Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 28
Á MORGUN, miðvikudaginn 31.
mars, mun Listdansskóli Íslands
halda sína árlegu vorsýningu á
Stóra sviði Borgarleikhússins. Á
sýningunni munu allir nemendur
skólans sýna listir sínar, en þeir eru
um það bil 150 talsins.
Listdansskólinn var stofnaður ár-
ið 1952 og að sögn Láru Stef-
ánsdóttur skólastjóra hefur það
verið markmið hans að setja að
minnsta kosti tvær stórar sýningar
á svið ár hvert. Hún segir sýning-
arnar gott tækifæri fyrir almenn-
ing til að kynnast starfi skólans þó
að stór hluti áhorfenda séu eðlilega
stoltir foreldrar sem fá þarna tæki-
færi til að sjá hvað börnin hafa ver-
ið að fást við og hvað þeirra bíður á
efri stigum námsins.
„Skólinn skiptist í tvær deildir,
grunnskóladeild, fyrir börn 9-15
ára en þar eru um 104 nemendur,
og svo eru um 50 nemendur í fram-
haldsdeild fyrir unglinga á aldr-
inum 16-19 ára og aðeins upp úr,“
segir Lára.
Nemendur grunnskóladeild-
arinnar munu sýna nýja frum-
samda dansa eftir kennara skólans
við Karnival dýranna eftir Camille
Saint-Saëns. Framhaldsdeildin,
sem skiptist í klassíska braut og nú-
tíma braut, mun sýna nútímaverkið
Revelations eftir Alvin Ailey, nem-
endur á klassísku brautinni sýna
verkið Paquita eftir Marius Petipa
og nemendur nútíma brautarinnar
sýna þrjú stutt frumsamin nútíma-
verk eftir kennara skólans.
Vorsýningarnar verða tvær, sú
fyrri hefst kl. 17 en sú seinni kl. 20.
Hægt er að kaupa miða á skrifstofu
skólans eða við innganginn í Borg-
arleikhúsinu á sýningardegi.
Ljósmyndari/Valgarður Gíslason
Táskór Á sýningunni verða sýnd bæði klassísk og nútímadansverk.
Klassísk táskóverk og
sígild nútímadansverk
150 nemendur Listdansskólans stíga á svið
28 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010
Á Fésbókarsíðu Samúels Jóns
Samúelssonar Big Band hefur nú
verið birt tilkynning þess efnis að
bandið hyggist hefja æfingar og
upptökur á nýrri plötu strax eftir
páska. Forsprakki sveitarinnar hef-
ur verið búsettur í Rio de Janeiro
síðustu mánuði og hefur þar m.a.
verið að undirbúa væntanlega
fönk/afró/djass-smelli sveit-
arinnar.
Snýr aftur frá Rio til
að taka upp nýja plötu
Fólk
GLEÐISVEITIN Hvanndalsbræður lauk nú í
fyrradag upptökum á nýrri hljómplötu sem kem-
ur út 20. maí. Bandið hefur gert tveggja plötu
samning við Senu en Valur Freyr Halldórsson
segir nýju plötuna nokkurs konar bland í poka.
„Platan verður ótrúlega fjölbreytt. Það verður
viss stefnubreyting en við höfum reyndar alltaf
sagt að við séum stefnulausir. Þetta er sjötta plat-
an okkar, fyrstu þrjár voru frekar hráar, svona
þjóðlagarokk eitthvað. Þá vorum við þrír en svo
þegar Valmar og Pétur bætast í bandið förum við
aðeins að breyta til og fórum að færa okkur út í
rokk og ska og í raun og veru bara það sem okkur
datt í hug í hvert skipti. Og svo hætti Röggi eftir
fimmtu plötuna, sem var svona í írskari kantinum,
og á þessari plötu er pjúra rokk, pjúra ska, það er
reggí, það er öll flóran bara. Þetta er martröð
allra gagnrýnenda, þeir eiga eftir að hrauna yfir
okkur,“ segir Hvanndalsbróðirinn og hlær dátt.
Hann segir plötuna vera hressa partíplötu, en
enn á eftir að gefa gripnum nafn. Vinnuheitið hef-
ur verið hið frumlega Hvanndalsbræður og er það
enn á borðinu sem endanlegt nafn, enda segir Val-
ur allar ekta hljómsveitir þurfa að skíra eina plötu
í höfuðið á sér. Alls verða 12 lög á skífunni, átta
splunkuný og fjögur sem hafa þegar hljómað á
öldum ljósvakans; „La la lagið,“ „Vinkona,“
„Fjóla“ og „Gleði og glens.“
Hvanndalsbræður spila á Græna hattinum á
morgun kl. 22 en útgáfutónleikar sveitarinnar
verða á sama stað 27. og 28. maí og 3.-5. júní á
Nasa, í Grindavík og á Akranesi.
Hvanndalsbræður gefa út martröð gagnrýnenda
Hvanndalsbræður Sprækir partípinnar.
Eftirfarandi tilkynning hefur
borist frá hinum gáskafullu Ljótu
hálfvitum er kenna sig við Húsa-
víkurbæ sem státar af einu falleg-
asta bæjarstæði landsins. Stytt-
ingar eru blaðamanns: „Fjórðu
páskana í röð eyðileggja Ljótu hálf-
vitarnir föstudaginn langa fyrir
Mývetningum með tónleikum í
Skjólbrekku … Daginn eftir tekur
ekki betra við þegar hálfvitarnir
halda á sínar húsvísku gotstöðvar
og spila fyrir þá sem hafa smekk
fyrir slíku í Félagsheimilinu þar í
bæ. Senn halda hálfvitar í stúdíó og
taka upp sína þriðju plötu …“
Páskahelgin hálf-
vitavædd að vanda
Það verður stuð á Akureyri um
páskana eins og annars staðar.
Meðal annars munu Biggi Maus og
Matti úr Popplandi verða sendir til
Akureyrar yfir páskahátíðina þar
sem þeir snúa plötum á splunku-
nýjum skemmtistað í miðbæ Ak-
ureyrar, Pósthúsbarnum. Verða
þeir félagar á Pósthúsbarnum,
föstudags- og laugardagskvöldið.
Biggi og Matti plötu-
snúðast á pósthúsinu
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
HIN nýstofnaða sveit Of monsters and men hafði
frækilegan sigur í Músíktilraunum, en úrslitin
fóru fram núna á laugardaginn.
„Við bjuggumst alls ekki við þessu,“ segir leið-
toginn, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, en auðvitað
er hún spurð þessarar klassísku fegurðardrottn-
ingarspurningar í byrjun.
Allt fremur tilviljanakennt
„Ég bjóst alls ekki við þessu. Strákarnir héldu
að við myndum kannski merja þriðja sætið. Það
spilar líka dálítið inn í væntingarnar að venjulega
hafa þungar rokksveitir verið að taka þetta. Auk
þess skráðum við okkur ekki með því hugarfari að
ætla að fara að vinna. Þetta var allt fremur tilvilj-
anakennt.“
Nanna segir að þannig hafi hún skráð sveitina á
síðustu stundu og sveitin gekk í gegnum nokkrar
nafnbreytingar allt til loka. Nanna er enginn ný-
græðingur í tónlistinni og hefur troðið upp ein
með kassagítar í nokkur ár, lengi vel sem Song-
bird. Hún hafi svo ákveðið að víkka út hljóminn
eftir að hún fór að gera tilraunir með að taka upp
heima við. Piltarnir þrír hafi því bæst við, fyrstur
var rafmagnsgítarleikarinn Brynjar en svo komu
þeir Ragnar og Arnar að málum, en þeir sjá um
klukkuspil, slagverk og fleira. Spurð um áhrifa-
valda nefnir Nanna Bon Iver, Shins og Mumford
and Sons hafa þá verið að koma sterkir inn að
undanförnu. Af íslenskum sveitum nefnir hún
múm og Seabear.
„Þetta „folk“-dæmi heillar,“ segir hún og bros-
ir. Brosið breyttist svo í hlátur þegar það var bor-
ið undir hana að tónlistin hefði verið kölluð Juno-
tónlist, með vísun í myndina vinsælu og þá tónlist
sem þar heyrist. „Já, flott! Það er ágætt,“ segir
hún og hlær.
Eitt af því sem vakti athygli á Músíktilraunum
var hversu örugg Nanna var á sviði, en það segir
hún hafa verið tálsýn. „Fyrir undanúrslitin var ég
að farast úr áhyggjum. Ég fékk martraðir og var
með í maganum í marga daga. Svo varð ég aftur
stressuð á úrslitunum – aðallega af því að ég var
svo lítið stressuð!“
Sviðsframkoman vakti jafnframt athygli, en
tveir meðlima sátu við stofuborð.
„Pælingin með því var aðallega að mynda kósí
stemningu. Svona „inni í stofu“-anda,“ segir
Nanna.
Textar sveitarinnar fjalla um allt mögulegt, t.d.
sykur í skál, ást og drauga og segist Nanna leggja
töluvert upp úr textagerðinni.
„Textar verða að segja eitthvað. Sumir þeirra
eru líklega dálítið dökkleitir en ætli næstu textar
verði ekki glaðlegri. Við erum náttúrlega svo glöð
yfir sigrinum núna!“
Pollróleg
Hákarlar frá útgáfufyrirtækjum eru ekki byrj-
aðir að svamla fyrir utan hjá Nönnu sem er pollró-
leg yfir þessu öllu saman.
„Við ætlum þó hiklaust að nýta okkur þetta,“
segir hún ákveðin.
„Gera eitthvað sniðugt og vera rosa dugleg. Það
er mikill hugur í okkur og stefnan er að sjálfsögðu
að búa til plötu, breiðskífu.“
Morgunblaðið/Ernir
Spenna „Svo varð ég aftur stressuð á úrslitunum – aðallega af því að ég var svo lítið stressuð!“
Ást, draugar og sykur í skál
Hljómsveitin Of monsters and men sigraði í Músíktilraunum 2010
Ætlar að nýta viðurkenninguna í botn Skráði sig af hálfgerðri rælni