íslands,
flytur erindið „Dómi snúið?
Braggabúar og breytt viðhorf“
í dag kl. 12.05 í fyrirlestrasal
Þjóðminjasafns Íslands. Í fyr-
irlestrinum fjallar Eggert um
braggahverfin sem settu sterk-
an svip á Reykjavík í síðari
heimsstyrjöld og fyrstu ára-
tugina eftir stríð, en á tímum
skipulegrar búsetu Reykvíkinga í herskálum frá
1943 og fram eftir sjöunda áratugnum bjuggu
þúsundir manna í slíkum híbýlum og þurftu iðu-
lega að þola neikvæð viðhorf umhverfisins vegna
þess eins að eiga þar heima.
Sagnfræði
Braggabúar og
breytt viðhorf
Eggert Þór
Bernharðsson
LISTFRÆÐAFÉLAGIÐ
heldur opið málþing í Ný-
listasafninu í dag kl. 17:00 til
19:00 undir yfirskriftinni „Á
mörkum listfræða og mynd-
listar: Túlkun myndlistar á líð-
andi stundu“. Frummælendur
verða Jón Proppé, listheim-
spekingur og gagnrýnandi,
Margrét Elísabet Guðmunds-
dóttir, fagurfræðingur og
gagnrýnandi, Ólafur Gíslason,
listfræðingur og gagnrýnandi, Oddný Eir Ævars-
dóttir, safnaheimspekingur og rithöfundur, og
Þóra Þórisdóttir, myndlistarkona og gagnrýn-
andi. Listfræðafélagið er félag þeirra sem vinna
að fræðistörfum, t.d. í listasögu og listheimspeki.
Myndlist
Mörk listfræða
og myndlistar
Jón
Proppé
MINNINGARSJÓÐUR
Magnúsar Ólafssonar ljós-
myndara, sem uppi var á ár-
unum 1862 til 1937, auglýsir
eftir umsóknum um styrki til
ljósmyndaverkefna. Minning-
arsjóðurinn er eini sjóður sinn-
ar tegundar hér á landi, en til-
gangur hans er að styrkja
ljósmyndun á Íslandi sem list-
grein. Veittur er einn styrkur
úr sjóðnum upp á 700 þúsund
kr., en þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr
sjóðnum. Umsóknir berist Minningarsjóði Magn-
úsar Ólafssonar, Ljósmyndasafni Reykjavíkur,
eða á netfangið ljosmyndasafn@reykjavik.is, eigi
síðar en 28. apríl nk.
Ljósmyndun
Styrkir úr minning-
arsjóði Magnúsar
Magnús
Ólafsson
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
FRAMUNDAN eru síðustu tón-
leikar Sinfóníuhljómsveitar Norður-
lands áður en hún flytur með allt sitt
hafurtask í menningarhúsið Hof.
Óhætt er að segja að Glerárkirkja,
helsti samastaður sveitarinnar frá
upphafi, verði kvödd með stæl því á
efnisskrá tónleikanna, sem verða á
skírdag, eru verk eftir Dmitri Shos-
takovich og Felix Mendelssohn.
Dramatík og ljóðræn tilfinning
Einleikari á selló er Bryndís Halla
Gylfadóttir og stjórnandi Guð-
mundur Óli Gunnarsson. Með tón-
leikunum lýkur 17. starfsári hljóm-
sveitarinnar.
„Þetta er rosalega magnað verk;
Shostakovich er svo mikill stemn-
ingsmaður; hér bæði dramatík og
spenna en líka einhver dularfull ljóð-
ræn tilfinning í hægu köflunum,“
segir Bryndís Halla í samtali við
Morgunblaðið um Sellókonsert nr. 1
eftir hið frábæra rússneska tón-
skáld. Hún var einleikari í verkinu
með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir
áratug en hefur ekki leikið það op-
inberlega síðan.
Konsertinn skrifaði Shostakovich
fyrir sellóleikarann heimsþekkta
Mstislav Rostroporvich sem frum-
flutti hann á tónleikum árið 1959.
Margir telja þetta sé einn erfiðasti
einleikskonsertinn, en hann er að
sögn tónskáldsins saminn undir
áhrifum frá verki eftir Prokofieff,
Sinfóníu concertante fyrir selló og
hljómsveit.
„Það fer örugglega eftir því hvern
þú spyrð,“ segir Bryndís Halla og
skellir upp úr þegar hún er spurð
hvort hún sé sammála því að kons-
ertinn sé mjög erfiður. „Mér finnst
eiginlega allt erfitt.“ En hún segir
vissulega rétt að umræddur selló-
konsert sé einn af þeim bestu.
„Hann er gríðarlega vinsæll á efnis-
skrám víða enda ekki dauður punkt-
ur í verkinu.“
Fagnaðarefni að fá Bryndísi
Guðmundur Óli segir mikið fagn-
aðarefni að Bryndís Halla skuli leika
með hljómsveitinni. „Hún hefur
lengi verið einn af okkar alfremstu
einleikurum. Það er langt síðan við
töluðum við Bryndísi um að koma og
spila með okkur einleik og löngu
tímabært að nú skuli verða af því.“
Guðmundur Óli segir verkið gera
gríðarlegar kröfur til einleikarans.
„Ég hef oft unnið með Bryndísi í Ca-
put-hópnum. Þekki hana því vel sem
músíkant og veit að þessi tónlist
hentar henni vel. Ég er sannfærður
um að hún á eftir að glansa á tónleik-
unum,“ segir Guðmundur Óli.
Tónleikarnir á skírdag hefjast kl.
16. Forsala aðgöngumiða er á midi.is
en aðgangur að tónleikunum er
ókeypis fyrir 20 ára og yngri.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson hefur verið aðalstjórnandi SN frá stofnun hljómsveitarinnar.
Kveðjutónar í kirkju
Bryndís Halla einleikari með SN í sellókonsert Shostakovich Sautjánda
starfsárinu lýkur Síðustu tónleikar sveitarinnar áður en hún flytur í Hof
Einleikari Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari.
HELSTU bók-
menntaverðlaun
Breta eru Book-
er-verðlaunin
sem veitt hafa
verið frá 1968 og
ná til bóka sem
ritaðar eru á
ensku og gefnar
út í löndum
breska samveld-
isins, á Írlandi og
í Simbabve.
Framan af voru verðlaunin veitt
fyrir bækur sem komið höfðu út árið
á undan afhendingarárinu, en 1971
var þeim breytt þannig að tækar til
verðlauna voru bækur sem komið
höfðu út afhendingarárið. Fyrir vik-
ið voru bækur sem komu út 1970
aldrei teknar til kosta; 1970 voru
veitt verðlaun vegna bóka sem komu
út 1969 og 1971 vegna bóka sem
komu út 1971.
Fyrir stuttu ákváðu aðstandendur
Booker-verðlaunanna að bæta úr
þessari yfirsjón og verðlauna sér-
staklega bók frá 1970, en stuttlisti
yfir þær bækur var kynntur í liðinni
viku: Nina Bawden fyrir The Birds
on the Trees, J.G. Farrell fyrir
Troubles, Shirley Hazzard fyrir The
Bay of Noon, Mary Renault fyrir
Fire From Heaven, Muriel Spark
fyrir The Driver’s Seat og Patrick
White fyrir The Vivisector.
Manna á milli ganga þessi verð-
laun undir heitinu „Lost“ eða týndu
Booker-verðlaunin, en fjórir rithöf-
undanna á listanum hafa gengið á vit
feðra sinna: J.G. Farrell lést 1979,
Mary Renault 1983, Patrick White
1990 og Muriel Spark 2006. Farell
fékk Bookerinn reyndar 1973 og
Spark komst á stuttlistann 1969 og
1981 og Bawden líka 1987.
Þess má geta að þó Patrick White
hafi ekki fengið Bookerinn 1971,
fékk hann Nóbelinn 1976.
Almenningur getur tekið þátt í
valinu með því að kjósa á vefsetri
verðlaunanna, www.themanboo-
kerprize.com.
Týnd
Booker-
verðlaun
Leitað að verðlauna-
hafa fyrir árið 1970
Verðlaun Patrick
White nóbelshafi.
BANDARÍSKI rithöfundurinn
Stephen King er mikill Makkamaður
og hefur haldið uppi vörnum fyrir
Makka þegar hann hefur talið þörf á.
Hann er aftur á móti lítt hrifinn af
iPad, nýju spjaldtölvunni frá Apple,
og tekur Kindle rafbókina frá Ama-
zon framyfir iPadinn.
Í grein í nýjasta hefti tímaritsins
Entertainment Weekly segir King
að víst geti hann gert ýmislegt ann-
að en að lesa með iPad samanborið
við Kindle, en málið sé bara það að
hann langi ekki til þess:
„Ef mig langar í eitthvað annað,
bíómyndir, sjónvarpsþætti, veð-
urspá eða nýju Josh Ritter-plötuna
nota ég Makkann minn til að nálgast
það. Þegar lestur er annars vegar
fær ég það sem ég sækist eftir í
Kindle.“
Að þessu sögðu hefur Stephen
King ýmislegt við Kindle að athuga
og er einnig þeirrar skoðunar að raf-
bókalesarar á við Kindle muni aldrei
koma í stað bóka á pappír en það er
önnur saga.
King kýs
Kindle frekar
en iPad
„Konsert Shostokovics er magnþrunginn. Hann skrifar
gríðarlega áhrifamikla tónlist; hún er ekki einföld en þó
aðgengileg þannig að þótt fólk þekki ekki tónlist hans
hefur hún strax mikil áhrif á þá sem heyra hana í fyrsta
sinn,“ segir Guðmundur Óli Gunnarsson.
„Þetta er ekki tónlist léttleikans; hún er frekar
drungaleg, jafnvel grimmúðug og það er mikil tilfinning
í henni enda bjó maðurinn lungann úr sinni starfsævi
undir ógnarstjórn Stalíns og gat vænst þess á hverri
nóttu að bankað væri á dyrnar hjá honum.“
Hitt verk tónleikanna er algjör andstæða sinfóníu
Shostokovics. „Mendelssohn er náttúrusnillingur; tón-
listin virðist hafa runnið fyrirhafnarlítið úr pennanum.
Menn finna helst að tónlist hans að hún sé ekki nógu
alvarleg og þess vegna er gott að vera með þessi tvö
tónskáld á sömu tónleikunum. Það er mikil lífsgleði og
fjör í þessu verki Mendelssohns.“
Guðmundur Óli hefur fikrað sig áfram á þeirri braut
að kynna verk stuttlega fyrir tónleikagestum áður en
SN flytur þau. „Við viljum gerum tónlistina aðgengilega
fyrir alla; leggjum áherslu á að sinfónísk tónlist er ekki
bara fyrir einhverja sem vita allt um hana heldur alla
sem hafa áhuga á tónlist. Ekki bara fyrir tónlistarfræð-
inga heldur alla með tvö eyru og eitt hjarta.“
Sinfóníutónlist ekki bara fyrir þá sem vita allt um hana
Stórleikarinn Rus-
sell Crowe bregður
yfir öxl sér örvamæli og
boga 29
»