Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010 Hann var ekki mjög fríður,danski sjónvarps-þáttastjórnandinn Cle- ment Behrendt Kjersgaard sem spurði dönsku leikkonuna Sofie Gråbøl spjörunum úr í spjallþætti sem sýndur var í Ríkissjónvarp- inu á þriðjudagskvöldið fyrir viku. Það var yfir viðtali Kjersga- ard við Gråbøl sem ég fór að hugsa út í mismunandi fríðleika kynjanna í sjónvarpi. Kjersgaard er kannski ekkert mjög ljótur, og eflaust finnst einhverjum hann fríður, en kvenmaður á hans fríð- leikastigi fengi ekki að vera með spjallþátt í sjónvarpi, a.m.k ekki hér á Íslandi. Áberandi er hér á landi hversu langur líftími karlmanna í sjón- varpi er og hvað þeir eiga miklu meiri möguleika en kvenfólk á að komast að þrátt fyrir að „hafa ekki útlitið með sér“, ef svo má að orði komast.    Egill Helgason er fyrsti sjón-varpsmaðurinn sem kemur upp í hugann, enda með tvo góða þætti í Ríkissjónvarpinu, Kiljuna og Silfur Egils. Þótt það halli nokkuð á kvenkynið í þáttunum hans og honum virðist oft líða hálf-óþægilega í návist kvenfólks verður ekki um hæfileika Egils sem sjónvarpsmanns efast. Hann hefur hæfileikana til að stjórna sjónvarpsþætti, en það er ekki hægt að segja að hann sé sláandi fallegur maður. Það hindrar hann samt ekki í að vera með tvo þætti á skjánum. Kvenkyns- útgáfan af Agli ætti aftur á móti erfitt með það, þótt hún hefði tvöfalda spjallþáttarhæfileika hans. Sjónvarpsstjórum þætti lík- lega ekki söluvænlegt að hafa stóra konu um fimmtugt með óviðráðanlegar rauðar krullur á skjánum tvisvar í viku. Aðrir karlkyns þáttastjórn- endur eru m.a. Jón Ársæll Þórð- arson, Bogi Ágústsson, Gísli Ein- arsson og Logi Bergmann. Allir hafa þeir verið lengi í sjónvarpi og ekki hægt að segja þá unga og sykursæta lengur. Svo maður tali nú ekki um karlkyns fréttamenn beggja fréttastöðvanna, flestir ná þeir að komast yfir fertugt í starfi og vera venjulegir í útliti.    Þegar litið er yfir þær konursem sjást dagsdaglega á skjánum er annað uppi á ten- ingnum. Í fyrsta lagi eru þær mjög fáar sem eru með eigin þætti … bíddu nú við … hverjar … jú! Jóhanna Vigdís, besti fréttamaður Rúv, var með mat- reiðsluþátt fyrir áramót, kokk- urinn Hrefna Sætran er á Skjá einum, auk þess sem konur stýra mjúkum þáttum eins og Innliti – Útliti og Djúpu lauginni. Á Rúv er Eva María spyrill í Gettu betur og Þóra í Útsvari. Það er enginn kvenmaður með sinn eigin spjall- þátt en þær eru til jafns við karl- ana í fréttum og fréttatengdum þáttum. Það er ekki um að villast að fríðleiki kvenna í sjónvarpi er meiri en karlanna, meðalaldurinn líka lægri. Þessar ungu og fal- legu fréttakonur eru allar hæfi- leikaríkar og standa sig vel í starfi sem þær fá vonandi að sinna þrátt fyrir að við bætist grá hár og nokkur kíló. Ekki veit ég hvað veldur því að karlarnir fitna og grána í starfi á meðan kon- urnar gera það ekki, hvort það er konunum sjálfum að kenna eða hvort þeir sem stjórna haga þessu svona. Ég vil sjá fleiri sjónvarpsþætti sem er stjórnað af konum og ég vil að þær fái að vera ófríðar eins Kjersgaard, holdugar eins og Eg- ill og eldast eins og Jón Ársæll. ingveldur@mbl.is Fjölbreyttara sjónvarpsfólk » Sjónvarpsstjórumþætti líklega ekki söluvænlegt að hafa stóra konu um fimmtugt með óviðráðanlegar rauðar krullur á skján- um tvisvar í viku. Reuters Farsæl Oprah er 56 ára og hefur verið með sinn eigin sjónvarpsþátt í um 25 ár. Gaman væri að sjá konu á aldur við Opruh fá sinn eigin þátt hérlendis. AF LISTUM Ingveldur Geirsdóttir Víða eins Thomas Gottschalk og Michelle Hunziker stjórna einum vinsælasta sjónvarpsþætti í Þýska- landi, Wetten Dass. Aldurs- og fríð- leikamunurinn á þeim er nokkur. TÓNLISTARKONAN Florence Welch, betur þekkt sem Florence and the Machine, litar hárið á sér heima. Eitt einkenni hinnar 23 ára Welch er eldrauðir lokkar og segist hún lita þá sjálf með ódýrum hárlit. „Hvaða ódýri heima-hárlitur sem er gerir sitt gagn,“ sagði hún í viðtali nýlega spurð út í útlitið. Hún sagðist líka elska sérstakan stíl sinn og hef- ur í nokkur ár unnið að því að full- komna ímynd sína. „Þegar ég var að alast upp fór ég í gegnum hvert útlit í bókinni, það eru til myndir sem ég vona að verði huldar að eilífu. Núna elska ég allt rómantískt, allt sem lætur mér líða eins og ég sé óvenju- leg. Ég elska að klæða mig upp og það er ótrúlegt að hafa allar þessar frábæru flíkur til að klæða sig í. Eins og þessi æðislegi Ashley Isham her- manna-hafmeyjar-kjóll sem ég klæddist í nýlegri myndatöku. Hann var svo fullkominn að ég fór líka í honum á Brit-verðlaunin.“ Litar hárið heima Reuters Florence Welch Í Ashley Isham kjólnum á Brit-verðlaununum. Sími 462 3500 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Emma Thompson HHHH „Bráðfyndin og ákaf- lega vel leikin...” - Þ.Þ., FBL SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG SMÁRABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGA- HHH -Dr. Gunni, FBL HHHH -H.S.S., MBL HHHH -Ó.H.T. - Rás 2 SÝND Í REGNBOGANUM STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Á MARTIN SCORSESE MYND SÝND Í SMÁRABÍÓI HHHH -Roger Ebert HHHH -EMPIRE HHHH -S.V., MBL HHH -Þ.Þ, FBL SÝND Í REGNBOGANUM OG HÁSKÓLABÍÓI FRÁBÆR MYND Í ANDA “THE MATRIX” OG “28 DAYS LATER” ÁRIÐ ER 2019 OG VIÐ ERUM VERÐMÆTASTA AUÐLINDIN BARÁTTAN MILLI MANNKYNSINS OG HINNA ÓDAUÐLEGU ER HAFIN Earth kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ Shutter Island kl. 6 - 9 B.i. 16 ára Daybrakers kl. 8 - 10:15 B.i. 16 ára The Good Heart kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára Nikulás litli kl. 6 LEYFÐ Kóngavegur kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.10 ára Lovely Bones kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára Daybreakers kl. 8 B.i.16 ára The Good Heart kl. 5:50 - 10:10 B.i.10 ára Precious (síðasta sýning) kl. 5:30 B.i.12 ára Loftkastalinn sem hrundi kl. 10:15 B.i.14 ára Kóngavegur kl. 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára Bounty Hunter kl. 10 B.i. 7 ára Nanny McPhee kl. 6 - 8 LEYFÐ TÖFRANDI SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Ógleymanleg mynd í ætt við meistaraverkið Ferðalag keisaramörgæsanna 650 kr. 650 kr. 650 kr. 650 kr. 650 kr. 650 kr. 650 kr. HHH „Fersk skemmtun...” - S.V., Morgunblaðið Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.