Austri - 19.04.1967, Blaðsíða 2

Austri - 19.04.1967, Blaðsíða 2
2 AUSTRI I Neskaupstað, 19. apríl 1967. ,,Viðreisnarstjórnin tt Málefni ráða I útvarpsumræðum á dögunum lögðu ræðumenn komma ríka áherzlu á það1, að Framsóknar- flokkurinn fengi aldrei uppbótar- sæti. Af ýmsum sólarmerkjum má ætla, að hugmynd þeirra sé að þrástagast á þessari staðleysu fram að kosningum í þeirri von að hrekklaust fólk trúi ósannind- unum, ef þau séu sögð nógu oft. Sannleikurinn er sá, að fái Framsóknarflokkurinn ámóta fylgisaukningu og við síðustu al- þingiskosningar þá er röðin kom- in að honum með uppbótarsæti. Annars eru allar „spekúlering- ar“ með atkvæði næsta hæpnar þannig séð, að ógerningur er að reikna út fyrirfram hvernig at- kvæði og þingsæti skiptast í hinum e:nstöku kjördæmum og enn fráleitara að ætla sér að sjá fyrir skiptingu uppbótarsæta. Stóra spurningin verður. þessi. vilja menn sömu stjórnarstefnu eða ekki? Enginn, sem vill breytta stjórnarstefnu, kýs nú- verandi stjórnarflokka, því þeir hafa ekki bent á nein úrræði en margsinnis lýst yfir því, að þeir muni halda áfram á sömu braut. En stjórnarandstöðuflokkarnir eru tveir. Framsóknarflokkurinn hefur háð harða baráttu gegn stefnu núverandi ríkisstjórn. Hann hefur markað kosninga,- stefnuskrá sína glögglega á ný- afstöðnu flokksþingi, þar sem saman komu á tíunda hundrað kjörnir fulltrúar. Siðustu kosn- ingar til Alþingis og bæja- og sveitarstjórna sýna ört vaxandi fylgi Framsóknarflokksins víðs- vegar á landinu. Andstæðuflokk- arnir sjá þessa þróun og óttast hana. I nýloknum útvarpsumræð- um beindu þeir allir vopnum sín- um að Framsóknarmönnunum. — Það út af fyrir sig segir sína sögu. ! | Hinn stjórnarandstöðuflokkur- inn, sem í fyrsu hét Kommúnista- flokkur Islands er nú Sameining- arflokkur alþýðu sósíalistaflokk- urinn = Alþýðubandalagið, hef- ur haft margvíslegt samstarf við núverandi stjórnarflokka, sumt fyrir opnum tjöldum svo sem í húsnæðismálum og um vissa þætti skattamála, sumt leynilegt, þar sem þó kemur fram nokkur hluti samkomulagsins, eins og það þegar Sjálfstæðis- flokkurinn hefur lánað kommum 10. þingmanninn, til þesá að tryggja þeim sæti í bankaráðum og öðrum þýðingarmestu nefnd- um í stjórnkerfi landsins og svo í þingnefndum. Allir sem nokkra nasasjón hafa af pólitík, vita að slíkir hlutir gerast ekki án samninga. Og margir eru uggandi um það, að enn eiga kommar ógreiddar, af þessum ,,víxli“ nokkrar afborgan- ir, sem ekki falla í gjalddaga fyrr en eftir kosningar. Það hefur lengi verið vitað, að styrjaldarástand ríkti innan „Al- Framh. af 1. síðu. smiðjum yfirfyllir þennan markað. Það mætti lengi halda áfram að draga upp myndir úr sögu Við- reisnarinnar. „Gæfuleysi féll að síðum.“ 1. tillaga Viðreisnarbókarinnar frægu bar fyrirsögnina „Bóta- kerfið afnumið.“ Þar undir hófst mál á þessa leið: „Bótakerfi það, sem útflutningsframleiðslan hefur búið við síðan 1951 verði afnum- ið....“ þessi tillaga hefur verið' framkvæmd á þann máta, að 7 árum eftir að hún leit dagsins ljós eru uppbætur handa atvinnu- vegunum risavaxnari en nokkru sinni fyrr. Og miðað við sömu efnahagsstefnu áfram munu þær enn hækka. Samt er fyrirhyggjan hjá hinum íslenzku stjórnarherr- um ekki meiri en svo, að á fjár- lögum fyrir árið 1967 er ekki meira fé ætlað til uppbóta og niðurgreiðslna en endast mun fram undlr sláturtíð á yfirstand- andi ári. Hvernig þeir vísu herr- ar ætla að leysa vandann þar eftir er víst flestum hulið, og þá sjálfsagt jafnt þeim er ráðunum ráða, og hinum er utangarðs standa. En hversu fölsk er hún ekki þessi sívaxandi uppbótastefna. Það er staðreynd að blátt áfram enginn heilbrigður atvinnuvegur ber s;g í dag. Það er sama þó aflaskipin slái hvert metið á fæt- ur öðru, setji jafnvel heimsmet í afla, þá gera endarnir varla bet- ur en að ná saman. Þó eru það þe;r, sem drýgstan skerf leggja til gjaldeyrissöfnunar þjóðarbús- ins. Samtímis er landsmönnum innprentað það í málgögnum stjórnarhersins að hér sé um að ræða ómaga á þjóðarbúinu. Gíf- urlegt það. þýðubandalagsins," þótt mikið hafi oft verið reynt til að halda kyrrð á yfirborði. Nú hafa þeir atburðir gerst, við ákvörðun framboðs í Reykjavík, sem sýna landsmönnum svart á hvitu hvað er að gerast i þeim herbúðum. Og Þjóðviljinn bætir sterkum dráttum í þá mynd með mögn- uðum hrópyrðum um óánægða liðsmenn, sem hann kallar „óláta- belgi, rifrildisseggi og þrætubóka- meistara.“ Þegar svona er komið verður auðvelt fyrir þá, að taka afstöðu, sem í alvöru vilja knýja fram breytta stjórnarstefnu. Allir stjórnmálaflokkarnir geta komið til greina við úthlutun uppbóta- þingsæta, svo menn geta sparað sér allar „spekúleringar“ um þá hluti. Málefnin ein ráða því af- stöðu manna. Dóm kjósenda, byggðan á þeim forsendum, ótt- ast Framsóknamenn ekki. „Lifað um efni íram“ Svo enn sé nú vísað til hinnar miklu bókar Viðreisnar, þá hefst þar kafli á blaðsíðu 5, sem ber svartletraða yfirskrift, breiða og volduga: „Lifað um efni fram.“ Það má vel vera, að ýmsir hafi lifað og lifi hér á landi um efni fram. Hitt er þó e.t.v. réttara, að þar sem annarsstaðar skera sig ýmsir út úr. Þannig eru það vissar stéttir þjóðféilagsins, er eyða langtum meiru en efni þjóð- arinnar leyfa, sjálfum sér til vaxtar og viðgangs. Það sem af er þessu ári er gjaldeyrisstaðan við útlönd óhagstæðari en dæmi eru til um áður. Ekki stafar það af innflutningi atvinnnutækja, heldur af hinu, að innflutningur- inn er gjörsamlega óskipulagður og taumlaus, og eins og fyrr seg- ir flutt inn af handahófi án tillits til þarfa. Það sem af er þessu ári hefur lánsfjármarkaður þjóðarinnar orðið þrengri með hverjum degi sem liðið hefur. Undirstöðuat- vinnuvegirnir eru við að stöðv- ast. Skrúfað er fyrir hlaupareikn- inga nauðsynlegustu atvinnufyrir- tækja, ávísanir reknar til baka, gefnar út í góðri trú, frá fyrir- tækjum, sem ekki vamm sitt vita í þeim efnum. Og nú um þessar mundir hlýtur síldarsöltun og bræðsla komandi sumars að vera stórt spurningarmerki, ef standa á við þau orð, að veita ekki lán til undirbúnings á stöðvum og í verksmiðjum, en opna fyrst lás- inn, þegar afurðir hafa verið skapaðar til veðsetningar. Þetta er hliðstæða þess af bóndi svelti kýr sínar, þegar liði að burði, en lofaði þeim tuggu, þegar þær væru bornar, ef þær þá mjólk- uðu vel. Sama er ástandið í iðn- aði. þar rambar livert fyrirtækið af öðru á gjaldþrotsbarmi af rekstrarfjárskorti. Um óhappa- verk ríkisstjórnarinnar í landbún- aðarmálum er óþarft að tala, og þjónustan við fólkið úti á landinu. Samgöngurnar? Raforkumálin? Hafnarmálin? Það væri auðvelt að skrifa langan spurningalista, en hvar er sá, sem gæti talið upp öll óhöppin er fylla svörin við spurningunum? 1 dag fer vofa yfir ísland. Sú vofa er Viðreisnarinnar. Hún hef- ur leitt af sér þá landsfjárkreppu sem hér hefur lítillega verið lýst og tröllríður nú íslenzku þjóðlífi. Það eru hennar verk, að sama Lögbirtingarblaðið auglýsir hátt á þriðja hundrað nauðungarupp- boð. Það eru hennar verk að fjár- málaráðherra þjóðarinnar lýsir því yfir að „vegna óvissunnar“ verði gefist upp víða að gera áætlanir um framkvæmdir á veg- um hins opinbera. Já, og hver er svo undirrótin? Hefur sjómaðurinn slegið slöku við? Hefur bóndinn reynzt hyskinn við búskapinn: Er iðnaðarmaðurinn einskis nýtur? Kann söltunarstúlkan ekki handbrögðin? Eflaust gætu þau gert eitt og annað betur, og sama um aðrar stéttir þjóðfélagsins að segja. Hitt er þó, sem veldur, að stjórn- arstefnan er alröng. Hún er fyr- irhyggjulaus og handahófskennd eyðslustefna, sem gefur allskonar spákaupmennsku byr undir báða vængi meðan undirstaða þjóðar- búsins riðar til falls. Þessvegna er það hag þessarar þjóðar nauðsynlegt að endapunkt- urinn verði settur aftan við Við- reisnarsöguna eins fljótt og auðið er. Ríkisstjórn Bjarna Benedikts- sonar mun því miður ekki bera gæfu til að segja af sér strax, en það ætti hún að sjálfsögðu að gera, svo kjörsamlega blind og heyrnarlaus, sem hún er gagn- vart vandamálum þessarar þjóð- ar. En í vor kemur tækifæri fólksins í landinu til að segja ríkisstjórninni upp starfi og von- andi verður það ekki látið ónotað. K. I. Nohhur trð um fishirsht Fyrir nokkrum mánuðum las ég grein eftir franskan vísindamann. I grein þessari benti hann á yfir- vofandi matvælaskort í heiminum og hvatti menn til að leggja lið sitt að fullnýtingu sjávarafla. Ráð þau, sem hann taldi framtíðina bera til framgagns nefndu máli eru æði fjarri okkar skilningi. ímyndaði hann sér fiskihirða, sem útbúnir yrðu í að ala mestan sinn aldur undir yfirborði sjávar. Líklegt er, að tækni og þekk- ing, nú og síðar, muni finna ráð, til þess að hlaupa yfir þetta stig þróunarinnar. Um hitt verður tæpast deilt, að við eigum eftir að rækta fisk í sjó í fjörðum með framtaki fjöldans í formi al- menningshlutafélaga ellegar úti í hafinu undir alþjóðlegu eftirliti. Álit fiskifræðinga á göngu síld- ar í hafinu undan Austurlandi er á þann veg, að hún eigi einungis eftir að bjóða okkur gleðilegt sumar tvö ár enn. Það er því víst, að við verðum að vernda einhvern stofn til ræktunar, ef tekjur ís- lendinga af síldfiski eiga að myndast framvegis sem hingað til. Ótalin er sú ungsíld, sem fall- ið hefur fyrir möskvum nótarinn- ar. En með skipulögðu eldi og vali á fiski til frálags yrði bundinn endir á þá happa og glappaað- ferð, sem fjölveiðarnar eru í dag. Við Austfirðingar verðum því að leggjast á árar í þessu máli. Lát- um frumkvæðið koma frá okkur, og skorum á sérfræðinga okkar að finna máli þessu tæknilega lausn. Her. Mar.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.