Austri


Austri - 10.07.1957, Blaðsíða 1

Austri - 10.07.1957, Blaðsíða 1
Landsmói U. M. F. í. Svo sem öllum er nú kunnugt fór 10. landsmót Ungmennafélags Islands fram að Þingvöllxrm dag- ana 29. og 30. júní. Jafnframt fóru fram hátíðahöld í tilefni þess aó ungmennafélagsskapur hefur Um þessar mundir starfað í hálfa Sld. Eg sé ekki ástæðu til að skýra frá mótinu eða hátíðahöldunum yfirleitt, það hefur Verið gert r:nkilega bæði í blöðum og út- VarPi. Hinsvegar mun ég geta 'ítilsháttar þátttöku Ungmenna- °& íþróttasambands Austurlands. Frá U. 1. A. mættu 12 kepp- endur til leiks, 8 í sundi og 4 í frjálsum íþróttum. Sundkeppend- urnir voru allir héðan úr Nes- kaupstað nema ein stúlka, sem var frá Seyðisfirði. Frjálsíþrótta- keppendurnir voru allir frá Umf. ^krúð, Hafnarnesi, þeir félagam- lr Bergur Hallgrímsson og bræð- Ur hans, Guðmundur og Már, og Rafn Sigurðsson. Þessir félagar eru nú þeir einu Sem halda á lofti merki frjáls- iþrótta fyrir U. I. A. út á við um þessar mundir og er þá bezt að skýra frá þeirra hlut á mótinu. Pyrsti sigurinn féll í hlut U. 1. Var það Guðmundur sem þar var að verki er hann vann undan- rás í 100 m hlaupi á ágætum fima á 11.4 sek. 1 úfslitum náði Guðmundur hins vegar aðeins 4. smti, varð fyrir því óhappi að kálf hrasa í miðju hlaupi, var nærr; fallinn og missti ferð. Hann Varð einnig þriðji maður í þrí- StÖkki, svo að hlutur hans má teljast góður. Bergur varð annar í 1500 m hlaupi eftir tvísýna og harða baráttu. Bergur ætlaði einnig að keppa í 5000 m hlaupi og hefði eflaust staðið sig þar vel, en vegna þátttöku hans í lands- keppninni við Dani, sem fram átti að fara tveim dögum síðar, mælt- lst landsliðsnefndin til að hann tæki ekki þátt í 5000 m á lands- mótinu, og varð hann að sjálf- sögðu við þeim tilmælum, þó að það hafi eflaust kostað U. 1. A. einhver stig og Berg ef til vill sigur 1 skemmtilegu hlaupi. I 1000 m boðhlaupinu varð sveit U. 1. A. þriðja í úrslitum. ^ þessu hlaupi eru sprettirnir 100 — 200 — 300 og 400 m. Guð- mundur hljóp 300 m spijettinn mJög vel og skilaðinu boðinu til Hafns með góðu forskoti, Rafn hélt líka forystunni rúma 300 m en hafði ekki úthald og á síðasta sprettinum fóru tveir fram úr Þetta voru eiginlega mestu von- brigði okkar í frjálsíþróttum, því að við höfðum gert okkur örugga Sinfóníuhljóm- sveitin kemur Sinfóníuhljómsveit íslands fer nú hljómleikaför um landið. Mun hún fara um Austurland og hafa viðkomu jþar, sem aðstæður leyfa. Gefst nú mörgum kostur á að koma á slíka hljómleika í fyrsta sinni. Austfirðingar ættu ekki að láta þetta tæki/fæifi sér úr greipum ganga. Munu menn sannfærast um, að það er tvennt ólíkt að hlýða á sinfóníutónleika í útvarpi, blandaða allskonar truflunum ut- an úr geymnum — og innan húss — eða njóta þeirra í kyrrð og næði hljómleikasalarins og í ná- vist listamannanna sjálfra. Hljómleikar sveitarinnar í Nes- kaupstað verða n. k. föstudags- kvöld í barnaskólanum. Aðgöngumiðar að hljómleikun- um verða seldir í verzlunum bæj- arins í dag og á morgun. Verð þeirra er kr. 25.00. von um annað sætið og jafnvel fyrsta. Alls fékk U. 1. A. 16 stig fyrir frjálsíþróttir. Keppendur í sundi voru 8 eins og áður er getið, fjórir piltar og fjórar stúlkur. Sundkeppnin fór fram í Hveragerði, en þar er 50 m laug. Frá Þingvöllum er rösk- ur klukkuþtundar akstur jtil Hveragerðis. Var sú ökuferð sumu okkar sundfólki slæmur undirbúningur og mun það sér- staklega hafa haft slæm áhrif á Eirik Karlsson en við hann voru miklar vonir tengdar í 1000 m sundinu. En eftir 100 m frjáls aðferð, þar sem Eiríkur varð annar, theysti hann sér ekki í 1000 m. Lindberg Þorsteinsson var ör- ugglega annar í 200 m bringu- sundi, en í siðasta sundtaki verð- ur honum það á að slá höndum upp úr vatninu til að grípa í rennuna, en það er nóg, hinir ströngu sunnlenzku dómarar dæma þetta flugsundstak og sundið ógilt. Það er ekkert við því að segja að dómar séu strangir, ef samræmi er í strang- Teikanum, en á því sýndist mér nokkur misbrestur. Annað óhapp henti stúlkumar okkar í boðsundinu. Þær ógiltu, fóru of snemma af stað í skipt- ingu. Þar var ég ekki nærstadd- ur, svo að ég get ekkert um þann dóm sagt. Annars voru þær ör- ugglega í öðru sæti. Þarna töpuð- um við tveim silfurverðlaunum og 10 stigum. I 50 m frjáls aðferð varð Svala þriðja, en Elínborg og Guðný 4. og 5. Úir sundinu fengum við alls 21 stig og þar með í keppn- inni allri 37 stig og fjórða sætið af héraðasamböndunum sem þátt tóku í mótinu. En þó að hlutur U. 1. A. hafi ekki orðið stærri að þessu sinni, þá var þátttakan okkur til sóma, prúðir keppendur í glæsilegum búningum. Okkar sveit var í fylk- Framh. á 4. sfðu. Fundarhöld Þeir Eysteinn Jónsson, ‘ráðherra og Vilhjálmur Hjálmars- son, fyrrv. alþingismaður, efna til fundar í Neskaupstað n. k. * fimmtudag, hinn 11. þ. m. Fundurinn verður haklinn í samkomuhúsi ibæjarins og hefst kl. 8.30 e. h. 9

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.