Austri


Austri - 03.04.1957, Side 1

Austri - 03.04.1957, Side 1
Norsk heim- sókn Vor í lofti — fiskur í sjó Brugðið hefur til sunnanáttar og hlýinda - Fréttir berast um fiskigöngur og góðan afla við Austf. Á Héraði hefur verið asahláka síðan á föstudag og snjó tekið mjög ört, enda var ekkert hjarn eða skammdegisgaddur. Er nú snjólítið í byggð og jörð hvar- vetna ágæt, nema helzt um Eyj- ar á Út-Héraði og um ofanverðan Skriðdal, en þar hefur verið hag- laust síðan um hátíðar. Víðast mun nægt fóður, þótt sums staðar, einkum í hinum snjó- léttari sveitum, hafi staðið nokk- uð tæpt, enda hættir mönnum til að setja óvarilega á og ýta gjafa- léttir vetrar undir vogun manna. Geta hér af leitt erfiðleikar og hreinn voði, ef verulega bregður út. af venju með veðurfar. Ekki hafa fundizt fleiri hor- dauð hreindýr, og má nú telja víst að þrengingar þessa vetrar séu liðnar lijá. Telja menn, að meira hafi verið gert úr, en efni stóðu til. Víðast höfðu dýrin næga jörð og björguðust vel. Mun það löngum verða svo, að veikustu dýrin faljli úr stofninum, þótt sæmilega ári. Verður slíku ekki forðað með nokkru móti. Hey- gjafir telja flestir kunnugir til- gangslausar. Dýrin eru mjög dreifð og taka varla hey, fyrr en þau eru aðframkomin og má hæp- ið télja, að þau þoli þá heygjöf. Rjúpur eru nú horfnar frá bæjum, en all víða hafa borizt fréttir um, að þær hafi drepizt, þótt menn viti ekki gjörla hvort hungur eða eitthvert fár hafi valdið. Einkum mun silíks hafa orðið vart í Suðurdal í Fljótsdal. I -harðindunum sóttu rjúpurnar mjög í skóglendi og höfðu þar sæmilegt æti. Þó virtust þær eiga erfitt uppdráttar og vera dauf- gerðar. Snjóbíll fer nú greiðlega um Fjarðarheiði, en snjóbíll Reyð- firðinga er í lamasessi. Hafnir eru flutningar um Fagradal á trukk- um (þjörkum) en færð er þung. Ýta fór yfir dálinn, ruddi hún veginn þar sem grynnst var, og lagfærði slóðina. Er nú unnið að því að hreinsa skafla af vegum á Héraðinu. Fært er nú bílum frá Egilsstöðum til Eiða, um Velli til Hallormsstaða og um Fell upp í Fljótsdal. Líður vart á löngu, ef veðurblíðan helzt, að allir vegir á Héraði verði færir svo og Fagra- dalsbraut til Reykðarfjarðar. En mikið er undir því komið, að hægt sé að koma áburði tímanlega til bænda, og öðrum nauðsynjum. Flugferðir hafa verið reglulega til Egilsstaða undanfarið. Snjó var ýtt af flugvellinum og leys-i ingavatn sígur jafnótt niður sök- um þess að jörð er nálega frost- laus. Hefur einungis einu sinni orðið að fresta flugi til næsta dags vegna bleytu á vellinum. —o—• Vegna ótíðar varð að fresta árshátíð Eiðaskóla. Er nú mjög liðið á skólatímann og próf tekin að nálgast, mun því þessi vinsæla skemmtun falla niður að þessu sinni. Kappskák þreyttu Eiða- sveinar við þorpsbúa á Egilsstöð- um og um síðustu helgi gengust kvenfélagið og ungmennafélagið í Egilsstaðaþorpi fyrir skemmti- samkomu. Það sem af er þessari vertíð hafa aflabrögð Djúpavogsbáta verið ágæt. Sunnantindur hóf Svo virðist, sem Rússar hafi fengið allmikinn áhuga fyrir Norðurlöndum í seinni tíð. Hafa öli Norðurlöndin fengið að kenna þess nokkurn vott, nema Islend- ingar. Vita menn ekki, hvort litli bróðir einn verður settur hjá eða röðin komi síðar að honum, að meðtaka hið ágæta boð friðar- sinnanna í Kreml, um ódýran far- seðil inn í eilífðina. Fyrst sneru Rússar sér að Sví- um og sökuðu þá um undirróður og njósnir í Eystrasaltsríkjun- um og fylgdu með kröfur um betrum bót, ellegar mundi þeim illa farnast. Næst fengu Finnar sína hirtingu, er Isvestia veittist harðlega að þeim hernaðaröflum, sem nú færðust mjög í aukana í landinu og ógnuðu vinsamlegri sambúð ríkjanna. Yrði það Finn- um sjálfum verst, ef starfsemi þessara friðarspilla yrði ekki veiðar 25. febrúar og hefur hann lagt upp um 400 skippund. Hann veiðir í net. Handfærabátar sækja mest suður fyrir Hornafjörð og hafa aflað prýðilega. Arnareyjan fékk 140 skippund sl. mánuð. Auk heimabáta hafa ýmsir að- komubátar landað á Djúpavogi, s. s. Valþór frá Seyðisfirði, sem landaði 50 tonnum, Hafbjörg, DrÖfn og Byr frá Neskaupstað. Hefur næg vinna verið í þorpinu. Er þegar búið að frysta um 3500 kassa af fiski og salta um 300 skippund, en það er liðlega helm- ingur þess aflamagns sem barst á land allt sl. ár. —o— Tíð hefur verið ágæt Á Djúpavogi kom lítilsháttar snjór um miðjan marz, en er nú horfinn með öllu. Um Álftafjörð hefur einnig verið mjög snjólétt, en öllu meir við innanverðan Berufjörð, en nú munu komnir hagar þar sem annars staðar. Á næsta sumri verður byggð brú á Berufjarðará og áformað er að byggja 2—3 íbúðarhús á Djúpavogi. heft samstundis. Þá móttók Ejnar Gerhardsen, forsætisráðherra Norð manna bréf, margra arka, frá s. n. starfsbróður sínum í Kreml. Voru þar látnar í ljósi áhyggjur yfir auknum styrjaldarundirbún- ingi, sem stefnt væri gegn Ráð- stjórnarríkjunum. Var það talið illt verk að auka ófriðarhættuna á ný, er nokkuð hafði dregið Úr viðsjám eftir að gæfusamlega hafði til tekizt að kveða niður sviksamlega uppreisn imperial- ista (hvað útleggst: heimsvalda- sinna) og fasista í Ungverjalandi. Sagði Bulganin sig hafa sann- frétt, að Norðmenn hefðu nú á prjónunum áform um að láta Bandaríkjamönnum í té bæki-- stöðvar í landinu til árása á þjóð- ir Ráðstjórnarríkjanna. Þetta gæti leitt af sér, að kjarnorku- sprengjur tækju að falla í höfuð Norðmanna, hvað vitanlega væri Á fjárlögum yfirstandandi árs, var Bandalagi ísl. leikfélaga veitt- ur 50 þús. kr. styrkur til nor-, rænnar leikheimsóknar. Er nú af- ráðið að 10 mann leikflokkur frá Ríkisleikhúsinu í Osló komi hing- að á komandi sumri. Mun fyrsta sýningin verða í Reykjavík 5. júlí, en þaðan heldur flokkurinn norður og austur um land og sýn- ir á ýmsum stöðum. I ráði er, að haldnar verði 12—15 sýningar og hin síðasta á Seyðisfirði 24. júlí. Hyggst leikflokkurinn hafa þar fjölbreytta dagskrá. fjarska leiðinlegt, en óhjákvæmi- legt eigi að síður, nema Norð- menn létu af þessum hemaðará- formum. Nú síðast barst H. C. Hansen forsætisráðherra Dan- merkur tilskrif mjög í sama anda, nema hvað þar var sérstök at- hygli dregin að þeirri staðreynd, að Danmörk er lítið land, en hin rússneska kjarnorkusprengja öfl- ug og myndu þó nokkrar fara saman. Virðist manngæzkan frá- bær austur þar og fyrir því hugs- að, að ekki þurfi forystumenn Dana að hafa áhyggjur af því að þegnum landsins verði mismunað, heldur sé þeim öllum ætlað að ganga samtímis inn í fögnuð herra síns. Það er hvort tveggja, að Norð- uvlandabúum hefur ekki áður verið heitin slík leiðsögn og for- sjá enda hafa atburðir þessir vak- ið mikla athygli og umræður á Norðurlöndum. Það er á allra vitorði að hvergi í veröldinni á hemaðarandi eins lítil ítök í hugum manna og á Norðurlöndum. Mun engum bland- ast um það hugur, að ekkert þess- ara ríkja hyggur á ófrið, hvorki gegn Ráðstjórnarríkjunum né öðrum. Norðurlöndin eru meðal þeirra fáu ríkja, sem aldrei myndu taka vopn í hönd til ann- arra hluta en verja sitt eigið frelsi og hefur svo verið um tugi ára. Sár reynsla hefur þó kennt þeim að /einlægur friðarvlilji megnar lítils til verndar sjálf- stæði þeirra gegn miskunnar- lausum ofbeldissinnum sem í nafni kommúnisma eða nazisma hafa seilzt til yfirdrottnunar og blandað andrúmsloft ógn og kvíða um alllangt skeið. Það þarf Framhald á 2. síðu. Með ástarkveðjum og kjarnorkusprengjum

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.