Austri


Austri - 16.10.1957, Blaðsíða 2

Austri - 16.10.1957, Blaðsíða 2
2 Neskaupstað, 16. október 1957, AUSTRI Raktar helztu ályktanir sambandsþings Fiskifélagsdeilda á Austurl | AUSTRI ; | Ritstjóri: 2 Ármann Riríksson. 2 !! NESPRENT H-P J „— nóg er til að sinna4i Svo var kveðið við síðustu alda- mót. Eftir það hefur lítt eða ekki orðið hlé á annríki með Islend- ingum. Og í dag liggur við ærslum með fólki út af því, að örðugt reynist að gera allt í einu. Þrjátíu skip í smíðum, segir ríkisstjórnin. Og ætli ekki svona þrjú þúsund íbúðir! Og þriflegar sveitir eru ristar þvers og langs með þurrkunarskurðum. En það er víðar þörf stórra á- taka en á verklega sviðinu. Glóð eldmóðs og áhuga er vakti með Ungmennafélögum á öndverðri þessari öld hefur kuln- í-ö nokkuð. Stjór.imálabaráttan í landinu er á faiuncium rekin með þeim hætti að ebki er vanzalaust. — Er þar skemmst að minnast þeirra við- burða, þegar flokkur, sem teiur sig starfa eftir sjónarmiðum framleiðslu og atvinnurekenda. tekur upp hina glannalegustu verkalýðspólitík og stuðlar að verkföllum og upplausn til óþurft- ar ríkisstjórn andstæðingaflokka. Slíkir atburðir mundu vart eða ekki fá skeð með skyldum þjóð- um, með lengri stjórnmálareynslu að baki. Og á fleiri sviðum félagsmála er aðgæzlu þörf. Stéttarsamtök þau, sem kennd eru við verkalýðinn eru löngu orð- in sterkt afl 1 þjóðfélaginu, þau hafa verið svo máttug í stjórnar- andstöðu, að ógerlegt hefur reynzt að stjórna landinu án sam- ráðs við þau. Nú er þvi hætt um sinn. Núverandi ríkisstjóm starf- ar í nánum tengslum við samband verkalýðsins sem og bændasam- tökin í landinu. En þá hefur það komið í ljós, að verkalýðssamtökin eru ekki svo sterk í jákvæðri stefnu sem þau hafa verið í andstöðunni á undanförnum árum. Enda þótt forysta samtakanna hafi eindreg-1 ið hvatt til varfærni, hefur sundr- ungaröflum reynzt það kleyft að ■koma af stað atburðum eins og margra vikna stöðvun kaupskipa- flotans nú í sumar. Enn blasa við miklir erfiðleikar í efnahagslífi þjóðarinnar. Stjórn- málamenn og hagfróðir munu vinna að undirbúningi næðstu að- gerða um þessar mundir, ,,þó varla nokkur viti enn hve vænlegt ráð þeir hitta“. En jafnvel hin viturlegustu ráð munu renna út í sandinn nema Sambandsþing Fiskifélagsdeild- j t.nna í Austfirðingafjórðungi vaí haldirn á Reyðarfirði 26. og 27 rept. sl. Voru þai mættir 13 full trar frá fiskifélagsdeildum á Stöðvar-, - Fáskrúðs-, Revðar- Eski- og Sevðisfirði auk Neskaup sta ðar Gerði þingið samþykktir í ýms um málum, er útveg varðar. Má þar einkum geta eftirtalinna: 1. Landhelgismál Fækkað verði grunnlínupunkt- um fyrir Austfjörðum, þannig að línan verði dregin um Langanes, Glettinganes, Hvalbak og Ingólfs- höfða og fiskveiðatakmörkin a. m. k. 12 mílum utar. Stjómarvöld voru hvött til að standa fast á réttindum íslendinga og stefnt verði að því, að allt landgrunnið verði innan landhelgis. 2. Stofnllán bátaútvegsins Fiskiþingið vár hvatt til að beita áhrifum sínum við þing og 'Stjórn til að frestað verði afborg unum af stofnlánum til bátaút- vegsins og að dráttarvextir verði skki innheimtir. Taldi þingið að vanskil þessi stöfuðu í mörgum tilfellum af því, að útflutnings- uppbætur til útvegsins greiddust semt og treglega og orsakaði sú greiðslutregða mikið vaxtatap og ýmsa örðugleika og væri það því sanngirnlskrafa að veittur yrði nokkur greiðslufrestur afborgana, og útgerðarmenn ekki krafðir um dráttarvexti vegna vanskila, sem þeir ættu ekki sök á. 3. Björgunarmál Hvatt var til hagkvæmrar próf- unar og viðgerða á gúmmíbjörg- unarbátum og þess óskað að full- komnir leiðarvísar á íslenzku væru útgefnir um notkun og við- hald bátanna. Ennfremur að sjó- klæði væru gul og fest á þau sjálf- lýsandi spjöld og að athugaðir yrðu möguleikar á framleiðslu björgunarvesta, sem sjómenn gætu klæðst við vinnu sína. 4. Vitamál Skorað var á Fiskiþingið að beita sér fyrir því, að viti verði reistur á Hvalbak, aukið ljósmagn vitanna á Stokknesi, Papey,, Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, á Bökkum við Norðfjörð og Dala tanga, byggður verði viti á Prestleiti sunnan Kambaness og annar á Meðallandssandi, innsigl- ingarviti á Grímutanga við Reyð- þjóðin eflist í hófsemi og ræki með sér þann félagsþroska er nægir til að fordæma það þjóð- bættulega ábyrgðarleysi sem glannafengnir lýðskrumarar og heilir landsmálaflokkar hafa uppi haft um sinn og ekki án árangurs. Almenn félagsleg vakning er meiri nauðsyn nú, en margur ger- ir sér grein fyrir í fljótu bragði. arfjörð og raíóviti á svæðinu milli Dalatanga og Stokkness, ennfrem- ur sett nokkur siglingamerki og dufl á nánar tilgreindum stöðum. 5. Talstöðvar Sambandsþingið óskaði eftir, að settar verði upp talstöðvar á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Eski- firði og Norðfirði og bætt af- greiðsluskilyrði talstöðvarinnar a Seyðisfirði, t. d. með því að koma upp loftnetum á Dalatanga. Þá var talið æskilegt að talstöðin á Höfn í Hornafirði verði opin allan sólarhringinn yfir vetrarvertíðina reynt verði að afla bátkum hent- ugri talstöðva og séð um að í hverri verstöð sé tiltæk varatal- stöð og móttakari fyrir bátana, ennfremur reynt að fyrirbyggja, að erlend fiskiskip noti þá bylgju sem innlendum bátum er ætluð. 6. Síldarútvegur Átalið var sleifarlag á síldarleit flugvéla fyrir Austurlandi sl. sum- ar og óskað eftir að framvegis verði síldarleitarflugvél staðsett á Egilsstöðum yfir síldveiðitímann jafnframt verði haldið úti vel búnu síldarleitarskipi undir stjórn síldarskipstjóra. Gæti skipið feng- izt við síldarrannsóknir samtímis Þingið mælti með því að Síldar- bræðslunni hf. á Seyðisfirði yrði veitt fyllsta aðstoð til að ljúka endurbyggingu síldarbræðslunnar sem hafin var á sl. ári. Auk þess taldi þingið að auka þyrfti og bæta bræðslur víðar á Austfjörð- um, einkum á þeim stöðum, sem aðstaða er fyrir hendi til síldar- söltunar. Þá óskaði þingið eftir því að komið yrði upp tunnuverk- smiðju á Austfjörðum og meðan svo væri ekki yrði séð um að næg- ar tunnubyrgðir væru í fjórð- ungnum og taldi að þeim væri bezt fyrir komið . á Reyðarfirði. Þingið óskaði eftir að öll síld til söltunar og bræðslu yrði vigtuð og, þar sem sliku yrði ekki við komið, verði a. m. k. söltunar- stöðum gert að skyldu að hafa 100 kg. löggild síldarmál. Samþykktir voru gerðar um ýmis önnur mál, s. s. um að kom- ið verði á fiskileit við Austfirði í apríl og mai, komið upp dráttar- braut er annazt gæti viðgerðir stærstu fiskiskipa í fjórðungnum frekari skattívilnanir til handa sjómönnum, bættar landsamgöng- ur milli sjávarþorpa í fjórðungn- um o. fl. I stjórn voru kjörnir: Árni Vilhjálmsson Jón B. Sveinsson Níels Ingvarsson. Fulltrúar á Fiskiþing til næstu fjögurra ára: Árni Vilhjálmsson Níels Ingvarsson Friðgeir Þorsteinsson Árni Stefánsson. Barnafræðsla Framh. af 4. síðu. um, og hyrfu svo heim um skeið og næmu heima að nokkru. Hefur svipað kennsluform, námsskeiðs- kennsla, verið reynd um alllangt skeið við ísafjarðardjúp innan- vert, og gefið allgóða raun. Kostnaðarsamt I kaupstöðum verða heimilin ekki verulega vör við þann auka- kostnað er af dvöl bamanna leið- ir í skólanum. Barnið er í sínu heimili, tekur þar sitt viðurværi. Munar vitanlega nokkru um til- kostnað til heimilishaldsins, en verður þó langtum minna vart, en til sveita, þar sem kosta þyrfti barnið að heiman mikinn hluta skólatímans og reiða af hendi á- kveðið daggjald. Til heimavistar- skólans greiðir rikissjóður ráðs- konukaup og nokkum hluta rekst- urskostnaðar. Sveitafélög verða sjálf að standa undir miklum kostnaði og eiga í fæstum tilfell- um hægt með að auka sína að- stoð. Virtist því sanngjamt, að af heimilunum yrði létt beinum kostnaði við dvöl bamanna 1 heimavistarskólum og vrði tekið af almannafé. Að vísu er skóla- kerfi okkar orðið mjög dýrt og þjóðinni þungbært jafnvel jafnað við herkostnað erlendra þjóða. Þykir mörgum að þar megi í ýmsu fremur spara, og að það sé sjálf" sögð réttlætiskrafa, að foreldrar úti um sveitir landsins þurfi ekki að bera þyngri kostnað vegna skyldunáms barna sinna en tíðk-1 ast í kaupstöðum. Nýr bátur Framhald af 1. síðu. skipasmíðastöðvar. Þá er sími úr stýrishúsi til hásetaklefa og í stýr- ishúsi er og mælir er sýnir halla skipsins í gráðum. Teiknað er skipið af Hjálmari Bárðarsym skipaskoðunarst jóra. Svo var í upphafi um samið er ríkisstjórnin gekk frá samningum um smíði bátsins, að hann kæm1 tii landsins í maí sl., en afhend- ing dróst. Fer nú báturinn til veiða á heimamiðum, en það ef von eigenda, að hægt verði að stunda veiðar að heiman mestan hluta árs, þegar undan er skilinn síldveiðitíminn og að báturinn megi færa aukna atvinnu í þorpi®- Eigandi er, sem áður getur, Hrað,fr\rstihúsið jhf., en stærstn hluthafar þess fyrirtækis er kauP' félagið og hreppurinn. Á heimsiglingu var Jón Guðmundsson, Fáskrúðsfirði, skipstjóri, en nú tekur Karl Krist' jánsson við skipstjórn, en J^° Helgason er fyrsti vélstjóri

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.