Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.10.1965, Page 5

Skólablaðið - 01.10.1965, Page 5
BJARNI HELGASON f. 12.11.1948 d. 4.10.1965 "Og við, sem eygðum ei kvöldið í öryggi hins sólhvíta dags, sátum hljóðir og undrandi andspænis svörtum vegg, sem við komumst ei yfir, það var nóttin. " ( St. St. ) Það var um áramótin 60-61, sem Bjarni Helgason bættist \ hóp okkar 1. bekkinga í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Broshýr, hæglátur og yfirlætislaus, mætti hann forvitnisaugum okkar hinna og þannig reyndist hann okkur bekkjarsystkinunum hvort heldur var i leik eða starfi þá fjóra vetur, 3 í Flensborgarskóla og 1 hér í Menntaskólan- um, er við nútum samvista við hann. Ekkert okkar vissi fyrr en að honum látnum, að á þessu tímabili barðist Bjarni við þann sjúkdóm, er dró hann til dauða á þessu hausti. Hversu mikill hefur styrkur hans verið þessi ár fram yfir okkur hin, sem sátum heilbrigð við hlið hans og áttum þó oft fullt í fangi með verkefnin. Við sem erum ung eigum bágt með að sættast við dauðan. Þegar við missum góðan vin, neitum við jafnvel að trúa að slíkt óréttlæti hafi átt sér stað. Og þvá sárari er söknuður okkar. Við skólasystkinin þökkum Bjarna Helgasyni samverustundirnar allar. Foreldrum hans og ástvinum öðrum vottum við innilega samúð okkar. jóhann Bjarni Kristjánsson

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.