Alþýðublaðið - 22.10.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.10.1923, Blaðsíða 2
* ALÞYÐUBLÁÐIÐ Bardagaaðferð „¥ísis“ í fimtudags- og laugardags- blöðutn >Vísis< er gert að um- ræðuefni kaup þvottakonunnar í Alþýðuhúsinu. Frásögn þessi er sennilega komin tii blaðsins frá einhverjum góðgjörnum ná- unga og tekin sem heilagur sann- leikur af ritstjóranura; þess þurfti nú líka með svona rétt fyrir kosningarnar. Kaup umræddrár þvottakonu var síðast iiðinn vetur 35 kr. á mánuði fyrir þvott á góifunum þrisvar í viku, Þetta kaup var með fullu samkomujagi að munn- legum samningi okkar á miiíi, þótt það væri 5 kr. lægra en undanfarna vetur. Kona þessi hafði ekki þvott á húsinu undan- farin sumur vegna þess, að hún stundaði atvinnu sína utan við bæinn. En sú venja hefir verlð að greiða minna fyrir sumar- mánuðina vegna þess, að notk- un hússins hefir verið minni og sjaldnar þvegið. Enn fremur hafa þvottakonur þær, sem undan- farið hafá starfað við hreingern- ingu hússins látið allsherjar-vor- hreingernkign vera innifalda í mánaðarkaupinu. Nú í vor tal- aði umrædd kona um að hafa þvott hússins áfram í sumar fyrir 30 kr.. þótt hún á síðustu stundu, i byrjun júní, hætti við það vegna nægrar vinnu við fisk- þvott. Um vorhreingerninguna var sem áður samá regla, en þar sem hún sagðist þurta að- stoð við það vefk, þá varð það samkomulag okkar á milli, að sú aðstoð skyldi borguð með 15 kr. Að nefndri þvottakonu hafi verið boðið upp á 25 kr. kaup — það hefir aldrei komið tíl mála. Enn fremur eru það ósannindi, að nokkur >annar maður< hafi hvatt mig til að greiða umsamda peninga, því að þeir voru greiddir strax daginn eftir, að vérkið var unnið. Einnig eru það ósannindi, að dreng nefndrar þvottakonu hafi verið sagt upp starfa við útburð blaðsins. Hann var fyrir löngu hættur þeim starfa vegna skóla- náms sín^. Kon u rl Munlð eiíir að biðfa um. Smára smjörlíklð. Ðæmið sjálfar urn gæðin. f H^SmjorlikisqerðiniEegkiávíÍrll Kona þessi, sem hér um ræðir, hefir skýrt mér svo frá, að hún hafi ekki á einn eða annan hátt flutt blaðinu >Vísi< þessa röngu frásögn, og veit ekki, hvaðan hún er komin, og til staðfest- ingar því, sem hér er frá skýrt, hefir konan gefið eftirfarandi vottorð: >Ég undirrituð, sem mun vera sú þvottakona, sem um er rætt í >Vísi< i dag og 18. þ. m., votta það, að sú 5 króna kaup- lækkun, sem átti sér stað með byrjun maímánaðar í vor, var gerð með fullu samkomuiagi við umsjónarmann hússins og bygð- ist á þvi, að notkun hússins var mikið minni að sumrinu til og hreingerningum fækkað, svo að þær voru ekki nema tvisvár í viku. Það er ekki heidur rétt, að það hafi verið drengurinn mino, sem hætti við að bera út blaðið. Frásögnin í >Vísi< um, að um- sjónarmaður hússins hafi tregðast við að borgá umsamdar 15 kr., er ekki rétt og ekki heldur, að mér hafi verlð boðið upp á 25 kr. kaup. Reykjavík, 20. okt, 1923. Pálína Jónsdóttir, Ktapparstíg 35.< Kaup við þenna starfa háfði því lækkað á síðsst liðnum vetri um 12 ^/2% frá því, sem hæst var goldið, þegar dýrtíðin var mest, og er það nokkru minna en aívinnurekendur hér hafa lækkað kaup verkámanna og sjómanna. Einnig er vert að geta þess, að hærra hefir verið goldlð fyrlr hreingerningu á Al- þýðuhúsinu en alment gerist „Skntull", blað jafnaöarmanna á ísalirði, er al- veg ómissandi öllum þeim, sem fylgj- ast vilja vel, með þvi, sem gerist i kosningahriðinni fyrir vestan. Gerist áskrifendur nú þegar á afgreiðslunni. Hjálparstöð hjúkrunarféiags- ins >Líknar< er opin: Mánudaga . . . kl. 11—12 f. h. Þriðjudagá ... — 5—6 e. -- Miðvikudaga . . — 3—4 @. — Föstudaga ... — 5—6 e. -- Laugardaga . . — 3—4 e. - fyrir álíka vinnu annars staðar í bænum, sem sjá má á eftir- fylgjandi vottorði: >Ég undirrituð, sem hefi þvegið gólfin í Álþýðuhúsinu í sumár fyrir 30 kr. á mánuði, skai votta það með ánægju, að borgun fyrir það verk er öliu betur launað en víða annars staðar í bænum, fyrir sams konar verk, er ég vinn við. Reykjavík, 20 okt. 1923. Sigríöur Quðmundsdóttir, Eystri Hábæ.< Læt ég svo úttalað um þetta mál í bili. Sigurjón A. Ólafsson, nmsjónarmaður Alþýðuhússins. Her ópin. A-listu-inenn: EngÍDn kjósa ætti sá, ef eDgar finnur hvatir góðar, nema hjartað heyvi slá hagsæld fyrir lands og þjóðar. B-lista menn: Kjósið þá,-sem kúga þjóð! Kúgun auðvalds seldur alþýðuDni byiginn bjóð! Bót hún réttar veldur. Oldungur. Hámark vinnntima á dag á að vera átta tímar við létta vinnn, færri tímar við erfiða vinnu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.