Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010 Það kann ekki góðri lukku aðstýra að ætla að troða ofaní kokið á manni bloggsíðna-hagfræði, kaffihúsavaðli og félagsfræði heitu pottanna sem heil- ögum sannleika. Sér í lagi er þetta varhugavert og ólíklegt til heppilegs árangurs ef þetta er gert með leik- sýningu og enn verra er ef sýningin byrjar nánast með því að tilkynna það sjálf að hún sé GÁFULEG ÁRÓÐURSSÝNING! Þetta gat gengið hjá Brecht – en Brecht er ekki hér, ekki frekar en Stalín. Í leikritinu Eilíf óhamingja segir frá fólki sem er saman komið í ein- hverskonar óljósri meðferð. Þetta fólk er tekið föstum tökum af Matt- hildi meðferðarstýru, af hverju hún er svona grimm er líka óljóst. Hún bannar þessu fólki að segja ákveðin orð, af hverju hún gerir það er einnig óljóst. Persónurnar hafa óljós tengsl, en þó einhver, þær gætu átt að vera fulltrúar þjóðarinnar, það er þó svo óljóst og einhvern veginn þannig fram sett að manni finnst það frekar eiga að vera grín en eitthvað annað. Manni skilst að ef þau sleppi notkun þessara bönnuðu orða þá nálgist þau frekar sjálf sig og sannleikann – þetta er vanhugsað hjá Matthildi – eða hvenær skilar þöggun sann- leika? Eilíf óhamingja er óhefðbundin dæmisaga sett fram í leikformi. Hér er kastað fram vafasömum hlið- stæðum til að kalla fram svar við fyr- irfram gefnum „sannleika“. Sann- leika þeim sem smáborgararnir sem vilja takast á við samfélagið ganga út frá bæði til að skilja samfélagið og til þess að uppfylla þá löngun sína að vera metnir verðugir samfélags- rýnar – og kannski um leið bærilegir listamenn? En þessi sannleikur er litlaus og falskur af því að rýnarnir hafa ekki rýnt sjálfa sig nægjanlega, sjálfsgagnrýni er sem sagt, þrátt fyrir allt, stórlega ábótavant í öllu þessu brölti. Kannski er um að kenna ofmati samfélagsins, ofmati listamannanna sjálfra sem sprettur af gagnrýnislausu samfélagi? Kannski er það skortur á lífsreynslu sem gerir það að verkum að yf- irborðsmennska og orðaflaumur deyða broddinn og innsýnina? Hvað um það, útkoman er klén. Meiningin er þó góð og hug- myndin ágæt og aðferðin sem Þor- leifur Örn lýsir í leikskrá er athygl- isverð. Hér þarf bara miklu betri og beittari texta og af því að þetta á að vera textaleikhús vantar því skilj- anlega mjög mikið. Brellur fram- andgervingarinnar virka ágætlega fyrst í sýningunni en ofnotkun þeirra slævði líka það vopn – þetta á leik- stjórinn að skynja. Hliðstæða svívirðingar þjóðar og nauðgunar konu er gamalt stef í bók- menntum, hér er reynt að blása í það lífi sem veikburða kafnar í lítt hugs- aðri mælsku. Manni skilst að hrein- leiki textans hafi átt að fá að njóta sín og því hafi leikmynd og hljóð- mynd verið stillt í hóf. Ég er maður texta frekar en leikmyndar að stara á – en sjaldan hef ég saknað leik- myndar eins sárlega og þessa kvöld- stund á frumsýningu Eilífrar óham- ingju. Sólveig Arnarsdóttir leikur Matt- hildi – Sólveig dregur fram nokkuð töff og sannfærandi týpu. Dansar þó of oft á mörkum ofleiks. Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikur Ingvar sem eitt sinn var hjálp- arsveitarmaður – eða ekki? – Guðjón nær engum tökum á þessu hlutverki, hefði þurft agaðri leikstjórn og þarf að huga að því hvernig hann ber sig á sviði. Atli Rafn Sigurðsson leikur Ólaf sem á köflum er fulltrúi alls þess sem þjóðin tengir sína eilífu óham- ingju við þessa dagana. Það er mikið ok að bera en Atli fer létt með það og er firnagóður. Sara Dögg Ásgeirsdóttir er við- skiptafræðingurinn Agnes. Sara get- ur gert mun betur en hlutverkið er svo sem ekki burðugt. Orri Huginn Ágústsson er Geir, byggingarverktakinn sem byggði út- hverfið sem engin þörf var á að byggja. Orri gerir sér mat úr þessari rýru rullu svo aðdáunarvert verður að teljast. Verkið tekur klukkutíma og tutt- ugu mínútur og er án hlés, sem er gott, en samt langdregið. Búningar Judith Amalíu passa þessu ágætlega og gætu þess vegna verið úr fata- skápum leikaranna, sviðsmynd Drífu er ekki mikið bákn en þjónar sínu. Andra Snæ og Þorleifi Erni liggur mikið á hjarta en mælgin og viskan sem drekkhleður Eilífa óhamingju á betur heima á málþingi í Norræna húsinu eða jafnvel enn frekar í ein- hverri menningarmiðstöð úthverf- anna – í því fælist alltént, líka, æv- intýraferð út í óvissuna fyrir hina greinandi smáborgara og jámenn pólitísks rétttrúnaðar sem sjálfsagt geta borist áfram í samkennd með verkinu. Eilíf óhamingja „Kannski er það skortur á lífsreynslu sem gerir það að verkum að yfirborðsmennska og orðaflaum- ur deyða broddinn og innsýnina? Hvað um það, útkoman er klén,“ segir Guðmundur meðal annars í dóminum. Borgarleikhúsið – Litla sviðið Eilíf óhamingja, Andri Snær Magna- son og Þorleifur Örn Arnarsson bmnnn Samstarfsverkefni: Borgarleikhúsið og Lifandi leikhús. Leikstjóri: Þorleifur Örn Arnarsson. Dramatúrg: Símon Örn Birgisson. Sviðsmyndahönnuður: Drífa Freyju- Ármannsdóttir. Búningar: Judith Amalía Jóhannsdóttir. GUÐMUNDUR S. BRYNJÓLFSSON LEIKLIST Klén saga af stefnu- lausri óhamingju ÞAÐ kemur í hlut hins göfuglynda Hróa hattar að opna komandi kvikmyndahátíð í Cannes. Saga hinnar hugumprúðu hetju hefur verið kvikmynd- uð oftsinnis en nú eru það engar smáræð- iskanónur sem hafa sest yfir goðsögnina, en það er sjálfur Ridley Scott sem leikstýrir og stórleik- arinn Russell Crow bregður yfir öxl sér örvamæli og boga. Þetta hlýtur að þýða að um „al- vöru“mynd sé að ræða, en Cannes er virtasta kvikmyndahátíð heims. Myndin er þó utan keppni, líkt og var með Thelma & Louise árið 1991, en sú mynd Scotts opnaði hátíðina það árið. Hrói opnar Cannes Hetjan Russell „Hrói“ Crowe ætlar að skjótast á Cannes. Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is 39 þrep (Samkomuhúsið) Fim 1/4 kl. 19:00 Lau 3/4 kl. 19:00 Fös 16/4 kl. 19:00 Ný sýn Fim 1/4 kl. 22:00 Aukas. Lau 10/4 kl. 19:00 Lau 17/4 kl. 19:00 Síðasta s. Síðasta sýning 17.apríl Fúlar á móti (Marina - Gamli Oddvitinn) Fös 2/4 kl. 21:00 1.sýn Lau 3/4 kl. 21:00 2.sýn Horn á höfði (Rýmið) Mið 31/3 kl. 16:00 1.sýn Fim 1/4 kl. 16:00 3.sýn Lau 3/4 kl. 16:00 5.sýn Fim 1/4 kl. 14:00 2.sýn Lau 3/4 kl. 14:00 4.sýn Leiklestraröð - Spænsk ástríða (Samkomuhúsið) Mið 7/4 kl. 20:00 Spænskt þema 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Gauragangur HHHH EB, Fbl Gauragangur (Stóra svið) Mið 7/4 kl. 20:00 Mið 21/4 kl. 20:00 K.8. Fös 21/5 kl. 20:00 Fim 8/4 kl. 20:00 Fim 22/4 kl. 20:00 K.9. Lau 22/5 kl. 20:00 Fös 9/4 kl. 20:00 Fös 23/4 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Lau 10/4 kl. 16:00 K.4. Fim 29/4 kl. 20:00 K.10 Sun 30/5 kl. 20:00 Lau 10/4 kl. 20:00 K.5. Fös 30/4 kl. 20:00 K.11 Fös 4/6 kl. 20:00 Fös 16/4 kl. 20:00 K.6. Fös 7/5 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00 Lau 17/4 kl. 16:00 K.7. Lau 8/5 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00 Lau 17/4 kl. 20:00 Mið 12/5 kl. 20:00 Lau 12/6 kl. 20:00 Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk Faust (Stóra svið) Sun 11/4 kl. 20:00 Ný auka Sun 18/4 kl. 20:00 Ný auka Sun 25/4 kl. 20:00 Ný auka Fim 15/4 kl. 20:00 Ný auka Lau 24/4 kl. 20:00 Ný auka í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið) Lau 10/4 kl. 12:00 Lau 17/4 kl. 14:00 Lau 24/4 kl. 12:00 Lau 10/4 kl. 14:00 Sun 18/4 kl. 12:00 Lau 24/4 kl. 14:00 Sun 11/4 kl. 12:00 Sun 18/4 kl. 14:00 Sun 25/4 kl. 12:00 Sun 11/4 kl. 14:00 Fim 22/4 kl. 12:00 Sun 25/4 kl. 14:00 Lau 17/4 kl. 12:00 Fim 22/4 kl. 14:00 Dúfurnar (Nýja sviðið) Lau 10/4 kl. 20:00 Frum Fös 23/4 kl. 22:00 aukas Sun 9/5 kl. 20:00 k.13. Mið 14/4 kl. 20:00 K.2. Mið 28/4 kl. 20:00 k.8. Mið 12/5 kl. 20:00 k.14. Fös 16/4 kl. 19:00 K.3. Fim 29/4 kl. 20:00 k.9. Fim 13/5 kl. 20:00 k.15. Fös 16/4 kl. 22:00 aukas Fös 30/4 kl. 19:00 k.10 Fös 14/5 kl. 20:00 k.16. Lau 17/4 kl. 19:00 K.4. Fös 30/4 kl. 22:00 aukas. Fös 14/5 kl. 22:00 Lau 17/4 kl. 22:00 aukas Fös 7/5 kl. 19:00 k.11. Lau 15/5 kl. 19:00 k.17. Mið 21/4 kl. 19:00 K.5. Fös 7/5 kl. 22:00 Lau 15/5 kl. 22:00 Fim 22/4 kl. 20:00 K.6. Lau 8/5 kl. 19:00 k.12. Fös 23/4 kl. 19:00 K.7. Lau 8/5 kl. 22:00 frumsýnt 10. apríl Rómeó og Júlía í leikstjórn Oskaras Korsunovas (Stóra svið) Fös 14/5 kl. 20:00 Lau 15/5 kl. 20:00 Í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík Eilíf óhamingja (Litli salur) Mið 31/3 kl. 20:00 k.2 Fös 16/4 kl. 19:00 K.5 Sun 25/4 kl. 20:00 Fös 9/4 kl. 19:00 K.3 Fim 22/4 kl. 20:00 Sun 11/4 kl. 20:00 K.4 Fös 23/4 kl. 20:00 Fyrir þá sem þora að horfa í spegil. Snarpur sýningartími Villidýr / Pólitík eftir Ricky Gervais (Litla svið) Lau 24/4 kl. 20:00 Frums Sun 2/5 kl. 20:00 Lau 1/5 kl. 19:00 Fös 7/5 kl. 20:00 Uppsetning Bravó - aðeins þessar 4 sýningar ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Mbl., GB Nánar á leikhus id.is Sími miðasölu 551 1200 Síðasta sýning 25. aprí l Tryggðu þér miða á þes sa frábæru fjölskyldusý ningu! BANDARÍSKI leikarinn Dennis Hopper fékk stjörnu í Frægðargötuna (e. Walk of Fame) í Hollywood sl. föstudag. Hopper, sem greindist með blöðruhálskrabbamein í fyrra, var mjög veikulegur að sjá. Hann var með umbúðir á höfðinu og á hægri hendi þegar hann lét mynda sig með stjörnuna. Hann sagðist hafa hrasað og meitt sig þegar pap- arazzi-ljósmyndari kallaði á eftir honum þeg- ar hann var úti í göngu sem varð til þess að hann sneri sér við og hrasaði á kanti. „Ég féll beint á andlitið, og ég hélt á gleraugunum mínum. Ég var í tómu tjóni,“ segir hann. Ferill Hoppers hófst árið 1955 þegar hann lék á móti James Dean í Rebel Without a Cause. Hann hefur leikið í yfir 150 kvikmynd- um. Leikarinn Viggo Mortensen kom fram með Hopper, en þeir léku saman í myndunum The Indian Runner og Boiling Point á tíunda ára- tugnum. Hopper er hins vegar þekktastur fyrir að hafa skrifað handritið að og leikið aðalhlutverkið í vegamyndinni Easy Rider með Peter Fonda, en myndin var frumsýnd árið 1969. Hopper fékk stjörnu Hopper Með stjörnuna. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.