Austri


Austri - 20.12.1957, Blaðsíða 1

Austri - 20.12.1957, Blaðsíða 1
- <?> tJtgei'endur: Framsóknarmenn á Austurlandi. Ritstjóri: Ármann Kiríksson. NESPRENT H-P argangur. Neskaupstað. 20. desember 1957, 23. tölublað. Sr. Ingi Jónsson Frelsari fœddur Dagblöðin eru flestum kærkomin. Þau færa okkur nær hinu fjarlæga, upplýsa um margt og fræða um það, sem við á engan hátt höfum tök á að kynnast á annan hátt. Þau eru því kærkomnir gestir, margfróðir og ræðnir, hverjum þeim, 'sem lætur sig nokkru skipta það, sem gerist heima og erlendis. Þcssa dagana er það ein fregn sem allar aðrar yfirgnæfir og er forsíðufrétt þessa blaðs sem allra annarra blaða h5ns kristna heims. Hún er frá Betlehem komin og kjarni hennar er Jæssi: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs. Venjulega segja blöðin ekkii frá öðru en nýjustu frétt- um. Þessi er reyndar nokkuð komin til ára sinna, eni hún er samt forsáðufréttin ár eftir ár, á hverjum jólum. Hún er gömul, en þó siung og aJÚtaf jafnfersk. Samt var það svo með þennan atburð, sem aUir minnast nú, að inennirnir veittu honum litla athygli í fyrstu. Fátækt fólk í erfliðleikum og barnsfæðing í fjárhúsjötu. Slíkt þótti tæpast umtalsvert í önnum skrásetningarinnar. En í dag er þessu barnj lotið af milljónum, bókin, s|em segir frá því, útbreiddust allra bóka, fregninni um fæð- ingu þess fagnað um allán heim. Hvort sem þú hefur fifað mörg jól eða fá, eru þau alltaf jafnkærkomin. Þau ganga ei úr sér. Boðskapur þeirra er á öllum tdmum jafnknýjandi. Hann er sígildur þes<si boðskapur: Frelsari er fæddur. Hversu oft höfum við ekki lifað okkur inn í þennan atburð, allt frá því fj'rsta að við heyrðum um hann. Við vorum í anda með fólkinu, sem streymdi til ættborga sinna. Við fundum til með hinum úthýstu, sáum barnið í anda hvjla i fangi móður sinnar. Við slógumst í för með fjárhirðunum, gættum hjarðarinnar með þeim, heyrðum englasveitir boða fagnaðarboðskapinn og veitt- um barninu lotningu með hinum fátæku hjarðmöimum. Sérhver hefur lifað sig inn í þennan atburð. Og sá, sem jólin hafa einu sinni snortið, \erður ekki sami maður á eftir. Hann hefur komizt í snertángu við það, sem mest er hér í hetimi. Og það hugaríar trúar og kær- leika, sem jólin skapa hjá okkur, er það, sem hver maður þráir innst inni, að verði varanlegt hjá sér og megi ná til sem flöstra. Jólin koma ár livert á sÁnuin ákveðna tíma með þann mesta boðskap, sein heimurinn hefur fengið: Frelsari er fæddur. Menn hafa eltki viíjað trúa þessu. Þeir hafa vænzt annars. En annars er ekki að vænta. Þessi nægir sannarlega. Allt tíf lians og starf, boðskapur og reynsla kynslóðanna ber það með sér, að s\o sé. Hann \ar sartn- arlega sá, sem koma átti. Sérhver jól færa okkur nær honum. Hann á eriudi við okkur. I*að er líf þifct, sein hann vill móta, huga þinn, færa þ'ig nær Guði og vilja hans. Lesandi góður. Ég veit ekki um hagi þína, en það er eitt eigi að siður, sem ég veit, að Jiér er þörf á uin Jicssti jól: að Jiú lifir ])ig inn í jólaboðskapinn eins og þegar Jiú varst barn, og iiemir boðskap Krists með hugarfari lotningarinnar. Við Jiurfum meiri lotningu inn í líf okk- ar, meiri trú, við þurfum að verða sannari eftirbreyt endur Krists. Við þurfum að lifa hin fornu orð: Ná- lægtð yður Guðj og J>á mun liann nálgast yður. Það ,er engiim yfir J>að hafinn að læra af boðskap jólanna. Það hefur enginn af svo miklu að státa i trúar- og siðferðis- efnum, að hann sé upp úr þessu vaxinn. Jólin koma nú sem fyrr færandi hendi inu í Jiennan friðvana heim. Þau læra frið og heilgi, þau færaj fögnuð og lotnlngu. Þessa dagana má víða lesa og heyra hinn sígilda jólaboðskap. Hann er með ýmsu móti framborinn og með margs konar búningi, en kjarni hans er alls staðar sá sami: Frelsari er fæddur. Þessi fregn, sem fyrst barst út frá Betlehem, hefur Jiegar valdið aldahvörfum. En sú er von okkar og bæn, að hún eigi eftír að fara enn víðar og ná til fletrt með ári hverju, og vckja til umhugsunar og starfs fyrir Guðsriki. Blessuð sé Jiessi hátíð og velkomin. Gleðileg jól. \fl|f ~ níjþr ti fjjþr Trn|þrrn^rrin\H|r ~ m Vþ' ~ irVþr na)|fr**——~Y~**—•**- *"**“

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.