Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1965, Síða 7

Skólablaðið - 01.10.1965, Síða 7
HAUST NÓTTUM HÁ veturna safna menn andlegum auði, a sumrin safna menn veralalegu brauði. Guð gæfi, að það væri alltaf sumar”. Þannig er sagt, að mælt hafi einn af öndvegismönnum vorrar athafnasömu þjóðkirkju. En Drottinn bænheyrði hann ekki um eilíft sumar, enda mun búið að sanna, að hinir frægu guðspjallamenn voru aðeins grínistar og spéfuglar sem ómar Ragnarsson og aðrir slíkir. Enn er komið haust, og trén, sem prýddust sumarskrúða, þegar menn lágu kófsveittir yfir unaðsemdum prófanna \ íslenzkum skólum, standa nú ber og skjóllaus eins og gjaldþrota bflaleigur. Og skolinn, sem virtist svo fjarlægur, er menn hófu skítmokstur í þágu ætt- jarðarinnar sfðastliðið vor, er nú aftur orðinn hluti af raunveruleikanum. Nemendur hins lærða skóla lögðu gjörva hönd á margt sumarið sem leið. Stór hópur starfaði við gatnagerð á Suð- urnesjum, til að gera verndurum vorum, þeim hinum erlendu, leiðina þægilegri 1 vögnum sínum, og hinum innlendu land- varnarmönnum, leiðina mýkri undir fæti á hinum árlegu gönguferðum þeirra til Reykjavíkur. En margir stóðu þó nær Fjallkonunni og vorum tignarlegu land- vættum og slitu sér út fyrir ríki og bæ; unnu jafnvel við hvað sem var, allt frá andlegum þrældómi við menningarleg vikurit, og niður í mokstur í sfldarþróm. Sumarið leið með veðurblíðu mikilli, og er menn hömuðust enn 1 moldarmokstr- inum um miðjan júlf, virtist skólinn þokuhjúpaður og flestum fjarlægur. Er sfga tók á seinni hluta mánaðar þess, sem við Ágústus keisara er kenndur, vóru menn teknir að lýjast yfir skoflunum og þrá önnur verkfæri samboðnari mennta mönnum, svo sem kúlupenna og strokleð- ur. f september höfðu flestir gefizt upp á stritinu nema einstöku harðjaxlar, sem aldrei gefast upp, hvorki yfir skoflu, lestri eða biðstöðum við öldurhús að kvöldlagi. Að síðustu var skólinn orðinn kærkomin frelsun frá hinu daglega striti, kennarar hans og skyldulið loksins orðnir vinsælir menn. Og nú eru Busarnir súðan 1 fyrra orðn- ir einu ári eldri, og þeir sveinar, sem harðast börðust í réttindabaráttu 3. bekk- inga sfðastliðinn vetur, nú orðnir gamlir og afturhaldssamir. Slagorðin úr "Busan- um" heyra nú fortíðinni til. Að vúsu bundu ýmsir slika órofa tryggð við bekkinn sinn síðan úfyrra, að þeir kusu þar vetursetu 1 annað sinn, hugsandi líkt og íþróttamaður- inn og tryggðatröllið, Gunnar á Hlíðarenda: "Hér vil ég una ævi minnar daga/ alla, sem guð mér sendir. " NÚ er nýr röggsamur rektor tekinn til starfa við skólann og hefur þegar hafizt handa við nokkrar róttækar breytingar. Hefur hann nú látið breyta dyraumbúnaði skólans þannig, að nú er auðveldara að kom ast út úr skólanum heldur en inn. ÞÓ mun almennt álitið, að hinn nýi rektor muni laða nemendur að skólanum, þvi að hann .er þekktur sem vinsæll kennari og ætti nem- endum hins lærða skóla að vera það fagnað- arefni að eiga eftir að njóta forustu hans í hinni andlegu auðsöfnum a komandi vetrum. óttarr G.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.