Disneyblaðið - 29.05.2011, Blaðsíða 3

Disneyblaðið - 29.05.2011, Blaðsíða 3
Eldgos kallast sá þáttur eldvirkni, þegar bergkvika brýtur sér leið upp úr jarðskorpunni og er þá gosið annað hvort í formi hrauns eða ösku. Gosin geta verið ofsaleg og þeim fylgir iðulega öskufall, sprengingar og eiturgufur. Lengst af var sagt frá Grímsvötnum í Vatnajökli í þjóðsagnastíl enda eldstöðin fjarri mannaheimum í huga fólks allt fram á 20. öld. Megin­ eldstöðin er ekki aðeins sú virkasta í landinu heldur líka uppspretta margra og oft stórra jökulhlaupa. Reyndar leynast aðrar eldstöðvar undir Vatnajökli, í nágrenni Grímsvatna, og nú er vitað að sú mikilfenglega gígaröð Lakagígar er hluti af eldstöðvarkerfi ásamt Grímsvötnum. Úr Íslenskar eldstöðvar eftir Ara Trausta Guðmundsson

x

Disneyblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Disneyblaðið
https://timarit.is/publication/786

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.