Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2010 BJARNFREÐARSON - Kvikmynd ársins- Leikari ársins í aðalhlutverki - Handrit ársins - Kvikmyndataka ársins - Búningar ársins - Leikstjóri ársins - Meðleikari ársinsHLAUT 7 EDDUVERÐLAUN FRÁ LEIKSTJÓRA HITCH MARK WAHLBERG STANLEY TUCCI RACHEL WEISZ SUSAN SARANDON SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA HHHH EMPIRE HHH -A.J., DV Vinsælasta myndin á Íslandi í dag TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA BESTI LEIKARI Í AUKAHLUTVERKI STANLEY TUCCI SÝND Í ÁLFABAKKA HHHH “…frábær þrívíddar upplifun…” JEFF CRAIG, SIXTY SECOND PREVIEW SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG Á LANDSBYGGÐINNI SÝND Í ÁLFABAKKA 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. Tilboðið gildir ek ki á 3D GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR / KEFLAVÍK FROM PARIS WITH LOVE kl. 8 - 10 16 THE REBOUND kl. 5:50 L INVICTUS kl. 8 L SHUTTER ISLAND kl. 10:30 16 ALICE IN WONDERLAND kl. 5:50 L GREEN ZONE kl. 8 12 THE BLIND SIDE kl. 8 10 FROM PARIS WITH LOVE kl. 10:20 16 SHUTTER ISLAND kl. 10:20 14 SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM kl. 6 L ALICE IN WONDERLAND kl. 5:50 L / SELFOSSI ALICEINWONDERLAND kl. 83D L AVATAR - 3D kl. 10:203D 10 WHEN IN ROME kl. 8 - 10 12 / AKUREYRI Gæti valdið óhug ungra barna Gæti valdið óhug ungra barna Gæti valdið óhug ungra barna 27.03.2010 4 6 11 28 31 2 0 6 0 1 7 4 4 9 8 1 24.03.2010 10 16 27 35 41 47 3813 21 Í When In Rome segir frásafnstjóranum Beth Harper(Kristen Bell) sem hefurhelgað líf sitt vinnunni, skiljanlega bitnar sú skuldbinding á ástarlífinu sem er heldur dauf- legt hjá henni. Yngri systir Har- per virðist vera andstæða hennar, opin fyrir ástinni og ævintýra- gjörn. Hún giftist Ítala eftir stutt kynni og þarf Harper að ferðast til Rómar til að vera viðstödd brúð- kaupið. Þar hittir hún Nick (Josh Duhamel) sem er vinur brúðgum- ans. Með þeim takast góð kynni en smá misskilningur verður til þess að Harper útilokar strax nánari kynni. Í áfengisvímu í Róm tekur hún fimm smápeninga úr ástar- brunni en peningarnir bera þá töfra að karlmennirnir sem hentu þeim í brunninn verða fyrir álög- um og telja sig ástfangna af Har- per. Biðlarnir eru flestir óheillandi furðufuglar sem sitja um Harper sem á fullt í fangi með að komast undan þeim. Nick er maðurinn sem hún hefur augastað á og hann er gagntekinn af henni. Hún er samt viss um að hann sé undir álögum eins og hinir biðlarnir og þarf hann því að hafa nokkuð fyrir því að sannfæra hana um að ást hans sé sönn. Það verður ekki af When In Rome skafið að hún er fyrir- sjáanleg. En það eru svosem allar rómantískar gamanmyndir sem fara eftir hinni hefðbundnu form- úlu. Það sem gerir þessa mynd betri en aðrar rómantískar gam- anmyndir sem hafa komið út að undanförnu er samleikur Bell og Duhamel, þau eru sannfærandi í sínum hlutverkum og það neistar á milli þeirra, en því er oft ábóta- vant hjá aðalpersónunum í sam- bærilegum myndum. Leikur Duha- mel kom mér á óvart en hann skilar sínu mjög vel, með hæfileg- um sjarma. Ég var aðdáandi Bell í sjónvarpsþáttunum um Veronicu Mars en á hvíta tjaldinu finnst mér hún ekki virka eins vel, hana vantar þetta aukalega x sem þarf að hafa til að heilla áhorfendur. Það er allskonar vitleysa í When In Rome eins og í flestum róm- antískum gamanmyndum en ein- hvernveginn gengur vitleysan upp í þetta skiptið, hún er bara eitt- hvað svo vitlaus. Yfirleitt hristi ég hausinn yfir því sem á að vera fyndið í svona myndum en í þetta skiptið hló ég og aðrir í bíósalnum líka. When In Rome er með betri rómantískum gamanmyndum sem komið hafa út að undanförnu. Hún er uppfull af klisjum og vandræða- legum augnablikum, handritið er heimskulegt en leikurinn er fínn og vitleysan virkar. Svo þeir sem fara í bíó með það í huga að sjá hefðbundna rómantíska gaman- mynd sér til skemmtunar ættu að ganga sáttir út. Það gerði ég að minnsta kosti. ingveldur@mbl.is Ástir og álög Álfabakka, Kringlunni, Akureyri When In Rome bbbnn Leikstjóri: Mark Steven Johnson. Hand- rit: David Diamond og David Weissman. Leikarar: Kristen Bell, Josh Duhamel og Anjelica Huston. Bandaríkin 2010. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR KVIKMYNDIR When In Rome „Yfirleitt hristi ég hausinn yfir því sem á að vera fyndið í svona myndum en í þetta skiptið hló ég og aðrir í bíósalnum líka.“ ÓSKARSVERÐLAUNAHAFINN Sandra Bullock er flutt á sitt fyrra heimili aftur að sögn vina. Það er hús sem hún bjó í fyrir hjónaband. Hún flutti út af heimili sínu og eiginmannsins, Jesse James, eftir að í ljós kom að hann hafði ver- ið henni ótrúr. Eftir að húðflúrfyrirsætan Mic- helle „Bombshell" McGee, greindi ítarlega frá löngu ástarsambandi sínu og James, hafa þrjár konur til viðbótar stigið fram og lýst ástarfundum sínum og James. Frá því Bullock flutti inn aftur hefur verið stöðugur straumur gesta þangað sem vilja sýna henni stuðning. Segja ná- grannar að fleiri gestir hafi komið þangað síðustu daga heldur en allt síðasta ár. Bullock keypti húsið á sínum tíma á 1,48 milljónir dala og vildi ekki selja það þegar þau James hófu sambúð ekki langt frá. Þyk- ir henni afar vænt um húsið og því seldi hún það ekki á sínum tíma, samkvæmt heimildum RadarOnline.com Undanfarið hefur hún dval- ið í heimabæ sínum, Austin í Texas, þar sem vinir og fjöl- skylda gættu hennar. Vinir Bullock hafa enga trú á því að hún eigi eftir að fyrirgefa James allt framhjáhaldið. Flutt á sitt fyrra heimili Reuters Sæt Sandra Bullock. SÁLARMENN hafa tekið hljóðfærin fram aftur eftir nokkra hvíld. Fyr- irhugaðir eru nokkir tónleikar á næstu vikum og er ætlunin að bandið verði með nokkuð góðu lífsmarki fram eftir ári. Annríki verður hjá Sálverjum í páskavikunni, en sveitin mun troða upp í fjórum sveitarfélögum, nánar tiltekið sem hér segir: Miðvikudaginn 31. mars: 800 Bar, Selfossi Föstudaginn 2. apríl: Spot, Kópavogi Laugardaginn 3. apríl: Sjallinn, Akureyri Sunnudaginn 4. apríl: Officeraklúbburinn, Keflavík Fyrir dyrum standa einnig upptökur, en ætlunin er að setja saman plötu á árinu með glænýju efni. Kemur lúðrablástur mjög við sögu að þessu sinni, en Stórsveit Reykjavíkur verð- ur náinn samstarfsaðili Sálarinnar við þetta verkefni. Nú standa yfir s.k. „Demó-dagar“, en þá velta Sálverjar fyrir sér prufuupptökum nýrra laga sem lagahöfundar sveitarinnar hafa lagt mikla natni við að semja og út- búa á sem bestan hátt. Á fundi á næstunni verður svo kosið á milli lag- anna og liggur þá fyrir hvaða lög verður farið með á næsta vinnslustig, sem eru demóupptökur í hljóðveri. Að því stigi loknu verða loks end- anlega valin þau lög sem verða á plöt- unni fyrirhuguðu, sem stefnt er á að komi út í haust. Morgunblaðið/hag Sálin hans Jóns míns Stebbi Hilmars kann að halda uppi stuðinu. Annríki hjá Sálverjum um páskana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.