Austri - 15.03.1967, Blaðsíða 4

Austri - 15.03.1967, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Neskaupstað, 15. marz 1967. Kristjdn Ingólfsson: 2. grein WVWWVWVA/WWA/VNA^A/VAA/WVN^^AAAAAÍ SKOLAMAL Inngangur Samkvæmt lögum um gagn- fræðaná.m frá árinu 1946 er gagn- fræðastig annað af fjóruim aðal- stigum skólakerfisins. „Það teng- ir saman barnaskóla annarsvegar og sérskóla og menntaskóla hins- vegar. — Skólar þessa stigs eru einkum ætlaðir unglingum á aldr- inum 13—17 ára“ segir í 1. grein umræddrar löggjafar, beinum orðum. Tilgang gagnfræðastigsins segja lögin þann, „að efla andlegan og líkamlegan þroska unglinga, veita þeim lögboðna fræðslu, búa þá undir franhaldsnám í mennta- skólum, sérskólum og sérfræði- námskeiðum og undir ýmis störf, sem krefjast góðrar almennrar menntunar“. Fyrri tvö ár gagnfræðastigsins nefnast almennt unglingastig og lýkur því með unglingaprófi. Það veitir rétt til framhaldsnáims í miðskólum og gagnfræðaskólum. Samkvæmt 8. grein laga um skólakerfi og fræðsluskyldu frá 1946 eru öll börn og unglingar fræðsluskyld á aldrinum 7—15 ára, en hinsvegar getur fræðslu- ráð (sýslu, kaupstaðar) ákveðið að fræðsluskylda í einu eða fleiri skólahverfum innan fræðsluhér- aðsins skuli aðeins ná til 14 ára aldurs, ef hlutaðeigandi skóla- nefnd óskar þess. Á sarna hátt er sveitarfélagi heimilt imeð samþykki fræðslu- málastjórnar að hækka fræðslu- skyldualdur til 16 ára. Til skamms tíma hefur fræðslu- skylda í sveitum einungis verið til 14 ára aldurs og skyldunámi þá lokið með svokölluðu fullnað- arprófi barnafræðslunnar. Þetta mun nú tekið að breytast með tilkomu stærri heiinavistarskóla, er þá þróast upp í að sinna skyldunámsstiginu öllu frá 7—15 ára aldurs. í reynd hefur þróunin orðið sú, að hundraðstala unglinga, er ljúka vilja 4 ára gagnfræðanámi, fer æ hækkandi enda er það nauð- synlegur lykill bæði að framhald- andi námi og hinum ýmsu störf- um og stöðum þjóðfélagsins. Hitt hefur viljað við brenna í æ ríkara mæli, að unglingar utan af landi ættu ekki sæti við neitt skólaborð er þeir vildu halda áfram skólagöngu að skyldunáimi sínu loknu. I Hvernig er ástandið á Austurlandi ? I upphafi þessarar greinar er vitnað í lög um gagnfræðanám. Áður en lengra er haldið verðum við enn að átta okkur betur á setningum þeirra. Um skipti gagnfræðastigsins kveða þau svo á, að það deilist niður í þrenns konar skóla, þ. e.: 1. Unglingaskóla, sem eru tveggja ára skólar og lýkur með unglingaprófi, eins og fyrr segir. Það nær sem sé yfir tvö fyrstu ár gagnfræðastigs. 2. Miðskóla, sem eru þriggja ára skólar, ná yfir þrjú ár gagn- fræðastigs. Samkvæimt lögum lýk- ur þeim með landsprófi miðskóla, er veitir aftur sé lágmarkseink- unn fullnægt rétt til inngöngu í menntaskóla og kennaraskóla. Þróunin hefur hinsvegar orðið sú, að hinir smærri meðal miðskóla, er eigi hafa tök á deildarskipt- ingu árganga sinna búa nemend- ur 3. bskkjar fyrst og fremst undir heiimatilbúin miðskólapróf. Undirbúningurinn undir lands- próf er það sérstæður á 3. skóla- ári, að yfirleitt þarf að hafa landsprófsnemendur meira eða minna út af fyrir sig við kennsl- una. í 3. Gagnfræðaskóla, þeir eru yf- yfirleitt 4 ára skólar, ná þá yfir gagnfræðastigið allt, eða þá þeir ná yfir efri bekki þess 2 eða 3. Gagnfræðaskólar eru 1 kaupstöð- um landsins, að tveimur undan- skildum og þar að auki héraðs- skólarnir. Gagnfræðaskólarnir útskrifa nsmendur sína með gagnfræða- prófi, en halda landsprófsdeildir á 3. skólaári og gefa þeim nemend- um sínum er þess óska kost á að ganga undir landspróf. Hér á Austurlandi hafa mál- in gengið' svo til sem og víðast hvar á landinu, að í þéttbýlinu hefur verið leitazt við að sinna fræðsluskyldu 7—15 ára. Yfirleitt eru unglingaskólar kauptúnanna í fjórðungnum búnir að öðlast staðfestu, þó reyndar í minnstu kauptúnunum þeir hafi verið að rísa upp fram á síðasta skólaár. Ætla má, að unglingar kaup- túnanna og kaupstaðanna hér hafi möguleika til að ljúka ung- lingaprófi heima fyrir. Það er fyrst eftir að því lýkur sem að vandræði þeirra hefjast. í sveitunum hefur framkvæmd fræðsluskyldunnar gengið hægar, og það er ekki fyrr en á allra síðustu skóaárum sem hinir nýju „heimavistarbarnskólar" hafa tekið að setja á fót unglingastigs- bekki. Annars hafa héraðsskólarnir (gagnfr.sk.) verið skjól sveitaung- linganna fram að þessu. Inn í 1. bekk þeirra hefur leiðin legið að loknu fullnaðarprófi barnafræðsl- unnar. Nú er hér að verða breyting á. Halldór Ásgrímsson verður ekki í kjöri við alþingiskosn- ingarnar í vor. Hann varð sjö- tugur á sl. ári og ákvað að draga sig í hlé. Hann hefur setið á þingi óslitið síðan 1946. Aukakjördæmisþingis á Reyðarfirði vottaði honum þakkir fyrir langt og giftu- drjúgt starf og sendi honuim og konu hans, Önnu Guð^ mundsdóttur, alúðarkveðjur. Þegar mun ráðgert að leggja nið- ur 1. bekk Eiðaskóla á næsta skólaári og mun þá fræðslumála- stjórnin a. ö. 1. vísa Héraðsung- lingum á unglingadeildir heima- vistarbarnaskólanna á Eiðum og Hallormsstað, svo og unglinga- skólann á Egilsstöðum. Þetta mál Framh. á 3. síðu. óli í Austur-S Vöntun skólahúsnæðis á Aust- urlandi er orðið vandræða- og raunar hreint hneykslismál. Eru þeir þegar orðnir margir, ungling- ar og foreldrar þeirra, sem eiga um sárt að binda vegna frávís- ana skólanna. Fjölmargir fundir Austfirðinga hafa fjallað um þessi mál, fundir stjórnmálasamtaka, sveitarstjórn- arsambands, sýslufundir o. s. frv. En ríkisvaldið seim fer með þessi mál, skellir við skolleyrum. Páll Þorsteinsson hefur nú borið fram á Alþingi frumvarp til laga um héraðsskóla í Austur- Skaftafellssýslu. Samkvæmt frv. á ríkissjóður að bera allan kostn- að af byggingu og rekstri skól- ans. Sýslan skal þó á sinn kostn- að leggja til skólastað. Ráðherra ákveður nánar staðsetningu og umræmi skólans. Ráðherra velur tvo menn í stjórn skólans, en hlutaðeigandi sýslunefnd (eða sýslunefndir) kýs þrjá skóla- nefndarmenn saimkv. frumvarpinu. Á Suðausturlandi er enginn fullkominn skóli á gagnfræðastig- inu, en unglingadeildir starfa í sambandi við barnaskólana og á Höfn og Djúpavogi er vísir að miðskóladeildum. Eiðaskóli er fullsetinn og þar hefur ekki verið hægt að fullnægja eftirspurn eft- ir skólavist. Afleiðingin verður sú, að æskufólk í þessum landshluta verður oft að fresta um sinn gagnfræðanámi, meðan beðið er eftir skólavist, eða ungmenni hverfa alveg frá framhaldsnáimi. Þegar ástæður eru þannig, má með sanni segja, að mikið skorti á, að æskumönnum í þessum landshluta sé af þjóðfélagsins hálfu búin fullnægjandi aðstaða að þessu leyti. Héraðsskólarnir, sem nú starfa, eru flestir orðnir séreign ríkisins á grundvelli laga frá 1962. I sam- ræmi við það, er lagt til, að hér- aðsskóli sá, er hér um ræðir, verði ríkiseign. \ Þegar uimdæmi skólans yrði ákveðið, gæti vel komið til greina að það yrði látið ná yfir svæðið milli Skeiðarársands og Breiðdals- heiðar. Þá myndi sýslunefnr A- Skaftafcllssýslu kjósa tvo menn í skólanefnd, en sýslunefnd S- Múlasýslu einn. —o— Það verður áreiðanlega fylgzt með því á Austurlandi hvernig þessu frumvarpi Páls Þorsteins- sonar reiðir af á Alþingi. 1 samþykktum nýstofnaðs Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi er rætt um nauðsyn nýs skóla fyrir gagnfræðastigið, slíkt hið sama í saimþykktum síðasta reglulegs þings Kjördæmissam- bands Framsóknarmanna. Sýslu- fundir S-Múlasýslu fól fræðslu- ráði sérstaklega að taka til at- hugunar húsnæðisvandamál gagn- fræðastigsins. Sumir þessara funda ályktuðu sérstaklega um byggingu heima- vistar við gagnfræðaskólann í Neskaupstað, sem fyrstu úrbót. Alkunna er hvernig stjórnarliðið og málsvari Austfirðinga í þeiim hópi snerist við því máli á Al- þingi. Menn eru að vonum uggandi um að frumvarp Páls Þorsteins- sonar fái sömu móttökur. En við bíðum nú og sjáum hvað selur.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.