Austri


Austri - 17.01.1957, Page 1

Austri - 17.01.1957, Page 1
Áskriftarsími blaðsins er 6. Kaupið og lesið A U S T K A Það borgar sig að auglýsa. Auglýsið í A U S T R A 2. árgangur. Neskaupstað, 17. janúar 1957. 2. tölublað. Sýslunefnd S-Múla- sýslu heiðrar dr. Björn Sigurðsson Á nýafstöðnum fundi sýslu- nefndar Suður-Múlasýslu var einróma samþykkt að bjóða dr. Birni Sigurðssyni, forstöðumanni tilrauna- og rannsóknarstöðvarinn- ar á Keldum, til tíu daga sumar- dvalar að Hallormsstað ásamt fjölskyldu sinni, í þakklætis- og virðingarskyni fyrir störf hans í þágu íslenzks landbúnaðar. Bólusetningin gegn garnaveiki hefur, eins og kunnugt er, gefið svo góða raun, að afföll af völdum garnaveiki eru orðin hverfandi lít- il, enda fjölgar fé ört á þeim svæð- um, sem áður voru harðast leikin af v.öldum þessarar drepsóttar. Má vissulega segja, að brotið hafi verið blað í austfirzkri búnaðar-t sögu, bjartsýni komin í stað von- leysis. Og það er vel farið, að þeir, sem hér hafa haft forystu, hljóti nokkurn vott viðurkenningar fyr- ir störf sín. Vel má rifja það upp af þessu tilefni, að þetta er ekki fyrsti bú- hnykkur íslenzku vísindamann- anna í sambandi við óhreysti í sauðfé. Um 1930 kom íslenzka bóluefnið gegn bráðafán í gagnið en það gerði þá víða mikinn usla, þrátt fyrir notkun erlendra vam- arlyfja. Og nokkru síðar kom ormalyfið til sögu, það er kennt var við próf. Níels Dungal, og gerði stórkostlegt gagn. Fagurt skip í höfn Gerpi fagnað með við- höfn í Neskaupslað í gœr í gær kl. liðlega eitt lagðist hinn nýi togari Bæjarútgerðar Nes- kaupstaðar að bryggju. Fjöldi fólks hafði safnazt saman til að fagna skipinu og áhöfn þess. Þýð- ur og hægur sunnanvindur strauk út fjörðinn og lék í marglitum skrautveifum skipsins. Sólin hefur ekki enn náð kaupstaðnum en roð- aði hlíðar og tinda björtu skini. B/v Gerpir í smíðum í Bremer- haven á sl. sumri. Endurgreiðslur kaupfélaganna liafa numið 45 millj. á sl. 15 árum Endurgreiðsla kaupfélaganna til félagsmanna sinna og vextir af stofnsjóðsinneignum þeirra fyrir árið 1955 námu samtals 6.9 millj- ónum króna, að því er Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga skýrir frá. Hafa kaupfélögin þá á síðustu 15 árum, 1940—55 endurgreitt félags- fólkinu samtals 45.062.000 krónur. Á síðastliðnu ári fengu kaupfé- lögin verulega endurgreiðslu af viðskiptum sínum við Samband ís- lenzkra samvinnufélaga, og átti sú endurgreiðsla þátt í því, hve mik- ið þau gátu skilað félagsfólkinu aftur. Var endurgreiðsla SlS til félaganna 3.496,000 krónur og vextir af stofnsjóðsinnstæðum þeirra fyrir sama ár 2.0Y2.ÖÖ0 krónur, eða samtals 5.568.000 krónur. SlS hefur frá öndverðu endurgreitt til kaupfélaganna 26.198.000 krónur. Að sjálfsögðu eru ekki með- taldar í neinum af þessum tölum endurgreiðslur Samvinnutrygginga (um 10 milljónir) og Olíufélags- ins (um 20 milljónir) síðasta áratug, nema hvað kaupfélögin hafa eftir viðskiptum sínum við þessi fyrirtæki hlotið endurgreiðsl- ur og getað aukið sínar eigin end- urgreiðslur til félagsmanna, sem því nemur. Vígsla sjúkrahússins hefst annað kvöld (föstudag) kl. 8.30. Um bæinn blöktu fánar við hún, allir voru léttir í spori og hýrir á brá .Eftirvænting og gleði bjó i allra svip. Það er mikill atburður í litlu þorpi, sem örlaganornir hafa farið um hörðum höndum, er nýtt skip kemur í fyrsta sinn í höfn. I kjölfar þess siglir atvinna, framfarir og aukin lífsþægindi. Móttökuathöfnin var stutt, lát- laus og hlý. Lúðrasveitin lék, samkórinn söng, Bjarni Þórðarson bæjarstjóri, hélt stutta ræðu. Bauð skipið velkomið, þakkaði þeim er lögðu skipasmíðinni lið á einn eða annan hátt, minntist skipstapanna tveggja og bað hinu nýja skipi velfarnaðar og blessun- ar. Stutt ávörp fluttu: Jón S. Sigj urðsson, framkvæmdastj., Magnús H. Gíslason, skipstjóri, Axel Tul- inius, bæjarfógeti, Ármann Eiríks- son, útgerðarmaður og Oddur Sig- urjónsson skólastjóri. Fyrir 50 árum eignuðust Islend- ingar sinn fyrsta togara. Margir hafa síðan klofið svalan sæ til hins norðlæga lands, mörgum hefur fylgt lán og fiskisæld. Margir hafa tapazt í hörðum leik við viðsjált haf, en í sameiningu hefur togara. flotinn fært okkur megin hluta þeirra verðmæta, sem þjóðfélags- legar framkvæmdir okkar hafa byggzt á síðustu áratugina. Með Gerpi bætist fagurt fley í þann friða flota. Gerpir NK-106 er stærsti togari flotans, 804 brúttórúmlestir að stærð, 185 fet að lengd en 32 er mesta breidd. Skipið er búið 1470 hestafla M. A, N. dieselvél, raf- knúinni togvindu og þrem Deutz- dieselvélum til rafmagnsfram. leiðslu. Fisklestir eru 19.000 rúmfet, Framh. á 4. síðu. Minningar- athöfn I dag fór fram í Norðfjarðar- kirkju minningarathöfn um Pétur Hafstein Sigurðsson, skipstjóra. Pétur var fæddur og alinn upp hér í Neskaupstað og var einungis 24 ára hrifinn frá öldruðum for- eldrum, unnustu og ungum syni. Pétur hóf ungur sjómennsku. Varð 2. stýrimaður á Agli Rauða og síðan 1. stýrimaður á Goðanes- inu, en skipstjóri í síðustu ferð þess. Pétur var prúður, drengur góður í hvívetna, skyldurækinn og æðrulaus í mótlæti. Þótti hann með efnilegri skipstjórnarmönnum þessa bæjar. Er sár harmur kveð- inn ástvinum hans öllum vegna hins sviplega fráfalls hans. Austri VQttar þeim innilegustu saraúð.

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.