Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 8
ÞAÐ hefur um nokkurt skeið þótt til- hlýðilegt, að stjórn " Framtíðarinnar " gerði nokkra grein fyrir framkvæmdum og áformum sinum þegar 1 l.tbl. Skola- blaðsins. Skömmu eftir kosningar 1 vor kom stjórn félagsins saman til síns fyrsta fundar. Voru á honum ræddar ýmsar hugmyndir stjórnarmanna um starfið á vetri komanda, sem nú, er þetta er rit- að, eru orðnar að veruleika. Lög fólagsins hafa verið gefin út í breyttu formi og framsetningu þeirra að nokkru raskað. Kynningarblöðungi var dreift 1 allar bekkjardeildir skolans þann 4. okt. , en efni hans var aðallega kynning á félaginu svo og greint frá nefndarskipun, er drep- ið verður á síðar. Á þessum fyrsta fundi stjórnarinnar var ákveðið, að félagið beitti sér fyrir útgáfustarfsemi á þeim sviðum, sem næst standa tilgangi og markmiði felags- ins, og ákveðnum stjórnarmönnum falið að annast framkvæmd þess að þvf, er varðar prentun og aðra undirbúnings- vinnu, og skyldu þeir leysa hana af hendi 1 sumar. Bæklingar þeir, sem gefnir hafa verið út, eru Fundarsköp eftir Braga Hannes- son, bankastjóra, og erindi, er nefnist Um ræðumennsku eftir Gunnar Thorodd- sen. Með tilliti til kostnaðar við útgáfu þessa þótti skynsamlegast að hafa nefnda bæklinga í það stóru upplagi, að þeir nægðu félaginu um nokkurra ára skeið. Voru þeir þvf unnir i 3000 eintökum hvor um sig og liðlega 1100 eintökum dreift endurgjaldslaust innan skólans, en hug- myndin er, að þeim verði framvegis dreift meðal nýrra nemenda og með það fyrir augum að veita þeim tækifæri til bóklegrar undirstöðu í fundarsköpum og ræðumennsku. Málfundastarfsemin er aðalverkefni félagsins og er ráðgert að halda 10-12 málfundi í vetur, þar af 2-3 fyrir þriðja bekk einan, sem fulltrúar félagsins í bekknum munu annast. Stjórnin hefur skipað tólf manna nefnd til að gera til- lögur um framsögumenn og umræðuefni á málfundum félagsins. Hefur nefndin þegar komið saman og skilað sínum fyrstu tillögum. Annar höfuðþátturinn í starfsemi "Framtíðarinnar" eru erindi flutt af sér- fróðum mönnum. Hafin er kynning a stjórnmálaflokkunum, en eigi getur talizt varlegt, að greina frá öðrum áformum á þessu sviði starfsins. Stjórn "Framtiðarinnar" hefur lagt ríka áherzlu á innbyrðis verkaskiptingu. Má nefna, að Árni ól. Lárusson, gjald- keri félagsins, hefur tekið að ser að annazt spilakvöld félagsins, en þau eru einn vinsælasti og fjölsóttasti þattur í starfi þess. Er þegar hafin þriggja kvölda félagsvistarkeppni með glæsileg- um heildarverðlaunum. Málkvöld munu verða nokkur í vetur. Hlutverk þeirra í skólalífinu getur verið mikið, sérstaklega er varðar jákvæða og heilbrigða gagnrýni ásamt raunhæfum ábendingum á það, sem miður kann að fara í starfi "Framtúðarinnar" og ann- arra félaga innan skólans. Um málsvarnir skírskotast að svo stöddu til fórnarlundar félagsmanna við þann þátt félagsstarfsins. Samkvæmt venju mun arshatið felags- ins verða haldin upp úr miðjum nóvemb- er og er undirbúningur hennar hafinn. Eins og kunnugt er eru fjórar sjálf- stæðar deildir starfandi innan vébanda "Framtíðarinnar", Raunvúsindadeild, Bridgeklúbbur, Ljósmyndaklúbbur og Jassklúbbur. Deildir þessar eru fullkomlega sjálf- ráðar um starfsemi sína, og hafa af- skipti "Framtí’ðarinnar" af málefnum þeirra verið svo til eingöngu að styrkja deildirnar fjárhagslega. , Frh. a bls.^3.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.