Austri - 15.03.1967, Blaðsíða 3

Austri - 15.03.1967, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 15. marz 1967. AUSTRI Skólamál Framh. af 4. síðu. hefur eins og öll önnur tvær hlið- ar ef ekki fleiri. Með því móti að leggja niður fyrsta bekk Alþýðuskólans á Eið- um er unnt að taka fleiri nem- endur í hina bekkina, og sjálfsagt þróast þetta í þá átt að 2. bekk- ur kveðji líka með tímanum. Hinsvegar verður fræðslumála- stjórnin að sjá svo um, að mögu- legt verði fyrir aðra skóla að veita þeim unglingum imóttöku, er annars hefðu farið í 1. bekk Alþýðuskólans. Á ég þá sér í lagi við heimavistarbarnskólana tvo. Hvernig er heimavistarrými þeirra varið til að taka við mörgum nem- endum utan síns skólahéraðs? E. t. v. leysist þetta mál þó auðveldar en skyldi, þar eð' hinir tveir fyrrnefndir skólar spanna nú yfir 6 af 9 sveitahreppum Fljótsdalshéraðs, svo „utanhér- aðsunglingar“ verða aldrei ýkja margir. En fræðslumálastjórnin á engu að síður að aðstoða þá við að útvega sér skólavist. Reyni maður að skapa sér yfir- sýn yfir ástandið í málefnum gagnfræðastigs hér á Austurlandi, þá er sú staðreynd ljós, að á fyrri hluta þess, fram að unglinga- prófi mun unnt að koma flest- öllum unglingum fyrir við skóla- borð. Kauptún og kaupstaðir sjá um sig, allmargar sveitir eru á góðum vegi imeð að byggja upp aðstöð'u fyrir þessa tvo bekki. Enn eru þó margar sveitir þann- ig settar, að þær hafa enga mögu- leika á unglingaskólahaldi. Ung- lingar þeirra hafa því um tvennt að velja, annað það að knýja á 'dyr hjá unglingadeildum „heima- vistarbarnaskólanna" en hitt að koma sér fyrir á heimilum í kaup- túnum eða kaupstöðum og setjast þar við1 náim í unglingaskólum. Hvorugur kosturinn er fram- tíðarlausn. Einasta lausnin er sú að allir unglingar geti lokið a. m. k. unglingaprófi í heima-skólahér- aði. Það mál verður hinsvegar ekki komið í skorður fyrr en all- ar sveitir eiga orðið aðild að heimavistarskólum, sem ná yfir skyldunámsstigið allt. Því miður á það mál enn talsvert langa leið til lands, en er hinsvegar svo bráðnauðsynlegt, að því ber þjóð- félagslega séð forgangur uimfram mjög margt, er verið hefur látið sitja í fyrrúmi. Framkvæmdin í dag En snúum okkur nú að síðari hluta gagnfræðastigsins, og fram- kvæmd þess hér á Austurlandi. Fyrst skulum við athuga þann fjölda unglinga, sem á næstu ár- um imá búast við að leiti skóla- vistar 3. og 4. bekkjar. Tala þeirra unglinga er Ijúka eiga ung- lingaprófi samkvæmt aldrei hér í kjördæminu í lok yfirstandandi skólaárs, svo og á næstu árum er sem hér segir: Ungl. fæddir árið 1952 alls 213 — — — 1953 — 249 — _ — 1954' — 232 — — — 1955 — 231 — - —• 1956 — 232 Allir þessir unglingar eiga kröfu á hendur samfélaginu til að njóta fræðslu, svo að þeir öðlist þann undirbúning undir fullorð- insárin, er flestir telja nú al- menna nauðsyn, þ. e. miðskóla, eða gagnfræðapróf. Hverjir eru hinsvegar möguleikar til að full- nægja þessari kröfu hér heima fyrir ? í vetur starfa hér í kjördæm- inu 4 skólar, er halda uppi fræðslu á síðari hluta gagnfræða- stigs, þ. e.: 1. Alþýðuskólinn á Eiðum. Hann getur tekið u. þ. b. 115 nemendur. Eins og fyrr er frá greint mun hann a. ö. 1. aðeins hafa 2., 3. og 4. bekk á næsta skólaári, og má því ætla að þar verði rúm fyrir 70—80 3. og 4. bekkjar nemendur. 2. Gagnfræðaskólinn í Neskaup- stað. Þar munu nú í vetur stunda nám 115—120 nemendur. Flestir munu úr Neskaupstað, en þó hljóp skólinn drengilega undir bagga með' unglingum1 annars staðar að úr fjórðungnum, sem hvergi áttu höfði sínu að að halla með skólavist. Þessir aðkomuunglingar verða að koma sér fyrir á heimilum, þar sem um enga heimavist er að ræða. 3. Miðskólinn á Seyðisfirði. Þar starfar nú í fyrsta skipti 3. bekkur og eru neimendur 14. Þar hefðu eflaust komizt fyrir fleiri nemendur í 3. bekk, en sama vandamálið bagar þar og í Nes- kaupstað, heimavistarskortur. 4. Miðskóli á Höfn í Horna- firði. Þar eru nú 10 nemendur í 3. bekk. Hefði þar eflaust verið unnt að koma fyrir fleiri nem- endum, en sami skorturinn á heimavist og við skóla 3 og 4. Á sl. hausti var það staðreynd, að ýmsir unglingar áttu í miklum örðugleikum með að fá skólavist í 3. bekk. Hefði almennt verið vit- að um skólana miðskóladeildirn- ar) á Seyðisfirði og Höfn, hefði það eflaust bjargað einhverju. Hinsvegar þyrftu að vera fyrir hendi heimavistir, sem tækju á móti þeim aðkomuunglingum, seim til skólanna sæktu. Slíkt hefur marga kosti fram yfir það að þurfa að koma þeim fyrir hér og þar á heimilum, þótt ágæt séu. Framtíðin En hvernig á að skipuleggja gagnfræðanáim í náinni framtíð hér á Austurlandi? Við ákvörðun í því máli verður að taka tillit til æði margs, svo sem nemenda- fjölda, hagkvæmni í rekstri o. s. frv. Ætla má að unglinga á gagn- fræðaaldri í Austurlandskjör- dæmi verði á næstu árum að staðaldri í kringum 900. Þar af um helmingur á 3. og 4. bekkj- araldri, eða uim 450. Gera má ráð fyrir að 4 af hverjum 4 a. m. k. leiti áfram, að loknu unglinga- prófi. Til að unnt sé að sinna því fólki heima í fjórðungnum þarf í það minnsta að vera unnt að taka á móti 360 unglingum á 3. og 4. ári gagnfræðastigs. Mér sýnist að miðað við nú- verandi fólksfjölda —• ég undir- strika núverandi — beri að stefna að framkvæmd eftirgreindra at- riða í imálum gagnfræðastigs á Austurlandi: I. Að allir unglingar fái lokið unglingaprófi í heimaskólahéraði sínu, hvort sem þeir búa í sveit eða við sjó. II. Að á Vopnafirði, Seyðis- firði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fá- skrúðsfirði og í Egilsstaðakaup- túni verði komið upp varanlegri aðstöðu fyrir miðskóladeild. III. Gagnfræðaskólar fjórðungs- ins er kenni til 4 ára gagnfræða- prófs verði þrír, þ. e. 1) Alþýðu- skólinn á Eiðum er verði í fram- tíðinni 3. og 4. bekkjaskóli með sem fullkomnastri deildaskiptingu milli verknáms og bóknáms, svo og landsprófsdeild. Hugsanlegt að stækkun hans kæmi til greina. 2) Gagnfræðaskóli í Austur-Skafta- fellssýslu. Tel ég að það eigi að verða mál Austur-Skaftfellinga sjálfra, hvar þeir velja honum stað. 3) Gagnfræðaskólinn í Nes- ikaupstað enda verði byggð þar heimavist í sambandi við skólann. I sambandi við skaftfellska skólann yrði að sjálfsögðu lögð á- herzla á verknáms- og bóknáms- deildaskiptingu, eins og á Eiðum, svo og kennslu undir landspróf. Hér imiðast við núverandi Samsýning Myndlistarfélag Neskaupstaðar heldur samsýningu um páskana. Stjórnin. ^W/V/WAA/\A/\A/WN/W\AÍN/WVS/W\A/WWi'>AAA/\/ Bíll til sölu 6 tonna Volvo-vörubifreið, smíðaár 1961, í góðu lagi, er til sölu. Góðir greiðsluskilmálar. Gunnar Davíðsson, sími 137, Neskaupstað. VWWWWWWWWWWWWWWWVAAAAAA/ f 3 —-------------------------------• ástand og íbúafjölda, eins og áður er fram tekið. Taki einhver stað- ur stökkbreytingu um íbúafjölg- un mundi eflaust ástæða til end- urskoðunar á þessum atriðum. En framkvæmd þessi á langt í land. Skólahúsnæði stendur víða í vegi fyrir henni. Viðreisnar- stjórn okkar Islendinga undan- farin ár hefur átt önnur óska- börn en skólabyggingar úti á landi. Um gagnfræðanám á Aust- urlandi hefur hún verið fáskipt- in. Þó ber okkur Austfirðingum að hafa það í huga, að Jónas Pétursson á meðaumkun skylda fyrir skrið sitt, þegar hann. þing- maðurinn að austan lagðist þversum fyrir heimavistarmál gagnfræðaskólans í Neskaupstað. Merkilegt að ekki óskýrari — og ekki illviljaðri maður en Jónas er, skuli geta látið draga sig svo langt til andstöðu við austfirzka hagsmuni. Loðnuveiði Margir Austfjarðabátar stunda nú loðnuveiðar við suðvestur- ströndina. Afli hefur verið mikill og hafa orðið erfiðleikar á nýt- ingu aflans, sem nær allur fer í gúanó. Loðnan er því ekki verðimikil. í fréttaauka fyrir helgina drap Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur á tilraunir Kanadamanna til verðmætari vinnslu þessa fiskjar, sem í rauninni er hinn ljúffengasti ef hann er matreidd- ur á réttan hátt. Hann skýrði og frá því að japanskir sendimenn hefði verið að kanna möguleika á því að flytja héðan hraðfrysta loðnu til vinnslu í Japan en á því virtust vera mjög miklir erf- iðleikar. M. a. er hæpið að hægt sé að! fullnægja kröfum Japan- anna urm að ríflegur hundraðs- hluti aflans sé kvenioðnur hrogna- fullar. Aðspurður um hættu á ofveiði kvað Hjálmar það skoðun sína og fleiri, sem um þessi mál hafa fjallað, að meginþorri þeirrar loðnu, sem veiðist, sé komin á fallandi fót. Auk þess verður loðnan fljótt kynþroska en fjölg- unarmöguleikar hennar því imiklir. Reynsla annarra þjóða, sem lengur hafa veitt loðnu en við, bendir ekki til þess að hætta sé á ofveiði þessarar sjókindar. Loðnuveiðin er töluverð búbót síldveiðibátunuim yfir dauða tím- ann, þrátt fyrir lágt verð, en þorskveiði hinna stóru síldveiði- skipa er fyrirfram dauðadæmd, að margra dómi, eins og nú er komið um verðgildi krónunnar. AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA Þökkum innilega auðsýnda saimúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, fósturföður og bróður BJÖRNS JÓNSSONAR Miðbæ. ' María G. Björnsdóttír, fósturdóttir, ' fjölskylda og systkini.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.