Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1965, Síða 19

Skólablaðið - 01.10.1965, Síða 19
ÓLAFUR TORFASON: - 19 - GENGU nú slæmir dagar á með regnhryðjum og holtastinningi og sást aldrei til sólar. Þungbúinn himinninn gaf skít í allt veðurútlit fannst drengnum þar sem hann öslaði túnjaðarinn a nýjum stígvélum og sparkaði gorkúlum eins langt til and- skotans og hann gat. Hestarnir 1 mýrinni sulluðust áfram skref og skref og reyttu þrjózkulega stráin milli þess sem þeir hímdu auðnuleysislegir 1 regngjólunni og lak af þeim urið. Lítið væri gaman að slettast á þeim berbakt núna. Drengurinn spark- aði úfnum moldarhnaus fram af skurðbakka og reyndi að hitta brúna terpentínuflösku sem sigldi hjárænulega meðfram hinum bakkanum, sneri við og hljop tindilfættur heim að fjósinu og fann vatnshárið af stígvólahælunum lengjast allt upp á hnakka. Bezt að halda áfram tilraununum með nautið. Hann reyndi að sneiða hjá fretklessunum úr beljunum 1 brekkunni upp að fjós- dyrunum en gliðnaði allur á skokkinu á einni lummunni og fékk árans bleytuna ur grasinu á andlitið og ermarnar 1 fallinu. Hann hristi sig eins og hann hafði lært af hundinum og labbaði heimamannslegur að hurðinni og sparkaði - venjulega for hun 1 tveimur spörkum eða með einum axlarhnykk - en stígvélið geigaði, þau voru glans- andi ný - hann vék aðeins til baka, skutlaðist þrjú skref, læsti sig á hölduna og kippti upp fótunum - og hurðin sveiflaðist inn, drengurinn spyrnti sér fra og sveif yfir flórinn, þetta gátu ekki allir - en það var bannað á kvöldin af þvú að beljan a yzta básnum var svo taugaveikluð, var honum sagt. Nokkrum sinnum þegar komið var til að halda belju hafði honum tekizt að verða fyrstur að dyrunum og sett sveita- mennina alveg útaf laginu. Enginn strákur af nágrannabæjunum gat leikið stökkið eftir, en hann var hættur að syna þeim það, af þvú að þeir lömdu hann alltaf a eftir eða létu hann bíta sundur ánamaðka. Annars var þetta alveg óþarfi núna þar eð flórinn var mokaður og orðinn þurr. Flugurnar suðuðu innan á öllum gluggum og karmurinn næst dyrunum var krökkur af hræjum. Drengnum fannst svo flott að hafa þessi ógrynni af flugum, að hann tímdi ekki að sópa þeim niður úr gluggakistunni. Það var bara einn köngulóarvefur 1 öllu fjósinu, eldgamall og rykfallinn 1 horni uppi undir lofti. Drengurinn taldi að köngulóin væri löngu dauð og hafði veitt þrjar köngulær í þvú augnamiði að hefja ræktun 1 gluggakistunum. Honum hafði aldrei skil- izt til fullnustu hvers vegna köngulær, sem áreiðanlega lifa á flugum, skyldu ekki þrúfast 1 gluggunum, þar sem flugur af fjöldamörgum stærðum og gerðum skitu á rúð- una allan daginn. Ef hann væri könguló mundi hann spinna vef utanum allan gluggann og éta og éta. Köngulærnar hans höfðu allar hlaupið beint niður úr kistunni og niður á gólf, og eftir að hann hafði hoppað á milli glugganna þriggja og bjargað þeim upp, drap hann tvær fyrir heimskuna en týndi þeirri þriðju. Eitt sinn fangaði hann sjö fiskiflugur og sleppti þeim í gerið 1 fremsta glugganum. Ekkert markvert gerðist, svo að hann skvetti vatni á rúðuna og athugaði hvaða flugur þoldu bezt. Annað skipti hafði hann lika sett mjólk í gluggann og einu sinni myrti hann allan stofninn með olíú. Annars var ekkert gaman að drepa þessar skelfingar vesalinga mýflug- urnar. Langmest æsandi var að kveikja \ eða skvetta olíú á gulu og svörtu flug- urnar, sem hann var dauðfælinn við. Hann lét aldrei af fyrr en engin svoleiðis var eftir í kistunni, en hentist langt frá ef þær hreyfðu sig í átt til hans meðan á drap- inu stóð. Fiðrildum sleppti hann yfirleitt. í heila viku hafði hann ánamaðka í dós

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.