Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 89. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Ekkert ferðaveður á gossvæðinu 2. Fjórum bjargað af Fimmvörðu… 3. Fór lamaður að eldgosinu 4. Karen er járnkona »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Í lipurlega rituðum listapistli vik- unnar má finna vangaveltur um út- litsáherslur í sjónvarpi, þá sér- staklega hvað þáttastjórnendur varðar. M.ö.o. hvar er Oprah Winfrey Íslands? »30 Reuters Þarf fríðleika mikinn í sjónvarpið?  Þrýstihópur hefur nú verið stofnaður á Snjáldurskinn- unni sem fer fram á að veitinga- og tónleikastaðurinn Grand Rokk verði opnaður á ný, meðlimir eru nú 341, u.þ.b. sá fjöldi sem hægt er að troða inn á eina sveitta tónleika en staðurinn hefur verið mikil miðstöð tónleikahalds í borginni í árafjöld. Þrýst á enduropnun Grand Rokks  Gímaldin, Gísli Magnússon (faðir hans er Magnús „Megas“ Jónsson), snýr aftur á tónlistarsviðið eftir nokkurt hlé. Mun hann halda tónleika á Rósen- berg 6. apríl næstkom- andi ásamt hljóm- sveit og mun þar kynna þarnæstu plötu sína frem- ur en næstu sem kallast Sungið undir radar og kemur út um líkt leyti. Gímaldin snýr aftur með plötu Á miðvikudag, fimmtudag (skírdagur) og föstudag (föstudagurinn langi) Norðanátt, víða á bilinu 8-13 m/s. Él norðan- og austanlands, annars yfirleitt léttskýjað. Frost 0 til 8 stig, mildast við suðurströndina. Spá kl. 12.00 í dag Norðan 5-13 m/s, hvassast við austurströndina. Bjart sunnanlands, annars él, einkum norðaustantil á landinu. Frost víða 1 til 8 stig. VEÐUR Björgvin Björgvinsson og María Guðmundsdóttir urðu í gær Íslandsmeistarar í svigi. „Þetta gekk eins og ég vildi að þetta myndi ganga,“ sagði Björgvin við Morgunblaðið og María var ánægð með að hafa náð að skáka Írisi, systur sinni, sem vann hana í stórsviginu um helgina. Í boðgöngu karla voru Akureyringar sterkastir og Ólafsfirðingar unnu boðgöngu kvenna. »1 Björgvin bestur, María vann Írisi Jákvæðni og kaldhæðni hjá landsliðskonunum Heimavöllurinn ætlar ekki að skipta neinu máli í úrslitaeinvígi Hamars og KR í körfubolta kvenna. Í gærkvöldi lögðu KR-ingar undir sig íþróttahúsið í Hveragerði, unnu sannfærandi sigur, 81:69, og jöfnuðu einvígið, 1:1. „Mín vegna má spila síðustu þrjá leikina hér í Hveragerði, ég skal bjóða þeim það með glöðu geði,“ sagði Benedikt Guð- mundsson, þjálfari KR. »2 Heimavöllurinn skiptir ekki neinu máli ÍÞRÓTTIR „ÉG er í skýjunum og mér líður ótrúlega vel. Draumurinn var að fara þetta á undir 12 klukkustundum og það tókst,“ segir Karen Axels- dóttir þríþrautarkona sem lauk keppni í járnkarlinum í Ástralíu á sunnudaginn á tímanum 10 klst. og 56 mínútur. Þetta var í fyrsta skipti sem Karen keppir í járnkarlinum en hún var 31. í mark af alls 1540 kepp- endum. Samkvæmt upplýsingum frá Þríþrautarsambandi Íslands er ár- angur Karenar besti tími íslenskrar konu í þessari keppni og fimmti besti tími Íslendings. Í keppninni synda keppendur 3,8 km, hjóla 180 km og hlaupa maraþon, 42,2 km. Karen notaði fimm mánuði til þess að undirbúa sig sérstaklega fyrir járnkarlinn, en tekur fram að þjálf- un hennar í þríþraut sl. fjögur ár hafi komið að góðum notum. Karen hefur átt við hnémeiðsli að stríða að undanförnu og gat sökum þessa lítið sem ekkert hlaupið þegar hún und- irbjó keppni. Segir hún hnéð hafa kvartað þegar hún var hálfnuð með maraþonhlaupið en að öðru leyti hafi sér liðið ótrúlega vel eftir mótið. Karen segist vel geta hugsað sér að taka aftur þátt í járnkarlinum. „Ég myndi þá reyna að vinna mér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu á Havaí, en ég þarf aðeins að fara 30- 45 mínútum hraðar í heildina til þess að ná því marki,“ segir Karen og tel- ur það vel gerlegt. Þess má geta að Karen er pistla- höfundur á mbl.is. silja@mbl.is „Ég er í skýjunum“  Karen Axelsdóttir þríþrautarkona lauk keppni í járnkarl- inum á tæpum 11 klst. og var 31. í mark af 1540 keppendum Í góðu formi Karen segist vel á sig komin eftir þrautir helgarinnar. „Vúúúú, þetta er besta æfing sem ég hef farið á,“ sagði einn leikreyndasti leikmaður íslenska kvennalandsliðs- ins í gær þegar ljóst var að liðið gat ekki æft á þeim æfingavelli sem kró- atíska knattspyrnusambandið hafði útvegað. Gervigrasvöllur stóð liðinu til boða og ekki mátti æfa á grasvell- inum sem þar var við hliðina. Morgunblaðið er með kvennalands- liðinu í för. »4 UM 40 manns öttu kappi á Íslands- og Grænlandsleikum í crossfit sem fram fóru um helgina. Tíu manns unnu sér keppnisrétt á Evrópuleik- unum. Þótt leikarnir hafi bæði verið fyrir Íslendinga og Grænlendinga var eng- inn keppandi frá Grænlandi með að þessu sinni og engum sögum fer raunar af útbreiðslu keppnisgrein- arinnar þar. Samkvæmt upplýsingum frá ís- lenskum skipuleggjendum keppn- innar er talið líklegt að bandaríska fyrirtækið sem heldur utan um cross- fit-keppnir á heimsvísu hafi talið að það myndi líta betur út á landakorti ef leikarnir yrðu ekki aðeins fyrir litla Ísland heldur einnig fyrir Græn- land sem er auðvitað töluvert stærra. Crossfit er alhliða líkamsrækt þar sem áhersla er lögð á að þjálfa alla vöðva líkamans. | 11 Fullsterkir á crossfit-leikum Enginn Grænlend- ingur á Íslands- og Grænlandsleik- um í crossfit Morgunblaðið/Heiddi Leikar í fullum gangi Mikil stemning var í Sporthúsinu um helgina þegar crossfit-leikarnir fóru fram. Elvar Þór Karlsson sigraði í karlaflokki og Jenný Magnúsdóttir í kvennaflokki en þau æfa bæði í bootcamp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.