Austri - 06.04.1967, Blaðsíða 2

Austri - 06.04.1967, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Neskaupstað', 6. apríl 1967. „Pólitísk fjárfesting" Nýshipan rtektnarsaibflnda Einhver fráleitasti áróður, sem sézt hefur í íslenzkum stjórnmál- um, er það, þegar stjórnarliðið tekur að hrósa sér fyrir síldveið- ar við Austurland og þá grózku í atvinnulífi fjórðungsins sem síldveiðunum eru samfara. Allir vita auðvitað að síldin er ópólitísk skepna og tekur ekki hið minnsta tillit til þess hver fer með stjórn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Það er alkunna — og á ekki að gleymast — að Sjálfstæóismenn beittu sér harkalega gegn bygg- ingu síldarverksmiðja á Austur- landi fyrst eftir að veiði fór að glæðast hér úti fyrir. Slíkar framkvæmdir hétu á þeirra máli „pólitísk fjárfestíng“ og þótti það augljóst merki um pólitíska spillingu að ljá þeim málum lið. Fékk Eysteinn Jóns- son og aðrir sem þao gerðu ófag- urt orð í eyra. Ljótur er þáttur íhaldsins í verksmiðjumálum Seyðfirðinga og Reyðfirðinga. En það tókst á sínum tíma að koma í veg fyrir að íbúar þeirra staða gætu endur- nýjað' eða byggt upp að nýju að- stöðu til síldarvinnslu í stórum stíl til ómetanlegs tjóns fyrir þessi byggöarlög. Ekki hefur gengið skafið að fá nauðsynleg leyfi og lán til þeirra framkvæmda í síldariðnaði, sem þegar er búið að gera. Margir sem í þeim eldi hafa staðið, kunna hinar furðulegustu sögur um tregðu yfirvalda. En fyrir þrautseigju þeirra hafa málin komizt í höfn og verksmiðjurnar mala það gull sem sannarlega hefur komið að góðu haldi fyrir þjóðarbúið og hin einstöku byggð- arlög. , A Bakkafirði var reist verk- smiðja á vegum heimaaðila. Hún lenti í erfiðleikum í fyrstu og þurfti aukið fjármagn til að yf- irstíga þá. Það fékkst ekki og aðkomumenn hafa nú eignar- hald á verksmiðjunni. Ýmis þau mannvirki, sem nú eru í byggingu og stuðla munu að blómlegu atvinnulífi í fjórð- nngnum, njóta svo lítillar fyrir- greioslu um lánamál, að það er , varla einleikið. Hvað þar býr á bak við skal ósagt látið, en mönn- um kemur sitthvað í hug. —o— Afskipti núverandi stjórnar- flokka af atvinnuuppbyggingunni hér eystra eru með endemum. Það er sannarlega ekki þeim að þakka, þótt harsnúnir athafna- menn úr öllum stjórnmálaflokk- ujp hafi gert hér stóra hlttti.. Með stofnun Ræktunarsam- bandanna var brotið blað í sögu ræktunarmála. Þá komu til sögu stórvirkari jarðvinnslutæki en áð- ur höfðu þekkzt, þ. e. jarðýturn- ar með viðeigandi vélbúnaði. Ræktunarsamböndin náðu til nær allra sveita á landinu. Starfs- svæði þeirra voru mjög misstór og fór það eftir staðháttum. Hér á Austfjörðum voru flest sam- böndin mjög smá, sums staðar aðeins einn hreppur. Mikið var unnið með' vélum þessum í fyrstu. En fyrirkomu- lagið hefur ekki reynsl vel. Hin smáu ræktunarsambönd hafa átt við mikla erfiðleika að etja. Við- hald vélanna reyndist þeim mörg- um um megn. Og þegar frá leið hafa sum þeirra átt erfitt með að leysa nauðsynleg verkefni. Þessi mál hafa verið til umræðu hjá Búnaðarsambandi Austur- lands að undanförnu. Síðasti að- alfundur fólk sambandsstjórninni að vinna að breytingu á skipulagi ræktunarsambandanna þannig að sameina þau að meira eða minna leyti og auka þannig starfssvið þeirra og starfsgetu. Síðan hefur stjórnin nokkuð kynnt sér viðhorf manna og tel- ur nú tímabært að taka málið fyrir á sem breiðustum grund- velli. Hefur hún nú skrifað stjórnum allra ræktunarsambandanna og stungið upp á því að sameina þau í tvö sambönd, annað sunnan Smjörvatnsheiðar, allt að Lóns>- heioi, hitt norðan liennar og nái þá yfir Vopnafjarðar- og Skeggja- staðahreppa, ellegar þá að allt starfssvæði Búnaðarsambands Austurlands verði sameinað í eitt ræktunarsamband. Hér skal enginn dómur lagður á þessa hugmynd. En öllum sem til þekkja má vera ljóst, að breyt- inga er þörf. Enn er margt óunnið í ræktun- armálum okkar og verður svo auðvitað um ófyrirsjáanlega frnmtíð. Þörfin fyrir það að fá a. m. k. grófari ræktunarstörfin unnin með aðfengnu vinnuafli hefur farið vaxandi. Ennþá er svo ástatt víðsvegar um Austur- land, að heyfengur er í það knappasta, og allt of lítið til af ræktarlandi til beitar. Efld og aukin 'starfsemi ræktunarsam- bandanna er því ótvíræð og knýj- andi nanðsyn. Enginn vafi er á því að margt mælir með því að steypa ræktun- arsamböndunum saman. T. d. yrði þá rekið viðgerðaverkstæðl, sér- hæft fyrir viðgerðaþjónuslu þeirra véla, sem samböndin liafa í þjónustu sinni. Otvegun vara- hluta ýrði vafalaust auðveldari. Undir sameiginlegri stjórn yrði og auðveldara að sinna hinum ýmsu verkefnum, sem að höndum Á hinn bóginn eru svo hinir staðháttubundnu erfiðleikar, sem við þekkjum allt of vel enn aust- ur hér, þrátt fyrir þær samgöngu- bætur, er orðið hafa á þeim 20 árum, sem liðin eru síðan rækt- unarsamböndin hófu starf. Þetta allt þurfa menn að vega og meta. Er þess að vænta að stjórnendur ræktunarsamband- anna bregðist vel við tilmælum stjórnar B.S.A. um athugun þess- ara mála, svo og formenn og stjórnir búnaðarfélagana, sem einnig hefur verið ritað um þetta efni. Málið er tímabært. Hdlverkasýning í Neskaupstað Framh. af 1. síðu. hana 500 manns, þrátt fyrir mjög óhagstætt veður suma sýningar- dagana. Allmargar myndir seld- ust. Ráðgert hefur verið að fara með sýninguna til Keflavíkur, en óvíst hvort af því getur orðið. Dómnefnd fimm manna skoð- aði sýninguna og úrskurðaði verðlaun. Frú Alda Sveinsdóttir frá Barðsnesi hlaut 1. verðlaun, en lítil mynd sem hún nefnir Huldu- kona, vakti mjög mikla athygli. Sveinn Vilhjálmsson fékk 2. verðlaun og hef ég heyrt að dóm- nefnd hafi einkum vísað' til fjög- urra mynda, eins og raunar hjá Öldu. — Voru þær sín með hverju sniði eins og heiti þeirra bera með sér: Borgin við sundið, Bruni, Samúð og Stúlka með bók. Jóhanna Þormóðsdóttir hlaut 3. verðlaun. Kom þar m. a. til greina ,,Fantasia“, lítil mynd, áreiðanlega nokkuð sérstæð þarna á sýningunni. Jóhanna er systur- dóttir Sveins Vilhjálmssonar. —o—- Eg var af tilviljun staddur í Neskaupstað á skírdag og fékk tækifæri til að líta á sýninguna. Því miður hef ég ekkert vit á málaralist. En litagleði sú og á- hugi er þarna birtist í veglegum húsakynnum Egilsbúðar orkaði sterkt á mig. Við höfum að undanförnu fengið síld 1 ríkum mæli, Aust- firðingar, og það hafa verið „upp- gangstímar“ í sjávarbyggðum. Samt er augljóst að við stöndum enn höllum fæti í samkeppni við höfuðborgarsvæðið — um fólkið. Eitt af því sem við þurfum hvað mest á að halda í þeirri baráttu er fjölbreytileg menning- arvitleitni og öflug félagsmála- starfsemi. Því á það fólk sem ber uppi starfsemi Myndlistarfélagsins í Neskaupstað og leikfélaganna á Austurlandi, svo annað dæmi sé nefnt, ómældar þakkir skildar. V.H. HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Áðalfundur Aðalfundur Hf. Eimskipafélags Islands verður haldinn í fundarsal félagsins í Reykjavík, föstudaginn 12. maí 1967 kl. 13.30. | DAGSKKÁ: 1) Tekin fyrir þau mál, er um getur í 13. gr. samþykkta fé- lagsins. 2) Ákvörðun aðalfundar 12. maí 1966 um útgáfu jöfnun- arhlutabréfa og aukningu hlutafjár tekin til fullnaðar- afgreiðslu. 3) Aðrar tillögur til breytinga á samþykktum félagsins (ef fram koma). Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík dagana 9.—10. maí. Reykjavík, 31. marz 1967. Stjórniu. Wl*^WVWVWS<WWWWWWVV

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.