Austri


Austri - 18.09.1957, Blaðsíða 2

Austri - 18.09.1957, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Neskaupstað, 18. september 1957. SIGURÐUR VILHJÁLMSSON: Þórarinn í Seiðarfirði Áhrif hans á völd í Múlasýslum I AUSTRI | !; Ritstjóri: 2 !’ Ármann Eiríksson. 2 !; NESPRENT H-r $ Glíma ritstjórans við bæjarstjórann Ritstjóri Austurlands gæddi ný- lega lesendum sínum á slúður- sögu um kaup Björgvins Jónsson- ar alþingismanns á strandgóssi við Héraðsflóa. Það afkvæmi Bjarna og Gróu varð ekki langlíft. Austurland varð, án mótmæla, neytt til að aflífa afkvæmið, sem þó náði svo lengi að lifa, að Þjóð- viljinn gat bætt þvi við sitt fagra safn slefburðar og lygisagna. Slíkt er að vísu ekki frásagnar- vert, hitt vekur nokkra furðu, að hinn lífsstutti feigðargosi Bjarna og Gróu, skyldi ekki kenna rit- stjóranum nokkra varfærni um frekari kunningsskap við þá tál- drós. En svo virðist ekki vera. 1 tveim smágreinum reynir rit- stjórinn að bjarga sér úr mál- efnalegu gjaldþroti og verður fátt annað til fanga, en að ganga á vit Gróu. í þetta sinn verður þeirra fundur í haustfölu laufi Mosfellsheiðar, í stað flöktandi foksands við Héraðsflóa, en árang- ur verður enn hinn sami, smáskít- legt persónulegt nag, gjört af ó- sannindum og getsökum. Kommúnistar geta lítið hælt sér af byggingu Dráttarbrautar Nes- kaupstaðar. Það verk var unnið áður en þeir hófust hér til valda og hífur það lítið verið um bætt síðan. Um málið hafði hafnar- nefnd forgöngu, byggði megin- hluta fyrirtækisins fyrir eigið fé, án þess að til kæmi hinn minnsti stuðningur frá bæjarstjórn. Átti Ármann Eiríksson þar meiri hlut en Bjarni Þórðarson, hvort sem metið er starf eða hlutafé, er svo enn, að hlutafjáreign Ármanns er nálega þrem sinnum meiri en hlut- ur bæjarstjórans. Bjarni getur skrifað um hlutdeild að byggingu Dráttarbrautarinnar mikið mál eða stutt, jafnt stendur það, að hafnarsjóður og SÚN áttu mest- an hlut að stofnun þess fyrirtæk- is og það áður en þessum aðilum var af kommum stjórnað, auk þess, sem útgerðarmenn lögðu fram mikið fé. Var frá þeim kom- ið meir en helmingur hins uppliaf- iega hlutafjár, þótt hinu skuli heldur ekki gleymt, að fjölmargir bæjarbúar studdu stofnun fyrir- tækisins í orði og verki. Fyrirtæki þetta var stofnað til hagsbóta og hagræðis fyrir út- gerð í bænum og bæjarfélagið í heild, og þótt ýmislegt hafi verið áfátt um rekstur og fyrirkomu- lag fyrirtækisins, verður ekki annað af sannindum mælt, en að fyrirtækið hafi í mörgu náð þessu marki, Sá var hinn upprunalegi Framh. Eins og áður segir er augljóst aif þeim fátæklegu heimildum sem til eru um Þórarin í Seyðarfirði, að hann hefur verið all kunnur maður, að höfundum þeim er rit- uðu sögurnar þótti nauðsynlegt að kenna bræður hans til hans en ekki föður þeirra. Líkurnar til þess að hann hafi verið auðugur eru verulegar. Báðir bræður hans eru kaupmenn og um Þorleif er víst að hann átti sjálfur skip, sem hann fór á í kaupferðir. Líkleg- ast er að Þorkell hafi átt það líka. Þó þess sé ekki getið í aust- firzku sögunum að kaupstefnur hafi verið héðan í Seyðisfirði, hefur þó svo verið. Búðareyrar- nafnið sunnan við fjarðarbotninn er alvsg órækt vitni þess. Uppi á eyrinni mótar fyrir allstórri tóft í túni, sem þar er‘nú. Ég tel þess vert að grafið væri þar í eyrina til þess að rannsaka hana. Og inn- an við eyrina í króknum hygg ég að hafi verið uppsátur kaupskipa. Nokkur ástæða er til að ætla að tilgangur, að fyrirtækið veitti sem bezta þjónustu og með sem hagkvæmustum kjörum. Þess er ekki að leyna, að ýmsir hafa talið fyrirtækið dýrselt, en því þá jafn- an verið svarað, að ódýrari þjón- ustu gæti félagið ekki boðið. Nú í ssinni tíð hefur það mjög borið við, að kommúnistar sjálfir hafa mikið gumað af fjárstyrk Drátt- árbrautarinnar, og er þess skemmst að minnast af ræðum Jóhannesar Stefánssonar á undir- búningsfundi síldarbræðslunnar og nú síðar hjá bæjarstjóranum sjálfum er bryggjugerð við SÚN bar á góma. Þarf bæjarstjórann ekki að undra, að slíkar upplýs- ingar komi útgerðarmönnum spánskt fyrir og þeir vilji fá um það nokkra vitneskju, hvort hér sé um að ræða fleipur eitt, og virðist bæjarstjórinn reyna af megni að sanna í sinni grein, að svo sé. Otgerðarmönnum er það vitan- Jega áhugamál að hér sé vel rek- ?n góð dráttarbraut. Þeir skilja að fyrirtækinu er nauðsyn að tryggja sinn rekstur, en þeir telja enga nauðsyn til þsss bera, að það fyrir- tæki Iþyngi útgerðinni með of dýrri þjónustu. Til þess benti fjas kommúnista um sérstaka fjár- hagsgetu fyrirtækisins til ó- skyldrar starfsemi, skrif ritstjór- ans virðast stefna að því marki að kappkosta að koppsetja hans eig- in fullyrðingar og félaga hans og er næsta gaman að sjá þá sjálfs- glímu. Eftir er svo hitt að athuga, hvort breytt skipulag og vinnuað- ferðir mættu horfa til hagræðis í rekstri Dráttarbrautarinnar. Seyðfirðingar hafi a. m. k. átt eitt haffært skip. Um verzlun Þorleifs kristna og skipti hans við þá Vopnfirðinga er greinileg frásögn í Vopnfirðingasögu. En í Drop- laugarsögu segir frá verzlun Þor- kels í Norðfirði. Helgi Droplaug- arson spyr hann þegar þeir hitt- ust í Norðfirði: „Hvert ætlar þú héðan?“ Þorkell svarar: „Ot á Nes til Bjarnar. Hann seldi léreft í vetur, er ek átta. Mun ek þar vera þrjár næturí'. Af þessu er auðséð að Þorkell hefur haft úti öll spjót til þess að selja vaming sinn. Björn á Nesi hefur verið sölumaður fyrir hann og hann er staddur í Norðfirði til að gera upp við Björn. Nú er það vafalaust að Þórarinn hefur tekið arf eftir Þorkel bróður sinn eftir að hann féll á Eyvindarárdal 998. Mág- semdir við Seyðfirðinga hafa því verið æskilegar fyrir stórhöfð- ingja, sem skorti lausafé. Af þeim ástæðum verða fyrir okkur meðal niðja Þórarins stórhöfðingjar eins og séra Finnur Hallsson lög- sögumaður og fræðaþulir eins og Kolskeggur fróði, sem er einn um það, að Landnámuritarar tilgreina hann sem heimildarmann að frá- sögn um landnám. Að Finnur Hallsson lögsögumaður hafi verið af höfðingjaættum, er vafalaust. Um það vitnar prestatal Ara fróða, sem telur hann fyrstan kyn- borinna presta. Órækt vitni þess er líka mágsemd hans við Hafliða Másson, sem talinn var mestur virðingarmanna á Islandi á þeim tíma, En Finnur átti Halldísi Bergþórsdóttur bróðurdóttur Haf- liða. Ekki er ósennilegt að séra Finnur hafi verið einn þeirra, sem vann að setningu lögbókarinnar hjá Hafliða á Breiðabólstað fyrst þegar lög þjóðveldisins voru skrá- sett. Sömuleiðis eru verulegar líkur til þess að þar hafi Ari fróði verið líka og þá vafalaust, að þeir Ari og Finnur hafi verið kunnug- ir, enda samtímamenn. Finnur dó 1145 en Ari 1148. Báðir voru þeir prejstar að vigslu og vafalaust allvel lærðir báðir á þeirra tíma vísu. Kolskeggur fróði var ömmu- bróðir Finns. Þau kynni, sem Ari hefur haft af fræðum Kolskeggs hefur hann vafalaust fengið frá séra Finni. Fljótt á litið virðist einkennilegt að Finnur skyldi vera kosinn lögsögumaður 1139. Hann var búsettur á Austurlandi og átti því lengri leið að fara til Alþingis en flestir aðrir höfðingj- ar. En þetta sýnir að séra Finnur hefur verið talinn mjög vel til starfans fallinn í öllu tilliti. Allar líkur benda til þess að Finnur hafi tekið við goðorðum Hofsverja í Vopnafirði, þegar Broddi Þórisson lét þau af hönd- um og hefur þar komið til þrennt. Það fyrst, að Finnur hefur verið af höfðingjaættum, annað, að hann hefur haft næg efni til þess og hið þriðja, að hann hefur fyrir atgjörfis sakir þótt bezt til þess fallinn, af öllum þeim, sem voru í frændsemi við austfirzku höfð- ingjana. Það getur og hafa haft sín áhrif, að hann hafi verið einn af þeim, sem var með að skrá- setja lögin á Breiðabólsstað. Þórarinn Jónsson á Valþjófs- stað hefur löngum verið kendur til Svínfellinga og með réttu, hvað föður hans snertir. En hann var þó launsonur Jóns Sigmundssonar en langsennilegast alinn upp á Valþjófsstað og ekki borinn til arfs eftir föður sinn eínan. Það er því villandi, að telja hann og syni hans Svínfellinga. Allt uppeldi hans og metnaður hefur mótast af móðurætt hans. En afi hans hefur verið Teitur Oddsson af ætt Síðu-iHalls og Gissurar hvíta, en kona Teits var Helga Þorvarðardóttir bróðurdótt ir Ara föður Guðmundar góða biskups. Ég hef í þættinum af Síðu-Halli og niðjum hans leitazt við að færa rök að því að Teitur Oddsson hafi verið afkomandi Þórarins í Seyðisfirði. Allt upp- eldi Þórarins Jónssonar hefur þvl mótazt af þessum ættum og venj- um þeirra og háttum. Og greini- Jegt er, að samúð hans hefur ver- ið rik í garð manna Guðmundar góða frænda hans. Það sést á lið- veizlu hans við Aron Hjörleifsson, þegar hann bar að garði á Svína- felli og Ormur ætaði að drepa Ar- on. Framhald. Aðalfundur stéttar- sambands bænda Framhald af 4. síðu. leiðsluráði fyrir hönd sambands- ins. Varastjórn og endurskoðend- ur voru einnig endurkosnir. Þá fór fram tilnefning hinna tólf fulltrúa landsfjórðimganna, sem fyrr er frá sagt. Af Aust- firðinga hálfu voru þessir kjörnir: Steinþór Þórðarson, bóndi Hala, Stefán Bjömsson, bóndi Berunesi, Jónas Pétursson, tilraunastjóri Skriðuklaustri. Þá var kosin þiiggja manna nefnd til að endurskoða lögin um framleiðsluráð, þeir Gunnar Guð- bjartsson á Hjarðarfelli, Vil- hjálmur Hjálmarsson og Jónas Pétursson. Lauk svo fundi með ávarpi for- manns Búnaðarféags íslands, og formanns stéttarsambandsins.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.