Skólablaðið - 01.10.1965, Síða 24
24 -
GuÖ sé með góðu mönnunum, djöfullinn með vondu mönnunum, en
enginn með meðalmönnunum.
( Og er þér lesið þetta hrafl, þá minnizt þess, að bænin er deyfilyf
hræsnarans ).
ALLA nóttina hefur vindurinn tínt blöð-
in af greinum trjánna. Eitt, tvö, falla þau
eins og slokknandi geislar, unz aðeins
naktar greinarnar toga 1 vindinn. Og þegar
fyrirboði dagsins, morgunninn, kveikir i
himninum, en dagurinn skráður gegnum
sólmúrinn með kyrrstöðu leiðans í fang-
inu, liggur góða fólkið 1 fletum sínum, í
landinu, þar sem velmegunin rfkir ein.
Það er sunnudagur. t dag sofa allir til
hadegis nema nauðsynlegustu þjónar borg-
arinnar og einstaka geðillur lögregluþjónn.
En þegar dagurinn er einna bjartastui*,
bröltir góða fólkið fram úr svefnsveittum
fletum sínum, klórar sér varfærnislega á
maganum, smjattar ánægjulega yfir helgi
hafins dags og þakkar guði fyrir tilveru
hins iðjulausa hvúldardags.
Þá er að bera á sig loftræstingarkrem
eða hylja ofátubólgu með púðri, torga
steikinni, labba sig 1 kirkju, ef veðrið er
gott, til þess að vera góður við guð.
Og svo er kvöld.
Góða fólkið háttar sig eftir vel heppn-
að kvöld hjá kunningjanum, fer með bæn-
irnar súnar og biður guð um nýjan minka-
pels, tannstöngla eða kveikjaraumboð.
Nótt.
Og síðan framhald þess sem leið,
svefn, svefn án draums. Þetta eru dag-
arnir, gullgæðanna, 1 höndum þeirra,
sem fá að sofa.
En samt er eins og það sé stundum
blóðlykt af vindum heimsins, jafnvel
ilmur af brenndu mannakjöti eða eimur
af gráti og kvalaópum. En þá er bara
að loka augunum og taka fyrir nefið eins
og j;óða fólkið. Enhver var að tala um
strið, en hvað kemur góðu fólki við, þótt
til seu svo vondir menn, að þeir berjist.
Meira að segja góð og kirkjuelskandi
kona var sárhneyksluð á, hvað dagblöðin
gætu verið "ósívíirseruð" að birta mynd-
ir af sundurskotnum börnum. Enda hafði
líka maðurinn hennar stofnað félag,
skömmu síðar, gegn viðbjóðslegum
fréttaflutningi.
Já, það er erfitt að láta ljúga að sér
sannleikanum, og ennþá erfiðara að
horfa í* blóðhlaupin augu mannvonzkunnar.
Heimska og hjartagæzka eru eitt, vork-
unn og meðaumkun ekkert.
En hvers vegna að vera að þessu
grenji, góðu fólki líður alltaf vel, bara
að loka augunum og hella vellyktandi í
vindinn.
En næst , þegar heimurinn grætur og
blóðið hitar lífvana moldina, munu góðii
mennirnir koma á fót einhvers konar
fjársöfnun eða happdrætti, og safna
miklum peningum til þess að kaupa hlát-
ursduft handa hinum hryggu.
10/10 '65
L