Austri - 19.04.1967, Blaðsíða 4

Austri - 19.04.1967, Blaðsíða 4
4 AUSTRI t Neskaupstað, 19. apríl 1967. Ferðaspjall Á hálfsmánaðar ferðareisu um Austurlandskjördæmi á útmánuð- um 1967 blasa við ömurlegar staðreyndir í samgöngumálum á sjó og landi. Allir kunningjar vita að illa horfir í þessum efnum, en slíkt ferðalag stækkar myndina og ger- ir hana skýrari. Fyrir þrjátíu árum fór ég ámóta ferðalag um hluta af nú- verandi Austurlandskjördæmi. Og vissulega hefur margt breytzt t'l batnaðar í vegamálunum síð- an þá. Fjölmörg byggðarlög í fjórðungnum höfðu þá ekkert vegasamband og óbrúaðar ár voru á hverju strái. Síðan liefur verið byggður mikill fjöldi brúa, smárra og stórra og öll byggðar- lög verið tengd akvegakerfinu með einhverjum hætti, „vegur“ heim á svo að segja hvert byggt ból. — Orðið vegur verður enn ekki notað í þessu sambandi nema innan gæsalappa. Nokkur hluti veganna, þar á meðal margar heimreiðir á sveitabýli, eru frá upphafi svo að segja malarlausir og eru ófærir með öllu haust og vor. Og litlu betri sögu er að segja af mörgum hinna eldri vega, sem hafa ver'ð sveltir í viðhaldi og verða jafnan herfi- legir yfirferðar og stundum ófær- ir með öllu nokkrar vikur á vori hverju. Nýju uppbyggðu kafil- arnir bera af eins og gull af eiri, en þeir eru stuttir í samanburði við hina. — Þegar svo kemur að því að fara hafna á milli á strönd- inni versnar enn sagan, því eins og vaxandi umferðarþungi brýt- ur niður gömlu vegina þannig hafa stjórnarvöldin brotið niður strandferðirnar með því að van- rækja algjörlega endurnýjun og Fundahöld Tveir frambjóðendur B—list- ans, Vilhjálmur Hjálmarsson og Tómas Árnason, hafa verið á ferðalagi um Austurlandskjör- dæmi og haldið fundi með stuðn- ingsmönnum uni Fljótsdalshérað og á Vopnafirði. Á sunnudaginn var fundur hér í Neskaupstað og á mánudagskvöldið í sveitinni. Fyrirhugað var að efna til skemmtisamkomu í Egilsbúð á þriðjudagskvöldið, sameiginlega fyrir kaupstaðinn og sveitina. En vegna merkisafmælis hér í sveit- inni þann dag var samkomunni frestað þar til síðar. Tómas og Vilhjálmur gera nú hlé á fundahöldum að sinni. En þeir eða aðrir frambjóðendur B— listans munu heimsækja flest eða öll byggðarlög í kjördæminu áð- ur en framboðsfundir verða uppbyggingu skipastólsins og annarrar aðstöou. —o—- Á sama tíma og ríkisvaldið vanrækir gersamlega strandferða- þjónustuna og sveltir vegakerfið í viðhaldi, fleygir tækninni fram og mennn prófa sig áfram með ýmis úrræði sem að gagni meiga koma. Nokkrir aðilar á Austur- landi hafa nú fengið nýja gerð snjóbíla sem reynst hafa mjög vel. Tilraun er gerð með torfæru- bíl, sem getur kafað mikinn snjó og yfirstigið flestar torfærur „drullutímabilsins" á vorin. Og tekin hafa verið í notkun farar- tæki, sem eru nýstárleg hér á landi, vélsleðarnir svonefndu. En ágæti þeirra fengum við Tómas Árnason að reyna á mjög skemmtilegu ferðalagi yfir Smjör- vatnsheiði á dögunum. Farar- stjórinn, Gunnar Ragnarsson á fossvöllum, ekur kanadiskum sleða, sem hann hefur notað i póstferðum á Jökuldal og farið á einum degi frá Fossvöllum í Aðalból og til baka. Hinn farkost- ur okkar var sænskur. Honum stýrði eigandinn, Sigþór Gunn- laugsson í Heiðarseli. Er það til marks u.m hæfni sleðanna, að Sig- þór hefur ekið frá Heiðarseli að Húsey, um eoa yfir 30 km. vega- lengd, á klukkutíma, og farið með 650 punda hlass á afturísleða, auk farþega, yfir Dal og upp að Hauksstaðabænum. Er lítill vafi á því að tæki þessi eru hið mesta þing í snjóahéruðum. Þau hafa verið sett í mjög háan tolla- flokk, og verður að fá því breytt, þegar reynslan sannar gagnsemi þeirra fyrir vetrarsamgöngur í sveitum. —o— Það sem af er ferðareisu okk- ar Tómasar Árnasonar höfum við hitt að máli fjölmarga menn í öllum hreppum Fljótsdalshéraðs og í Vopnafirði. Það leynir sér ekki að menn hafa fullan hug á að knýja fram breytta stjórnar- stefnu í efnahagsmálum og bætta aðstöðu dreifbýlinu til handa. Heimamálin brenna mjög á mönnum. Eftir átta ára valda- feril núverandi stjórnarflokka blasa hvarvetna við sveltir vegir og strandferðirnar niðurbrotnar. Á Austurlandi hefur ekki verið unnið að vegaframkvæmdum fyrir aðfengið lánsfé eins og í öðrum landshlutum. Verðbólgan skerðir nýbyggingafé veganna ár frá ári og ofaná bætist 10% nið- urskurður allra verklegra fram- kvæmda. — Yfir 60% austfirskra sveitabýla vantar enn rafmagn frá samveitum og ekkert varan- legt átak í orkuvinnslu hefur ver- ið gert í átta ár, bygging aðal- orkuveitu um fjórðunginn svo til stöðvuð á sama tíma. - Ekkcrt vérulegt átak er gert til að bæta úr húsnæðisvandræðum unglinga- fræðslunnar, sem vísa verður frá dyrum skólanna vaxandi hópi ungmenna, jafnvel á stigi skyldu- námsins. Það eru sjálfsagt ekki isíst þessar staðreyndir og aðrar slík- ar, sem eru valdar að því að æ fleirri Austfirðingar snúast gegn stjórnarflokkunum og starfshátt- um þeirra. Atvinnu- og framkvæmdasaga Vopnafjarðar síðusta áratuginn er eftirtektarverð og mjög lær- dómsrík. 1 byrjun síldveiðitímabilsins hér eystra er byggð þar síldarverk- smiðja á vegum heimaaðila undir forystu Halldórs Ásgrímssonar og með stuðningi vinstri stjórnar- innar. — íhaldið í Reykjavík for- dæmdi þessar aðgerðir og kallaði þær „pólitíska fjárveitingu“ og merki um einstaka „spillingu“ í þjóðmálum. Þetta fyrirtæki, smátt í fyrstu, hefur síðan byggt sig upp sjálft og malað Vopnfirðingum gull til margháttaðra fram- UMF. Egill Rauði í Norðfjarðar- hreppi hefur að undanförnu æft þennan vel þekkta gamanleik undir stjórn Jóhanns Jónssonar kennara í Neskaupstað. Tvær sýningar voru í Egilsbúð um helgina. Voru þær vel sóttar þrátt fyrir óhagstætt veður og leiknum mjög vel tekið. Leikendur voru flestallir úr sveitinni 12 talsins. Létt var yfir sýningunni og leikhúsgestir skemmtu sér hið bezta. — Þorlákur Friðriksson er áður kunnur sem snjall gaman- leikari. Jóna Ármann er einnig sviðsvön enda getur maður ekki annað en dáðst að því hvað hún Góð auglýsing Bjarni Þórðarson skrifaði fyr- ir nokkru stuttan kynningarþátt um lögfræðinga og störf þeirra í blað sitt Austurland. Hann hefur einnig vakið athygli lesenda sinna á því, að Tómas Árnason, 4. mað- ur á lista Framsóknarflokksins hér í kjördæminu, væri lögfræð- ingur. Nú hefur Tómas dvalið nokkra daga hér í bæ, rætt við stuðnings- mcnn sína og heilsað upp á kunn- ingjana, eins og frambjóðendur plaga að gera. — En auk þess hafa allmargir bæjarbúar notað tækifærið og leitað hjá honum ráða um lögfræðileg atriði, þar á meðal ágætir stuðningsmenn Bjarna. — Þarf ekki að efa, að Tómas Árnason, sem rekur lög- fræðiskrifstofu í Reykjavík, er Bjarna Þórðarsyni þakklátur fyr- ir auglýsinguna. kvæmda. Utgerð tveggja glæsi- legra fiskiskipa er og reist á þessum grunni. Vopnafjörður er eitt sveitafél- ag þar sem íbúarnir leitast við að láta traustan landbúnað í dölun- um og vaxandi athafnalíf á tang- anum frammi við sjóinn styðja hvað annað. Hvernig er svo búið að þessu blómlega byggðarlagi af hálfu ríkisvaldsins ? Flugvallarmálum er ekki sinnt, engin stærri átök gerð í vega- málum og dregið úr strandferð- um svo að stundum líða 2—3 vik- ur á milli póstferða. Rafmagn í kauptúninu er frá dieselstöð og selt dýru verði og eftir að leggja línu til því nær allra sveitabæja. Knýjandi nauðsyn er að ráðast í nýjan áfanga í hafnarbótum. Myndi hann kosta 10—15 milljón- ir og gerbreyta aðstöðu fiskibáta og flutningaskipa. En ekki hefur verið við það komandi, að þing og stjórn fallist á slíkar fram- kvæmdir. var örugg og myndarleg í hlut- verki hinnar siðavöndu konu sinnepsverksmiðjueigandans! Ætlunin er að skemmta fleir- um en Norðfirðingum og er það vel því hláturinn lengir lífið. 1 leikskrá segir að UMF. Egill rauði hafi á þessum áratug sýnt tvö leikrit, Orustuna á Háloga- landi og Húrra krakki, en áður m.a. Kvenfólkið heftir okkur og Sundgarpinn, en félagið er nú á 52. starfsári. Vert er að minnast þess að leikstjórinn Jóhann Jónsson, hef ur lengi verið ötull starfsmaður leikstarfsemi á Norðfirði, málað leiktjöld og innt af höndum mik- ið og margvíslegt starf fyrir þennan þýðingarmikla þátt í menningar og félagslífi byggðar- lagsins. —o— Leikfélag Neskaupstaðar æfir nú sjónleikinn Júpíter hlær undir stjórn Erlings E. Halldórssonar. Munu sýningar hefjast í byrjun næsta mánaðar. —o— Síðastliðið miðvikudagskvöld frumsýndi Leikfélag Eskifjarðar gamanleikinn Víxlar með afföll- um eftir Agnar Þórðarson. Leik- stjóri er Karl Guðmundsson, leik- ari, sem verið hefur kennari á Eskifirði í vetur. Leikurinn hefur verið sýndur 6 sinnum, þ.á.m. bæði á Reyðarfirði og Fáskrúðsf. Um næstu helgi mun ætlunin að sýna leikritið á Seyðisfirði og í Neskaupstað. —o— Leikfélag Reyðarf jarðar æfir nú um þessar mundir sjónleikinn „Draugalestina", enskt sakamála- leikrit, leikstjóri er Kristján Jónsson. Spanskflugan ó Norðfirðí

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.