Austri


Austri - 16.10.1957, Qupperneq 1

Austri - 16.10.1957, Qupperneq 1
Askriftarsímí blaðsins er 6. Kaupið og lesið A U S T R A Það borgar sig að anglýsa. Auglýsið í A U S T R A 2. árgangur. Neskaupstað, 16. október 1957. 19. tölubiað. Refaskyttan í Geithellnahreppi Viðtal yið Stefán Aðalsteinsson á Svalbarði Mörg er búmanns raunin — og sú ekki minnst, að ganga fram á íá sitt — dautt eða lifandi — með þeim óhugnanlegu ummerkjum, sem orustan við erkióvininn, ref- inn, lætur eftir sig jafnan. Stríð bóndans við fjanda þann er ekki þrjátíu ára stríð, heldur hefur staðið um aldir. Og er ekki lát á. Öðru nær, eimitt hin síðari ár hefur refagengnd vaxið til stórra muna víðs vegar um land. ^ar við bætist svo minkaplágan víða. — Enn hafa Austfirðingar sloppið við hina síðarnefndu. En tófan færist þar mjög í aukana. Og herkostnaður sveitanna er að Verða óbærilegur. Ellefu greni á einu vori! Hvergi á Austurlandi mun skolli liðsterkari en í Geithellna- hreppnum. Þar eru afréttarlönd stór. Hamarsdalur, Geithellna- úalur, Hofsdalur, teygja sig langt inn í land, eins og sjá má á kort- ’Jrn. Snjólétt er þarna og töluvert fuglalíf úti við sjóinn. Bændur eru fjármargir um þessar slóðir. Er þvi lengi bjargarvon fyrir táp- miklar refafjölskyldur, enda nota þær sér aðstöðuna. Fundust í vor 11 greni (13 í fyrra) og óttast rnenn að fleiri bústaðir hafi verið þarna þó eigi findust. Stefán Aðalsteinsson er maður nefndur. Hann býr á Djúpavogi °g á sér trillubát og rær til fiskj ar þegar það hentar. En á vorin Sfengur hann á mála hjá Þorfinni á Geithellnum, oddvita þeirra Álftfirðinga, að „bombalda" refi, °& þykir hinn ágætasti stríðs- maður. ; Austri náði tali af Stefáni rétt eftir að hernaðaraðgerðum lauk í vor og fara hér á eftir nokkrir þættir úr samtalinu. Rúmlega mánaðar vertíð Stefán kveðst hafa farið á kreik síðast í maí og verið að fram Una mánaðamót júní og júlí. Á þessu tímabili heimsótti hann sjö greni af þeim ellefu sem fundust í hreppnum og banaði þrettán dýrum fullorðnum, einn refinn sá hann aldrei. Tuttugu og tveir yrðl- mgar voru handsamaðir en eitrað fyrir þá, sem eftir urðu á nokkr um grenjum. Hvað hefur þú vopna? Helzta vopnið er einn ágætur riffill finnskur. Hann er með kíki á sigtinu og býsna, öruggur á allt upp í 400 metra xæri. Haglabyssu hef ég svo líka, en eins og nærri má geta kemur hitt sér oft vel að geta skotið á löngu færi, því að skolli er var um sig, eins og allir vita. Heimsóknartíminn ? Mér gefst bezt að koma að grenjunum þegar bæði dýrin eru fjarri. Kann þá svo að fara að hjúnin uggi ekk> að sér og komi í skotfæri næsí þegar þau nálgast híbýli sín. En mér virðist þau séu oftast „frá bæ“ um kl. 4—8 að morgni og 6—10 að kvöldi. Hvar eru svo flest grenin? Jú, þau eru nokkuð dreifð um svæðið. Og ein hjónin gerðu sér bólstað örskammt ofan við þjóð- veginn í holurð utan við Krák- hamarinn milli Geithella og Mel- rakkaness. Umsátrið stendur stundum lengi. Nýr bátur til Sl. föstudag kom nýr vélbátur til Stöðvarfjarðar eftir 5 daga siglingu frá Kaupmannahöfn. Var margt um manninn á bryggju til að fagna komu bátsins, en Sig- urður Guðjónsson, kaupfélags- stjóri hafði orð fyrir heimamönn- um, heilsaði fríðum farkosti af hafi og bað skipi og skipshöfn velfarnaðar og heilla. Um kvöld- ið var efnt til mannfagnaðar til að fagna merkum áfanga í atvinnu- málum byggðarlagsins, Flutti þar oddviti, Friðgeir Þorsteinsson. ræðu, Eigendur hins nýja báts, Hraðfrystihúsið hf. bauð áhöfn bátsins, hreppsnefnd og stjórn Hraðfrystihússins, ásamt konum þessara manna, til kvöldverðar. Hinn nýi bátur nefnist Kamba- röst, SU-200. Er hann gerður af stáli og smíðaður í Austur-Þýzka- landi, en vélar og annar útbúnað- ur víða aðfenginn. Báturinn kost- aði 1.5 millj. og er 75 brúttólest- ir, knúinn 280 ha. Mannheim vél frá Vestur-Þýzkalandi. Reyndist ganghraði 10 sjóm. í reynsluför, en rúmar 8 á heimsiglingu. Skipið er búið öllum venuljegum sigl- ingartækjum, fullkomnum átta- Mest kvaðst Stefán hafa legið sex daga á sama greni — og náð þá öllu kviku. Hitt kemur svo líka fyrir að bæði dýrin vitja grenis á fyrstu nóttu, jafnvel á fyrstu klukkustund. — Léttist þá brún á skyttum. Fjórum sinnum hefur Stefán unnið bæði dýrin á tveim klst. Hlaupadýr Fyrir kemur að Stefán leggur af stað á vetrardegi. í fyrravor (1956) brá hann sér inn á Geit- hellnadal og sálgaði þrem dýrum á einni nóttu! Hvað gamall í embættí, Stefán? Þetta er nú fimmta sumarið. Áður er sagt frá veiðinni í vor, En á þessum fimm árum hefur Stefán banað um 60 fullorðnum dýrum og 130 yrðlingum. Og virðist þér fækka? Nei, þvert á móti. Aldrei meira um refinn en þessi síðustu ár, hvað sem því veldur. Framhald á 3. síðu. Stöðvarfjarðar vita og dýptarmæli, miðunar- og talstöð, smíðuðum í Danmörku. Radar verður og settur í skipið svo og Asdic-tæki en bæði fylgja í kaupunum. 1 vélarúmi er 20 ha. ljósavél og við hana 11 kw. rafall og við aðalvél skipsins 8 kw. raf- all. Allt er skipið hitað upp með rafmagni, einnig eldavél í eldhúsi. öryggisútbúnaður bátsins er hinn fullkomnasti. Er því skipt í 5 vatnsþétt hólf og dælukerfi mjög fuliiíomið. Til nýmæis mun það teljast, að komið hefur verið fyr- ii brunadælukerfi um skipið og settir víða á vatnshanar, sem auð- velt er að komast að. Björgunar- bátur er úr gúmmíi og tekur 12 manns. Togvinda og línuspil eru vökvadrifin. Er báturinn fullbúinn til veiða, getur veitt hvort sem er í net eða troll og lítið mun þurfa um að bæta til síldveiða. Fylgir í kaupunum nótabátur úr stáli. Vistarverur skipshafnar eru snyrtilegar og öllu haganlega fyr- ir komið, en enginn íburður. Rúm voru upp reidd og hvíld búin skip- verjum í mjúkum dýnum. Mun sjaldan svo frá gengið af hálfu Framhald á 2. síðu, í gær lézt að heimili sínu Bjarni Jónsson bóndi og hreppstjóri að Skorrastað í Norðfirði. Hann var fæddur í Viðfirði 7. sept. 1889 Að Skorrastað fluttist hann með foreldrum sínum 6 ára gamall og hefur hann átt þar heima síðan Foreldrar hans voru hjónin María Sigvaldadóttir og Jón Bjarnason. Var móðir hans ættuð af Út-Hér- aði en faðir hans var einn af hin- um mörgu börnum Guðrúnar og Bjarna, bónda í Viðfirði. Á þeim árum sem Bjarni ólst upp var ekki títt að mennta börn eða unglinga meira en það sem þau gátu notið í foreldrahúsum. Þó var hann einn vetur í ung- lingaskóla í Neskaupstað og tvo i búnaðarskóla á Eiðum og hefur þetta hvort tveggja, auk heima- fræðslunnar, orðið honum hald- gott veganesti. Eftir að hann komst á fullorðinsaldur, hlóðust á hann flest trúnaðarstörf í sveit- arfélaginu. Þegar ungmennafé- lagið var stofnað 1915, varð hann formaður þess og var það óslitið í 20 ár, í hreppsnefnd átti hann sæti í 22 ár, í skólanefnd í mörg ár, hreppstjóri frá 1938 til dauða- dags, í stjóm Kaupfélagsins Fram lengi og nú síðustu árin for- niaður þess. Mörg fleiri störf ann- aðist hann fyrir sveit sína og þótti vel gefast að trúa honum fyrir þeim, því alls staðar kom fram sama trúmennskan og sam- vizkusemin og gott þótti sam- starfsmönnunum að vinna með honum hvað sem gera þurfti. Bjarni var gleðimaður í vina hópi, hvort sem var heima eða heiman, en bezt þótti honum heima, enda átti hann ágætt heim- ili og hafði yndi af að taka á móti gestum, var líka oft gestkvæmt þar því þeir fundu hlýjuna sem anda í móti frá honum og fjöl- skyldu hans. Bjarni kvæntist árið 1919 Krist- jönu Halldóru Magnúsdóttur, sem lifir mann sinn. Þau eignuðust 3 börn sem öll eru á lífi: Jón bóndi og búfr. á Skorrastað, Sigrún María, húsfrú á Eskifirði og Björn búfr. á Skorrastað. Fjölskylda hans og vinir vonuðu að þau fengju að njóta samvista hans enn um nokkur ár, því að heilsan var eftir vonum, þar til allt í einu að kallið kom. Framhald á 3. síðu.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.