Skólablaðið - 01.10.1965, Side 4
- 4 -
knattspyrnu til dæmis þyrftu Danir að
sigra okkur með markamun, sem skipti
tugum til þess að viðurkennt yrði her á
landi.
Su tilfinning, að allar viðureignir vor-
ar við erlenda aðila eru fyrirfram unnar,
er mjög þægileg og ometanlegt veganesti
þeim sem þær heyja. Fullvissa kepp-
anda um sigur sinn án tillits til þess
hvar hann verður i röðinni eykur styrk
hans, andlegan og líkamlegan.
Annar kostur, eðlislægur 1 öllum Ts-
lendingum er réttlætistilfinning. Mat okk-
ar á ráttu og röngu er skýrt og utjaðrar
réttlætis greinilega afmarkaðir. Enginn
efast t. d. um sekt þess, sem brotizt hef-
ur inn i verzlun að næturlagi og haft á
brott með sér fimm þusund krónur.
Glæpurinn er augljós, nafn mannsins birt
og þjóðin fitjar upp á trýnið af vanþókn-
un. Hins vegar leikur meiri vafi á hvern-
ig meðhöndla skuli þann, sem með lipurð
og lagni hefur komizt yfir fimm milljón-
ir úr sjóði atvinnurekenda síns. Það er
nefnilega dálítill vandi að stela fimm
milljónum án þess að nokkur taki eftir
þvá. t sumum tilvikum er afbrotið reynd-
ar opinbert og þjóðin fylgist með af á-
huga og dáist að hæfileikum sakbornings.
Hitt er þó algengara, að slík störf séu
innt af hendi 1 kyrrþey, þvi enn eru til
einstaklingar (þær eftirlegukindur týna
þó stöðugt tölunni ), sem finnst þetta at-
hæfi ámælisvert og ekki fallið til eftir-
breytni.
En er mál af þessu tagi kemur til
dóms (eftir hálfs til fimm ára athugun)
er það æði oft fyrnt eða þá beinlínis að
almennt er álitið, að svo slyngan fjár-
málajöfur megi ekki loka inni á letigarði
og honum greiddar bætur fyrir meint
óþægindi varðandi málið.
"Með lögum skal land byggja en með
ólögum eyða. 11
18. okt. 1965
Jóhannes Björnsson
|Wj]| ÚSUND árum eftir dauða Buddha
kom indverski munkurinn
Bodhidharma til Kína og flutti með
sér afbrigði það af Buddisma, er
kallast Zen. Zen barst frá Kína til
Japan og hefur siðan haft mikil áhrif á
menningarlíf Japana.
Zen er kennt með gátum eða sögum
þeim er kallast koan. Koan er gáta eða
saga án nokkurs rökrétts svars, enda er
einn aðaltilgangur Zen sá, að leysa menn
úr fjötrum raka og rökfræði, til þess að
gera þá færa um að sjá inn í heim hins
eilifa, Mikla Tóms, sem var til áður en
okkar heimur myndaðist og mun verða
til eftir endalok hans. Við erum öll
hluti þessa Mikla Tóms og við erum öll
hluti af hvert öðru.
Eftirfarandi sögur eru úr annálum
Zen - sögur af löngu liðnum meisturum
og patrúörkum; dæmisögur notaðar til
kennslu og koan ætluð til þess að leysa
hugann úr böndum raka og rökfræði :
Wakuan stóð fyrir framan mynd af
Bodhidharma, þar sem Bodhidharma
hafði sitt skegg.
- Hvers vegna hefur maðurinn ekkert
skegg? spurði Wakuan.
Kokushi kallaði á þjón sinn: - Oshin.
Oshin svaraði : - Já.
Kokushi kallaði : - Oshin.
Oshin svaraði : - já.
Kokushi kallaði enn : - Oshin.
Oshin svaraði enn : - Já.
Kokushi sagði : - Fyrirgefðu að ég
skuli vera að kalla svona upp nafnið þitt.
En í rauninni ert það þú, sem átt að biðja
mig fyrirgefningar.
Kyogen sagði við nemendur sína: - Zen
er maður, sem hangir í tre yfir djúpu gili.
Hann hangir á tönnunum í einni af greinun-
um. Hendur hans og fætur eru honum ónýt-
ar. Uppi á brúninni er maður, er kallar
til hans : - Hvers vegna kom Bodhidharma
frá Indlandi til Kína?
Ef hann svarar ekki er hann glataður.Ef
hann svarar deyr hann. Hvað á hann að gera?