Austri


Austri - 15.05.1957, Blaðsíða 1

Austri - 15.05.1957, Blaðsíða 1
Áskriftarsími blaðsins er 6. Kaupið og lesið A U S T R A Það borgar sig að auglýsa. Auglýsið í A U S T R A 2. árgangur. Neskaupstað, 15. maí 1957. 10. tölublað. Fréttir frá Barna- og ung lingaskóla Eskifjarðar Ánœgjuleg heimsókn Barna-< og unglingaskóla Eski- fjarðar var sagt upp þriðjudaginn 30. apríl. Skólastjóri, Skúli Þor- steinsson, flutti ræðu og lagði út af orðum Hávamála — Vits er þorf þeim, er víða ratar. Sóknar- Prestur séra Þorgeir Jónsson, ræddi einnig um uppeldisstörf skóla og heimila. Veitt var viður- kenning fyrir mestu framför í landsprófsgreinum í hverjum ald- ursflokki, eins og undanfarin ár. ■Bnnig fyrir hæstu einkunn í sömu Sreinum við barnapróf. Tvenn aðsend verðlaun voru veitt fyrir Sóða hegðun í bamaskólanum. ^iggjendur þeirra verðlauna völdu börnin sjálf með samþykki kennaranna. í unglingaskólanum hlaut viðurkenningu einn nemandi 'úr hvorum bekk fyrir beztan rámsáiiangur. H unglingaskólan- um voru einnig veitt aðsend verð- laun fyrir beztu handavinnu. Þau verðlaun hlutu einn piltur úr 2. bekk og þrjár stúlkur úr 1. bekk. Að loknum skólaslitum, sc-m fóru hátiðlega fram, skoðuðu foreldrar og gestir skólavinnu nemendanna, handavinnu, teikn- ingar skrift og vinnubækur. 120 nemendur stunduðu nám í báðum skólunum og er það með fæsta rnóti. Að loknum skólaslitum var samkoma fyrir nemendur í skól- anum. Unglingadeildir Rauða Kross íolands hafa nú starfað í bama- skólanum í 18 ár. Eins og undan- farin ár héldu þær sumardaginn fyrsta hátíðlegan. Börnin fóm skrúðgöngu um þorpið með fána í hönd Kl. 4 var skemmtun fyrir almenning í samkomuhúsinu og var hún endurtekin kl. 9 um kvöldið. Húsið var þéttskipað í bæði skiptin. Til skemmtunar var leiksýningar, talkór, upp- lestur og söngur. „Jólagleði" var ha.ldin í skólanum síðasta starfs- dag fyrir jólafrí. Skólinn hefur dálítið landsvæði til umráða. Þar gróðursetja börnin skógarplöntur á hverju vori. Allmargir nem- endur æfðu tafl í skólanum í vetur. Eins og að undanförnu heim- sóttu nokkrir gestir unglinga- skólann og fluttu erindi um ýmis menningar- og félagsmál. Þessi erindi voru flutt í vetur: Þor- steinn Einarsson, íþróttafulltrúi: íþróttamál, Guðmundur Hagalín, rithöfundur: Móðurmálið og ísl. bókmenntir, Annar Sigurðardótt- ir, kennari: Mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna, Benedikt Guttormsson, bankastjóri: Með- ferð fjármuna, Valtýr Guðmunds- son, lögfræðingur: Umferðaregl- ur, Aðalsteinn Hallsson, íþrótta- kenriari: Leikir og leiktæki, Ottó Tuliníus, skíðakennari: Skíða- íþróttin. — Sumir þessara gesta töluðu einnig í barnaskólanum. Skíðanámskeið var haldið á veg- um skólans og stóð það yfir í rúma viku. Allir nemendur ung- lingaskólans tóku þátt í skíða- landsgöngunni og nær allir nem- endur barnaskólans. Unglingaskólinn hélt sína ár- legu skemmtun fyrir almenning að loknu miðsvetrarprófS. Skemmtiatriði voru þessi: Leik- ■sýningar, skáldakynning, gaman- þáttur, söngur og dans. Samkom- an var vel sótt. Hver starfsdagur í skólanum hófst með morgunþönkum og scng. Einhver kennaranna sagði nemendum í fáum orðum frá merkum atburðum og mönnum eða flutti hvatningarorð. At- höfn þessi fór fram í skólagangi. Skólann vantar því miður leik- fimihús, en bekkjaræfingar fóru fram í sumum bekkjum skólans og yngri börn höfðu leikfimiæf- ingar á skólagangi áður en kennsla hófst eftir hádegi. Bind- indisfélag hefur starfað stundum í unglingaskólanum, en svo var þó ekki í vetur. Barnaprófsbörn sækja sundnámskeið að Eiðum á hverju vori. Fyrir nokkrum árum var byrj- a.ð á byggingu sundlaugar, en lengi hefur staðið á framlagi þess opinbera. Sundlaugin á að vera yfirbyggð með lausu gólfi. Er ætlazt til, að þar fari fram leik- fimi yfir vetrarmánuðina. Mikill óhugi er meðal Eskfirðinga á því að þetta mannvirki verði full- byggt sem fyrst. Kennarar við skólann nú, auk skólastjóra, eru: Margrét Gutt- ormsdóttir, Ragnar Þorsteins- son, Guðjón Jónsson og Anna Sigurðardóttir, sem kennir ensku við unglingaskólann. Um síðast liðna helgi kom hingað til Norðfjarðar leikflokk- ur frá Seyðisfirði og sýndi hér á laugardag og sunnudag sjónleik- jnn ,,Gimbil“ eftir Yðar einlæg- an. Voru hafðar þrjár sýningar og ávallt fyrir fullu húsi., og munu þó nokkuð margir hafa orðið frá að hverfa og ekki feng- Frá Gagnfræðaskól- anum í Neskaupstað Gagnfræðaskólanum var slitið laugardaginn 11. maí kl. 2 e. h. Skólinn starfaði í þrem deildum, auk Iðnskólans, sem skipulags- lega er sameinaður Gagnfræða- skólanum. Nemendafjöldi var sem hér segir: 1 fyrsta bekk 28, í öðrum bekk 27 og í 3. bekk 12. Alls stunduðu nám 88 manns, ef Iðniskólinn er meðtalinn. Kenn-; aralið var óbreytt frá fyrra ári, : nema Daváð Áskelsson tók aftur við starfi sínu eftir árs fjarveru og frú Guðrún Helgadóttir þenndi /namslmeyjum Ijeikfimj. Nemendur höfðu samkomur tvö af hverjum þrem laugardags- kvöldum og skiptust á dansleikir og kvöldvökur, Auk þess var haldin árshátíð að venju, sem nemendur undirbjuggu. Var hún um mánaðamótin marz/apríl. Auk þess stunduðu margir nem- enda taflæfingar á vegum tafl- félagsins, sem fékk húsnæði í skólanum. Úrslit prófa voru birt við skólaslit og hlutu þessir nemend- ur hæstar einkunnir: I. bekkur: 1. Hildigunnur Davíðsd. 8.23 2. Sigrún Magnúsdóttir 8.11 2. Óskar M. S. Helgason 7.38 4. Guðmundur M. Oddsson 7.27 II. bekkur: 1 Jóhann Sigurjónsson 8.48 2. Sigurður H. Benjamínsson 7.60 3. Eiríkur Sævar Bjarnason 7.14 4. Jóhann R. Zoega 7.07 I 5. Margrét Björnsdóttir 6.95 Skólinn veitti að venju verð- laun fyrir hæstu einkunnir 5 hvorum bekk. * Handavinnjusýning hófst eftír skólaslit og stóð til kl. 5 síðdegis og var auk þess opin kl. 1—3 á sunnudag. Mátti þar sjá margt fagurra og eigulegra (muna. Skólastjóri ámaði nemendum heilla að skilnaði. ið aðgöngumiða. Fleiri sýningar var ekki hægt að hafa hér, því að leikflokkurinn gat ekki staðið lengur við, vegna þess að bátur hafði verið leigður til ferðarinn- ar og var hann tímabundinn og eins þurftu menn að komast heim til sinna starfa á mánudag. Á Seyðisfirði var í vetur stofn- að leikfélag og hóf það starfsemi sína með því að taka til sýningar leikritið ,,Gimbil“. Ungfrú Ragn- hildur Steingrámsdóttir réðist sem leikstjóri og leiðbeinandi til leikfélagsins og hefur húún æft þetta leikrit og sviðsett og tekizt vel. Hér verður ekki gerð tilraun til að dæma leik neins einstaks leikara, ég held þeir skili hlut- verkum sínum yfirleitt með prýði, þegar þess er gætt að þetta fólk flest hefur aldrei á leiksvið komið áður. Eitt var það sem vakti eftirtekt leikhússgesta hér, og var það hinn góði ljósaútbún- aður, ef hans hefði ekki notið við, hefði leiksýningin í heild misst mikið, og sum atriði leiks- ins varla framkvæmanleg. Leik- tjöld eru gerð af hinni mestu smekkvísi, er það ungur Seyðfirð- ingur sem þar hefur lagt. hönd að verki og má vænta þess, að hann verði leikfélaginu góð stoð i framtíðarstarfi þess, svo og raunar allir þeir, sem hér koma við sögu, því allir virðast hafa lagt mikla alúð i sín störf og híutverk, bæði stór og smá. Framh. á 3. síðu. Sundkeppni Þriðja samnorræna sundkeppn- in hefst í dag. Slík keppni milli fi ændþjóðanna hefur verið háð tvívegis áður og unnu íslend- ingar þá fyrri með miklum yfir- burðum, en ' þeirri síðari náðu Svíar naumum sigri. Keppnin stendur tíl 15. sept. og munu sundstaðir hér eystra opnir þátt- takendum, en nánari tilhögun til- kynnt síðar. Er þess að vænta að Austfirðingar taki kappsamlega þátt í keppninni og bæti sinn hlut frá síðustu keppni, en þátt- taka þeirra þá var okkur til lftils sóma. Þannig fækkaði sundmönn- um úr S-Múl. er sundið þreyttu um 18, borið saman við þátttöku 1951, en fjölgun var lítil annars staðar í fjórðungnum, eða um 28 í Neskaupstað, 32 á Seyðis- firði og 50 í N-Múlasýslu.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.