Austri - 15.03.1967, Blaðsíða 2

Austri - 15.03.1967, Blaðsíða 2
2 r ÁUSTRl r Neskaupstað, 15. marz 1967. Austfjarða- áœtlun í GAMNI OG ALVÖRU Það er almennt gengið út frá því, að þegar lokið verður fram- kvæmdaáætlun þeirri, sem nú er unnið að fyrir Norðurland, þá komi röðin að Austfirðingum með slíka áætlunargerð. Sumir halda því að vísu fram, að hér séu nú slíkar allsnægtir sakir síldveiðanna, að þér þurfi enga framkværædaáætlun. En þetta er hin mesta firra. Svo bezt nýtast möguleikar austur hér, að ýmiss þjónustustarfsemi, svo sem í samgöngumálum, sé í lagi og fólki að öðru leyti gert fært að búa sér þau lífskjör, að hver uni glaður við sitt. Við máttum áður heyra það lönguim, á meðan hér var afla- leysi á pörtum og erfitt atvinnu- ástand, að fyrir þennan lands- hluta væri lítið gerandi. — Ligg- ur þá beinast við fyrir okkur, í krafti þeirrar verðmætaöflunar sem hér fer fram, að krefjast skipulegra og stórvirkra að'gerða til að mæta sameiginlegum þörf- um fólksins og atvinnureksturs þess. Verkefni eru ærin. Því þótt mikil fjármunamyndun fylgi síld- veiði og síldariðnaði og allir vinni sein orkan leyfir að þeirri fjár- munamyndun og svo að því að fegra og bæta híbýli sín, þá er eins og sameiginlegu þarfirnar hafi í ýmsum tilvikum orðið út- undan. Nægir í því sambandi að minna á suma helztu þætti þeirr- ar þjónustustarfsemi, er ríkið hefur með hönduim: Vinnslu og dreifingu raforku, skólamál, sam- göngur á landi, á sjó og í lofti, útvarp og sjónvarp, póst og síma o. s. frv. En á öllum þessum sviðum teljum við okkur standa höllum fæti. Merkilegt má það heita, að þeg- ar til kastanna kemur, þá er eins og efling byggðajafnvægis sé ýinsum feimnismál. í augum margra höfuðstaðarbúa er einnig og kannski engu síður frá sjón- arhóli dreifbýlisfólks, er krafan um stóraukið fjármagn til handa fámenninu í ætt við sníkjur og rell. En menn ættu að líta á stað- reyndir, og þá kemur í ljós, að eftir hinum ótrúlegustu leiðum streymir fjármagnið að þéttbýl- asta kjarnanum, burt frá hinuim strjálu byggðum. Jafnvel það1 eitt, að skila þúsundum fullvaxa æskufólks, mörgu vel menntuðu eftir langa skólagöngu, til starfa í borg og bæ, er margra tuga ef ekki hundraða milljóna árlegur skattur á sveitirnar. Ef landhshlutaáætlanir þær, sem nú eru á prjónunum hjá stjórnarvöldum eiga að ná til- gangi sínum, þarf bæði imeira fjármagn en nokkurn órar fyrir og það þarf að taka fyrir og skipuleggja miklu fleiri mála- flokka en enn hefur verið gert — Bjarni liættur? 1 síðasta blaði var skotið lausu skoti að ritstjóra Austurlands út af þeirri brandarakenndu hug- mynd að hyggjast fella „viðreisn- iná“ með því að vinna þingsæti af Framsókn! Sennilega hefur maðurinn séð, að þetta var dálítið hæpið og vill ekkert um það segja meira. En þar sem oss er kunnugt um það, að margir hafa skeimmt sér konunglega við Jestur hinna kúnstugu kosningahugleiðinga ritstjórans, þá áskiljum vér oss rétt til að hlaupa í skarðið, ef svo fer að menn verði nú af þess- ari skemmtan. Munum vér þá fyrst færa sönnur á það hversu hættulegt það yrði ríkisstjórn ,,viðreisnar“, ef slatti af hálf- volgum Alþýðubandaiagsmönnum á Austurlandi kysu nú B-iistann í vor og tryggðu honum fjór þing- menn. Lúðvík yrði svo uppbótar- maður eins og hann var forðum, þegar vér felldum hann í þrígang í Suður-Múlasýslu á meðan til þess þyrfti ekki nema tvöfaldan meirihluta. „En afneita ...“ 1 annarri smáklausu í síðasta blaði var slegið upp á spaugi við ritstjóra Austurlands og hann spurður um ,,línuna“ varðandi viðureign Moskvu og Peking. Þetta virðist hafa snert við- kvæman streng í brjósti kollega vors. Kvartar hann undan „æðis- gengnum skrifum" gegn sér og flokki sínum! — En hvað ekkert má. — Þá sver hann og sárt við leggur, að aldrei hafi tekizt að finna hinar iminnstu iíkur fyrir sambandi sinna manna við þá austrænu! Svo segist hann heimta algert og ævarandi hlutleysi og skýtur það dálítið skökku við lín- una frá 1945, þegar flokkur hans, hvað sem hann hét nú þá, vildi ólmur fara í stríð við Þjóðverja og Japani! Eru þetta tvímæla- laust falleg sinnaskipti og stuðla að heimsfrioi, ef einlægni er á bak við. Mjóifjörður betri en Moskva Og til þess nú, að því er virð- ist, að komast sem lengst frá fornvinum sínum (seim samkvæmt afneituninni voru aldrei svo mikið maðurinn lifir ekki af brauði einu saman. Það er vel að austfirzkar sveita- stjórnir hafa nú bundizt samtök- um. Eitt fyrsta verk þeirra verð- ur að koma fram fyrir okkar hönd við samningu Austfjarðaá- ætlunar. Sveitastjórnir á Aust- urlandi ættu að styðja samband sitt öfluglega með þátttöku í fundum þess og á annan tiltækan hátt. Það styrkir aðstöðu þess út á við á allan hátt, sem málkunningjar) þá gerir rit- stjórinn sér lítið fyrir, kalla uppi Jónas frá Klaustri og greiðir för — til Mjóafjarðar! Mikils þykir nú við þurfa. Nema nú kemur langt rabb um það hvernig Framsókn muni við bregðast að „viðreisn" fallinni, þegar þeir koma að biðja sér trúnaðar, báðir tveir, sigurvegar- inn, Alþýðubandalagið, og sá sigraði. En það er um þetta að segja líkt og kosningaspárnar, að menn geta skemmt sér við slíkar bolla- leggingar, þeir sem yndi hafa af þeim. En úrslitin bíða síns tíma. Það hefur gengið svo til, lang oftast, að stjórnmálaflokkarnir setja fram sínar stefnuskrár, heyja kosningabaráttuna og ganga síðan til samninga um stjórnarmyndun að henni lokinni. Og hver einstakur flokkur hefur eitthvert sinn setið í ríkisstjórn með sérhverjum hinna flokkanna, svo margt virðist nú geta komið til greina. Vel má vera að annað sé æski- legra þegar á allt er litið'. Og hve- nær sem er geta flokkarnir auð- vitað ákveðið að breyta um starfs- aðferðir hvað þessu viðvíkur. Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing í þessari viku. Það fer með æðsta vald í málum flokksins og setur honum stefnu- skrá. Eftir ákvörðunum þess fer það, hvort leitað verður að ein- hverju leyti fyrirfram samninga við aðra flokka, ellegar hitt, að unnið verði líkt og áður, barizt Framh. af 1. síðu. 3. Vilhjálmur Hjálmarsson, f. 20. sept. 1914 á Brekku í Mjóa- firði, bóndi og kennari, alþingis- maður 1949—’56 og 1959. Hann er kvæntur Margréti Þorkelsdótt- ur frá Galtastöðum í Hróars- tungu. I1 4. Tómas Árnason, f. 21. júlí 1923 á Hánefsstöðum í Seyðis- firði, hæstaréttarlögrnaður. Var fulltrúi og sið'ar deildarstjóri í ut- anríkisráðuneytinu, framkvæmda- stjóri Tímans nokkur ár, rekur lögfræðiskrifstofu. Hefur verið varaþingmaður Eyfirðinga og síð- ar Norð-Mýlinga. Kona hans er Þóra Eiríksdóttir frá Neskaup- stað. 5. Kristján Ingólfsson, f. 8. okt. 1932 á Sólbakka í Seyðisfirði, skólastjóri í Eskifirði, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, kvæntur Elínu Ósk- arsdóttur frá Önundarfirði. 6. Víglundur Pálsson, f. 25. maí 1930 í Vopnafirði, bóndi á Refsstað. Kona hans er Jóhanna Einarsdóttir, ættuð úr Skagafirði. fyrir stefnu flokksins í kosning- unum — og eftir þær, á þann hátt sem vígstaðan þá gefur möguleika til. Ekki er mér kunnugt um hve- nær þeir í Alþýðubandalaginu og Sósíalistaflokknum, þar sem sami maður er formaður annars flokks- ins og varaformaður hins, koima saman og draga upp sinn stríðs- fána. Það verður sjálfsagt á næst- unni. Við bíður því og sjáum hvað setur. — En að fengnum nægilega traustum viðræðugrund- velli munum við hérna nágrann- arnir mæia okkur mót og gera út um það hvernig stjórna beri næsta áfangann. Óþörf hnýsni Og eitt enn. Ritstjóri Austur- lands er oft að fjargviðrast um það hver skrifi þessa eða hina greinina í Austra og virðist jafn- an kunna á því glögg skil og eins þótt höfundar sé ekki getið. Nú getur hann þess, einimitt í spjalli því, sem ég hef hér gert að umtalsefni, að! ég hafi skrifað 5. tölublað Austra einn. Og þetta er hár rétt! Það virðist að vísu skipta und- ur litlu máli hver skrifar hvað í þessu eða hinu tilvikinu, ég Kristján eða einhver annar, en þó þykir okkur það óþarfa hnýsni, Austramönnum, að verið sé að snudda í handritum okkar og munum gera ráðstafanir til að fyrirbyggja slíkt eftirleiðis. V. H. 7. Guðmundur Magnússon, f. 6. des. 1922 á Hjartarstöðum í Eiða- þinghá, múraraimeistari, kennari og oddviti í Egilsstaðakauptúni. Kona hans er Aðaldís Pálsdóttir frá Skeggjastöðum í Fellum. 8. Ásgrímur Halldórsson, f. 7. febr. 1925 að Bakkagerði í Borg- arfirði. Kaupfélagsstjóri á Horna- firði frá 1953, kvæntur Guðrúnu Ingólfsdóttur frá Vopnafirði. 9. Sveinn Guðmundsson, f. 5. sept. 1941. Kennari og bóndi á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð. Kvæntur er hann Sæunni Stef- ánsdóttur frá Ártúni í Hjalta- staðaþinghá. 10. Hjalti Gunnarsson, f. 5. nóvember 1914 á Reyðarfirði, skipstjóri og síðar útgerðarmað- ur þar. Kona hans er Aðalheiður Vilbergsdóttir frá Stöðvarfirði. —o— Allir eru frambjóðendur B- listans bornir og barnfæddir á Austurlandi, hafa tekið virkan þátt í félagsmálastarfsemi og eru nákunnugir höguim og landshátt- um. |

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.