Austri - 02.02.1967, Qupperneq 1

Austri - 02.02.1967, Qupperneq 1
Otgefandi: Kjördæmlssamband Framsóknarmanna í Austurlandskjördæml. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Kristján Ingólfsson Vilhjálmur Hjálmarsson Fjármál og auglýsingar: Björn Steindórsson, Neskaupstað. NESPRENT Fundur um raforkumál Hið nýstofnaða samband sveit- arfélaga á Austurlandi efndi til fulltrúafundar um raforkumál fjórðungsins á Egilsstöðum á þriðjudaginn í síðustu viku. Fundinn sóttu 36 fulltrúar frá 24 sveitarfélögum. En nær öll sveitarfélög á Austurlandi hafa þegar gerzt aðilar að samtökun- um. Raforkumálastjóri, Jakob Gísla- son, og rafveitustjóri ríkisins sátu fundinn og fluttu yfirlitserindi. Allir fiirnm alþingismenn kjör- dæmisins voru mættir og tóku þjátt í umræðum. Fjölmargir gest- ir af Héraði og næstu fjörðum sátu og fund þennan sem haldinn var í Héraðsheimilinu Valaskjálf. Formaður samtakanna, Sveinn Jónsson á Egilsstöðum, setti fundinn og stýrði honum, en rit- ari sambandsins, Hrólfur Ingólfs- son, Seyoisfirði, bókaði gerðir hans. —o— Raforkumálastjóri, Jakob Gísla>- son, gaf yfirlit um raforkuvinnslu og notkun á Austurlandi og um athuganir þær, er gerðar hafa verið varðandi næstu aðgerðir á svæði Austurlandsrafveitunnar. Hvergi á landinu lrefur notkun raforku vaxið eins ört og á Aust- urlandi. Með virkjun Grímsár tvöfaldaðist orkunotkunin á fjór- um árum. Og með aukningu síld- veiða og síldariðnaðar varð aftur 100% aukning á svipuðum tíima. I töflunni hér á eftir er sýnt í 1. dálki framleidd raforka á veitusvæði Austurlands 1956— 1966 í millj. kwst., í 2. dálki er sýnd notkuð fiskiðnaðarins í sömu einingu frá 1961—66 og loks í 3. dálki hundraðshluti vatnsafls í heildarorkuvinnslunni frá 1959—66. 1956 4.5 1957 4.6 1958 6.2 1959 7.8 1960 8.4 1961 9.7 1962 10.7 1963 13.1 1964 15.6 1965 19 1966 24.5 »-• u. \ I I- »• . - 'v •- Þannig hefur hundraðshluti vatnsorku í heildarorkufram- leiðslunni stöðugt farið minnk- andi. Af framleiddri vatnsorku hefur Grímsá skilao 90% og nýt- ing orkuversins þar stöðugt farið vaxandi með auknu álagi. Árið 1961 samþykkti Alþingi á- lyktun uim1 heildaratliugun á raf- orkumálum Austurlands. Varðandi orkuöflun var í fyrstu gerður samanburður á virkjunarstöðum austanlands, einkum Lagarfossi og Fjarðará í Seyðisfirði svo línu frá Laxá. Framkvæmdar hafa verið1 vatna- mælingar, jarðvegsrannsóknir og boranir. Fljótlega varð þó ljóst, að Lagarfoss einn gat gefið full- nægjandi orku. Var því hafizt handa að kortleggja vatnasvæði Lagarfoss og dýptarmæla Löginn. Frá 1965 liefur sérstakur vinnuhópur verið starfandi á Raf- orkumálaskrifstofunni vegna þess- ara athugana allra. Skyldi m. a. gera „orkuspár" fyrir veitu- svæðið og fullnaðaráætlanir um virkjanir í Lagarfossi allt frá 6.3 mw, upp í fullvirkjun fossins, sem talin er skila 20—25 mw. Skv. áætlunum, sem þegar eru fyrir hendi, kostar 6.3 m w. virkjun með línu til Egilsstaða 100 millj. króna, en lína frá Laxá með 16 þ. kw. flutnings- getu uim 60 millj. kr. Sl. vor óskaði stjórn Laxár- virkjunar aðstoðar ríkisstjórnar- innar við útvegun lánsfjár og ríkisábyrgða vegna stækkunar orkuversins. Stjórnskipuð nefnd athugar í heild orkuþörf Norður- lands og Austurlands. Samtenging veitusvæða gefur möguleika til stærri og ódýrari virkjana. Valgavð Thoroddsen gaf ýmsar upplýsingar um rafmagnsveitur ríkisins á Austurlandi, línulagnir um sveitir o. fl. Fjárfesting hefur orðið sem hér segir: Vatnsaflsstöðvar 65 millj. kr., dísilstöðvar 63 millj., aðalorkuveitur 43 millj. og dreifi- kerfi 67 imillj., alls 238 millj. kr. Er það um 20% af fjárfestingu ríkisins til raforkuframkvæmda. Ath. blaðsins: Stærstu orkuver landsins eru ekki ríkiseign nema að hluta). Um rekstursafkomu ríkisveit- anna gaf rafveitustjóri þessar upplýsingar: Gjöld Tekj. Halli m.kr. m.kr. m.kr, Suðvesturland 49 51 2 S næfellsnes - og Dalasýsla 10 7 3 Vestfirðir 19 10 9 Norðurland 31 25 6 Austurland 36 20 16 Afkoman er því lökust á Aust- urlandi, enda hluti dísilorku í framleið'slu hvergi meiri og byggðin strjálli þar en annars istaðar og dreifikerfi því dýrt. Sé miðað við landið allt er fjöldi þeirra, er rafmagns njóta, á milli 90 og 100%. En ef litið er á dreifingu rafmagns frá sam- veitum um sveitirnar þá verður annað uppi á teningnum. I þrem sýslum hafa nær öll sveitabýli fengið rafimagn, þ. e. í Gullbringdu- og Kjósarsýslu, Rangárvallasýslu og í Eyjafirði. Sé litið á landfjórðungana stendi- ur dæmið þannig: Suðurland 84% Vesturland 48% Norðurland 67 % Austurland 34% Mikið strjálbýli veldu mestu um hversu skammt er komið dreifingu um sveitir á Austur- landi. Eystenn Jónsson gat um sam- starf þingmanna af Austurlandi í raforkumálunum, athuganir sér- Mesta Allmikil umsvif hafa verið í félagslífi í fjórðungnum nú í skammdeginu og færð verið all- góð eftir áramótin, a. m. k. í byggðum. Mikil svellalög hindr- uðu þó um tíma umferð um Stað- arskarð og ófært var til Borgar- fjarðar um tíma. Oddsskarð hef- ur einnig lokazt öðru hvoru og Fjarðarheiði aðeins farin á snjó- fcíl, þó var ekið þar um tíma í frosinni ýtuslóð á léttum bílum, bæði jeppum og fóiksbílum. Leikféiög Fáskrúðsfjarðar og Neskaupstaðar hafa komið á sýn- ingum á leikritum sínum og far- ið á milli fjarða, stundum með aðstoð varðskipa. Á Héraði var haldin mjög fjölsótt menningar- vaka í Valaskjálf fyrir jól og nú i fræðinga og viðbrögð1 stjórnar- valda. Þá ræddi hann nokkuð orku- skortinn og þau vandræði er hlotizt hafa af truflunum í rekstri dísilstöðvanna í sumar. Áætlanir sérfræðinga sýna að virkjun í Lagarfossi er út af fyr- ir sig mjög hagkvæm. Með hlið- sjón af stórfelldum atvinnu- rekstri í fjórðungnum er eðlilegt að myndarlegt vatnsorkuver verði reist hér, því flutningur raf- orku um fjöll og firnindi veitir aldrei sama öryggi. Auk þess ó- eðlilegt að eiga orkuöflunina undir samningUi'n við hálfgert einkafyrirtæki í öðrum lands- fjórðungi. Dreifing rafmagnsins um sveitirnar hefur gengið allt of seint, fjárveitingar rýrna stöð- ugt vegna verðþenslunnar. Gera þarf heildaráætlun nú þegar og hraða framkvæmdum. Frumvarp Jónasar Péturssonar er flutt án samráðs við aðra þingmenn af Austurlandi. Þarf að skoðast vandlega, en það imun ■ naumast flýta fyrir lausn þessara mála að hefja deilur um það nú. Eg beiti mér ekki fyrir þessari lausn mála nema í fullu samráði við ykkur, sveitarstjórnarmenn á Austurlandi, og eftir ósk frá ykk- ur. Lúðvík Jósepsson talaði í líkum dúr og Eysteinn, mælti sterklega með virkjun fossins, áréttaði að sérfræðingar teldu hana hag- Framh. á 2. síðu. furða geisa þar þorrablót eins og raun- ar víðar, þar sem sá gamli siður er í heiðri hafður. Stjórnrmálaflokkarnir undirbúa nú framboð sín í Austurlands- kjördæmi við allmikla erfiðleika, landfræðilega, og vafalaust einnig af öðrum rótum runna, en ekki er vitað um niðurstöður þegar þetta er skrifað. Samband sveitarféiaga á Aust- urlandi hefur efnt til stórfundar um raforkumál eins og nánar greinir á öðrum stað. Það imá því segja að furðu gegni hversu tekizt hefur til um mannamót á þessum árstíma eins og 'Samgöngum er annars háttað í fjórðungnum, strandsiglingar í molum og vegakerfið ófullkcimið. 93% 98— 3.1 97— 4 88— 5.1 81— 6.9 86— 9.1 69— 13.7 57— J

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.