Austri - 19.04.1967, Blaðsíða 1

Austri - 19.04.1967, Blaðsíða 1
Ctgefandi: Kjördæmlssamband Framsóknarmanna í Austurlandskjordæml. /(usfr! 12. árgangur. Neskaupstað, 19. apríl 1967. 8. tölublað. Kitstjórar og ábyrgðarmenn: Kristján Ingólfsson Vilhjálmur Hjálmarsson Fjármál og auglýsingar: Björn Steindórsson, Neskaupstað. NEBPRENT Metafli — Lánsfjárkreppa — Hallarekstur atvinmiveganna — Gjaldeyrisha'li við útlönd — stór- gróði heildsalanna — Gjaldeyriseyðsla í tertubotna og rusl — Fjárfertingarlán í þarflausar verzl- unarhallir við Suðurlandsbraut og Laugaveg. Árið 1960 var víst hvorki rík- ara né fátækara hvað listir og bókmenntir snerti hér á landi, en gengur og gerist. Þó mun lengi í minnum höfð bók nokkur er þá kom út og náði meiri útbreiðslu en algengt er um bækur enda var henni dreift inn á hvert heimili í landinu ókeypis. Innihald hennar og ágæti skyldi þó sannarlega ekki fara fram hjá nokkru lands- ins barni. Hún skyldi vera þeim hinn algilda opinberun í verald- legum, sem andlegum efnum. Þar skyldi þó landsmönnum einu sinni gert kleyft að sjá sannleikann, þó í samanþjöppuðu formi væri, sannleikann og ekkert annað. Hún skyldi jafnframt vísa veginn framundan, ekki þyrnum stráðan, heldur blómum. Hér voru þó sannarlega vaknaðir til lífsins þeir menn, sem kunnáttu höfðu til að rækta blómin á eilífðarengi þjóðmálanna. Hjá þeim þurfti ekki að óttast að akurinn hlypi í neina framsóknarórækt. Kápa þessarar merku bókar var hvít. Framan á henni var skjaldar- merki íslenzka lýðveldisins, eins og til að minna á hver borga ætti útgáfuna. Það skyldi sam- eiginlegur sjóður landsmanna gera, minna mátti ekki gagn gera enda kannski ekki á öðru von, þegar um var að ræða hina nýju bók bókanna, bókina VIÐREISN. Kosninga- skrifstofa ;: K jördæmissamband Fram- sóknarmanna í Austurlands- j: kjördæmi hefur opnað kosn- ;! ingaskrifstofu á Egilsstöðum. j í húsi Guðmundar Magnus- j; sonar, jarðhæð. ,j Páll Lárusson veitir skrif- ; stofunni forstöðu. :j yM^^WW^^ww^wwvwwwvwwwvv< „Hún fölnaði, bliknaði fagra rósin mín.“ Já, hún var full af fyrirheitum: Heilbrigður grundvöllur var fundinn. .Bótakerfið skyldi af- numið. .ráðstafanir gerðar til að koma á jafnvægi í penifigamálum og þar fram eftir götunum. Já, Viðreisnarstefnan leit sann- arlega út fyrir að vera fögur rós í árdaga, en sé nú í dag horft yfir feril hennar getur enginn lokað augum sínum svo fast, að ekki sjái hann blöð hennar, föln- uð og fúin, sem hún hefur misst og liggja sölnuð við rætur henn- ar. Viðreisnarstefnan er löngu strönduð á fjörum okkar Íslend- inga. Sú skúta er bæði orðin feyskin og fúin. Hún verður aldrei gerð út framar. Hverjir hafa ráðið? Það er sagnfræðileg staðreynd, að Sjálfstæðisflokkurinn er tryggingarfélag peningamanna. Það voru fyrst og fremst kaup- menn sem stofnuðu hann. þeir hafa jafnan staðið þar nálægt stýri, og þá einkum þeir, sem gramsa í innflutningi lands- manna. Á dögum Ólafs heitins Thors flykktust einnig fjölda- margir útgerðarmenn og heil- brigðir atvinnurekendur undir merki flokksins svo og fjöldi al- mennra borgara. Ólafur Thors var fágætur persónuleiki. Hann hafði hæfileika til að halda saman þessu sérkennilega og sundur- lausa safni. Hann var persónu- gerfingur safnaðarins og virkaði eins og teygjuband utan um hjörðina. En Ölafur Thors var farinn og alþjóð er sammála um að fráfall hans hafi verið þjóðar- skaði, hvað sem pólitískum skoð- unum viðvíkur. Ólafur er horfinn og horfinn úr íslenzkri pólitík, sama þó Sjálfstæðisflokkurinn auglýsi fundi, þar sem spilaðar eru af plötum ræður, sem hann hélt í lifanda Hfi. Sama þótt hann verði steyptur í eir. Hann er horfinn. Og hvað hefur komið í staðinn? Bjarni er kominn í staðinn, maður með kosti og galla, eins og fólk yfirleitt, maður sem leikur bæði stjórnvitring og landsföður, en því miður hvorugtveggja illa. Maður sem hefur staðið við stýri þjóðarskútunnar um árabil, en aldrei lært að stýra og skilur nú við fleyið í fjörunni strandað, þegar líður að þeim kosningum sem í hönd fara. Ólafur Thors kunni til verka, þegar aga þurfti Sjálfstæðisflokk- inn. Hann hrósaði og gaf kinn- hest til skiptis. Hann vildi hafa heimilisfrið. Sjúkustu peninga- hrókarnir í flokknum þorðu ekki að láta undan dýpstu fýsnum sín- um. Og þó þeir tækju eins drjúg skref og þeir þorðu, þá tóku þeir fyrst undir sig stökk til að hremma allan gróða, sem hugsan- lega var unnt að krækja í, þegar Tröllið Róstursamt hefur verið á heim- ili Alþýðubandalagsins í Reykja- vík síðustu daga. Hannibal Valdi- marsson hefur lauslega greint frá atburðunum í útvarpsumræð- um, enda mundu steinarnir tala þótt ég þegði, sagði Hannibal. Það hafði gengið seint að ákveða framboð Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Annars stað- ar á landinu hafði þeim málum verið ráðið til lykta, að því er virtist með allgóðu samkomulagi þeirra afla, sem togast hafa á innan bandalagsins. — Þegar því var lokið létu kommúnistarnir í Sósíalistafélaginu í Reykjavík til skarar skríða og röðuðu á fram- boðslista Alþýðubandalagsins í Reykjavík eftir sínu höfði, án minnsta tillits til annarra aðila þessara ,,stjórnmálasapataka.“ Þessar ákvarðanir, gerðaf með Ólafs missti við og Bjarni Bene- diktsson gerðist formaður Sjálf- stæðisflokksins og síðan forsætis- ráðherra. Það er meginmál íslenzkra stjórnmála í dag, að það eru heildsalar og spákaupmenn Sjálf- stæðisflokksins, sem ráða þróun Viðreisnarinnar. Það eru þeir sem réðu því að samið er við erlendan auðhring um ál- verksmiðju við Hafnarfjörð. Þeir spurðu ekki að því hvort það stökk samræmdist velferð ís- lenzkra efnahagsmála. Nei, þeir sjálfir sáu fram á eigin gróða- mjöguleika og einnig það, að enn rnundi við þetta Verðbólgan auk- ast. Danskir tertubotnar og alþjóð- legt kexrusl skreytir nú búðar- hillur, keypt fyrir gjaldeyri þann, sem íslenzkir sjómenn og erfiðis- fólk aflar í sveita sínum, þjóð- inni til handa. Þessi krumla spákaupmennsk- unnar er alls staðar og ofan í öllu. Innflutningurinn er taumlaus, en um leið fyrirhyggjulaus. Alls- konar einskis nýtt rusl er á boð- stólum, þó um leið sé skortur á nauðsynlegustu hlutum, er við koma lífs nauðsynlegum atvinnu- rekstri landsmanna. Jafnvel í inn- flutningi á lyfjum eru allskyns kaupahéðnar að vasast, sem allt vit skortir í þeim efnum. Læknar fá ekki nauðsynleg lyf, en ýmis- legt gums frá vafasömum verk- Framh. á 2. síðu. glotiir miklu brauki og bramli, að sögn hlutaðeiganda sjálfra, hafa vakið mikla athygli um allt land, og raunar margra, sem ekki höfðu gert sér grein fyrir vinnubrögð- um kommúnista. Ljóst er, að þeir hafa að yfir- lögðu ráði látið bíða að beita meirihlutavaldi í Reykjavík , þar til búið var að ákveða framboðin annarsstaðar. Síðan láta þeir höggið ríða. Þessir síðustu atburðir hljótá að vera lærdómsríkir fyrir þá, sem í góðri trú-hafa unnið að því árum saman að gera Alþýðu- bandalagið að vinstrisinnuðum verkalýðsflokki, óháðan erlend- um stjórnmálastefnum. En þeir eru líka að sjálfsögðu vatn á myllu ríkisstjórnarinnar og stuðningsmanna hennar. — Tröll- jð glottir.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.